Vísir - 18.02.1977, Blaðsíða 3
'.Föstudagur 18. febrúar 1977
3
Nýja íþróttahúsið í Glerárhverfi á Akureyri verður afhent á sunnudaginn:
BÆTIR ÚR BRÝNNI ÞÖRF
Hið nýja iþróttahús viö Gler-
árskólann á Akureyri veröur
væntanlega afhent Akureyrar-
bæ hinn 20. þessa mánaöar, oog
veröur þaö tekiö i notkun aiveg
næstu daga. Áætlað haföi veriö
aö húsiö yröi afhent um áramót
siöastliöin, en þaö taföist nokk-
uö vegna þess hve seint bænum
gekk aö skila sinum hluta, svo
sem iþróttatækjum og gólfi I
húsiö.
-Ekki stóö á þvi aö verktakinn
aö húsinu gæti skilaö á réttum
tima, aö sögn Tryggva Pálsson-
ar framkvæmdastjóra Smára
h.f., en Smárinn var verktaki aö
húsinu, eins og raunar tilheyr-
andi skólahúsi á sinum tima.
Iþróttahúsiö er hiö glæsileg-
asta aö öllu leyti, og bætir úr
brýnni þörf á Akureyri, þvi
ekkrt Iþróttahús hefur veriö fyr-
ir hendi i Glerárhverfi, þannig
aö öll skólaleikfimi hefur þurft
aö fara fram i Skemmunni á
Gleráreyrum. Auk þess var þar
fariö aö þrengja mjög aö
iþróttafélögunum, Þór og KA,
en nú mun Þór færa mestan
hluta starfsemi félagsins i hiö
nýja hús, en þar er einnig úti-
svæöi félagsins.
Húsiö er allt hiö veglegasta,
og allur frágangur af hálfu
verktakans viröist vera til sér-
stakrar fyrirmyndar. í húsinu
er aöstaöa fyrir meira en 120
manns I búningsklefum i einu,
en þeir eru fjórskiptir. Salurinn
er tviskiptur, og kemur þaö sér
vel fyrir iþróttakennslu skól-
anna. Ekki eru nein áhorfenda-
svæði I húsinu, enda er þaö fyrst
og fremst hugsaö sem iþrótta-
æfinga- og kennsluhús, en ekki
sem keppnisvöllur.
Nýja Svæðisiþróttahúsiö sem
risa á á túninu ofan Gagnfræöa-
skólans mun hins vegar gegna
þvi hlutverki, en þaö veröur
væntanlega boðiö út I mars
næstkomandi, eins og áöur hef-
ur veriö skýrt frá i Vísi.
íþróttahúsiö I Glerárhverfi
var á sinum tima boöiö út, og
reyndist Smári h.f. vera meö
hagstæöasta tiiboöiö, og hljóö-
aöi þaö upp á u.þ.b. 66 milljónir
er það var opnaö 23. mai 1975.
Aö sögn Tryggva Pálssonar
framkvæmdastjóra er nú áætl-
aö aö húsiö kosti um 85 milljónir
viö afhendingu. Er þá aöeins
talinn hlutur verktakans, en auk
þess leggur Akureyrarbær til
hluta af fullnaöarfrágangi húss-
ins. Gólfflötur hússins eru um
18x33 metrar, og þar eru m.a.
merktir blak-, badminton-,
handknattleiks- og körfuknatt-
leiksvellir.
—AH.Akureyri
„Orlof húsmœðra"
þarf að efla
og styðja
Fundur sam haldinn var hjá
Húsmæörafélagi Reykjavikur
17. janúar s.l. vili lýsa ánægju
sinni yfir starfsemi „Orlofs hús-
mæöra” og telur fyllstu þörf á
aö efla þaö og styöja.
Fundurinn Itrekar aö sú
breyting sem gerö var á lögum
um „Orlof húsmæöra”, 19.
desember 1975 séu hrein mistök
sem félagiö væntir aö veröi
breytt til fyrra horfs eöa lögin
endurskoöuö.
Húsmæörafélagiö tekur undir
þá samþykkt sem var gerö á
fundi vestfirskra orlofsnefnda
um aö breytingin sem gerö var
á lögum um orlof húsmæöra á
Alþingi 19. desember 1975, hafi
eigi verið nægilega igrunduö.
„Meö þessari breytingu er
raunveruiega kippt stoöum und-
an orlofi sem viöurkenningu á
störfum húsmæöra og um leið
er máliö leitt inn á mjög var-
hugaveröa braut.”
Óráölegt þykir aö ætla
sveitarfélögum einum aö leggja
þessari starfsemi til fé.
UNDIRSKRIFTA-
SÖFNUN m
LANDHELGISMÁLIÐ
Landhelgissamtökin munu
standa fyrir undirskriftasöfnun
gegn samningum viö önnur riki
og gegn allri rányrkju innlendri
og erlendri á næstunni. Land-
helgissamtökin eru samtök
fóiks úr ýmsum starfsgreinum
sem stofnuö voru I haust og eru
ópólitisk.
Undirskrifasöfnunin mun
fyrst og fremst fara fram i sjáv-
arplássum á suðurnesjum, þar
sem samtökin telja aö undir-
tektir þar muni gefa góöa vis-
bendingu um hug almennings I
landinu til þessa máls. Söfnunin
mun hefjast um næstu helgi, og
veröur aöeins safnaö i einn dag
á hverjum staö, og 'byrjaö I
Grindavik.
Þaö er álit Landhelgissam-
takanna aö nýgeröur samningur
rikisstjórnarinnar viö færey-
inga um gagnkvæmar veiöi-
heimildir feli I sér ýmsar hætt-
ur. Þar á meöal þá aö I kjölfar
hans fylgi samningar viö fleiri
riki og þá ekki sist aöildarriki
Efnahagsbandalagsins. —GA
Áhrif rœkjunnar á Hvammstanga:
tJe fiokkunarsalnum. 1 rækjustööinni vinna um 20 manns.
„Gífurleg lyftistöng
fyrir bœjarfélagið"
- rœtt við Brynjólf Sveinbergsson oddvita á Hvammstanga
um rœkjuvinnsluna þar og atvinnumál almennt
„Þessi rækjuvinnsla hefur aö
sjálfsögöu oröiö gifurleg lyfti-
stöng fyrir bæjarfélagiö”, sagöi
Brynjólfur Sveinbergsson, odd-
viti á Hvammstanga I samtali
viö VIsi.
Meleyri h/f, en svo heitir
rækjuvinnslan tók til starfa
siöastliöiö haust i algjörlega
nýjum húsakynnum. Þar eru
notaöar tvær rækjupillunarvél-
ar sem afkasta um 6 tonnum á
dag af rækju úr sjó.
Aflinn er tekinn af fjórum
heimabátum, sem hafa aflaö
nokkuö vel, og gæftir hafa veriö
meö eindæmum góöar aö
undanförnu. Bátarnir hafa
leyfi tilaöfiska eitt og hálft tonn
á dag og þeir hafa fariö létt meö
aö ná þeim afla.
„Hér eru auk þess geröir út
tveir aörir bátar, en þeir leggja
upp fyrir Blönduós. Svo koma
bátar frá Skagaströnd stundum
hér inn og liggja hér.
„Hér er skinandi hafnaraö-
staöa fyrir þessar bátastæröir,
en á þeim eru svona 2-3 aö
meöaltali. Viö vinnsiuna I landi
vinna hinsvegar um 20 manns”.
Helstu vandkvæöin viö þessa
vinnslu er hversu frek hún er á
vatn, og stundum hefur skapast
vandræöaástand þess vegna, og
tæpt veriö á þvi aö efstu hús i
bænum heföu heitt vatn yfir
daginn.
„Þetta stafar aö hluta til af
þvi hve mikiö hefur veriö um
frost hér, litill snjór og litlar úr-
komur. Jarövegurinn hefur þess
vegna ekki tekiö viö neinni vætu
i langan tima”, sagöi Brynjólf-
ur.
„1 gær var svo veriö aö tengja
nýja borholu viö kerfiö hérna
þannig aö úr er aö rætast. Viö
höfum veriö meö djúpvatnsdælu
I gangi I nokkurn tima, en meö
tilkomu nýju holunnar vonumst
viö til aö um sjálfrennsli veröi
aö ræöa”.
Mikill uppgangur er nú á
Hvammstanga, aö sögn oddvit-
ans, mikiö byggt og atvinnulif
meö allra besta móti.
—GA
t rækjuvinnslunni Meleyri h.f. er unniö úr sex lestum af rskju á
dag. Myndirnar tók Agúst Björnsson.