Vísir - 18.02.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 18.02.1977, Blaðsíða 17
„Bindum vonir við loðnuno úti af Vestfjörðum" — Rœtt við Harald Ágústsson skipstjóra á Sigurði RE „Viö bindum töluveröar vonir viö loönuna úti af Vestfjöröum þegar fram liöa stundir”, sagöi Haraldur Ágústsson skipstjóri á Siguröi EE sem i gær kom til Haraldur Agústsson um borö I Siguröi. Reykjavikur meö fyrstu loön- una á þessari vertíö sem þangaö berst. „Þaö hefur alltaf komiö fram loðna þarna undanfarnar ver- tiðir”, sagöi Haraldur. „En þaö kemur hins vegar ekki til greina aö fara þangaö fyrr en hiín hleypur saman i torfur, eins og allar horfur eru á aö hún geri innan skamms”. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræöingur hefur veriö úti af Vestfjörðum á Bjarna Sæmundssyni i loðnuleit. Þeir urðu talsvert varir við loðnu sem stóð dreift. Hjálmar telur að innan skamms fari loðnan að þéttast i torfur og veröi þá vel veiðanleg. Eins og Visir hefur skýrt frá er það þýðingarmikið að hægt sé að veiöa loðnu út af Vestfjörðum og nýta þá þann verksmiðjukost er nú er ónotað- ur við Faxaflóa, Bolungarvik og á Siglufirði. A toppnum Sigurði RE hefur gengið mjög vel á þessari vertíð og er I topp- baráttunni meö tæplega tiu þils- und tonn. Asamt Haraldi, er Kristbjörn Arnason skipstjóri. Þeir skiptast á. Eru úti i þrjár vikur i senn, enda álagiö á skip- stjórunum mikið yfir hávertið- ina. 15 manna áhöfn er á Sigurði. Að sögn Haraldar er sama áhöfnin um borö allan timann yfir vertiðina, enda skiljanlegt aö menn sleppi dcki plássinu. Siguröur var nUna með um 1150 tonn af loönu. En alls getur skipið tekið um 1400 tonn, eftir að byggt var yfir það i haust. Haraldur Agústsson sagði að þeir hefðu verið 30 tima aö stima af miðunum. A leiðinni urðu þeir varir við loðnu Uti af Ingólfshöfða sem er mun vestar en aðalveiöisvæðið er. Þeir köstuðu ekki en Rauðsey mun hins vegar hafa fengið þarna töluverðan afla. Kemst inn á einstaka hafnir Eins og kunnugt er strandaöi Siguröur i innsiglingunni til mm m íc I il IIaL 14 !■ ft JjF Menn voru sem óöast ab undirbúa löndunina— Ljósmynd Visis: Jens Vestmannaeyjar. Við það skemmdist astikkið og ætluðu kafarar að athuga um skemmd- iráþvligær. Haraldur bjóst viö aö komast á veiöar á ný nú i morgun. Sigurður RE er stærsta loönu- skip landsmanna. Hafnaskilyrði eru viða svo slæm að skipiö kemst ekki inn þegar þaö er með fullfermi. Það er aöeins, á Seyöisfirði, Neskaupstaö, Eski- firöi, Siglufirði og i Reykjavik sem það kemst inn þegar þaö er fjara. Til Vestmannaeyja kemst skipið ekki fyrr en á hálfföllnu. —EKG Samband íslenskra samvinnufélaga 75 óra ó sunnudaginn Keildarveltan '76 jókst um 34% og varð tœpir 30 milliarðar „Bráðabirgðatölur fyrir slð- asta ár sýna, að velta Sam- bandsins ein sér var um 29.8 milljarðar, sem er 34% aukning frá árinu 1975”, sagöi Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands- ins, á fundi með blaöamönnum I gær. Fundurinn var haldinn i til- efni þess, aö á sunnudaginn eru 75 ár liðin frá stofnun Sam- bandsins. A fundinum var einn- ig mættur Eysteinn Jónsson, formaöur stjórnar Sambands- ins. Langmest veltuaukning, eða 55%, var hjá búvörudeildinni, en sú aukning mun aðhluta vera vegna birgðabreytinga. Næst mest aukning var hjá iðnaðar- deildinni, 43%. Hæsta veltan var hins vegar hjá sjávarafuröadeild, 8.7 millj- arðar. Næst kom búvörudeild meö 7.2 milljarð, innflutnings- deild með 6.1, iðnaðardeild með 4.4, véladeild m.eö 2.2 og skipa- deÚdmeð l.l milljarð. Veltahjá öðrum aöilum var um 100 millj- ónir króna. „Hluti af þessari veltuaukn- ingu er auðvitað vegna verö- bólgunnar”, sagði Erlendur, sem taldi að hin mikla aukning hjá iðnaðardeild væri visbend- ing um, að samvinnuhreyfingin ætti verulegan þátt i iðnaðar- uppbyggingu I landinu. Jafnframt hefði samvinnu- hreyfingin aukið verulega þátt sinn i vinnslu og sölu sjávar- afurða. Félagsmenn eru um 40 þúsund Þaö kom fram á blaðamanna- fundinum, að félagsmenn I sam- vinnuhreyfingunni væru nú um 40.000, en starfsmenn hjá Sam- bandinu einu saman um 1600. Sambandskaupfélögin eru 49 talsins, og það fámennasta með aðeins 27 félagsmenn — það er Sláturfélagið örlygur á Gjögri við Patreksfjörð. Stærst er KRON, sem hefur um 13 þúsund félagsmenn. KEA á Akureyri hefur hins vegar mesta ársveltu kaupfélaganna. Eysteinn Jónsson taldi, að tengsl milli stjórnenda og félagsmanna I samvinnuhreyf- ingunni mættu vera betri, sér- staklega I þéttbýlinu. Ákveðiö væri, að félags- og fræöslumál hreyfingarinnar væru sérmál aðalfundar Sambandsins, sem haldinn veröur i Reykjavik 14.-15. júni I sumar. „Greinargerö um þossi mál hefur veríð Sgn(j öllum kaup- íéiögunum, og veröa þau þar til umræðu I vetur og vor”, sagði Eysteinn. „Við vonumst svo til að fá þaðan ýmsar hugmyndir um nýjar aðferðir til þess aö virkja félagsmenn samvinnu- hreyfingarinnar betur”. Rikisstyrkt smásölu- verslun i dreifbýli? A árinu 1975 voru 17 kaupíélög rekin meö tapi, og er þar eink- um um aö ræða kaupfélög á litl- um stöðum úti á landi, þar sem mjög erfitt er, aö sögn forsvars- manna Sambandsins, aö halda uppi smásöluverslun meö nauö- synjavörur bæði vegna mikils flutningskostnaðar, litils markaöar og ákvæða um álagn- ingu. Viöskiptaráðherra skipaöi fyrir nokkru nefnd til að fjalla um hugsanlegar úrbætur en hún er skammt komin I störfum sin- um. „Það er ekki hægt aö reka fyrirtæki til lengdar með tapi”, sagði Erlendur, „og það á við um þessa smásöluverslun eins og annað. Við erum ekki æstir i að biðja um rikisstyrk, en þetta hefur þó veriö sú leiö, sem farin hefur veriö á sumum Norður- löndum. Og þetta er oröið mjög alvarlegt vandamál, sem ein- hvern veginn verður að leysa”. Það kom fram, aö ein leið væri sú, að hinn hái flutnings- kostnaður fengi hreinlega að koma fram I vörúveröinu, en það þýddi hærra vöruverð I strjálbýli en þéttbýli. Alþjóðlegur samvinnu- mannafundur Þess skal getiö, að sérstak- lega veröur haldið upp á afmæli Sambandsins I tengslum viö aðalfund Sambandsins i sumar. Hins vegar stendur fyrir dyr- um hér á landi fundur fram- kvæmdanefndar Alþjóölega samvinnusambandsins, en hann verður á Hótel Sögu 7.-11. mars. Þetta samband var stofnaö 1895, og er elsta alþjóöastofnun sem enn starfar. Sambandiö gerðist aöili að þvi áriö 1927. -ESJ ÍBÚÐIR TIL SÖLU Verzlunarmannafélag Reykjavíkur auglýsir hér með eftir umsóknum um 24 íbúðir í f jölbýlishúsum, sem verða byggð á vegum félagsins að Valshól- um 2, 4 og 6. Ibúðirnar eru 2ja, 3ja og 4ra-5 herbergja. Áætlað er að byggingaframkvæmdir hef jist í apríl n.k. I'búðum ásamt öllu sameiginlegu og lóð verður skilað f ullfrágengnum. Fullgildir félagsmenn Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur koma einir til greina við úthlutun íbúðanna. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.R., Hagamel 4, sem veitir nánari upplýsingar á venjulegum skrifstof utíma. Bygginganefndin verður til viðtals laugardaginn 19. feb. kl. 10-16 á skrif- stofu félagsins að Hagamel 4. Umsóknarfrestur er til og með 4. marz n.k. VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVÍKUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.