Vísir - 18.02.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 18.02.1977, Blaðsíða 24
VÍSIR Föstudagur 18. febrúar 1977 Einum skilað en annar tekinn Komið var að manni I Kópa- vogi í gærdag þar sem hann ætlaði að stela bll. Leikur grunur á aö sami maöur hafi átt þátt í fleiri bilþjófnuöum ntíttina áöur, eða i fyrrinótt. Maðurinn var úrskuröaður I gæsluvaröhald i Kópavogi. Cortinu var stolið frá Stóra- gerði 32 þessa nótt. Bíllinn var siðan skilinn eftir viö Háa- leitisbraut 42. Þaöan var ann- ar bíll tekinn og fannst sá sið- ar í Kópavogi. Þessa sömu nóttvar svo stoliö bilfrá Lauf- ásvegi og fannst sá við Stóra- gerði. Mál þetta er i rannsókn. Siöastnefndi billinn mun hafa verið skemmdur þegar hann fannst. —EA Árekstrunum fjölgar með rigningunni Um leið og það fór að rigna fjöigaöi árekstrum I Reykjavik að mun. t gærdag voru árekstrar 20 I borginni, en höfðu verið fáir dagana þar á undan. Eitt slys varð I gær er ekiö var á sttllku á Laugaveginum. Hún mun hafa fótbrotnað. önnur slys uröu ekki, nema þá litilsháttar. I gærkvöldi uröu svo fjórir árekstrar, en snemma i morgun þegar Visir hafði samband viö lögrégl- una haföi enginn árekstur oröiö enn. —EA SLYS Á AKRANESI Slys varö á Akranesi I gær þegarfólksbflllentiá staurviö Garöabraut á móts viö iþróttavöllinn. ökumaður slasaöist eitthvaö. Skemmdir urðu á bilnum og staurinn brotnaöi. Þetta geröist um há- degi I gær. —EA Komnir fram Piltarnir tveir sem auglýst var eftir i fréttum Utvarpsins I gærkvöldi, eru nU komnir fram. Piltarnir komu fram strax i nótt. Þeir eru 16 og 17 ára gamlir. — EA Guðmundur rauf fyrstur 10 þúsund tonna múrinn — Loðnufrysting í þann veginn að hefjast Guðmundur RE varö fyrsti báturinn á þessari loðnuvertið tii að ná tiu þúsund tonnum. Heildarafli hans á þcssari vertið er nú orðinn 10.140 tonn. Alveg rétt á eftir honum koma Sigurður RE með 9.680 og Börk- ur NK með 9.600 tonn. Baráttan um toppsætiö er geysilega hörö eins og sjá má, og þyrftu Börkur og Siguröur ekki aö fá nema eitt gott kast til aö skjótast upp fyrir Guömund. öll eru þetta stór og yfirbyggö skip sem bera mikið. Sigurður er stærstur, getur tekiö um 1400 tonn af loönu, Börkur um 700 tonn og Guðmundur um 500. 25 bátar tilkynntu loönunefnd um alls 8700 tonn frá miönætti i nótt og þar til Visir ræddi viö þá á tiunda timanum I morgun. Bátarnir höfðu allir fengiö loön- una úti af Ingólfshöföa. Þar fannst loöna i gær og viröist vera um mikið magn aö ræöa þvibátarnir fylltu sig allir strax og þeir komu þangaö. Jafet Ólafsson hjá Loðnu- nefnd sagöi I morgun aö bátarn- ir héldu flestir á hafnir viö suöurströndina, Þorlákshöfn og Vestmannaeyjar og jafnvel lengra. Ýmsir voru enn óákveönir hvert þeir héldu er Visir ræddi við hann og sagöi Jafet aö skipstjórar ræddu um það aö láta frysta eitthvaö af aflanum sem þeir heföu veitt i nótt. —EKG EKKI LÍKUR Á HASS- SÖLU í SKÓLUM — Niðurstaða Frœðsluróðs Reykjavíkur send borgarráði í nœstu viku ,,Ég er búinn að lita á umsagnir frá nokkrum sktílum og mér er ekki kunnugt um til- felli þar sem vitað er að hass- sala eigi sér stað i skólunum og ég veit ekki til að slikt hafi kom- ið fram”. A þessa leiö fórust Kristjáni J. Gunnarssyni fræðslustjóra Reykjavikurborgar orö er Visir innti hann eftir þvi I morgun hvaö væri aö frétta af könnun þeirri sem Fræðsluráö beitti sér fyrir á hugsanlegri hasssölu I skólum, i framhaldi af yfirlýs- ingum Stefáns Jóhannssonar fé- lagsráöunauts þar aö lUtandi. Kristján sagöi aö Fræösluráð heföi óskaö eftir þvi viö yfirvöld allra skóla i Reykjavik aö þau könnuöu þaö hjá starfsmönnum skólanna hvort þeir heföu oröið varir viö einhverja hasssölu. Einnig aö spyrjast fyrir um þaö hjá nemendaráöum hvort nemendum væri kunnugt um þaö. Kristján var aö þvi spurður hvort þessi aöferö væri talin fullkomin og kvaö hann þaö ekki vera. „Ég held aö þetta sé eini möguleikinn á könnun fyrir utan bein réttarhöld, sem tilefni verður að gefast til”, sagöi hann. Auk þess að leita umsagnar hjá skólayfirvöldum leitaöi Fræösluráö Reykjavikurborgar til Fikniefnadómstólsins og yfirsakadómara og spuröist fyrir um hvort þeim væri kunnugt um slika hasssölu. Kristján J. Gunnarsson sagöi aö umsagnir flestra aðila lægju nú fyrir og myndi skýrsla frá Fræösluráði veröa send Borgar- ráöi aö öllum likindum I næstu viku. —EKG Borgin kaupir kvik- mynd um Kjarval Kvikmynd sem tekin var af Jóhannesi Kjarval hér á landi fyrir nokkrum árum er nú oröin eign Reykjavikurborgar. Þaö voru sænskir kvikmynda- tökumenn sem tóku myndina fyrir u.þ.b. 12 árum. Þeir komu svo hingaö til lands meö mynd- ina á siöasta ári og buöu borg- inni hana til kaups. Myndin er tekin i lit og er um hálfrar stundar löng i sýningu. Hún er 16 mm, en fróöir menn telja aö hún sé þaö þétt aö mögulegt sé aö stækka hana upp I 32 mm. Þetta er ekki fullunnin kvik- mynd, en mjög merk heimild, þar sem hún sýnir Kjarval viö störf bæöi á Þingvöllum og i vinnustofu sinni. Á Þingvöllum sýnir myndin öll stig málverks- ins, frá þvi aö striginn er hvitur og þar til listamaöurinn hefur lokið verkinu. Kaupverö myndarinnar var 404 þúsund krónur og var þaö borgaö af hálfu af borginni, en aö hálfu af sjónvarpinu. Er borgin þóeigandi myndarinnar, en sjónvarpinu er heimilt aö nota hana ef tilefni gefst til. Nú er búiö aö gera kópiu af myndinni og er fyrirhugaö aö sýna hana að Kjarvalsstööum strax og tækifæri gefst til. -SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.