Vísir - 02.03.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 02.03.1977, Blaðsíða 3
Miövikudagur 2. mars 1977 3 VÍSIR Úr „fremri kontórnum” Guöión og Tómas Fnögeir viö, .plottiö”. Þaö léttir mjög störfin aö þrjár ratsjárskffur eru um borö i vélinni. Flugmennirnir hafa eina, skipherrann eina og stýri- maöurinn eina. Þóröur viö fjarskiptastööina. Lœknafélag íslands vill fá heildarlöggjöf um tóbaksmál Læknafélag islands sendi i gær frá sér ályktun, sem gerö var á fundi stjórnar félagsins á dögun- um varöandi tóbaksmál. Er þar minnt á ályktun Lækna- féiagsins um skaösemi tóbaks- reykinga, sem gerö var á aöal- fundi þess á árinu 1975, en siöan segir: „Umboösmenn tóbaksfram- leiöenda hafa nú nýlega aukiö mjög auglýsingastarsemi sina, sem samrýmist ekki tilgangi lagaákvæöa um bann við tóbaks- auglýsingum. Þessi auglýsinga- starfsemi vinnur gegn stórauk- inni fræðslu i skólum landsins um hættulegar afleiöingar reykinga. Stjórn Læknafélags tslands átelur harölega þennan aukna á- róöur fyrir tóbakssölu og skorar á Alþingi og rikisstjórn að koma i veg fyrir hann meö afdráttar- lausari lagaákvæöum. Jafnframt vill stjórn Lækna- félags tslands hvetja stjórnvöld til aö hefja nú þegar undirbúning aö setningu heildarlöggjafar um ráðstafanir til aö draga úr tóbaksneyslu.” ÚTSÖLUVERÐ RAFORKU: 33% fara í skatta Opinber gjöld nema nú um þriöjungiaf útsöluveröi rafveitu hér á landi, aö sögn Aöaisteins Guöjohnsens, rafmagnsveitu- stjóra. t erindi hans á Miðsvetrar- fundi SIR i gær kom fram, aö sölugjald til rikissjóðs og verð- jöfnunargjald til Rafmagns- veitna rikisins nemi um 25% af útsöluveröi raforku, en meö tollum og sölugjaldi af efni veröi opinber gjöld um 33% af útsöluverðinu. Sambærileg tala frá hinum Noröurlöndunum er 15-20%, eöa um helming lægra hlutfall. —ESJ. Nœr engin olíukynd- ing eftir fimm ár Austfirðingar fá ekki hitaveitu Aöeins þrjú prósent þjóöar- innar munu þurfa aö kynda hús sin meö oliu aö fimm árum liön- um, ef öllum áætluöum hita- veituframkvæmdum veröur þá lokiö. Þetta kemur fram I orku- spá sem gerö hefur veriö frá ár- inu 1976 og fram til ársins 2000 1 þessari spá er reiknað meö aö rafhitun nái til 90 prósent þjóðarinnar á rafhitunarsvæö- um á suöurlandi, Reykjanesi og vesturlandi áriö 1980, noröur- landi áriö 1982 austurlandi áriö 1985 og Vestfjöröum áriö 1986. Mjög er þaö misjafnt eftir landshlutum hvort áætlaö sé aö hitaveita veröi nokkurn tima reist. Nær allir ibúar á suöurlandi og á Reykjanesi munu búa viö hitaveitu i lok aldarinnar, eöa 92,1 prósent. En á austurlandi er ekki búist viö aö nein hitaveita komi. A austurlandi veröur rúmur helmingur húsanna, eöa 52 prósent hituö meö rafmagni. A Vestfjöröum eru óvissuþættir margir. Ef þeir staöir sem nú eru taldir óvissir lenda á rafhit- unarsvæöi, veröa um 90 prósent húsanna rafhituð. En ef hita- veita kemur á öllum þessum stööum, aöeins 32 prósent. Meöal þeirra staöa sem óvissa rikir um eru þrir stærstu bæj- irnir, Isafjöröur, Bolungarvik og Patreksfjöröur þar sem meira en helmingur vest- firöinga býr. A noröurlandi er búist viö aö um þriöjungur húsanna, eöa um 28 prósent veröi rafhituö. Mikil aukning. 1 raforkuspánni er gert ráö fyrir mikilli aukningu á raf- orkunotkun á hvern íbúa á ári. Hún er núna rúmlega þúsund kWh, en f spánni, sem styöst viö áætlanir svfa og norömanna, er gert ráö fyrir aö hún veröi um 3300 kWh á Ibúa áriö 2000. Þess- ari notkun á aö ná meö örri aukningu fyrst f staö, sem sföar minnkaöi. Meö athugunum hefur komiö I ljós aö raforkunotkun I iönaöi hefur aukist um 5,5 prósent á starfsmann frá árinu 1960. Sam- svarandi tala í þjónustugreinum er 4,7prósent. Samkvæmt orku- spá er reiknaö meö áframhald- andi aukningu 1 raforkunotkun bæöi f iönaöi og þjónustugrein- um. Er aukningin álitin veröa mismunandi eftir árabilum og atvinnugreinum. Ekki gert ráð fyrir nýjum stóriðju- stækkunum 1 orkuspánni er vitanlega ekki hægt aö gefa sér aörar forsend- ur en þær sem þegar er vitaö um. Til aö mynda er gengiö út frá þvf aö engin stækkun veröi á Aburöarverksmiöjunni á þeim árum sem orkuspáin nær til. Ekki er heldur tekiö meö I dæm- iö nein aukning i raf- orkunotkun hjá álverinu f Straumsvik, eftir áriö 1979. Þá er ekki heldur gert ráö fyrir aö málmblendiverksmiöjan noti meira rafmagn en 260 gígawatt- stundir eftir áriö 1980. —EKG STÖÐUG RAFMAGNSSKÖMMTUN í VESTMANNAEYJUM: Atvinnutœkin hafo forgang Loðnuverksmiðjurnar og hraöfrystihúsin f Vestmanna- eyjum hafa nú forgang meö raf- magn, enda eru milljónaverö- mæti I húfi. Páll Zóphanfasson bæjarstjóri f Vestmannaeyjum sagöi i samtali viö VIsi aö reynt væri aö láta reksturinn ganga eölilega. Um þaö bil tveggja mega- watta rafmagnsframleiösla er nú f Vestmannaeyjum, en orku- þörfin er um 6 megawött Gastúrbfna frá Olafsvík, sem framleiöir um 1,2 megawött, og lftil dlsilstöö frá Rafmagnsveit- um Reykjavíkur, framleiöa stööugt rafmagn, og loks hafa vélar varöskipsins Týs veriö tengdar inn á bæjarkerfiö. Enn er skömmtun á rafmagni til bæjarbúa. Páll Zophaníasson sagöi aö erfitt væri aö fullyröa hvenær viögerö á rafstrengnum lyki. Varöskipiö Arvakur væri nú aö hefja viðgeröir og siöan réöi veöurfar hve þaö verk gengi fljótt fyrir sig. Nú er búiö aö gera viö vatns- veituna I Eyjum og sagöi Páll þau mál eiga aö vera nú komin I eölilegt horf. Þaö var leiösla I landi sem fór I sundur. EKG Koma loönunnar hefur sett svip sinn á Vestmannaeyjar undanfariö og er mikiö i húfi aö vinnsla hennar stöövist ekki vegna rafmagnsskorts. Mynd GS, Eyjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.