Vísir - 02.03.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 02.03.1977, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 2. mars 1977 Mesta hœkkunin 26.3%: Kaffi, olía og fargjöld SVR hœkka Verölagsnefnd hefur heimilað hækkanir á strætis- vagnafargjöldum, kaffi og gasolfu og er hækkunin mest um 26,3% á kaffinu. Odýrasta tegundin af kaffi hækkar úr 293 krónum I 370 krónur kilóiö. Strætisvagnagjöldin hækka um 23% aö meðaltali, og kost- ar nú einstakt fargjald 60 krónur fyrir fulloröna, en 20 krónur fyrir börn. Hægt verö- ur aö kaupa farmiöaspjöld fyrir eitt og tvö þúsund krón- ur, og eru 19 og 44 miöar á þeim. Gasolían hækkar um 7% eöa I 30 krónur, sé hún notuð til húshitunar eöa I fiskiskip, en um 5% i 40 krónur sé hún notuö á bifreiöar. —ESJ Ekki tilkynnt um breytta legu kap- alsins við Eyjar Rafstrengurinn f Vest- mannaeyjum sem skemmdist þegar akkeriö á varöskipinu Tý kræktist i hann, var um fjögur hundruö metra frá þeim staö sem hann var merktur inná á sjókortum. Strengurinn haföi veriö fluttur til við viögerö i janúar. Þaö haföi hinsvegar láöst aö tilkynna Sjómælingum Islands um þaö og þaö haföi þvi ekki verið tilkynnt sjófarendum. Þetta kom fram viö sjópróf i Vestmannaeyjum á þriöju- dag. Þar kom einnig fram aö samkvæmt hafnarreglugerö frá árinu 1975, er ekki ætlast til þess aö skip varpi akkerum á þessu svæöi. Þaö er hinsveg- ar ekki iagt viö þvi blátt bann. Reglugerðin var birt i Stjórnartiðindum, B-deild, nr. 119 frá 1975. Hún mun hinsveg- ar ekki hafa verið tilkynnt sjó! farendum meö öörum hætti. Ólafur Valur Sigurðsson, skipherra á Tý, kvaöst ekki hafa séö þessa reglugerö i Stjórnartiöindum. — ÓT. HEILBRIGÐISEFTIRLITIÐ SEGIR MIKLA MENGUN I ALVERINU: „Hreinsitœkjum verði komið upp á sem skemmstum tíma' — sagði Matthías Bjarnason heilbrigðisróðherra í morgun ,,Ég legg áherslu á aö hreinsi- tækjunum veröi komiö upp á sem alira skemmstum tima” sagöi Matthias Bjarnason, heil- brigöisráðherra I samtaii viö VIsi I morgun. ,,En þaö þýöir hins vegar ekki aö setja timasetningu nema hún geti staöist, þannig aö unnt sé aö koma hreinsiútbúnaöinum fyrir á þeim tima sem settur er.” Heilbrigöiseftirlit rikisins hefur gefiö heilbrigöisráöherra skýrslu um mengunarvarnir I álverinu og rakti ráöherra efni hennar á Alþingi i gær, 1 skýrsl- unni kom fram að viöunandi andrúmsloft i álverinu veröi ekki til staöar fyrr en uppsetn- ing og starfræksla fullkomins hreinsiútbúnaöar til hreinsunar á ræstilofti verksmiöjunnar veröi komin i gang. Er I skýrslunni bæöi vakin athygli á mengun af hávaöa og óheilnæmu ryki innan verk- smiðjunnar og i nágrenni henn- ar. Þaö kom fram I viðtali Visis viö Matthias Bjarnason i morgun aö i viöræöum iönaöar- ráðherra og Svissaluminium hafi komiö fram hversu langan tima fyrirtækið áliti aö þaö tæki aö koma upp hreinsiútbúnaöi. Einnig aö heilbrigðisráöuneytiö væri aö kanna hve þaö gæti krafist aögeröa á skömmum tima. Matthias gat þess aö uppsetn- ing hreinsitækja væri kostn- aöarsöm og erfið og myndi kosta eitthvaö á fimmta milljarö króna. — EKG Friðrik teflir við Karpov í Þvskalandi Þótt augu manna beinist nú mjög aö áskorendaeinvigjunum er nú aö hef jast skákmót sem is- lendingar munu eflaust fylgjast meö af miklum áhuga. Hér er um aö ræöa mót i Þýskalandi þar sem Friðrik ólafsson og heimsmeistarinn Karpov veröa meðal keppenda. Friörik ólafsson sagöi i sam- tali viö VIsi I morgun, aö hér væri um aö ræöa mót sem haldiö væri i tilefni af 100 ára afmæli þýska skáksambands- ins. Þaö er i 12. styrkleikaflokki af 15 flokkum sem notaðir eru og er þvl mjög sterkt. Auk þeirra Friöriks og Karpov eru meöal keppenda þeir Timman, Anderson, Hubner og Turmann, en alls eru keppendur 16 talsins. Siöast tefldu þeir Friðrik og Karpov saman i Hollandi i fyrra og geröu þá jafntefli i annarri skákinni, en hina vann Karpov. Aö loknu þessu móti, sem hefst á laugardaginn og stendur til 23. mars, fer Friðrik rakleiöis til Sviss og tekur þátt i skákmóti sem hefst þar 25. mars. Friðrik vildi litlu spá um árangur sinn á þessum mótum, sagöi aðeins aö þaö yröi aö koma I ljós þegar á hólminn væri komið. — SG Vestfirski flugflotinn tvöfaldaö- ist I gær þegar flugféiaginu örn- um hf á Isafiröi bættist ný og glæsileg tveggja hreyfla flugvél af geröinni Britten-Nordmander- Islander. Flugfélagiö átti eina vél fyrir sem er eins hreyfils Helio Courier. Nýja vélin er geysilega full- komin og útbúin öllum bestu blindflugs og siglingatækjum. Vélin hentar mjög vel til flugs á Vestfjöröum þar sem hún þarf mjög stutta flugbraut og litinn að- flugshraöa. Flugvélin, sem er ný, kostaöi 40,6 milljónir króna. Hún var sótt til Benbridge i Englandi og var flogiö hingaö til lands á rúmum Islander flugvélin á Reykjavikur- flugvelii. Viö hana standa frá vinstri, Helgi Jónsson sem var fiugstjóri á heimieiöinni, Höröur Guðmundsson flugmaöur og einn eigenda og Ragnar Jakobsson sem einnig er meöal eigenda I flugfélaginu Ernir. Ljósmynd VIsis Loftur tiu timum með viökomu I Orkn- eyjum og Færeyjum. Hin nýja flugvél, sem heitir TF Orn, er tilbúin i slaginn og er visismenn hittu Hörö Guðmunds- son flugmann og einn eiganda Arna á Reykjavikurflugvelli i gær, bjóst hann viö aö fara fyrsta póstflugið á henni i dag. _EKG Verður tap á rekstri Krðflu fram til 1993? Vísir tekur upp nýbreytni til kynningar á byggðum landsins: Byggðablað um Egils- staði með Vísi á morgun Miöaö viö þann reksturs- kostnaö viö Kröfluvirkjun, sem fyrirsjáaniegur er, og orkuspár fyrir Noröur- og Austurland, mun orkusala fyrst veröa jöfn framleiðslukostnaöinum 1986. Sé hins vegar einnig tekiö miö af iántöku vegna tapreksturs næstu ára, verður orkusalan fyrst jafn-mikil og kostnaöurinn áriö 1993. I þeirri rekstursáætlun, sem skýrt er frá I frétt á forsiöu blaösins i dag, er jafnframt reynt aö gera sér grein fyrir þvi, hvenær framleiöslukostnaöur og orkusala komist i jafnvægi. Miöaö er við orkuspá fyrir Noröurland og Austurland, og framleiöslukostnaö, þar sem gert er ráö fyrir 300 milljónum króna afskriftum, en engum öðrum afborgunum af lánum. Samkvæmt þessu, og miöað viö þann stofnkostnaö, sem nú er opinberlega talaö um, ætti orkusala og framleiöslukostn- aður aö mætast árið 1986. Fram aö þeim tima, veröur hins vegar um mikið tap að ræða, sem væntanlega veröur að taka lán til aö standa undir. Séu slik lán tekin meö, á 10% vöxtum, . en án afborgana, stendur orkusalan fyrst undir framleiðslukostnaði áriö 1993, sem er nokkru eftir að virkjunin á aö hafa náö fullum afköstum. Tekið mun fram i þessari rekstursáætlun, aö hún miöist við lán eins og þau eru nú, en lengri lánstimi getur dregið eitthvað úr afborgunum, þótt ekki veröi breytingar á vaxtagreiöslum á næstu árum til lækkunar, hvaö sem gerter Hefst rekstur fyrst í júní? Fyrr á þessu ári var gert ráö fyrir, aö rekstur Kröflu hæfist i aprilmánuði, en nú bendir allt til þess að ekki verði stefnt aö sliku fyrr en i júni. — ESJ „Byggðablað” heitir nýtt fylgirit meö Visi, sem berst les- endum blaðsins I fyrsta sinn á morgun. 1 þvi veröa kynntar ýmsar byggöir landsins á næst- unni og uröu Egilsstaðir fyrir valinu aö þessu sinni. Blaöamaður og ljósmyndari Visis heimsóttu Egilsstaöi á dögunum, ræddu viö heima- menn og lituðust um þar eystra. Margvislegtlesefni aö austan er i þessu fyrsta byggöablaöi og væntir Visir þess, aö lesendur hans kunni vel aö meta þessa nýbreytni. 1 hugum margra hefur Visir fram á siöustu ár verið eins kon- ar „reykjavikurblaö”, enda út- breiösla blaösins veriö mest á höfuöborgarsvæöinu, en nú undanfarin misseri hefur oröiö á þessu grundvallar breyting og er útbreiðsla blaösins oröin geysimikil vlöa um land. Fréttaþjónusta viðs vegar af landinu hefur veriö bætt mjög mikið og dreifing blaösins um landiö veriö endurskipulögö. Er nú svo komið, aö útbreiösla VIs- is er i sumum byggöum landsins orðin meiri miöað viö ibúaf jölda en á höfuðborgarsvæöinu. Byggöablaöiö nýja er liöur i aö auka samband lesenda blaösins viö byggöir landsins jafnframt þvl sem slikar heim- sóknir blaöamanna VIsis út á land munu styrkja tengsl blaös- ins viö þá staöi, sem um er fjall- aö hverju sinni. Byggðablaðið um Egilsstaöi, sem fylgir VIsi á morgun, er átta slöur aö stærö meö fjöl- breyttu efni um þetta unga en vaxandi sveitarfélag. — OR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.