Vísir - 02.03.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 02.03.1977, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 2. mars 1977 17 Stéfáh Guðjohnjseh ....W Sveit Inga Steinars Vesturlandsmeistarar Vesturlandsmót i sveitar- keppni var háð i Borgarnesi helgina 19.-20. febrúar 1977. 1 mótinu tóku þátt 8 sveitir, en tvær efstu sveitirnar fá rétt til þess að taka þátt i undanúrslit- um Islandsmótsins. Keppnin var mjög spennandi og hörð. Þrjár sveitir börðust um efstu sætin i mótinu, og var ekki ljóst um úrslit fyrr en sið- ustu spil höfðu verið spiluð. Úrslit urðu þessi: 1. Sveit Inga Steinars Gunn- laugsssonar, Akranesi 105 stig. 2. Sveit Ellerts Kristinssonar, Stykkishólmi 103 stig 3. Sveit Vals Sigurðssonar, Akranesi 101 stig 4. Sveit Guðjóns Pálssonar, Borgarnesi 69 stig. 5. Sveit Páls Valdimarssonar, Akranesi 57 stig. 6. Sveit Unnsteins Arasonar, Borgarnesi 53 stig. 7. Sveit Snorra Þorgeirssonar, Stykkishólmi 26 stig. 8. Sveit Ragnars Haraldssonar, Grundarfirði 12 stig. Úrslit í landství- menningi hjá Bridge- félagi Selfoss Úrslit i landstvimenningnum sem fór fram 26/1 1977 1. Halldór Magnússon — Har- aldur Gestsson 161 stig 2. Sigurður Sighvatsson — Tage R. Olesen 159 stig. 3. -4. Sigfús Þórðarson — Vil- hjálmur Pálsson 149 stig 3.-4. Kristmann Guðmundsson — Jónas Magnússon 149 stig Meðalskor 132 stig. Sveit Hjalta Elíassonar BR Reykja víkurmeistari 1977 Um s.l. helgi lauk keppni um Reykjavikurmeistaratitilinn i sveitakeppni og sigraði sveit Hjalta Eliassonar frá Bridgefé- lagi Reykjavikur. Röð og stig sveitanna sem spiluðu um meistaratitilinn var þessi: 1. SveitHjalta Eliassonar 85 stig 2. Sveit Stefáns Guðjohnsen 75 stig 3. Sveit Guðmundar T. Glsla- sonar 55 stig. 4. Sveit Þóris Sigurðssonar 50 stig. 5\ Sveit Olafs H. ólafssonar 15 stig. 6. Sveit Skafta Jónssonar 12 stig. í sveit Hjalta eru auk hans Asmundur Pálsson, Einar Þor- finnsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson og örn Arnþórsson. I B-riðli var spilað um fjögur sæti i undankeppni íslands- mótsins og varð lokastaðan þessi: 1. Sveit Jóns Hjaltasonar 83 stig 2. Sveit Rikarðs Steinbergsson- ar 73 stig. 4. Sveit ólafs Lárussonar 54 stig. 4. Sveit Esterar Jakobsdóttur 34 stig. Það má segja að úrslit móts- ins hafi verið ráðin I þriðju um- ferð, þegar tvær efstu sveitirnar mættust. Leikurinn var heldur illa spilaður, eins og sést á þvi, að sveit Hjalta gaf út 89 stig, sem undir venjulegum kring- umstæðum hefði þýtt tapaður leikur. Sveit Stefáns mokaði hins vegar út 119 stigum og Hjalti vann þvl keikinn 17-3. Orlitil spenna komst hinsveg- ar i mótið aftur i siðustu um- ferðinni, þegar sveit Skafta Jónssonar skipuð ungum skóla- piltum náði 33 IMPA forskoti i hálfleik gegn Hjálta, sem þurfti 3vinningsstig tilþess að tryggja sér meistaratitilinn. Keppnisreynsla sagði hins vegartilsiniseinni hálfleiknum og Asmundur-Hjalti-Guðlaugur- örn snéru vörn upp I sókn og unnu leikinn 12-8. Hér er snaggaraleg slemma, sem ungu piltarnir tóku i fyrri hálfleiknum og það strax i fyrsta spili. Staðan var allir utan hættu og norður gaf. A - í A-9 T K-D-G-2 £ G-10-8-6-4-3 4 K-G-4-3 4 D-G-9 y K-D-10-4-2 * G-8-6-5 + 8-5-3 + 9-7-6 4 2 4 D-9-5 - 4 A-10-8-7-5 V 7-3 ♦ A-10-4 * A-K-7 í opna salnum sátu n-s Guð- laugur og örn en a-v Skafti og Skúli. Þar gengu sagnir á þessa leið. Norður Austur Suður Vestur 1T Pass 2L Pass 3L Pas: 3S Pass 4L Pass 4T Pass 4H Pass 5L Pass Pass Pass Það er erfitt að áfellast örn fyrirað stoppa I fimm, þvi hann veit að Guðlaugur á lagmarks- opnun og óliklegt að hann eigi einmitt þá púnkta sem þarf I slemmuna. Með 15-16 púnkta hefði norður opnað á tveimur laufum. I lokaða salnum sátu n-s Sæv- ar og Guðmundur en a-v Einar og Hjalti. Þar gengu sagnir á þessa leið. Norður Austur Suður Vestur 1T Pass ÍS Pass 2L Pass 2Hx) Dobl 3L Pass 4T Pass 4H Pass 4S Pass 5L Pass 6L Pass Pass Pass x) fjórði litur krafa. Útspilið var hjarta, en allt kom fyrir ekki. Norður drap með ás, tók tvo hæstu i laufi og þegar drottningin kom ekki, þá komu f jórir hæstu i tigli Austur átti þrjá tigla og þótt hann trompaði þann fjórða þá hvarf hjartaslagurinn og slemman var unnin. I sveit Inga Steinars, sem sigraði i mótinu voru auk hans: Asgeir Kristjánsson, Ólafur Ólafsson og Guðjón Guðmunds- son. Vesturlandsmót i tvímenningi verður haldið á Akranesi helg- ina 5-6. mars n.k. Frá Reykjavlkurmeistaramótinu Ibridge. Sveit Hjalta að spila við sveit Skáfta i siðustu umferð. Talið frá vinstri: Bragi Krist jánsson, forstjóri, Guðlaugur R. Jóhannsson, Guðmundur Hansson milli tveggja ungra áhorfenda, örn Arnþórsson. Sævar Þorbjörnsson snýr baki i ljósmyndarann. Standandi kringum : borðið eru Þorfinnur Karlsson Tryggvi Glslason stjórnarmaöur BSt og yst tii hægri Sigvaldi Þorsteins- son. — Ljósm. Loftur. Rœðir um kraftakarla og þjóðleg frœði hér Olav Bö, þjóðháttafræðingurinn norski, vel þekktur hérlendis, er nú i heimsókn á tslandi í boði Norræna hússins. Hann er fæddur 19181 Bygland i Setesdal, einu auðugasta héraði Noregs hvað snertir ýmis konar þjóðleg fræði, en þó einkum visur og sagnir. Olav Bö varði árið 1955 doktorsritgerð um „Heilag Olav i norsk folketradisjon”. Hann hef- ur ekki aðeins gefið út norskar þjóðvisur (Stev 1957, Norske ballader 1973) og þjóðsagnir (Norsk natur i folketru og segn 1974), heldur einnig að kannað ýmislegt um alþýðumenningu, þjóðsiði og venjur, og m.a. gefið út bækurnar Norsk skitradisjon (1966), Var norsku jul (1970) og Folkemedisin og lærd medisin (1972), og 1962 gaf hann út á ensku bók um fálkaveiðar. Olav Bö, sem varð prófessor i þjóðháttafræði við Oslóarháskóla 1974, heldur einn háskólafyrir- lestur og talar auk þess i Norræna húsinu, á morgun fimmtudag 3. mars kl. 20.30um efnið „Kjempe- karar og forteljekunst i Setes- dal”. Valdimar Björnsson fyrrum róðherra hingað Valdimar Björnsson fyrrum fjármálaráðherra Minnisota- fylkis i Bandarikjunum hefur þegið boð Íslensk-Ameriska félagsins að sitja sem heiðurs- gestur á árshátið félagsins, sem haldin verður i Víkinga- sal Hótel Loftleiða laugardag- inn 5. mars n.k. Valdimar mun halda aðal- ræðu árshátiðarinnar en Sigurður Björnsson syngur einsöng með undirleik Carl Billich. Aðgöngumiðar verða af- hentir I dag miðvikudag og á morgun fimmtudag að Nes- haga 16 og eru félagsmenn hvattir til að tilkynna þátttöku sem allra fyrst vegna mikillar aðsóknar. Loðnuverðið Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið að iágmarksverð á loðnu til frystingar skuli vera ó- breytt kr. 26.00 frá 1. mars til kl. 24.00 7. mars 1977. Nafnabrengl í Helgarblaði Blaðamanni urðu á þau mistök i viðtali við Jón G. Sólnes alþingis- mann að néfna Adolf Björnsson, Adolf Petersen. Þessi mistök skrifast á reikning blaðamanns sem hér með biður velvirðingar á þessari yfirsjón sinni. —EKG Tœknifrœðingur Húseiningar hf. Siglufirði, óska að ráða rekstrar- eða byggingartœknifrœðing strax. Starfsreynsla œskileg. Uppl. i simurn 96-71340 eða 96-71161. Umsóknir óskast sendar fyrir 10 mars n.k. til Matthiasar Sveinssonar c/o Húseiningar hf. Siglufirði NÝIR & SÓLAÐIR snjóhjólbarðar NITTO umboðið hí. Brautarholti 16 s. 15485 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN Laugaveg 178 s. 35260 GÚMBARÐINN Brautarholti 10 s.17984 HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN MÚLA ^Suðurlandsbraut s.32960 HJÓLBARÐAVIÐGERÐ VESTURBÆJAR V^Nesveg s. 23120

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.