Vísir - 02.03.1977, Blaðsíða 10
10
Mi&vikudagur 2. mars 1977 VXSIR
VÍSIR
t ...t' ..... .-------7--------------T7v-J
Ctgefandi:Reykjaprenthf.
Framkvæmdastjóri: Davfft Guftmundsson ,
Ritstjórar:Þorsteinn Pálssonábm.
. ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömuhdsson.f Fréttastjóri erlendra frétta:Guömundur Pétursson. Umsjón
meft helgarbla&i: Arni Þórarinsson. Bla&amenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guftfinnsson, Ellas Snæland
Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Amgrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig
Jónsdóttir, Sæmundur Guftvinsson, tþróttir: Bjöm Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarrltstjórn:
Anders Hansen. Utlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alex-
andersson, Loftur Asgeirsson, Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur
E/Pétursson.
Auglýsingar: Siftumúla 8. Slmar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánu&i innanlands.
Afgrei&sla: Hverfisgata 44. Slmi 86611 1 Verft I lausasölu kr. 60 eintakift.
Ititstjórn: Si&umúla 14. Slmi 86611, 7 llnur Prentun: Bla&aprent hf.
Akureyri. Simi 96-19806.
Betra seint en aldrei
Fyrir meira en ári var með ákvörðun stjórnvalda
löghelgað svonefnt meðaldreifingarkerfi einkunna í
grunnskólum landsins. Samkvæmt því ákveða
embættismenn í menntamólaróðuneytinu náms-
árangur fyrirfram, hversu margir eigi að falla og
hversu margir eigi að fá áægtiseinkunn.
Þetta hópmennsku- og miðstýringarkerfi er eins og
ýmisiegt annað erlend eftiröpun. Þær þjóðir, sem
byggt hafa þetta kerfi upp eru flestar að reyna að
losna út úr því. Vitneskja um það lá fyrir, þegar
ákveðið var að innleiða kerfið hér.
Fyrir meira en ári hófu kennarar að gera athuga-
semdir við þessa fyrirfram ákveðnu meðaldreifingu
einkunna I menntamáiaráðuneytinu. Þegar til fram-
kvæmda kom síðastliðið vor voru enn á ný borin fram
andmæli af hálfu kennara.
Vísir gagnrýndi þessa erlendu eftiröpun mjög
ákveðið fyrir tæpu ári. Blaðið skoraði þá m.a. á Al-
þingi að taka málið til meðferðar því að hér er um
grundvallaratriði að tefla. Það gerðist hins vegar
fyrst siðastliðinn þriðjudag, að athugasemdir komu
fram á löggjafarsamkomunni. Ber það vott um, að
þingið fylgist ekki nægjanlega vel með og er því á
ýmsan hátt vanbúið að veita stjórnsýslunni það að-
hald, sem þarf.
Ellert B. Schram þingmaður reykvíkinga átti
frumkvæði að því að umræður hófust um málið á Ai-
þingi nú i vikunni og er það þakkar vert. Á hinn bóginn
er það skoðun þessa blaðs, að rétt hefði verið að taka
málið til meðferðar með eðlilegum þinglegum hætti,
en ekki umræðum utan dagskrár, eins og Vilhjálmur
Hjálmarsson benti á I umræðunum.
Meginmáli skiptir þó, að Alþingi taki I taumana,
þegar stjórnsýslan er komin á villigötur. Ellert B.
Schram benti réttilega á það I ræðu sinni á Alþingi, að
ákvæði grunnskólalaganna bæru það yfirleitt með sér
að líta ætti á nemendur sem sjálfstæða einstaklinga.
Um leiðdró hann í efa, að þetta umrædda meðaldreif-
ingarkerfi einkunna væri í samræmi við anda lag-
anna.
Einnaf þingmönnum húnvetninga, Páll Pétursson á
Höllustöðum, sagðist á þingfundinum ekki sjá fram-
farir I tölvuvinnslu nemenda, kerfisflokkun og hlut-
fallsmati. Hann sagði ennfremur, að málið gæti verið
á viðkvæmu stigi fyrir prófanefnd í vor, en það væri
ekki síður mikilvægt fyrir nemendurna og þetta vor
kæmi ekki aftur til þeirra.
I þessum gagnlegu umræðum á Alþingi tók einn
þingmaður borgfirðinga, Jónas Árnason, I sama
streng og bætti því við að setja ætti hömlur á, að
háskólamenntað fólk erlendis frá gæti þrengt hér upp
á landsmenn kerfum, án tillits til aðstæðna. Hann var-
aði síðan við að flytja inn hráar hugmyndir erlendis
frá bæði að þvi er þennan málaflokk varðar og aðra.
Þóaðgagnrýni þessara þriggja þingmanna sé seint
f ram komin er hún vissulega þörf. Við komumst ekki
hjá því að byggja talsvert á reynslu og þekkingu ann-
arra þjóða bæði í fræðslumálum og öðrum efnum. En
um leið er rétt að gjalda varhug við takmarkalausri
eftiröpun, en hennar hefur gætt um of I skólakerf inu.
Miðstýring skólakerfisins hefur farið vaxandi í
kjölfar grunnskólalaganna, þó að markmiðið með
þeim hafi e.t.v. verið annað. Reynslan sýnir, að emb-
ættismannastjórnin er sterkari en áður. Það leiðir
óhjákvæmilega til fleiri mistaka, alvarlegri árekstra
milli kennara og miðstjórnarvalds og meiri hóp-
mennsku i stað einstaklingsbundinnar méðferðar í
kerfinu.
í dag eru 20 ár liðin frá því Heilsuverndarstöðin í Reykjavík var
Jl/lun um ókomna
framtíð verða móður-
skip heilsuverndar og
heilsugœslu í borginni
„1 framti&inni mun Heilsu-
verndarstöð Reykjavikur þvi
verða allsherjar stjórnunar- og
samhæfingara&ili i heilsugæslu,
þar sem sérstök áhersia veröur
lögð á þróun nýrra aðferða,
þaðan verður öllu almennu
heilsugæslustarfi stjórnað og
gjarnan mætti hugsa sér, að
stofnun. yrði að „háskólai
heilsuverndar” er ástundaði
bæði kennslu heilbrigðisstétta
og framhaldsnám þeirra á svi&i
heilsuverndar, sem hingað til
hefur verið alltof litill gaumur
gefinn innan heilbrigðisvisind-
anna.”
Svo segir meðal annars i lok
samantektar Skúla G. Johnsen
borgarlæknis um Heilsuvernd-
arstöðina i Reykjavik og fram-
tið heilsuverndarmálaefna en i
dag eru 20 ár iiðin frá þvi að
Heilsuverndarstöð Reykjavikur
var formlega vigð.
Hér á eftir verður sagt frá
starfi stö&varinnar á li&num ár-
um og framtiðaráætlunum sam-
kvæmt gögnum sem borgar-
læknir og forsvarsmenn hinna
ýmsu deilda Heilsuverndar-
stöðvarinnar hafa tekið saman i
tilefni af þessum timamótum.
Starf ræksla
verndarstöðva
heiIsu-
Með lögum um heilsu-
verndarstöðvar frá árinu 1944
og heilsuverndarlögum frá ár-
inu 1957 var lagður grundvöllur
að starfrækslu heilsuverndar-
stöðva i landinu.
Aður höfðu ýmsar heilsu-
verndargreinar verið starfrækt-
ar, annað hvort eftir sérstökum
lögum s.s. berklavarnarlögum
ellegar á vegum félagasam-
taka, sem helguðu sig slikum
málefnum.
Fljótlega eftir að lögin um
heilsuverndarstöðvar voru sett
var hafinn undirbúningur að
byggingu Heilsuverndar-
stöðvarinnar i Reykjavik.
Bygging hennar var stórátak á
sinum tima og með rekstri
hennar hefur borgarbúum, og
lengi nágrannabyggðarlögun-
um lika, verið tryggð örugg
þjónusta á þessu sviði og hefur
starfið þróast og vaxið eftir þvi
sem þekkingu á heilsuvernd
hefur fleygt fram.
Mikil húsnæðisvandræði
1 upphafi var öll bygging
Heilsuverndarstöðvarinnar
ætluð fyrir heilsuverndarstarf,
en sökum skorts á sjúkrarými
um það leyti sem byggingin var
tekin i notkun voru tvær hæðir
hennar teknar undir rekstur
Bæjarspitalans, sem siðan hef-
ur fært út kviarnar meðbygg-
ingu Borgarspítalans.
Með árunum hefur starfsemin
náð til fleiri heilsuverndar-
greina s.s. heyrnarverndar, at-
vinnusjúkdómaverndar, kyn-
fræðslu og nú er einnig rekin
öflug heimahjúkrun á vegum
stöðvarinnar. A hinn bóginn
hefur húsnæðisskortur um langt
skeiðkomið i veg fyrir að mögu-
legt væri að efla starfseminá er.n
frekar, hvað þá koma á fót nýj-
um deildum og fjölbreyttara
starfi.
Þvi er mikil nauðsyn á að allt
húsnæði Heilsuverndarstöðvar-
innar fáist sem fyrst til nota
fyrir þá starfsemi, sem það var
upprunarlega ætlað til og mun
þó ekki duga til. Húsnæðis-
vandamál þeirra deilda sem
fyrir eru, eru afar brýn og
I
I
I
I
— Við hljótum að spyrja
— og krefjast svars —
hvort það sé réttlætanlegt
að láta þau byggðarlög,
þar sem frumþörfum
samgöngumála hefir ekki
enn verið sinnt bíða
áfram í svelti næstu 10 til
20 ár á meðan verið er að
finpússa hringveginn til
og frá Reykjavík.
„Hvers vegna þessa löngu og
þreytandibiö?” —Spyr Indri&i G.
Þorsteinsson rithöfundur i ný-
legri neðanmálsgrein Visis, þar
sem hann fjallar um vegi og
vegapólitfk á Islandi. Fyrirsögn
greinarinnar er letruð stórum
rauöum störfum: „Nor&urvegur
er nauðsyn” og megin-inntak
hennar, aö vegageröarmenn ættu
að hætta að „hlaupa út um allar
koppagrundir til aö leggja búta”
en beita sér þess i stað aö fáum
verkefnum og stórum. Norður-
vegur, með bundnu slitlagi, milli
Lækjartorgs I Reykjavlk og Ráö-
hústorgs á Akureyri er settur
efstur á blaö sem sjálfkjörið for-
gangsverkefni. Hann á heldur
ekki, segir greinarhöfundur, að
kosta nema litla 10 miljaröa.
Hin „smærri
sjónarmið”
Leiðarahöfundur VIsis skrifar,
viku á eftir Indriða, I nákvæm-
lega sömu tóntegund, um bylt-
ingu I vegamálum: Burt með
„smáskammtana” — bundið slit-
lag hringinn I kringum landið,
látum ekki mannskæða hreppa-
pólitik standa I vegi fyrir stórá-
föngunum, sem er það eina sem
nokkurt vit og arðsemi er f. Þetta
hljómar ekki illa. Eða skyldi
nokkur treysta sér til að andmæla
þvi, að noröurvegur sé nauösyn
eða aö hringvegurinn með
bundnu slitlagi, sé eftirsóknar-
verður? — Og ekki má gleyma
arðseminni.
En þaö eru fleiri hliðar á þessu
máli: Ifyrsta lagi höfum við eins
og viðar takmarkað fjármagn úr
aö spila til vegamála. Þannig eru
aðeins rúmir tveir milljarðar ætl-
aðir til nýbyggingar vega á vega-
áætlun þeirri, sem nú liggur fyrir
Alþingi. Þar af er gert ráð fyrir
850 milljónum til noröur- og aust-
urvegar og, að þvi er best veröur
séð um 400 miljónum til fastbund-
inna áætlana fyrir Noröur- og
Austurland (25 milljónir til Djúp-
vegar) og svo er það Borgar-
fjarðarbrúin, sem þingmenn hafa
raunar enn ekki fengið vitneskju
um, hve mikið eigi aö fá I sinn
hlut en ætla má, að verði ekki
minna en 400 milljónir. Þá eru
eftir um 400 millj til nýrra vega
annars staðar á landinu af þess-
um rúmum tveim milljörðum,
sem til skiptanna eru. Verður þvi
ekki betur séö en aö stórfram-
kvæmdapólitik visismanna sé hér
aö minnsta kosti komin á blað og
að Indriði rithöfundur þurfi ekki
að hafa áhyggjur af, að „hin
smærri sjónarmiö einstakra
ráðamanna, sem fyrst og fremst
eru talsmenn kjördæma sinna”,
komist hér upp meö neinn moð-
reyk.
Er það réttlætanlegt?
I öðru lagi hljótum viö að
spyrja — og krefjast svars —
hvort þaö sé réttlætanlegt aö láta
þau byggöarlög, þar sem frum-
þörfum samgöngumála hefir ekki
enn verið sinnt, blöi áfram I svelti
næstu 10-20 ár á meðan verið er að
finpússa hringveginn til og frá
Reykjavlk? Og þá komum við, I
þriðja lagi, aö hinu stóra orði:
ARÐSEMINNI. Arösemi vega
kvað reiknast fyrst og fremst út
frá umferöarmagni. Þannig er i
nýjum vegalögum miðað við þús-
und blla umferð á dag yfirsumar-
mánuðinasem forsendu þess, að
lagt skuli á veginn bundið slitlag.
Þaö segir sig sjálft, að meiri blla-
umferð þýðir meiri benslneyöslu
og þar með meira bensingjald til
rlkissjóðs. (Hlutdeild Vegasjóðs
nemur nú 25% af þessum skatti en