Vísir - 02.03.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 02.03.1977, Blaðsíða 11
Miövikudagur 2. mars 1977 FYRRI HLUTI Skúli G. Johnsen borgar- læknir er yfirmaður Heilsuverndarstöðvarinn- ar nokkrar deildir hafa nú litið sem ekkert húsnæði. Má þar nefna áfengisvarnardeild, geð- verndardeild og atvinnusjúk- dómadeild. Það er þvi ekkert svigrúm til að efna til heilsu- verndarstarfs á fleiri sviðum en þegar er orðiö. Þaö er þó eitt brýnasta verkefni heilbrigðis- þjónustunnar i dag að renna sterkum stoðum undir stór- eflingu hvers konar heilsu- verndar. Almenn heilsugæsla Með lögum um heilbrigðis- þjónustu frá 1973 var ákveðið að hafin skyldi uppbygging heilsu- gæslustöðva þar sem almenn heilsugæsla færi fram, sem felst i heilsuvernd, almennum lækningum, rannsóknarþjón- ustu og sérfræðiþjónustu. Hafa nú fyrstu skrefin þegar verið stigin i átt til hinnar nýju þróunar i Reykavik. Um leið og efling almennra lækninga, það er heimilislækninga, á sér staö innan heilsugæslustöövanna veröur að stefna markvisst að þvi að þær gegni veigamiklu hlutverki i viðtæku heilsu- verndarstarfi. Fullvist er að verulega bættum árangri má ná með þvi að tengja heilsuvernd- ina hinum almennu lkningum, þar sem mögulegt er að nota tækifærið þegar einstaklingur leitar vegna veikinda til stöðvanna að veita honum fræðslu og ráðleggingar um lifnaðarhætti mataræði, likams- hreyfingu og fleira, auk þess sem jafnframt væri hægt að koma viö skipulagðri sjúk- dómaleit. Stefnt er það þvi að á þessum grundvelli verði heilsu- gæslustöðvar i Reykjavik starf- ræktar. Móðurskip starfsins Uppbygging heilsugæslu- stöövakerfisins i Reykjavik mun taka einn til tvo áratugi og Heilsuverndarstöðin mun um ókomna framtið verða móður- skip heilsuverndarstarfs og heilsugæslu hér i borginni. Þaðan verður að koma leiðar- ljós til stöðvanna um nýjungar á sviöi heilsuverndar. í Heilsu- verndarstöðinni verður að þróa nýjaraðferðir, sem henta við is- lenskar aðstæður, i sambandi viö skipulagningu og rekstur sliks starfs. Umsjón heilsu- verndarstarfs i borginni þarf að vera i höndum sérmenntaðra aðila, sem munu vinna að rann- sóknum og tilraunum svo og kennslu heilbrigðisstétta. Heilsugæsla í skólum A vegum Heilsuverndar- stöövarinnar er rekin heilsu- gæsla i skólum. Þar er unniö margþætt starf, sem beinist að varðveislu heilbrigðis meðal nemenda. 1 skólum er fram haldið ónæmisaðgerðum þeim sem hefjast á barnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar, þar er fylgst með vexti, þroska og þrifum nemenda. Hjúkrunarkonur starfa i skólun- um og fylgjast með þeim er eiga við vandamál að striða. Almenn læknisskoðun fer fram annað hvert ár á öllum nemendum og fylgst er með, að sjúkdómar sem uppgötvast fái nauðsynlega meðhöndlun hjá heimilislækni eða sérfræðingi. 1 allflestum grunnskólum borgarinnar hefur verið komið upp fullnægjandi húsnæðisað- stöðu fyrir heilsugæsluna og lögöhefur veriö mikil áhersla á, að fast húsnæði sé fyrir hendi þegar frá þvi 1. áfangi hverrar skólabyggingar hefur verið reistur. Nú er unnið að þvi aö bæta skipulagöa heilsugæslu i framhaldsskólum borgarinnar og sérskólum. 1 barna- og unglingaskólum borgarinnar voru áriö 1975 tæp- lega 16 þúsund nemendur og þá unnu 15 hjúkrunarkonur og 12 læknar við heilsugæslu i skól- Skólatannlækningar Skólatannlækningar hófust hér á landið árið 1922, er Vil- helm Bernhöft var ráðinn af bæjarstjórn Reykjavikur til að vinna að tannlækningum i barnaskóla Reykjavikur einn tima á dag alla skóladaga. Hér er ekki rúm til að rekja sögu skólatannlækninga i borg- inni, en þó er óhjákvæmilegt aö minnast á frú Thyru Loftsson. Hún var ráðin skólatannlæknir árið 1927 og gegndi þvi starfi til ársloka árið 1968. Frú Thyra var brautryðjandi i skólatann- lækningum og vann mikið og gott starf við erfiðar aðstæður. Arið 1965 var ráðinn skóla- yfirtannlæknir, Oli Bieltvedt Antonsso'n. Hann hófst þegar handa um aö skipuleggja skóla- tannlækningar borgarinnar eftir norskri fyrirmynd. Hann lagði i upphafi áherslu á tann- verndaraðgerðir og unnu tann- læknarnir eingöngu að skoöun og flúormeðferð þar til i febrúar 1967 að skipulegar tannvið- gerðir hófust. 1 dag eru 34 hálfs dags tann- læknastöður hjá skólatann- lækningunum. Af þeim eru 23 stöður skipaðar 20 tannlæknum, þannig að þrir tannlæknar vinna fullan vinnudag. Við þetta vinna einnig 27 aðstoðarstúlkur. Það er stefnt að þvi, aö skóla- tannlækningar fari sem mest fram i skólunum sjálfum, þar sem það er miklu hagkvæmara heldur en að senda börnin oft langan veg til tannlæknis. —SG Bygging Heilsuverndarstöðvarinnar i Reykjavík var hafin f Ijótlega eftir að lög um heilsuverndarstöðvar voru sett 1944. Ilm ctAn n hií rln,# Ulll //STOil EITQK O 9 TQ Sigurlaug Bjarnadóttir skrifar; var áöur 45-51%). Þessi viðmiðun i arösemismatinu á þvi vissulega rétt á sér, en þarf þó nánari at- hugunar viö. Hér er það fyrst og fremst sumarumferðin, sem ræö- ur, — fólk I sumarleyfum og skemmtiferöum um landið. Ekki dettur mér i hug, aö gera litiö úr gildi sllkra feröa. „Bútarnir” hans Indriða Hinsvegarer ekkert tekið meö I reikninginn arösemi þeirra vega (margir þeirra flokkast vafalaust undir „bútana” hans Indriða) sem flutt er eftir svo til daglega allan ársins hring milljónaverö- mæti, t.d. fiskafuröir milli fiski- bæjar og útskipunarhafnar. Þvi siður hégómi eins og daglegur akstur skólabarna milli heimilis og skóla að vetrinum til, flutning- ar bænda á mjólk og öörum bús- afurðum eða ferðalög lækna og hjúkrunarfólks á vegum heú- brigöisþjónustunnar. Hvað ætli við séum að spekúlera i þvi, hvort tepptir fjallvegir mánuöum sam- an á ári hverju eða niðurgrafnir vegaskorningar á kafi I fyrstu vetrarsnjóum hamli ferðum þessa fólks, sem enn þráast við að hrökklast burt frá sinni heima- byggð, I þeirri von og trú að bráö- um hljóti röðin aö koma að þeirra „bút”. Eða skyldi þaö ekki hafa fullt eins mikla ástæöu til aö barma sér yfir þessari löngu og þreytandi biö” og Indriöi G. Þor- steinsson rithöfundur — sem telur sig og sitt dollaragrin eiga heimt- ingu á 10 milljaröa menningar- legum vegi milli Lækjartorgs og Ráðhústorgs — STRAX. Vegi i stað vegleysa t bili er mælirinn meira en full- ur hvaö snertir erlendar lántökur. A meðan viö erum að ná þolan- legu jafnvægi i lánapólitik Is- lenska rikisins verðum viö —• hvaö sem hver segir — að stilla opinberum framkvæmdum I hóf. Mér hefir heyrst á leiöarahöfundi VIsis að undanförnu, að hann sé talsmaður þeirrar stefnu. Þar er- um viö alveg sammála. Ég er honum jafn innilega sammála um það, að óhjákvæmilegt er, að mörkuð veröi ákveðin stefna um „stóráfanga” — ekki aðeins I lagningu bundins slitlags á þá vegi, sem mesta hafa sumarum- ferðina og skástir eru 1 dag heldur jafnframt til að byggja vegi þar sem nú eru vegleysur i byggöum landsins.Ef við ætlum ekki enda- laust að hjakka I sama farinu I vegagerö okkar, verður ekki hjá komist ab auka verulega tekjur vegasjóös m.a. með þvi að láta hann njóta eðlilegs hlutfalls af tekjum af umferðinni, sem fariö hefir sflækkandi á undanförnum árumog — i annan stað — að leita eftir stórum, hagkvæmum lánum erlendis, strax, þegar staða i okkar lánamálum hefir batnað svo mikiö, að viö getum leyft okk- ur slikt. Frumskilyrði fyrir byggðajafnvægi Það þarf ekkert að fjölyrða um það, að bættar samgöngur um landið allter eitt af frumskilyrð- um fyrir byggöajafnvægi I land- inu. Þeir menn, sem sjá ekki út fyrir hringveginn i þeim efnum og tala af litilsviröingu um „smærri sjónarmið” og „smá skammta- pólitik” einstakra alþingismanna gera sig seka um þröngsýni og I senn um hróplega vanþekkingu og skilningsleysi á þörfum og réttmætum kröfum þess fólks úti á landsbyggðinni — til sjávar og sveita — sem enn hefir ekki flúiö frá arðbærum framleiöslustörf- um I skrifstofufarganið hér I okk- ar kæru höfuðborg. Þessir sömu menn ættu aö hafa I sér kjark og hreinlyndi til aö segja beint út það sem þeir meina, eftir skrifum þeirra að dæma: að stóru „kjarn- arnir” I byggö landsins séu það eina, sem vert sé að púkka upp á. Hinir „búskmennirnir”, sem Indriði talar um mættu fara lönd og leiö. Með höfðatöluregluna að leiðarljósi Þessi stórkjarnapólitik er ef til vill afsakanleg, — þó heldur litla viðsýni feli hún I sér — þegar I hlut eiga barnfæddir borgarbúar, sem hafá höföatöluregluna ööru fremur að leiðarjósi og þekkja harla litið til aðstæðna úti I hinum dreiföu byggöum landsins. Hitt er öllu dapurlegra, þegar skagfirð- ingurinn, Indriði G. Þorsteinsson, sem hefir skrifað öörum mönnum betur, af tilfinningu og innsæki, um land og lif i islenskri sveit dregur nú dár að lagningu vega — aö visu af vanefnum gerða — um byggðir landsins. En af þvi aö rithöfundurinn, af stásslegu hugmyndaflugi, likir á- kvörðunum I Islenskum vegamál- um viö „smurbrauöslista”, sem alþingismenn hramsi af eftir mætti til kjördæma.sinna, þá vil ég segja honum, ár ég fyrir mitt leyti myndi harðáhægð meö vel úti látiö rúgbrauð og kæfu, a.m.k. i bili á meöan við biðum eftir smurbrauðinu eins og þab gerist finast á vertshúsum höfuðstaðar- ins. — Þeir menn, sem sjá ekki út fyrir hringveginn i þeim efnum og tala af lítilsviröingu um „smærri sjónarmið" og „smáskammtapólitík" einstakra alþingismanna gera sig seka um þröng- sýni og í senn hróplega vanþekkingu og skilningsleysi á þörfum og réttmætum kröfum þess fólks úti á lands- byggðinni, sem enn hefur ekki flúið frá aðbærum framleiðslustörfum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.