Vísir - 02.03.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 02.03.1977, Blaðsíða 4
Tíðinda- lítið fyrsta daginn Varðskip og fiugvélar fylgdust vendilega með strandlengju Bandaríkj- anna í gær, en allt var tíð- indalaust þennan fyrsta dag, sem 200 mílna fisk- veiðilögsagan var í gildi Einn af foringjum strandgæsl- unnar sagöi fréttamanni Reuters, aö ekkert heföi út af brugöiö utan einu sinni. Sendir voru menn um borö i sovéskan togara i „Vingaröi Mörtu”, eins og humarmiö undan strönd Massachusetts eru kölluö. Var skipstjóranum veitt áminning fyrir að veiða á þeim slóöum. Akveöin miö eru friöuö stærri skipum, en að ööru leyti er er- lendum fiskiskipum heimilt aö veiöa innan 200 milnanna ef bandariskir fiskimenn telja ein- hvern afgang verða af þvl sem heimamenn geta veitt, og auövit- að að þvi tilskildu að samningar hafi tekist milli Bandarikjanna og viðkomandi rikis, þannig að fiski- skipið hafi veiöiheimjld. Sovétrikin, Kanada, Búlgaria, Rúmenia, Taiwan, Austur- Þýskaland og Pólland hafa gert slikt samkomulag við Bandarik- in. Veiðileyfi hafa þegar veriö gefin út handa sovéskum, pólsk- um og búlgörskum fiskiskipum. Bandarikjaþing hraöaöi i gær afgreiðslu laga til þess aö fella niður 60 daga biö, sem annars heföi orðiö á gildistöku fiskveiöi- samninganna. A miönætti á mánudagskvöld hættu erlend fiskiskip veiðum innan 200 milna fiskveiöilög- sögunnar. Fengu þau fyrirmæli um að búlka veiðarfæri sin, ella yrðu þau tekin og færð til hafnar. Margir skipstjórar tóku þann kostinn aö sigla til hafnar og biöa veiöiheimilda. Amin tekur kröfu um rannsókn á dauða erki- biskups til athugunar Idi Amin, forseti Uganda, kall- aöi I gær heim til Kampala full- trúa sinn hjá Sameinuöu þjóöun- um til þess að ræöa áskorun Kurt Waldheims framkvæmdastjóra um hlutiausa rannsókn á dauða erkibiskups Uganda og tveggja ráöherra á dögunum. Kalid Kinene, sendiherra Uganda hjá S.Þ., átti 20 minútna fund meö Kurt Waldheim i gær og geröi honum grein fyrir þvi, aö hann hefði verið kallaður heim til þess að ræða máliö. Sagöi Kinene eftir fundinn, aö viöræöurnar viö Waldheim heföu verið gagnlegar, en kvaöst ekki hafa fært honum neitt svar frá ugandaforseta við tilmælunum um hlutlausa rannsókn. Shííihí ■ SmMSMm WÁh'1 ■ - r:■. ... iV'.i /, v; i ‘ ^ •: ‘ iJ' { * t • ' * l" .V,r .'i'UVS»‘JH<2 K' . : mmMSbm n'r''1'' 1 | Z-Zö-// LUR istfcwjmwgii Sjórœningjaaðfarir breta í höfninni Le Havre Rúmlega 30 breskir sjómenn ruddust æp- andi með barefli á lofti um borð i oliuskipið Globtik Venus, sem liggur i höfn i Le Havre, ogbundu endáá tveggja vikna hernám fyrri áhafnar frá Filippseyjum. Nýja áhöfnin kom frá Eng: landi á mánudagskvöld og réöst til uppgöngu á skipiö um miönætti í nótt. — Globtik Venus er skráö I Bretlandi. Filippseyingar stóöu á meöan aögeröarlausir, þegar bretar réöust um borö meö öryggis- hjálma á höföum og járnstengur að vopni. Varö þeim ekki um sel. — Einn hrópaöi: „Viö vilj- um engin vandræði!” — Annar lyfti upp höndum til merkis um uppgjöf. 28 filippseyingar um borö i oliuskipinu höföu neitaö aö yfir- gefa skipið, fyrr en eigendurnir heföu hækkaö launin til jafns viö samninga, sem gilda um al- mennar versiunarsiglingar. Milligöngu um viöræður viö eig- endurna, Globtik Tankers, önnuöust frönsku sjómanna- samtökin. A mánudag fékk hafnarlög- reglan fyrirmæli um aö hleypa ekki bresku sjómönnunum inn á hafnarsvæðiö, en enginn lög- regluþjónn var sjáanlegur, þeg- ar til kom. Fyrirliöi bresku sjómannanna kallaöi til filippseyinganna, þegar þeir ruddust um borö: „Ekkert ofbeldi. Viö erum hér einungis til þess aö taka viö.” — En bresku sjómennirnir létu vægast sagt ófriðlega. Æptu heróp og veifuðu bareflum. Einn þeirra lét axarskaft riöa á filippseying, sem hann kom aö frammi I stafni. Hann var studdur til félaga sinna og sagö- ist ekkert hafa meitt sig, meöan andlitið var ein sársaukagretta. Hafnarverkamenn i Le Havre sögöu aö aöfarirnar heföu veriö ljótar. „Þetta eru brjálæöingar. Þeir eru verri en óeiröalögregl- an.” Slitnað hefur upp úr viö- ræöunum um launagreiöslurn- ar, en alls geröu filipps- eyingarnir kröfu til 263 þúsund dollara, sem þeir töldu útgerö- ina skulda sér I ógoldnum launum. Bukovsky í Hvíta húsinu Carter forseti veitti i gær viötöku I Hvita húsinu einum helsta andófsmanni Sovétrikj- anna, Vladimir Bukovsky, og hét honum, aö hann mundi halda áfram aö tala máli mann- réttindabaráttunnar. A tiu mínútna fundi þeirra i gærkvöldi sagöi bandarikjafor- seti, aö hann mundi hvergi liggja á skoðunum sínum varöandi rétt einstaklings, sama hvaöa riki i hlut ætti. En af hálfu Hvita hússins var þó reynt aö láta sem minnst á fundinum bera. Leyfðist t.d. blaöamönnum ekki aö taka <-------------------m. Sovéskir andófsmenn fá ólikar móttökur hjá forsetum Frakk- lands og Bandarikjanna. A meöan Carter býöur Bukovsky til Hvita hussins lætur D'Estaing Frakklandsforseti leynilögreglu sina taka Amalrik fantatökum og fjarlægja hann frá Elyseehöll, eins og þessi mynd ber meö sér. myndir af Bukovsky og forset- anum saman. Þannig var merkjanlegt, aö Carter vildi ekki ganga oflangtiaö ergja stjórnina I Kreml. Vladimir Bukovsky, sem sendur var úr Sovétrikjunum I desember i skiptum fyrir kommúnistaleiötoga Chile, Luis Corvalan, er i Bandarfkjunum i boöi verkalýðssamtakanna. — Sömu samtök buöu Alexander Solzhenitsyn til Washington I fyrra, en Ford þáverandi forseti neitaöi aö taka á móti honum i Hvita húsinu. Bukovsky er meðal þeirra and- ófsmanna, sem fengiö hafa aö kenna á þvi, aö sovéska leynilög- reglan lætur loka inni á geðspitöl- um heilbrigöa menn til þess aö þagga niöur i þeim. Hann dvaldi meir en 10 ár I sovéskum fang- elsum og geöspitölum. Hann átti annan fund i gær meö Walter Mondale varaforseta, sem spuröi Bukovsky hvernig hann hefði staöist þrýsting KBB og tfl- raunir til þess aö stööva andóf hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.