Vísir - 21.03.1977, Blaðsíða 23
V
Neytendasamtök-
in kynnt betur
Ég tel fulla þörf á því að þessi
samtök séu kynnt miklu betur,
og mér hefur ekki fundist nóg
gert að þvi. Sumir hafa litla sem
enga hugmynd um samtökin
eða hvernig þau starfa. Það ætti
að vera sjálfsagður hlutur að
sem flestir neytendur væru
meðlimir samtakanna.
Mér þykir það þvi gott ef blað-
ið birtir fleiri greinar, ef þær
verða til þess að styrkja þessi
samtök, sem hlýtur að vera
hagsmunamál allra.
Guðrún hafði samband við blað-
ið:
Um daginn sá ég grein hjá
ykkur i Visi um Neytendasam-
tökin. Var það tekið fram að
slikar- greinar yrðu af og til i
blaðinu. Þetta þykir mér mjög
svo timabært. Mér þykir það
sorglegt að við neytendur skul-
um ekki standa betur saman en
raun ber vitni og að Neytenda-
samtökin skulu ekki vera miklu
sterkari og fjölrhennari en þau
eru.
Takk fyrir leikrit út-
varpsins og fleira gott
Guðmundur hafði samband við
blaðið:
ig|i
Utvarpið finnst mér eiga skil-
ið að fá þakkir fyrir oft prýðileg
leikrit sem flutt eru á fimmtu-
dagskvöldum. Ég hlusta alltaf á
þessi leikrit og veit um mjög
marga sem gera það alltaf.
Auðvitað kemur það fyrir að
flutt eru leikrit sem maður er
ekkert yfir sig ánægður með, en
það er sjaldnast hægt að gera
öllum til hæfis. En yfirleitt eru
leikritin mjög góð, og ég hef oft-
astnær verulega ánægju af þvi
að eyða stund við útvarpstækið
á þessum kvöldum.
Reyndar á útvarpið þakkir
skilið fyrir fleira. Dagskrá þess
býður oft upp á gott efni sem vill
fara framhjá mörgum. Ég held
lika að menn dæmi dagskrána
lélega án þess að vita hvað hún
hefur upp á að bjóða. Það sýnir
sig þegar maður kveikir á tæk-
inu og fer að hlusta, að þar
er margt gott á ferðinni.
Tívólí og
útsýnisflug
Haraldur örn Haraldsson
hringdi.
Ég er með hugmynd um hvort
ekki mætti stofna almennings-
hlutafélag um starfrækslu
Tivolis i tengslum við. flug-
þjónustu. Þessar flugvélar yrðu
skrúfuþotur sem þyrftu stutta
flugbraut og flygju útsýnisflug
reglulega.
Ég vildi að flugvélarnar sem
keyptar yrðu, væru frá sem
flestum löndum, þannig að fjöl-
breytni rikti varðandi flugvéla-
tegundir.
SALA
verötryggöra spariskírteina
ríkissjóös
hefst þríðjudaginn 22. mars
í#) SEÐLABANKI ÍSLANDS
Texti fylgi
fréttunum
J.B. skrifar: Birta mætti útdrátt úr frétt-
Mig langar að koma þvi til unum rétt eins og þegar islensk-
sjónvarpsins að það ihugi hug- ur texti fylgir erlendum mynd-
mynd sem fram hefur komið, og um sjónvarpsins. Þetta held ég
kom reyndar fram i sjónvarps- að yrði mjög vel þegið af þeim
þætti, að texti fylgdi t.d. fréttum sem ekki heyra, og þegar maður
svo að heyrnarlausir gætu fylgst hugsar út i það þá er þetta i raun
með þeim jafnt og aðrir. og veru sjálfsagt.