Vísir - 23.03.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 23.03.1977, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 23. mars 1977 c Reykjavík ■aur^sam y Hvor vinnur — Hort eða Spassky? Sigurður Sigurðsson, inn- l.eimtumaður: Mér sýnist Spasský öllu liflegri og maður verður aö halda aö hann hafi þetta. Kristin Kjartansdóttir, starfs- stúlka i banka: Ég held aö ég reyni bara aö styöja viö bakið á Spassky vegna þess aö þaö virö- ast flestir halda meö Hort. Maria Baldursdóttir, af- greiðslustúika: Spassky, þaö er ég alveg viss um. Ernst Hemmingsen, hagfrseð- ingur: Hort vinnur sennilega. Hann á framtiöina fyrir sér, er yngri og sprækari. Þorsteinn Gunnarsson, þjónn: Spassky. Hann á sætari konu. Telja sig geta f jórfaldc brotajárnsins — með framleiðslu steypustyrktarjárns „Það eina sem stendur á er aö rikisstjórnin gefi okkur ákveðin svör um það hvort við fáum rikis- ábyrgð fyrir erlendu lánunum”, sagði Sveinbjörn Jónsson i Ofna- smiðjunni þegar Visir innti hann eftir þvi hvaö liði stofnun fyrir- tækis þess sem nokkrir aðilar ætl« uðu að koma á fót til framleiðslu steypustyrktarjárns. Vlsir skýrði frá þvl nýlega aö I kjallara „Húss verslunarinnar” hafi farið 250 tonn af steypu- styrktarjárni, en i bygginguna aila munu fara um 3000 tonn. Enn sem komið er er allt steypu- styrktarjárn flutt inn, en að sögn Sveinbjörns er nægilegt brotajárn til i landinu tii aö framleiða nægi- legt járn I allar byggingar á landinu. Viö tókum siöan máliö upp á ný viö rikisstjórnina fyrir þremur árum. Þá báöum viö um ábyrgö fyrir þeim erlendu lánum sem þyrfti til aö koma verksmiðjunni upp. Eins óskuöum viöeftir þvi aö rikisstjórnin geröist hluthafi fyrir þvi fé sem viö þyrftum annars aö borga i tolla af vélunum. Ennþá höfum við ekki fengiö fullkomin svör viö þessum beiön- um. Meirihluti járnsins verður að engu Hægt að framleiða 12000 tonn á ári „Viö fengum tilboö um verk- smiöju frá ítaliu fyrir 6 árum. Þá hófum viö tilraunir okkar til aö fá rikisábyrgö fyrir fyrirtækinu. A sama tima var rannsakaö hvaö til félli af brotajárni i landinu á ári og var niðurstaðan sú aö þaö væri nóg til þess aö geta framleitt þaö sem landiö þarfnaöist, en þaö er áætlaö aö sé um 12000 tonn á ári”, sagöi Sveinbjörn. Þjóöhagsstofnun er margbúin aö reikna út arösemi fyrirtækis- ins og kemst aö þeirri niöurstööu aö fyrirtækiö sé mjög hagkvæmt. Reiknaö er með að um 12000 tonn af brotajárni falli hér til árlega. „Ef viö heföum getaö komiö verksmiöjunni upp þá, ættum viö hana skuldlausa i dag. ist vera á að fjölga eins og sakir standa.” Svíar vilja f jár- magna fyrirtækið „I verksmiöjunni yröi allt brotajárn nýtt að fullu. Núna er þaö besta úr brotajárninu flokkað hér og siðan sent úr landi. Leifarnar eru ýmist grafnar eöa liggja og veröa að engu. Þaö er meirihlutinn sem þannig fer, þvi á árinu 1975 var t.d. flutt út aðeins rétt um 4000 tonn, sem er um þriöjungur þess sem til fellur i allt. Viö litum svo á 'aö rikisstjórn- inni beri ekki siöur skylda til aö ábyrgjast erlend lán fyrir þetta fyrirtæki en áframhaldandi tog- arakaup, sem engin nauðsyn virö- „Nú eigum viö von á tilboöi frá sænskum aöilum um aö hanna og fjármagna fyrirtækiö, ef rikis- ábyrgö fæst. Viö áætlum aö þurfa 1,3 milljaröa króna til stofnunarinnar aö öllu meötöldu og þyrfti þá hlutafé aö veröa 300 milljónir. Þaö atriði ætti ekki að valda neinum erfiöleikum. Aö þessum áætlunum standa um 60 borgarar og æði mörg fyrirtæki sem eiga brotajárn hafa boöist til aö láta það af hendi og taka greiðsluna I hlutabréfum. Eins erum við bjartsýnir á aö iðnaöar- menn og iönrekendur séu fúsir til að leggja fé i fyrirtækiö ef rikis- stjórnin og Alþingi vilja styöja aö þvi. Þaö hafa engar ástæöur verið gefnar upp fyrir þessum drætti. A siöasta hausti var farið yfir allar áætlanir okkar hjá fjárhagsstofn- un að ósk forsætisráðherra og kom i ljós aö rekstrarlega séð ætti afkoman að veröa fremur betri en áöur haföi veriö áætlaö. Viö myndum gera brotajárniö minnst fjórum sinnum verö- mætara efni en þaö sem nú er flutt úr landi. Þaö er þvi erfitt aö sjá hvaöa ástæöur rikisstjórnin hefur fyrir þvi aö draga okkur á endanlegu svari,” sagöi Svein- björn Jónsson. — SJ Furstar í flokki rauðra Þegar menn fara að eldast með langt stjórnmálastarf að baki fer hvert kjörtimabil að verða nokkurt spurningarmerki um það, hvort þeir ætli að hætta núna eða næst. Lúðvik Jóseps- son stendur frammi fyrir þessu spurningarmerki, en jafnframt hefur heyrst að hann ætli sér að sitja eitt kjörtimabil enn á þingi. Fer vel á þvi, enda er hann fyrir löngu orðinn helsti talsmaður Alþýðubandalagsins og svipmestur þingmanna þess. Ljóst virðist oröið hver verð- ur arftaki Lúðviks i Austfjaröa- kjördæmi. Raddir höfðu veriö uppi um það, að arftakinn yrði Hjörleifur Guttormsson, Nes- kaupstað, en nú mun svo komið að Hjörleifi er ætlað annað hlut- verk innan Alþýöubandalags- ins. Sá sem næstur stendur þvi að taka við af Lúðvik er ólafur Ragnar Grimsson, prófessor. Hann var siðast i framboði fyrir Samtök frjálslyndra fyrir aust- an og fékk þá átta hundruö at- kvæði, sem teljast vcröur um- talsverður kosningasigur, þótt ekki næði hann kjöri. Við svipt- ingarnar og uppskiptin innan samtakanna, fóru þeir Ólafur Ragnar og Baldur óskarsson, sem kunnugt er, yfir til Alþýðu- bandalagsins og beint inn I æðsta ráð flokksins. Þótti ýms- um Alþýöubandalagsmönnum þá, aö þeir hefðu veriö keyptir dýru veröi, einkanlega þar sem ekki væri vitaö til aö þeir kæmu með eitt einasta atkvæöi með sér úr samtökunum. Væntan- lega hefur þá ekkert verið talið af þeim átta hundruö atkvæð- um, sem Ólafur Ragnar fékk við Hjörleifur siðustu kosningar Í hinu gamla kjördæmi þeirra Lúðviks og Eysteins Jónssonar. Hins vegar hefur Lúðvik aldrei veriö sakaö- ur um að kunna ekki að telja, og fyrrgreindur atkvæðastyrkur Ólafs Ragnars, þótt hann haldi sér auðvitað ekki allur i næstu kosningum, er nægur til þess að gera framboö hans eystra æski- legt fyrir Alþýöubandalagiö. Ólafur Ragnar hefur löngum verið talinn með bráölátari ung- um mönnum i stjórnmáia- vafstrinu. Hann vildi koma, sjá og sigra i Framsóknarflokkn- um, en þar lágu sportsalar, spá- kaupmenn og töskubankastjór- ar i fleti fyrir og hættu ekki fyrr en þeir nafnarnir, ólafur Ragn- ar og Ólafur Jóhannesson, gátu ekki lynt saman um nokkurn skapaöan hlut. Eftir að Bjarni Guðnason klauf þingflokk sam- takanna, og andbyr þeirra i sið- Ólafur ustu kosningum, þótti hinum bráðlátu ungu framsóknar- mönnum, ólafi Ragnari og Baldri, ekki lengur llfvænlegt á þeim slóðum. A þeirri forsendu að þeir væru öðrum fremur kjörnir til að hafa nokkur mannaforráð i stjórnmálum, sömdu þeir sig inn i æðsta ráð Alþýöubandalagsins. Ekki er vitað hvað verður um Baldur, en þaö mun ráðið, að ólafur Ragnar fari I þriðja sæti á lista Alþýðubandalagsins I Austur- landskjördæmi i næstu kosning- um. Samkvæmt ætlan Lúðvlks að hætta eftir eitt kjörtimabil er ljóst, að ólafur Ragnar verður kominn á þing i siðasta lagi 1982. Biðin hefur að visu orðið lengri en hann ætlaði, en maður- inn er enn ungur að árum og væntanlega leysist Alþýðu- bandalagið ekki upp i frumefni sin á fimm árum. Lúðvik En að þessu ráðstöfuðu er einn geymdur, Hjörleifur Gutt- ormsson i Neskaupstað. Hann hefur af mörgum verið talinn liklegur eftirmaður Lúðviks á þingi. En þar sem ólafur Ragn- ar er talinn efniiegri til at- kvæða, og nýir menn ætiö taldir vitnisburður um vaxandi gengi Alþýðubandalagsins, hefur Hjörleifur misst af væntanlegu sæti. Hann og Ragnar Arnalds deildu á dögunum um Kröflu. Ekki fólust nein boð i þeirri deilu. Þó vill svo undarlega til, að um það leyti sem hún stóð fóru að heyrast raddir um það, að Hjörleifur væri sjálfsagður formaður Alþýðubandaiagsins, þegar stjórnartima Ragnars I flokknum lýkur. Þannig skipar Lúðvik Jósepsson málum sinum að hætti kónga og kapitalista — enda hefur hann aldrei verið annað. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.