Vísir - 23.03.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 23.03.1977, Blaðsíða 19
 VÍSIR Miövikudagur 23. mars 1977 c Sjónvcarp klukkan 20.45: Leiklist og myndlist í Vöku í kvöld „Það verður litið inn í Iðnó og horft dálítið á Straumrof, eftir Haildór Laxness", sagði Andrés Indriðason í samtali við Visi/ en hann er umsjónarmaður Vöku í kvöld. „Sigurður Pálsson sér um þennan hluta vökunnar, hann fjallar Htillega um verkiö og ræðir við Brynju Benediktsdótt- ur". „Þá veröur litiö inn á sýningu Baltasars i Kjarvalsstöðum, og Aðalsteinn Ingóifsson ræöir við hann. Einnig verður skroppið heim til listamannsins og fylgst með honum viö vinnu sina. Þá verða sýndir nokkrir dansar sem hafa verið á sýningunni undir stjórn Ingibjargar Björnsdóttur. Þriðja og siðasta atriðið i Vöku verður kvöldnámskeið I myndlista- og handiðaskólan- um. Málun og teikning fyrir fullorðna. örn Þorsteinsson er Ieiðbeinandi námskeiðsins og hann kynnir það sem fyrir augu ber." -GA Sjónvarp klukkan 22.15: Stjórnmálin frá striðslokum heitir nýr fræðslumyndflokkur sem hefur göngu sina i sjónvarp- inu i kvöld. Þar er rekin i grófum dráttum þróun stjórnmála i heiminum frá striðslokum og allt til ársins 1970. Ennfremur er brugðið upp svipmyndum af fftir sigurvímvna — Nýr flokkur um eftirstríðsárin fréttnæmum viðburðum tlmabils- ins. Að sögn Rögnu Ragnars, þýð- anda fyrsta þáttar, er efnið sett fram i liflegu fréttaformi og á rnjög skemmtilegan hátt. Komið er inn á fleira en stjórnmál, dægurflugur ýmiskonar, menn- ingarmál og jafnvel glæpi. t fyrsta þætti er greint frá þvi aö milljónir manna eru heimilis- lausir eftir striðið og flóttamönn- um eru allar leiðir lokaðar. Við slikar aðstæður hefjast óumflýj- anlega skammtanir og aliskyns svartamarkaðsbrask. —GA Útvarp klukkan 15.45: Þá er að taka fram garð- yrkjuáhöldin ,/Það hefur verið ákveðið að ég verði með nokkra þætti núna i vör um garðyrkju", sagði Jón H. Björnsson, garðaarki- tekt, sem i dag talar um vorverk í skrúðgörðum. „Þessir þættir eiga að verða vikulega, eitthvað fram á vorið og ég mun ræða um það sem mér finnst mest aðkallandi hverju sinni". „Aö þessu sinni tala ég aðal- lega um grisjun trjáa og runna og jafnvel trjáklippingu. Með grisjun á ég að sjálfsögðu við að fella eða færa tré sem standa of þétt. Nú er einmitt mjög góður timi til að fella stærri tré og til að færa þau, það er að segja ef frost er ekki mjög mikið I jörðu." „Þetta var nú það sem ég hafði helst hugsað mér að fjalla um i timanum, en það má Hka geta þess að nú er rétti timinn til að sá blómafræi og það þarf að huga, að mörgu og lagfæra eftir veturinn". -GA Nú er rétti timinn til að huga að garðyrkjustörfum. Drykkju- saga ungrar konu ,/i þessum þættí verður rætt við unga konu, sem byrjaði að drekka aðeins 14 ára gömul. Hún segir drykkjusögu sína sem nú nær yf ir 16 ár", sagði Gísíi Helgason, sem í dag sér ásamt Andreu Þórðardóttur um þátt- inn „Hugsum um það," ,/Þessi kona er búin að fara yfir 40 ferðir inn á Kleppsspítala til lækn- tnga, með misjöfnum árangri þó. Eini staður- inn sem hún telur sig geta fengið lækningu á, er meðferðarheimilið á Vffilstöðum". Þetta er átakanieg saga vegna þess að hún er dæmigerð fyrir Iff drykkjukonu og lýsir vel þeim vandamálum sem þær eiga við að eiga. Drykkja hennar skapasl af fíkn f áfengien færir henni ekki að sama skapi hamingju." Þáttur Gisla og Andreu hefst klukkan 14.30 á morgun f immtu- dag. -GA 16.20 Popphorn Halldór Gunnarsson kynnir 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Systurnar I Sunnuhlið" eftir Jóhönnu Guðmunds- ddttur. Ingunn Jensdóttir ieikkona les (5). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Ný viðhorf I efnahags- málum Kristján Friðriks- son iðnrekandi flytur þriðja erindi sitt: Hið heilaga NEI 20.00 Kvöldvaka: a. Ein- söngur: Sigriður Ella Magnúsdótlir syngur is- lensk lög Magnús Bl. Jó- hannsson leikur undir á planó.b. „Gakktu við sjd og sittu við eld" Hallgrlmur Jdnasson rithöfundur flytur frásöguþátt. c. Sungið og kveðiðÞátturum þjóðlög og aiþýðutónlist i umsjá Njáls Sigurðssonar. d. Frá séra Finni Þorsteinssyni Rdsa Gísladóttir frá Kross- gerði les úr þjóðsögum Sig- ftlsar Sigfússonar. e. Kór- söngur: Einsöngvarakórinn syngur islensk þjóðlög I út- setningu Jóns Asgeirssonar, sem stjórnar kórnum og hljóöfæraleikurum úr Sin- fóníuhljómsveit lslands. 21.30 Norræn tónlist á degi Norðurtanda Klarinettu- konsert op. 57 eftir Carl Nielsen. Kjell Inge Steven- son og Sinfóniuhljómsveit dahska útvarpsins leika. Stjórnandi: Herbert Blomstedt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (39). 22.25 Kvöldsagan: „Sögu- kaflar af sjálfum mér" eftir Matthias Jochumsson Giis Guðmundsson les úr sjálfs- ævisögu hans og bréfum (11). 22.45 Nútimatdnlist Þorkell Sigurbjðrnsson kynnir. 23.30 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þðr lýsir lokum lLskákar. Dagskrár- lok um kl. 23.45. 18.00 Bangsinn Paddington Breskur myndaflokkur. Þýbandi Stefán Jökulsson. Sögumaður Þórhallur Sig- , urðsson. 18.10 Ballettskórnir Breskur framhaldsmyndaflokkur I sex þáttum. 3. þáttur. Efni annars þáttar: Stúlkunum sækist vel ballettnámið, einkum Posy. Pálina leggur jafnframt stund á leiklist, og Petrova, sem hefur brennandi áhuga á vélum, fær að koma á bifreiðaverk- stæði Simpsons Ieigjanda á sunnudögum. Dag nokkurn gerir skólastjóri stúlknanna boð eftir Sylviu frænku. Þyðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.35 Merkar uppfinningar. Sænskur fræðslumýnda- flokkur^ Myntin Þyðandi og þulur Gylfi Pálsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Augiýsingar og dagskrá 20.30 Skákeinvigið 20.45 Vaka Dagskrá um bók- menntir og Hstir á Hðandi stund. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.25 Ævintýri Wimseys iávarðar Breskur saka- málamyndaflokkur i f jórum þáttum, byggður á sögu eft- ir Dorothy h. Sayers. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Wimsey lávarður fer til Skotlands sér tll hvildar og hressingar og hefur þjóninn Bunter með sér. Þeir kynn- ast m.a. nokkrum listmál- urum. Einn þeirra, Camp- bell, er illa liðinn af félögum slnum, enda ruddamenni og drekkur meira en góbu hófi gegnir. Dag nokkurn, þegar Wimsey og Bunter fara á af- skekktan stað I héraðinu, finna þeir Hk Campbells, og lávarðurinn telur allt benda til, að hann hafi verið myrtur. Þýðandi öskar Ingimarsson. 22.15 Stjórnmálin frá str.Iös-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.