Vísir - 23.03.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 23.03.1977, Blaðsíða 24
VÍSIR F GJALDEYRISYFIRVÖLDIN berjast ENN GEGN SÓLARLANDAFERÐUNUM: Mi&vikudagur 23. mars 1977 Hylkin algjörlega skaðlaus: Ráðuneytið hefði veitt leyfið — ef varnarliðið hefði beðið um það Siávarútvegsráöuneytinu hefur borist greinargerö varnarliösins vegna losunar i sjóinn á hvlkjum utan af hlust- unarduflum. Hylkjunum er nákvæmiega lýst í greinar- ger&inni, og eitt hylki látiö fylgja meö til skoöunar. Full- yrt er aö hylkin séu skaölaus og sér ráðuneytiö ekki ástæ&u til aö rengja þá staöhæfingu. Hef&i þaö þvi væntanlega leyft losun I sjóinn á hylkjum þess- um ef eftir slfku leyfi heföi veriö leitaö eins og vera ber. Utanrikisráöuneytiö hefur mótmælt þessu viö varnarliöið og mun þaö hér eftir fara aö iögum I þessum efnum. —GA Féll á milli skips og bryggju Ma&ur féll á milli skips og bryggju I Rcykjavikurhöfn rétt fyrir kiukkan sjö I gær- kvöidi. Var hann I stiga aö klifra um borö f skipið þegar hann féli I sjóinn, en hann missti þó ekki takiö á stigan- um og gat haldiö sér þar til hjálp barst. Lögreglumaöur kom fljótlega á vettvang og mun manninum ekki hafa orö- i& meint af volkinu. —EA Listasafn Gerðar Helgadóttur í Kópavogi? Á fundi bæjarráös Kópavogs I gær var lagt fram gjafabréf frá erfingjum Ger&ar Helga- dóttur, myndhöggvara, þar sem þeir eru sammála um aö gefa Lista- og menningarsjóöi Kópavogs listaverk Geröar, 'sem Idánarbúinu eru, þ.e. all- ar frummyndir og eitt eintak af afsteypum, sem til eru i bú- inu, ásamt skissum, teikning um og tillögum. Gjöf þessi er háö þvi skilyröi aö byggt veröi listasafn i Kópavogi, sem beri nafn Gerðar og geymi listaverk hennar og sýni og gegni aö ööru leyti heföbundnum verk- efnum listasafns. Gert er ráö fyrir aö höf- undarréttur aö þeim verkum sem gefin veröa fylgi með gjöfinni og veröi framseldur 1983, þegar safniö yröi tilbúiö. —GA Niður á stétt Tæpra sjö ára gamali drengur féll ofan af skúr I Hraunbæ i gærdag. Er taliö aö falliö hafi veriö um þrlr metr- ar. Drengurinn féll niöur á hellulag&a stétt viö skúrinn og var meðvitundarlaus þegar aö var komiö. Hann var fluttur á slysadeild, en þegar Vlsir lcit- a&i upplýsinga um ll&an hans I morgun, var hún ágæt. —EA Sami matarskammtur í tvœr og þrjár vikur Akveöiö hefur veriö aö skera niður matarmiöaskammtinn til þeirra sem fara I þriggja vikna sólarlandaferðir til viöbótar öörum hömlum. Eins og Visir skýröi frá fyrir nokkru var ákveöiö aö hér eftir fengjust matarmiðar ekki I sinni gömlu mynd, en þá var hægt aö nota þá á fjölmörgum veitingastöðum. 1 staðinn fæst ein ávisun á ein- hvern matsölustaö. Þessu til viðbótar var svo minnka&ur skammturinn til þeirra sem veröa lengur en tvær vikur I sól- inni. Hingaö til hefur gilt sú regla aö menn fengju eitthundraö peseta á dag i matarmiöum. Þeir sem fóru I þriggja vikna ferðir fengju því 2100 peseta. Nú hefur veriö ákveöiö aö 1400 pesetar veröi hámarksupphæð- in. Þeir sem eru I hálfan mánuð erlendis fá þvl sama skammt en hinir missa 600 peseta. — ÓT A Veðurstofunni taka fjarritar viö upplýsingum frá ýmsum stööum um veöurfar og úr þeim er síöan unniö. 1 horninu efst til vinstri er Hlynur Sigtryggsson veöurstofustjóri (Visismynd Jens) ALÞJÓÐAVEÐURDAGURINN í DAG: Tœknilega stöndum við fram- arlega á sviði veðurfrœði „Tæknilega séð stöndum við nokkuð framarlega á þessu sviði, en hins vegar höfum við ekki haft mannafla til að stunda visindarannsóknir á sviði veðurfræði- og er það miður” sagði Hlyn- ur Sigtryggsson, veðurstofustjóri, i samtali við Visi i morg- un. 1 dag er Alþjóöaveðurdagur- inn haldinn hátiðlegur og er hans minnst á ýmsan hátt 1 flestum löndum. Island er aöili aö Alþjóöaveöurfræðistofnun- inni (WMO) sem er ein af tækni- stofnunum Sameinuöu þjó&anna og stjórnar stofnunin viötæku samstarfi þjóöanna á sviði ve&urfræði. Hlynur Sigtryggsson sagöi, aö tækjabúnaöur Veöurstofunnar væri alltaf að batna og núver- andi húsnæöi veitti tækifæri til aö stofnunin gæti haldiö áfram aö þróast. Þaö sem helst bæri skugga á i dag væri ef veðurat- hugunarstöövarnar á Græn- landi yröu lagöar niöur eins og likur bentu nú til. Þessar stööv- ar væru okkur mjög mikilvægar og ómissandi hlekkur i alþjóöa veöurfræöikeöju. —sg MIKIL LEIT YIÐ SIGÖLDU: Héldu að 20 tonna öxull vœri ókominn — en hann fannst þó að lokum í kassa merktum þriðju vélasamstœðunni ,,Menn óttuðust um tlma, aö öxullinn I vél tvö heföi ekki komist til skila en slöan kom I ljós aö merkingar á kössum voru ekki réttar, og aö öxullinn var kominn upp a& Sigöldu i kassa, sem merktur var þriöju vél” sagöi Halldór Jónatansson, framkvæmdastjóri Landsvirkj- unar, I viötali viö VIsi i morgun. Hér var um aö ræöa öxul sem er um 20 tonn aö þyngd, og viö fyrstu athugun fannst hann hvergi. Hins vegar var til staöar viö Sigöldu öxull sem merktur var vél þrjú. Viö nánari athugun kom i ljós, aö öxullinn I þeim kassa var merktur vél tvö, og létti mönnum mikið viö þaö. „Þetta ruglaöi menn svolítiö I riminu, en sem betur fer er dæmiö gengiö upp” sagöi Hall- dór. Hann bætti því við aö öxullinn I vél þrjú væri núna I útskipun I kassa sem merktur væri vél tvö, en ekkert lægi á honum þar sem vinna viö uppsetningu þriöju vélarinnar hæfist ekki fvrr en slöar áárinu. — ESJ Enginn vill verða vararíkissaksóknari „Þetta er vissulega óvenjuleg aðstaða, en unnið er að lausn máls- ins. Engin umsókn hef- ur borist um embætti vararikissaksóknara en lögin gera ráð fyrir að embættið sé setið, svo það er til i dæminu að setja mann i það” sagði Baldur Möller ráðuneytisstjóri i dómsmálaráðuneytinu i samtali við Visi i morgun. Hallvar&ur Einvarösson lætur af störfum sem vararlkissak- sóknari um næstu mánaöamót, er hann tekur við starfi rann- sóknarlögreglustjóra rlkisins. Engin umsókn hefur borist um stööu HalTvarös, en Baldur Möller sagöi aö lög heimiliöu aö taka viö umsóknum þótt tilskil- inn frestur væri útrunninn. Þá kæmi einnig til greina aö fram- lengja umsóknarfrestinn en mál þetta væri nú allt til athugunar. — SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.