Vísir - 01.04.1977, Page 10
10
VISIR
(Jtgefandi:Reykjaprent hf
Framkvcmdastjóri:Davfb Gu&mundsson
Kitstjórar: t*orsleinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Um-
sjón með helgarblaöl: Arni Þórarinsson. Blaóamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. GuMinnsson,
Ellas Snæland Jónssorv Finnbogi Hermannsson, Guöjón Amgrimsson, Kjartan L. Pálsson, óli
Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjdnsson.
Akureyrarritstjórn: Anders Hansen UtUtiteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Sölustjóri: Páll Stefánsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. SigurBsson. Dreifingarstjóri: SigurBur
R. Pétursson.
Auglýsingar: SIBumula 8. Slmar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánuBi innanlands.
AfgreiBsla: llverfisgata 44. Sfmi 86611. VerB I lausasölu kr. 60 eintakiB.
Ritstjórn: SIBumúla 14. Sfmi 86611, 7 Ifnur. Prentun: BlaBaprent hf.
Loksins
Loksins er komiö fram á Alþingi frumvarp til laga/
sem gerir ráö fyrir afnámi einkaréttar Ríkisútvarps-
instil útvarpsf jölmiðlunar. Þetta frumvarp markará
margan hátt þáttaskil og er vottur um aukinn skilning
á grundvallarreglum um frjálsræöi borgaranna.
Stjórnarskráin gerir ráö fyrir óskoruðu tjáningar-
frelsi. Þar af leiðir# að borgararnir eiga í því skyni að
geta hagnýttsér þá f jölmiðlunarmöguleika, sem fyrir
hendi eru. Tími er því vissulega kominn til að nærfellt
fjörutiu ára ríkiseinokun á útvarpsf jölmiðlun verði
aflétt.
Það er einn af þingmönnum reykvíkinga,
Guömundur H. Garðarsson, sem gengið hefur fram
fyrir skjöldu með því að leggja málið fyrir Alþingi. I
okkar ríkisumsvifaþjóðfélagi er hér óneitanlega um
nokkuð róttæka tillögu að ræða. En kjarni málsins er
sá/ að hún á stoð i meginreglum þeirrar stjórnskipun-
ar, sem við byggjum á.
Guðmundur H. Garðarsson segir í greinargerð með
frumvarpi sínu, að á Islandi hafi beinlínis verið lagð-
ar hömlur á tjáningarfrelsið vegna einokunar ríkisins
á útvarpsf jölmiðlun. Hann segir þó, að ríkisreksturinn
hafi ekki verið óeðlilegur á bernskuskeiði þessarar
starfsemi hér á landi, og Ríkisútvarpið hafi leyst
starf sitt af hendi með mikilli prýði.
Þessi róttæka tillaga um frjálsan útvarpsrekstur er
því ekki vantraust á Ríkisútvarpið. Hún er aðeins f lutt
i Ijósi nýrra tima og reist á því grundvallarsjónarmiði,
að borgararnir eigi skýlausan rétt til þess að hagnýta
sér þá fjölmiðlunarmöguleika, sem tæknin leyfir
hverju sinni.
Flutningsmaður bendir réttilega á í greinargerð-
inni, að ótrúlegar tækniframfarir hafi orðið á út-
varpssviðinu. Sem dæmi nefnir hann, að án mikils
tilkostnaðar megi koma upp staðbundnum útvarps-
stöðvum og fullnægja þannig kröfum um aukna
fræðslu og meiri f jölbreytni á þessu sviði f jölmiðlun-
ar.
Um meginmarkmið frumvarpsins segir
Guðmundur H. Garðarsson, að með því séu lögð drög
að þvi, að á islandi ríki hliðstætt tjáningarfrelsi og
þekkist ivestrænum lýðræðisrikjum á sviði hljóðvarps
og útvarps. Frumvarpið á þannig að vera spor i áttina
að auknu frelsi fólksins frá miðstýringarvaldi
embættis- og stjórnmálamanna á þessu sviði.
Engum vafa er undirorpið, að á Alþingi munu
f ulltrúar rikiseinokunar og f lokksræðis standa upp og
haida langar ræður um hættuna, sem því sé samfara
að leyfa einstaklingum og félögum að fara með mikil-
væg máleinsog útvarpsf jölmiðlun. Þeir munu segja,
að engum sé betur treystandi en þeim sjálfum til þess
að ákveða hvað fólk megi heyra og hjá í útvarpsf jöl-
miðlum.
En í sjálfu sér gilda þvi sem næstsömu lögmál um
útvarpsf jölmiðlun og blaðaf jölmiðlun. Helsti munur-
inn er sá, að það er talsvert dýrara að gefa út dagblöð
en reka litla útvarpsstöð. Allar röksemdafærslur um,
að fyálsræði i þessum efnum leiði til óeðlilegrar mis-
mununar hafa því enga gilda stoð í veruleikanum. Það
væri eins unnt að banna blaðaf jölmiðlun.
Þetta frumvarp Guðmundar H. Garðarssonar kveð-
ur í sjálfu sér á um ofur eðlilegan hlut. En það er rót-
tækt miðað við ríkjandi ríkisumsvifahugarfar. Fyrir
þá sök er alveg Ijóst, að frumvarpið mun ekki fá
skjótan framgang á Alþingi. Málið er nokkur próf-
steinn á frjálshyggjumenn. Og þó að búast megi við
neikvæðum viðbrögðum ríkisumsvifa- og flokksræðis-
manna, kemst þingið ekki hjá því að marka nýja
frjálsræðisstefnu í þessum efnum innan skamms
tíma.
Föstudagur 1. aprll 1977 vism
Frá Einari Guðfinns-
syni, blaðamanni Visis i
Helsinki:
„Ég tel ekki aö þessar umræöur
muni hafa afleiöingar fyrir starf-
semi Noröurlandaráös”, sagöi
Geir Hallgrimsson, forsætisráö-
herra, er blaöamaöur VIsis ræddi
viö hann á þingi Noröurlandaráös
i gær.
Þá höföu fariö fram haröar um-
ræöur milli svia, finna og norö-
manna um utanrikis- og varnar-
mál og um ummæli Kekkonens,
finnlandsforseta um æfingar
þýskra hermanna i Noregi.
„Þaö var vissulega óhugnan-
legt aö heyra fulltrúa á þingi
Noröurlandaráös ræöa um
blaöaskrif I ööru landi meö þeim
hætti sem finnski fulltrúinn
geröi”, sagöi Geir Hallgrimsson
ennfremur.
„ Hann gaf i skyn aö blaöa-
skrif væru á ábyrgö rlkisstjórnar.
Meö þessu er ritfrelsi I raun ekki
viöurkennt.”
„Þaö kom skýrt fram i máli
Brattelis er hann svaraöi Saarin-
en, aö þaö væri skoöun sin aö
utanrikisstefnu finna beri aö á-
kveöa I Helsinki. Á sama hátt ætl-
aöist hann til aö viöurkennt væri
aö utanrikisstefna norömanna
væri aöeins ákveöin af rfkisstjórn
og stórþingi þar i landi. Undir
þessa skoöun vil ég eindregiö
taka”, sagöi Geir Hallgrimsson.
Geir Hallgrimsson og Tryggvi Brattelie.
Uggur i fulltrúum
Þaö má segja að loft hafi veriö
lævi blandiö i almennu umræöun-
um á þingi Norðurlandaráðs i
gær. Menn hér, bjuggust við að
kastast myndi i kekki milli norð-
manna og finna og það varö raun-
in.
Það var finninn Saarinen sem
hóf deilurnar, en hann er leiötogi
kommúnista i Finnlandi. Saarin-
Saga simaþjónustu á íslandi er nýlega
oröin sjötiu ára. Siminn varö strax
mikilsvert tæki i strjálbýlu landi, og fóik,
sem áöur haföi miöaö tima sinn viö nón-
fell og dagmálahæöir byrjaöi aö tala um
simakiukku.þ.e. hinn rétta tima, sem var
annar en hentaöi erfiöisfólki, sem þurfti
snemma á fætur og gekk seint til hvilu og
lét muna^svona tveimur timum á sinni
klukku og simaklukkunni eins og til aö
freista þess aö lengja starfsdaginn. Þótt
simaklukkan væri fyrst og fremst viömiö-
un, sem boöaöi nýjan tima en ekki sigur-
verk i stofu, sagöi þekktur kennimaöur og
skáld, þegar menn rýndu hreifir til sólar
löngu eftir aö sói var runnin undir, að nú
væri dimmt á simaklukku.
220 NORÐMENN
FENGU HVARVETNA HRÓS
Vorið 1906 hófst lagning simalinu frá
Seyðisfirði norður um land og suður til
Reykjavíkur. Þá voru norskir verk-
fræðingar og verkstjórar komnir hingað
ásamt fjölmennu liði. Munu um 220 Norð-
menn hafa unnið við linulagninguna þeg-
ar flest var. Fengu þeir hvarvetna hrós
fyrirframkomu sina og afköst. Mikla nor-
ræna ritsimafélagið lagöi jafnframt sæ-
streng til iandsins og var sæsimasam-
bandið opnaö 31.ágúst fyrrgreint ár. Aður
en til þess kom höfðu veriö uppi stórdeilur
um simann, m.a. riðu sunnlenzkir bændur
hundruðum saman til Reykjavikur til að
mótmæla simanum við Hannes Hafstein
ráðherra. Þeir lögöust á sveif með loft-
skeytunum, og raunar komst fjarskipta-
samband á við landið I byrjun júni 1905,
þegar fulltrúi frá Marconi lét reisa loft-
skeytastöng við Rauöará. Fyrsta Mar-
coni-skeytið fjallaði um tvo skipaárekstra
og rolukast i bandariskum utanrikisráö-
herra. Seinna varð Marconiútbúnaðurinn
til að flytja lslendingum fréttir af andláti
konungs sins, Kristjáns nlunda, samdæg-
urs og þótti munur. Andlát fyrirrennara
Kristjáns fréttu þeir ekki um fyrr en
næstum ár var liöiö frá andlátinu, en þau
tlöindi bárust með skipi til Skagastrand-
Tekist ihendur eftir undirskrift jarðstöövar-
samningsins, Poul Lausen ogHalldór E. Sig-
urðsson. Ljósm. Jens.
ar.
norrœnaog
fslenska
sfmavaldið
ARFLEIFÐIN FRA1906
Þaö lauk þvi langri og strangri einangr-
un landsins með tilkomu Marconi-skeyt-
anna fyrst og siðan sæsimans. Ot af
simanum áttust viö eigi minni menn en
Einar Benediktsson, skáld, sem var Mar-
coni-maður, og Hannes Hafsteir sem
vildi sæsima. í þá daga voru færð rök aö
þvi að loftskeytasamband væri ekki eins
öruggt og sæsimi, og er auðskiliö mál að
sæsiminn hlaut að veröa ofan á i þeirri
deilu, enda var þá enginn farinn aö sjá
fyrir þróun loftskeyta eða dreyma um
gervitungl. Nú kveöur orðið aftur viö ann-
an róm, þegar staöhæfa má meö fullri
vissu aö fjarskiptasamband um gervi-
tungl séu bæði oröin öruggari og auk þess
rýmri i allri notkun. Islendingar hafa eðli-
lega lagt áheislu á að færa sér hina nýju