Vísir - 12.04.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 12.04.1977, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 12. april 1977. 17 NEYTENDUR ÍÍMÍMÍÍÍÍÍ#Í Miiíil iÍ Ý. fk REYKT OG SOÐIN UrJLIA REYKT MEDISTER PAKKAD | ÞYNGD Á1M77Ö,446*9 2 1 (1 4 7 7 SÍDASTI SÖLUDAGUR KILÓVERD I VERD iou 465 Kælivara — Goymist vi5 0—5a C Hráolni: Nautakjö!, svinakjöt, svínalita, kartöllumjöl, salt nitrit (minna en 0,1 g f kg), krydd, bindielni. ^ KJÖTHJNAÐARSTÖÐ SAMBANDSIN8 | Næringargildi f 100 g, u. þ. b.: Prótein 10 g, (ita 23 g, kolvetni 3 g, hita- einingar 260. MaSleiS: Hllia. glóSanltlMB aBa brúnlS á pönnu. SjófiiS ekkL i Þessi mynd af Goða-kjötvöru er dæmi um það hvernig kjöt- framleiðendum ber að merkja vöru sina eftir 1 júll nk. tslensk matvælaframleiðsla hefur undanfarið verið i sviðs- ljósinu og eins og kunnugt er lauk i gærkveidi viðamikilli matvælasýningu i Iðnaðar- mannahúsinu, sem islenskir matvælaframleiðendur og ts- lensk iðnkynning stóðu að. Þaö er þvi ekki úr vegi að fjalla litil- lega um stóran þátt varðandi matvæli i þessum þætti, sem eru merkingar neytendaum- búða. Mikið baráttumál Neytendasamtök margra landa og þ.á.m. Islands hafa löngum haft það á stefnuskrá sinni aö hrinda þvi i fram- kvæmd að matvæli i neytenda- umbúðum væru rækilega merkt til glöggvunar fyrir neytendur og til að koma I veg fyrir að neytendur fengju skemmdan og jafnvel hættulegan mat. Þróun þessara mála hefur yfirleitt verið jákvæð og á noröurlönd- unum hefur það um nokkurt skeið verið lagaskylda að merkja unnar kjötvörur með siðasta söludegi. Með auglýsingu viöskipta- ráðuneytisins, sem gekk i gildi 1. júni 1976, um merkingu unn- inna kjötvara, sem seldar eru i smásölu, er skylt aö merkja all- ar unnar kjötvörur i neytenda- umbúðum hérlendis. Til viðbót- ar framangreindri auglýsingu gaf heilbrigðisráðuneytið út reglugerð um tilbúning og dreif- ingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara. Reglugerð þessi tók gildi 1. Rafn Jónsson skrifar V Merkingar matvœla mars sl. og kveður hún á ýmsan hátt á um merkingu unninna kjötvara, eins og t.d. skyldu framleiðenda til að geta pökk- unardags og siðasta söludags. Ennfremur skal getiö samsetn- ingar vörunnar, geymsluaö- ferðar og meðferðar fyrir neyslu, nettóinnihalds, eininga- verös og söluverös vörunnar. Um nokkurt skeið hafa kjöt- framleiðendur og reyndar einn- ig mjólkurframleiðendur, getiö pökkunardags framleiðslu sinn- ar. en það var ekki fyrr en 1. mars sem ákvæði um siðasta söludag tók gildi. Nær allir framleiðendur sóttu um frest til að fullnægja þessu ákvæði og var sá frestur veittur til 1. júli nk. en eftir þann dag ber öllum matvælaframleiðendum, sem pakka vörum f neytendaumbúð- ir að merkja vöruna siðasta söIudegi.Það að merkja vöruna siðasta söludegi táknar ekki að daginn eftir verði hún óneyslu- hæf, heldur að framleiöandinn taki ekki lengur ábyrgð á gæð- um vörunnar. Til þess að koma i veg fyrir að kaupmenn liggi of lengi með vörurnar verða fram- leiðendur að stuðla að tiðari dreifingu hennar en veriö hefur. Þessi ákvæði um merkingu matvæla koma heldur ekki i veg fyrir að kjötkaupmenn geti selt vörur sinar ópakkaðar eins og algengt er, heldur gildir þetta einungis um pakkaðar vörur. Kjötiðnaðarstöö SIS hafði for- ystu um merkingu unninnar kjötvöru, en fyrirtækið hóf merkingu á vörum sinum að nokkru leyti i anda hinnar nýju reglugerðar 1972 og fylgdu nokkur önnur fyrirtæki i kjöl- fariö. Td- settu reglugerðir um merkingu matvæla fyrst i júni 1975, en framleiðendur fengu marga fresti og þann siöasta núna, fram til fyrsta júli i ár. Sambandið er eina fyrirtækið, sem merkir kjötvörur sinar samkvæmt ákvæðum reglu- gerðarinnar, en að visu er álegg undanskilið og verður ekki merkt siðasta söludegi fyrr en i júli. Nokkur önnur fyrirtæki eru næstum reiðubúin til aö hefja endanlegar merkingar fram- leiðslu sinnar, en hætt er við að róðurinn veröi þungur fyrir smærri framleiðendur, þvi þaö er mjög kostnaðarsamt aö koma sér upp þeim tækjabún- aöi, sem nauðsynlegur er við merkingarnar. En hvernig er siðasti söludag- ur ákvarðaður? Ef kjötiðnaðarstöð Sam- bandsins er tekin sem dæmi, þá starfar undir stjórn búvöru- deildarinnar rannsóknarstofa, sem stöðugt vinnur að rann- sóknum á geymsluþoli kjötvara og gerlainnihaldi. Þessi rann- sóknarstofa, að sögn Jóhanns Steinssonar, deildarstjóra hjá kjötiönaðarstöðinni, tekur jafn- framt daglega sýni úr fram- leiðslunni, til að tryggja aö gæð- in séu sem best. Rannsóknar- mennirnirákvarða siöan hversu lengi sé hægt aö taka ábyrgð á vörunni. Ef hún er fryst strax eftir pökkun er geymsluþol hennar þrir mánuöir, annars styttra. Framleiðandinn ber ekki þann kostnað sem kann að skapast, ef varan selst ekki fyrir siðasta söludag og sagði Jóhann að erlendis væri sá hátt- ur gjarnan hafður á, aö vara á siðasta söludegi væri sett á ,,út- sölu”. Hann benti jafnframt á það aö vonlaust væri fyrir fram- leiðendur að taka aftur við ó- seldri vöru, þvi þá gætu þeir legið undir þeim áburði að þeir endurpökkuðu vöruna. Ef slikt væri gert, væri forsendan fyrir merkingu matvæla brostin. Smurbrauðstofan BJORNirMIM Njólsg&tu 49 — Simi 15105 Hressingarleikfimi fyrir konur Sex vikna vornámskeið hefjast fimmtu- daginn 14. april n.k. Kennslustaður: Leikfimisalur Laugarnes- skólans. Byrjenda- og framhaldsflokkar. Fjölbreyttar æfingar — músik — slökun. Innritun og upplýsingar í sima 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir mars- mánuð er 15. april. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 6. aprfl 1977 íbúð óskast Frjálsiþróttadeild KR óskar eftir að taka á leigu tveggja herbergja ibúð i Reykja- vik, helst með húsgögnum (þó ekki skil- yrði) — fyrir eriendan þjálfara. Tilboð sendist augl.d. Visis merkt ,,KR þjáifari” fyrir 6. april n.k. undir vörubifreióina hvaó annaó? Framhjólamynstur Afturhjólamynstur 1100 x 20/16 kr. 57.515 1100 x 20/l6 - 62.000 1000 x 20/14 - 55.680 1000 x 20/14 - 57.830 900 x 20/14 - 52.240 900 x 20/l4 - 50.540 825 x 20/12 - 36.590 825 x 20/14 - 45.390 B 32302

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.