Vísir - 24.04.1977, Side 2

Vísir - 24.04.1977, Side 2
Sunnudagur 24. aprfl 1977 VISIR Hvert islenskt mannsbarn þekkir Halldór Laxness. Fyrir nokkr- um árum átti blað skyndiviðtöl við nokkra gagnfræðaskólanemend- ur og spuröi þá út úr: Hver er menntamálaráöherra, hvað heitir nóbeisskáldið o.s.frv. Menntamálaráðherra var ýmist Gylfi Torfi Ólafsson, „einhver Magnús” eða annað út i hött. Enginn flaskaði á Halldóri Laxness. Hver er hann þá? Þegar stórt er spurt er lltið um svör, sagði Primus. Alfræðiorðabókin gæti sagt: Hann er fæddur fyrir þetta mörgum árum, flutti barnungur úr bænum til að alast upp i sveit. Varð rithöfundur um og eftir gagnlitið menntaskóla- nám. Bjó víða um lönd og hafði þar starfsfrið og ró, en á meðan umdeildur og oftast illa þokkaöur af mörgum samlanda sinna og lesara austan hafs og vestan. Boðaði kenningar betur en aðrir og hefur sennilega lagt trúnaö á sumar þeirra um skeið. Honum féllu siðar til mestu verðlaun, sem ganga til rithöfunda og mörg önnur smærri. Hefur skrifað meira og betur en flestir aðrir islendingar. Þess vegna er hann nú vel efnum búinn eftir isienskri mælistiku, heimsmaður i fásinni á norðurhjara. Eins og margir, sem vaxa öðr- um yfir höfuð, verður hann nú að sæta þvi á efri árum að vera sumpart i sameign þjóðar sinnar. Þetta veit alfræðibókin og hún getur bætt við öllum titlum bóka hans sem gengiö hafa á útlent prent i ótai löndum. En hvaö er hann nú I hugum islendinga? Hann hefur skrifað um flest málefni, sem til hafa fallið. Boðað trú eftir þvi hvar hann var staddur i kenningunni. Ef öllum þeim boðskap yrði nú att fram I sömu mund skylli sennilega á heiftúðleg trúar- bragðastyrjöld og hjaðningavíg og boðberinn gæti horft á hildar- leikinn úr fjarlægö og haft gaman af. Þar myndi margt steinbarnið falla f valinn, þvi aö alla starfsævina hefur hann verið allt annar I dag en i gær. Nú er svo komið að sköpum getur skipt, hvort mannfagnaö- ur er merkur eða ómerkur, hvort Halldór Laxness er þar viðstaddur eöa ekki. Er hann skrifar grein, oftast i Morgunblaðið siðustu árin, þá er hún sett upp á tilkomumikinn hátt, i afbrigðilegri dálkastærð og sparile.tri, undir feitum fyrirsögnum meö viðamiklu tómarúmi I kringum textann. lega, að allt hans lif er stór- brotið ferðalag með stuttum viðkomum i eigin landi. Að utan skrifaöi hann bækur handa ís- landi, ellegar greinar og rit- geröir, þrumandi skáldlegar, sannfærandi og sefjandi Angr- aði hann þjóðina oft og gjarnan er hann vildi þrengja upp á hana nýjum "tiðaranda. Hann sást ekki fyrir. Hagræddi jafnvel röksemdafærslunni ef það fór betur i textanum, þvi að trúboð- inn varð ætið að ganga feti eftir rithöfundinum eins og Filip á eftir Elisabetu. Sannleikur „Því hafa margir gert hróp frá hægri og vinstri og úr öllum áttum, að maðurinn sé ómerkilegur svika- hrappur við allan góð- an málstað...” Hver er hann þá? „Nú er i tisku að reyna að gera úr hon- um furðufugl eða jafnvel skringi- karl....”_________________ Nú er i tisku að reyná að gera úr honum furðufugl eöa jafnvel skringikarl. Sérhver eftirherma byrjar sinn feril á að apa eftir þvl sem hún heldur vera Halldór Laxness, og leggja honum ein- hverja furðu I munn. Allt er þetta alkunna og enn má spyrja: Hver er Halldór Lax- ness? Þeir, sem ekki vissu, sáu I allgóðum sjónvarpsþáttum ný- hans hefur ýmist staðist allvel eða gengiö sér fljótt til húðar. En þaö geröi Halldór Laxness ekki. Hann var ætiö búinn aö koma sér upp nýjum sannleik, oftast trúveröugri hinum gamla. Þvi hafa margir gert hróp frá hægri og vinstri og úr öllum áttum, aö maðurinn sé ómerkilegur svikahrappur við allan góðan málstað. Stundum sýna þeir fram á, að hann vissi betur, er hann studdi við bakið á þeim kenningum, sem voru hanssannleikur þá stundina. Þá kalla þeir hann málaliða lyginn- ar. Þegar Halldór kemur I sjón- varp til hátiðabrigða þá er hon- um stundum brugðið um svikula ...að allt hans lif er stórbrotið ferðaiag með stutt- um viö- kornum i eigin landi...” VÍSIR Ctgefandl: Hey kjaprent hf FramkvKmdastJórl: Davfð Cuómunditon Rttitjórar: Þoratelnn Pálaton ábm. ólafur Ragnartson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjórl erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Um- sjón meö helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guftfinnsson, Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes. Sigurveig Jónsdóttir, Ssmundur Guftvinsson. tþróttlr: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarrltstjórn: Anders Hansen. Ctlititeiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljósmyndir: Jens Aiexandersson, Loftur Asgeirsson. Sölustjóri: Páll Stefánsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R Pétursson. Auglýsingar: Slftumúla 8. Slmar 11660, 86011. Afgreiftsla: Hverfisgata 44. Slmi 86611. Kitstjórn: Sfftumúla 14. Sfmi 86611, 7 Ifnur. Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innanlands. Verft I lausasölu kr. 60 eintakift. Prentun: Blaftaprent hf. UM BLAÐIÐ 1 tiiefni af 75 ára afmæli Halldórs Laxness, 23. aprfl er Helgarblaðið að þessu sinni helgað honum. i greinum og viötöium, máli og mynd- um, er frá ólikum sjónarhornum fjallað um skáldið og verk hans. Helgarblaö Visir árnar Halldóri allra heilla og þakkar um leiö hjálpsemi við gerð blaðsins. Forsiðumyndina tók Loftur Asgeirs- son, ljósmyndari Visis, af Halidóri Laxness við skrifpúltið I Gljúfra- steini, þar sem mörg snilldarverkin hafa orðið til, áður en skáldið skaust til útlanda i tæka tið fyrir afmælið. —AÞ.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.