Vísir - 24.04.1977, Page 3
VÍSIR
Sunnudagur 24. apríl 1977
]
1
*
Viö kaþólska skirn i klaustrinu Clervaux 1923, þar sem hann
var skiröur fullu nafni Haiidór Kiijan Marie Pierre Laxness:
,,l>eir klæða sig helgilinum framan i lýönum eins og seiö-
skrattar...” scgir i Vefaranum mikla.
„Þvl bækur hans hafa
góðan sess i hillunni,
sem Megas kallar
Gullstrandarlengj-
una....”
tryggð við misvondan málstað.
Að visu gætir spyrill þess jafnan
að ýja að þessu af yarfærni og
hátignarlegri kurteisi. Og þá er
glott i góðu og sagt, að þeir yrðu
litilsvirði sem rithöfundar, sem
héldu dauðahaldi I isma og
kenningar, sem væru fyrir bl I
breytilegum heimi hjá nýju
fólki. Sennilega hefur maðurinn
aldrei átt aðeins einn sannleika,
þótt hann léti þannig.
Halldóri Laxness verður
hvergi skipað niður I fátæklegt
flokkakerfi þessa lands og er
bættur skaðinn. Þó hef ég oröiö
þess var, að mörgum fram-
sóknarmanni er ósárt um hann.
Góðir og geðprúðir menn úr
þeim flokki skipta skapi og lit-
um þegar Halldór er nefndur.
Hann, sem notaði heimsfrægð
slna til að ófrægja islenska
bændastétt. Forðum vildi hann
sópa bændum af jörðum for-
feðra sinna og setja þá niður á
byggilega staði. Siðar moka oni
skurðina, llfæðar Islensks
bændasamfélags.
Sannkristnu fólki er ekki um
hann gefið, þvi að eftir hann
liggja óguðleg skrif. Islenskum
burgeisum og sjálfsbjargar-
mönnum stóö stuggur af
kommúnistanum alræmda, sem
vildi ryðja þeim og þeirra úr
veginum að betri heimi. Svo
kom I ljós, að Halldór Laxness
vildi ekki steinrenna með
sósíalismanum, ganga I björg
eða eiga sálufélag við tröll.
Gömlum félögum hans úr nátt-
tröllahópi ofbauð hin svikula
lund, en hinir, sem fyrr óttuðust
hann, bjuggust til að slátra kálfi
til fagnaðar. En þó eru þeir enn
ekki vissir I sinni sök. Þeir vita
ekki hvar þeir hafa hann.
Stúdentar, sem áöur gerðu hann
að heiðursfélaga, mótmæltu
honum nú á dönsku.
En er þó ekki brátt runnin
stundin, er Islenskir bændur og
launþegar, hægri menn og
vinstri, hvers konar framsókn-
armenn og þurrundnir málfræö-
ingar og aðrir stafsetningar-
gerðarmenn flykkjast og hveli-
sprengja þennan oflátung, sem
gefur öllum langt nef er það
passar i rithöfundarferil hans
Nei, þeir festa ekki á honum
hönd frekar en fyrri daginn.
Þeir standa f hnapp og lita upp
til hans I fjandsamlegri lotn-
ingarstellingu. Hver er þessi
maður? hugsa þeir. Er hann
trúður sem leikur stórkost-
legan rithöfund til að draga dár
að okkur? Eöa er hann stórkost-
legur rithöfundur, sem leikur
trúð I sama tilgangi?
Þeir blða sérhverrar bókar
hans í eftirvæntingu. En hér á
landi seljast þær I stærra
upplagi en aðrar bækur. Allur
þorrinn kaupir þær til lestrar og
lætur ekki aftur fyrr en lokið er.
Sumir geta ekki verið þekktir
fyrir annað. Einstaka menn
safna og veröa jafnvel aö kaupa
bækur, sem þeir hafa enga þörf
fyrir, eins og leikgerðir af
skáldsögum hans,svoekki verði
gat I safninu. Þvi bækur hans
hafa góðan sess I hillunni, sem
Megas kallar Gullstrandar-
lengjuna.
Halldór Laxness bjó til nýja
skáldsögu. Hannskrifaði jafnvel
allar fornsögurnar um með
einni bók. Hann bjó til nýja Is-
lensku. Honum er engin kýr
heilög.
Kannski er það þess vegna,
sem hann er lifandi stórveldis-
draumur þessarar litlu þjóðar.
Ég veit ekki hver hann er eða
hvað hefur vakað fyrir honum.
En gjarnan má af hendingu láta
fylgja hér kafla úr Vefaranum
mikla frá Kasmfr, sem Hallberg
vitnar til í óásjálegu smáriti,
sem fyrir nokkrum árum var
selt á bókamarkaðinum fyrir 21
krónu og 50 aúra.
,,Allt blekkíng! Skáldin hafa
aldrei borið byröar lýðsins. Þeir
eru hatursmenn lýðsins. Þeir
eru ógnendur lýðsins. Þeir eru
skækjur lýðsins. Þeir æpa að
lýðnum. Þeir hrækja á lýöinn.
Þeir smjaðra fyrir lýðnum og
ljúga. Þeir klæða sig helgillnum
framan i lýðnum eins og seið-
skrattar. Þeirskrækja framan i
hann eins og kona með jóðsótt.
Þeir gleypa eld, steypa sér koll-
hnis og fara gegnum sjálfa sig
framan I lúðnum, — alt I voninni
um að geta lagt hann undir sig,
geta troðið sér upp i æðstu sæt-
in, svo drottningarnar smyrji
fætur þeirra með balsami og
þerri með hári sinu. Takmark
þeirra er eins og rómversku
keisaranna að láta taka sig i
guðatölu I lifenda lifi.”
„Sennilega hefur
maðurinn aldrei átt
aðeins einnsannleika,
þótt hann léti þann-
3
Halldór cr mikill náttúruskoðari. Þessa mynd tók Loftur Asgeirsson
af skáidinu og eiginkonu hans, Auði Sveinsdóttur við Gljúfrastein
fyrir fáum vikum.
Halldór Guðjónsson, þriggja
ára. ...og löngu siðar með dóttur sinni Guðnýju.
Við matborðið i Gljúfrasteini.