Tíminn - 13.07.1968, Síða 8

Tíminn - 13.07.1968, Síða 8
í DAG munu um 3000 ein- staklingar láta lífið í Biafra. Svo mun einnig verða á hverj um degi næstu mánuði, ef hjálp berst ekki til þeirra, sem líða af næringarskorti og hungri þar. í þessum sumarmánuði, júlí mun um ein milljón manna láta lifið af hungri og vannær ingu í Biafra: og svipaður f jöldi mun falla í valinn í ágúst. Hið eina, sem getur komið í veg fyrir eitthvað af þessum hörm ungum — og þó einkum bjarg að öðrum milljónum Biafra- manna, er að vjstir berist til landsins í stórauknum mæli. Út litið í því efni er ekki sem bezt í dag, en á meðan hlaðast vistirnar upp í þeim landssvæð um, sem er á valdi hers sam bandsstjórnar Nígeríu, og á spænsku eyjunni Fernando Poo nok'kuð suðvestur af höfninni Port Harcourt — sem áður var í Biafra, en nú er undir stjórn sambandshersins. Jafnframt hrynur fólk niður úr hungri á þeim svæðum Biafra-ríkisins, sem sambands- herinn hefur náð á sitt vald, og virðast nauðsynlegar vistir ekki ná til þessa fólks heldur. ÞANNIG ER KOMIÐ fyrir Nigeríu, „Risa Afríku“, sem hlaut sjálfstæði árið 1960, og var talin fyrirmyndarríki, er vera skyldi fordæmi fyrir aðrar Afríkuþjóðir um jafnvægi og framfarir. Þessi draumsýn varð að engu í stjórnarbyltingunum árið 1966, einkum þó £ þeirri síðari, sem varð í júlí það ár og sem leiddi til fjöldamorða á fólki af einum þjóðflokki landsins, Ibó, sem voru athafnasamastir og bezt menntaðir af öllum íbú- um í Nígeríu, og höfðust eink um við í austurfylki sambands ríkisins sem þá skiptist í 4 fylki. Enda voru það herforingj ar og stuðningsmenn þeirra frá norðurfylkinu og vesturfylkinu sem gerðu þessa byltingu. Á þeim ógnartíma, er fylgdi í kjölfar stjórnarbyltingarinnar, voru um 30.000 fbóar drepnir, ótaldar þúsundir þeirra hlutu hin hryllilegustu örkuml og um tvær milljónir flúðu til austurfylkisins, aðal aðseturs Ibóanna. Yakuba Gowon varð leiðtogi herforingjastjórnar í Nígeríu eftir þessa stjórnarbyltingu, en sá maðurinn, sem nú er helzti andstæðingur hans — Odeme gwu Ojukwu, hafði verið skip aður fylkisstjóri í austurfylki Nígeríu áður en stjórnaihylting in var gerð. Ógnir þær, er gengu yfir Ibóa víða um Nígeríu, gat | Ojukwu auðvitað ekki látið þegj andi fram hjá sér fara. Þær j urðu sá ásteitingarsteinn, er að j lokum leiddi til borgarastyrj aldarinnar. Ojukwu lét Gowon og aðraj ráðamenn í Lagos vita, að hann | gæti því aðeins tryggt áfram-j haldandi þátttöku Ibóa í Nígeri íu-sambandinu, að öryggi þeirra: yrði tryggt um allt landið. Ibó- ar höfðu reyndar litla trú á, að svo yrði: þeir töldu jafnvel,; að ráðamenn í Lagos hefðuj ekkert reynt til þess að draga' úr fjöldamorðunum, og því ’ væri ekkert liklegra en slíkt: gæti gerzt aftur. En bæði Ojukwu og Gowon j voru A þessum tíma, í lok Lítil Ibó-stúlka á sjúkrahúsi í Biafra að dauða komin vegna skorts á eggjahvítuefni. Á hinni myndinni sést með barni sínu; það var heppið og fékk einn bolla af mjólk. Einungis þriðj- ungur barnanna í þorpiu, þar sem þau búa, fegu mjólburdropa. ins ‘66 sammála um að varð- veita bæri einingu Nígeriu, en þeir voru ekki sammála um hvernig bezt væri hægt að ná þessu takmarki. Ojukwu vildi, að Nígería yrði samband fjögurra mjög sjálfstæðra fylkja, en Gowon kom með gagntillögu um, að fylkjum landsins yrði skipt upp í 12 fylki, og þannig, að hans áliti, dregið úr hættunni á heildaryfirráðum eins þjóð- flokks. EKKERT SAMKOMULAG náðist, og í lok maí-mánaðar 1967 ákváðu Ibóar að segja sig úr lögum við sambandsstjórn ina og stofna lýðveldi. Þetta var gert 30. maí 1967, þegar Ojukwu tilkynnti að lýðveldið Biafra hefði verið stofnað. Sambandsstjórnin svaraði sem kunnugt er með hervaldi. Hlún taldi einingu Nígeríu skiptá öllu máli, og að ekkert fylki gæti sagt sig úr lögum við Nígeríusambandið. Ojukwu og hans menn væru því uppreisn armenn og glæpamenn. Hóf sambandsher Nígeríu innrás í Biafra. Ibóum gekk ágætlega framan af í styrjöldinni, þótt mikill væri liðsmunurinn. En er líða tók á styrjöldina, og þá eink um á þessu ári, tók að halla undan fyrir þeim. Þeir misstu höfuðlborg sína, Enugu, í hend ur sambandshermanna, og brátt fór eins fyrir öðrum stærri borgum Biafra: þær féllu mannlausar í hendur sam bandshermanna. Þeir Ibóar, sem ekki höfðu fallið í bardög unum, flúðu inn á miðhálend ið í Biafra af ótta við fjölda morð af hálfu sambandshersins. Síðasta stórborgin, sem sam bandsherinn náði á sitt vald, var Port Harcourt, hin mikla hafnarborg. Þar höfðu nokkur hundruð þúsund manna búið, hún var mannlaus að heita þeg ar sambandsherinn náði henni á sitt vald. í DAiG ER SVO komið að eft irlifandi Ibóar dvelja á miðhá lendinu, hinu eina, sem eftir er af Biafra. Svæði þetta er aðeins % hluti þess landssvæð is, er tilheyrði Biafra er það Þar komið til v.ar stofnað. Það er raunar líkt litlum ferhyrningi: Engin út- lína hans er meira en 70 kfló metrar á lengd. Á þessu svæði er talið að séu um a.m.k. 5 milljón flóttamenn, þar af eru aðeins um 600.000 í eins konar flóttamannabúðum. Á öllu Biafra-svæðinu, þ. e. bæði þeim hluta er Ibóar halda enn, og eins á þeim svæðum, sem eru á valdi sambandshersins er talið að um 14.500.000 menn haldi sig, og að af þeim muni um 11 milljónir þurfa hjálpar þeg ar í stað. Enginn veit að sjálfsögðu með vissu hversu mikið af fólki er samankomið á því svæði, sem eftir er af Biafra: menn hafa annað að gera en að telaj. Aft ur á móti er áætlað, að 6—7 milljónir Ibóa haldist þar Við sem stendur. Af þessum fjölda er áætlað, að um 5 milljónir séu flóttamenn, eins og áður segir, og að flestir þarfnist hjálp ar þegar í stað. 40 TONN VISTA berast uú á hverjum sólarhring til Bi- afra, Eru þær fluttar með tveimur Constellation-flugvél- um frá Fernando Poo til flug vallar í Biafra — staðsetning hans er hernaðarleyndarmál — að næturlagi. En þetta er smá ræði. Sérfræðingar telja, að til Biafra þurfi að flytja daglega a. m. k. 200 tonn af vistum, ef bjarga á mestum hluta íbúanna Jafnframt telja sérfræðingar, að til þess að bjarga fólkinu á hinu upphaflega Biafra- svæði, þurfi hvorki meira né minna en 1100 tonn af matvæl um daglega. Safnanir fara nú fram víða um heim til aðstoðar hungruð um og vannærðum í Biafra, og ríkisstjórnir ýmissa landa hafa heitið fjárstuðningi. Talið er að í dag séu um 1700 tonn af þurrmjólk og skreið í Fern- ando Poo. f Nígeríu sjálfri er einnig komið nokkurt magn af matvælum og öðrum vistum. VANDAMÁLIÐ ER nú fyrst og fremst að koma þessu til fólksins, sem er að hrynja nið ur úr hungri. Miðað við nú- verandi flutningagetu til Bf afra, myndi það taka sex vikur að flytja þau matvæli, sem nú eru í Fernando Poo, til hinna hungruðu. Biafra liggur hvergi að hafi lengur. Sú höfn, sem næst er Biafra, er Port Harcourt. Ekki er hægt að flytja vistimar þang að, því hafnarmynnið og fjörð urinn er fullur af sprengjum og öðrum torfærum. Þess vegna hefur miklum hluta vistanna verið komið fyrir á eyjunni Fernando Poo rétt utan við Nxgeríu, en hún er spænsk. Ojukwu, leiðtogi Bi- afra, segir einu réttu leiðina tH vistaflutninganna, að flytja þær loftleiðis frá eiyjunni tii Biafra. Þetta vill sambandsstjórnin í Lagos, íhöfuðfborg Nígeríu, ekki leyfa, og hefur hótað að skjlóta niður alLar flugvélar, sem fari yifir íofthelgi Nígeriu án ieyfis. Þær twær flugvélar, sem flutt hafa vistir að næturlagi, hafa gert það í algjöru óleyfi sam | bandsstjórnarinnar. En sérfræðingar benda á, að ef mynda ætti ioftlbrú milli Fernando Poo og Biafra, þyrfti — auk samiþýkkis Lagosstjórn ar — fjölda flugvéla og nýjan flugvöll í Biafra. Er taliö, áð með slí'kum, ráðstöfunum væri hægt að koma í veg fyrir imiilj ónadauða af völdum hjmgurs og vannnæringar. Framhald á bls. 15. v. Yakubu Gowon, hershöfðingi, æðsti maður í herforingiastjórn Sambandsrfkisins Nigeríu, en t. h. Odumegwu-Ojukwu, leiðtogi Biafra-manna. ÍMinna kortið hér að ofan sýnir Afríku. Dökki reiturinn er Nígería, en hvítur dep- sýnir Biafra. Fluglínan sýnir hvernig vopnum og vistum hefur verið Biafra frá Portugal um Bissau f Portúgölsku Guineu. Stærra kortið sýnir síðan Biafra og nánasta umhverfi, en skástrikuðu svæðin eru nú á valdi hers . .Sambandsstjórnar Nígeriu. Er hvita svæðið það, er Biaframenn hafa enn á valdi sínu TÍMINN LAUGARDAGUR 13. JuB 1968 DAGLEGA DEYJA UM 3000 í BIAFRA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.