Tíminn - 13.07.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.07.1968, Blaðsíða 3
LAtTGAKDACÆíK 13. Jú!í 1968 TIMINN iSKaK-',. w t. ' Námsstyrkur borgar- stjórnarinnar í Kiel. Borgiarstjórnin í Kiel mun veLta íslenzkum stúdent styrk til némsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur. Styrkurinn nemur DM 350,- á mánuði í 10 mánuði til dval ar í Kiel frá 1. okt. 1968 til 31. júlií 1969, auk þess sem kennslugijöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt al'lir stúdentar, sem hafa stund að háskólanám í a.m.k. þrjú misseri í guðfræði, lögfræði, hagfræði, læknisfræði, málvís indum, náttúruvísindum, heim speki, sagnfræði og landfoún- aðarvísindum. Ef styrk'hafi óskar eftir því, verður honum komið fyrir í stúdentagarði, þar sem fæði og húsnæði kostar um DM- 250,— á mánuði. Styrkhafi skal vera komin.n til háskólans eigi síðar en 15. okt. 1968 ti.1 undirbúnings undir námið, en kennsla hefst ** 1. nóvemfoer. Umsækjendur verða að hafa nægilega kunnáttu í þýzku. Umsóknir um styrk þennan skal senda skrifstofu Háskóla íslands eigi síðar en 1. ágúst n. k. Umsóknum skulu fylgj a vottorð a.m.k. tveggja manna um námsástundun og nárnsár- angur og a.m.k. eins manns sem er persónulega kunnugur umsækjanda. Umsóknir og vottorð sfculu vera á þýzku. Byggingartækniráð endurreist. Á árunum 1957—1961 starf aði á vegum Iðnaðarmála- stofnunar Íslands (IMSÍ) fastanefnd, sem bar heitið Byggingartækniráð IMSÍ. Ann aðist ráðið undirbúning og umsjón með stöðlun í bygging ariðnaðinum á. vegum stofnun arinmar. Á miðju sumri 1961 hófu verkfræðingar verkfall og hvarf þáverandi stöðlunar verkfræðingur stofnunarinnar úr þjónustu hennar og starf semi ráðsins lagðist þar með niður- í apríl siðastliðnum var^ ráð inn verkfræðingur að IMSÍ, og skal hann vinna sérstaklega að setningu íslenzkra staðla og stuðla að notkun þeirra. Af því tilefni ákvað stjórn Iðnaðarmálastofnunarinnar að endurreisa 'Byggingartækniráð og skal verksvið þess vera, að: a) Fjalla um val verkefna, m. a. með hliðsjón af erlend um stöðlum. b) Gera tilliögur um val full trúa í stöðlunarnefndir. c. Samræma störf stöðlunar nefnda og endurs'koða staðla frumvörp. Eftirtaldir aðilar eiga sæti í ráðinu: Arkitektafélag íslands: Ólafur Sigurðsson, arkitekt Húsnæðismálastofnun Rikis 0 ins: Hal'ldór Halldórsson fram,- kvstj. Landsamb. iðnaðarmanna: Tómas Vigfússon, húsasm.m. Ranns'óknarstofnun byggingar iðnaðarins: Haraldur Ásgeirsson, for- stjóri Verkfræðingafél. íslands: Helgi H. Árnason, verkfr. Iðnaðarmálasofun íslands: Hörður Jónsson verkfr. Ráðið kaus sér formann Harald Ásgeirsson, forstjóra Rann'sóknarstofnunar bygging ariðnaðarins. Hyggst það hefj ast handa þar sem frá var horfið 1961, en fyrsti fundur þess var haldinn 16. júní s. 1. í undirbúningi eru nú m. a. frumvörp að stöðlum um mát kerfi, og verið er að undir búa fleiri verkefni. (Fréttatilfcynning frá Iðnaðar málastofnun íslands) 8. norræni fundurinn um öryggi við vinnu. Dagana 27. — 29. júní var 8. noræni furidurinn um öryggi við vinnu haldinn að Hótel Doftleiðum í Reykjavífc, en fundir þessir eru haldnir þriðja hvert ár til skiptis í Norðurlöndunum fimm og standa frjáls samtök vinnu- veitenda, verkamanna, verk- stjóra og slysatrygg.jenda að þeim. Var 7. fundurinn hald- inn í Leo.pol.ampi við Hels- ingfors vorið 1965 og sóttu hann tveir fulltrúar frá ís- landi. Undirbúning að fifndinum hér annaðist samstarfsnefnd skipuð fulltrúum frá eftirtöld um aðilum í Vinnuveitenda- samibandi íslands, Félagi ís- lenzkra iðnrekenda, Alþýðu- sambandi íslands, Verkstjóra sambandi íelands og Sam- bandi íslenzkra slysatryggj enda. Á fundinum voru eftirtalin mál rœdd og varða þau öll öryggi við vinnu: Samstarf öryggiseftirlita á Norðurlöndum og á alþjóðavett vangi. Frjáls samvinna um öryggi við vinnu á Norðurlöndum. Starfsaðferðir við nútíma heilsugæzlu í atvinnurekstri. Skipti á hugmyndum, áróð- ursefni og samvinna um fræðslu varðandi öryggi við vinnu. Ta'kmarkagildi heiilsuspill- andi efna á vinnustöðum. Mifclar umræður urðu á fundinum, sem gáfu góða mynd af afstöðu landanna og hvar þau eru á vagi stödd í málum þeim, serii um var rætt, en engar ályktanir gerð ar, enda tilgangur funda þess ara fyrst og fremst gagn- kvæm . fræðsla. Almennt voru rnenn mjög ánægðir með ár- angur fundarins. Auk ful'lrúa frá öllúm fram angreindum félagissamtökum sóttu fundinn forstjórar aHra öryggiseftirlita Norðurland- anma, Mltrúar frá Slysavarnr fólagi íslands og Borgarlækn inum í Reykjavik. AHs sátu fundinn 29 erlend ir fulltrúar og 19 íslenzkir. Styrkir úr Thor Thors- sjóði. Aðalfundur íslenzk- amer- íska félagsins var haldinn 29. Framhald a bls 14 Sé5 yfir hluta orlofsheimilanna £ Fnjóskadal. Nýja brúin yfir Fnjóská í baksýn. (Tímamynd: ED), ORLOFSHEIMILI A ILLUGASTÖDUM S. 1. mánudag var fréttamönnum boðið að sjá orlofsheimili verka- lýðsfélaganan á Illugastöðum í Fnjóskadal, sem nú er verið að taka í notkun íhvert af öðru. Þegar er flutt í þrjú húsanna, þau fyrstu, en um næstu helgi verð- ur flutt í þau öll, sem ýmist eru tilfoúin eða verið að leggja si'ð- ustu hönd að, alls 10 að tölu. En þess utan eru fimm í smíðum og koma þau í gagnið síðar á sumrinu. Björn Jónsson alþingismaður skýrði þessa framkvæmd. Sagði hann, að um nokkurt skeið hefði orlofsheimilin verið á dagskrá hjá Alþýðusambandi Nor'ðurlands og verkalýðsfélögunum. Að ráði hefði orðið að kaupa jörðina Illugastaði i Fnjóskadal og byggja orlofsheim ili þar. Fyrir rúmu ári hófst svo undirbúningsvinna á staðnum. Al- þýðusamband Norðurlands stend-* 1 ur fyrir framkvæmdunum og kost ar þann hlutann, sem sameiginleg ur er, svo sem rafmagn, vatns- og skólpleiðslur, vegi, snyrtingu utanhúss o. s. frv. Hin einstöku verkalý'ðsfélög kaupia síðan húsin, sem öll eru eins. Og Alþýðusam- bandið á jörðina, sem er landrúm, á t. d. þriggja km. breiða spildu, allt frá Fnjóská og upp á miðja Vaðlaheiði. Lán úr Atvinnuleysistrygginga- sjióði gerði framkvæmd mögulega og verkalýðsfélögin leggja fram fjármagn í sína orlofsheimilasjóði, sem nú kemur sér vel. Eigendur hinna 15 húsa, sem ýmist eru tilbúin til notkunar eða i smiðum eru: Eining Ak. 3 hús, Iðja, félag verksmiðjufólks Ak. 1 hús, Vaka á Siglufirði 1 hús, Hið íslenzka prentarafélag 1 hús, Fram og Aldan á Sauðárkróki eiga 1 hús og eitt hús eiga ennfremur Sjómannafélag Akureyrar. Málm- og skipasmíðasamibandið, Járniðn aðarmannafélag Reykjavíkur, Fé- lag íslenzkra rafvirkja, Dagsbrún, Félag íslenzkra kjötiðnaðarmanna og mjólkuriðnaðarmanna sameig inlega, Verkalýðsfélag Húsavíkur, Aliþýðusamband Nor'ðurlands. Tréverk á Dalvík, hlutafélag, sem átti læssta tilboð, þegar hús in voru boðin út, smíðar þessi hús. Byggingameistarar eru Sveinn Jónsson, Dalvík og eru húsin að mestu smíðuð á verksætði en síðan flutt á byggingarstað. Ein- ir h. f. á Akureyri smíðaði hús gögn. Húsin eru að grunnfleti 58 fer metrar. í því eru þrjú svefnher- bergi, eldhús, dagstofa og snyrt- ing, ennfremur rúmgóð verönd. Þeir, sem taka húsin á leigu til dvalar, vi'ku í senn, grciffa 1200 króná gjald. En fjölskyídur jeiga ekki að þurfa að flytja ann- að með sér til þeirrar dvalar en matvæ'li, jiafnvel uppbúin rúmin bíða, eldavél og ísskápur, hvað þá heldur meira. Orlofsheimilin á Illugastöðum eru 13 km. frá Skógum. Vegur um dalinn er góður og flj'ótfarinn. Starfsfólk við orlofsheimilin nota íbúðarhús jarðarinnar, því hvorki er 'þar bóndi né bú. Gegnt niugastöðum blasir Þórð : arsta'ðaskógur við og nýlega byggð J brú er þar yfir Fnjóská. Leikvell I ir verða gerðir á sléttum árbökkun um. En heima verður komið upp aðstöðu fyrir yngstu börnin. Á- formað er áð byiggja sundlaug og sérstakt hús til sampiginlegra nota. j Sérstakt eigendafélag sér um j rekstur húsanna og kaus það sér jþessa menn til að annast hann 'fyrir sína hönd: Rósberg G. Snæ- j'dal, Jón Ingimarsson og Björn Þorkelsson. Eftirlitsmaður á staðn ! um er Rósberg G. Snæd'al. Þorvaldur Kristmundsson arki- tekt teiknaði hús og húsgögn, Jón Rögnvaldsson skipuleggur lóðir og Baldur Jónsson í Fjósatungu hef ureftirlit með ýmsum verklegum framkvæmdum utanhúss. Atlantica og lceland ^eview Nýtt hefti er komið út Nýtt hefti Atlantica & ICE- LAND REVIEW er komið í bóka búðir. Er það fjölbreytt að efni og prýtt mörgum myndum í lit- um og svart/hvítu að vanda. Grein er um Ásgeir Ásgeirsson og 16 ár hans á forsetastóli — og grein um Þjóðminjasafnið, sem ný kjörinn forseti, Dr. Kristján Eld- járn skrifar. Ennfremur eru marg ar myndir úr safninu, sem Kristján Magnússon og Gísli Gestsson tóku. Þá er grein um nýja þjóðgarð- l inn, Skaftafell í Öræfum, sem dr. : Sigurður Þórarinsson skrifar — ; og fylgja henni m. a. litmyndir ; eftir Gunnar Hannesson. Fimm j menn skrifa hugleiðingar um ís- j lad, tilfinningar sínar gagnvart ladninu og viðmót þess — og koma þar ýmis sjónarmið fram, sem fróðlegt er að kynnast — bæði fyrir íslendinga sem úfclendinga. Greinarhöfundar eru Indriði G. , Þorsteinsson, rithöfundur, Guð- | mundur Daníelsson, ribhöfundur, Joseph Haiggerty, blaðamaður í | New York, Jón Baldvin Hanni- I balsson, hagfræðingur, Jökull Jak i obsson, rithöfundur og Magnús Magnússon, ritstijóri í Bretlandi. j í þetta hefti skrifar Benedikt ! Gröndal, ritstjóri, ennfremur um j stefnu íslands í utanríkismálum. Gisli J. Ástþórsson skrifar hug- leiðingar um vorið á íslandi — greinar eru um starfsemi Sölu miðstöðvarinnar í Londón, þróun símamála á íslandi, ferðalög ís- lendinga til útlanda, sölu íslenzks lan^bakjöts í Bretlandi o. fl. Auk almennra frétta, bókaþáttar, frétta frá sjávarútvegi og fróðleiksmola fyrir ferðamenn má nefna nýjan fróUaþátt ritsins um efnahagsmál á íslandi og er hann að þessu sinni skrifaður at Jónasi Kristjáns- syni, ritstjóra. Kápumynd er sam ansett úr litmyndum frá Krýsu- vik, sem teknar voru af Freddy Laustsen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.