Tíminn - 13.07.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.07.1968, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 13. júlí 1968 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastióri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Lndriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Askriftargjald kr. 120.00 á mán tnnanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Á fjarlægum miðum Síldarflotinn okkar er nú kominn á síldarmiðin lengst norður í hafi, margra sólarhringa siglingu frá heima- höfnum. Þjóðin á mikið undir árangri af þessari löngu sókn, og góðar óskir fylgja síldveiðisjómönnunum um góða veiði og fararheill öll. Jafnframt hlýtur að leita á þá, sem í landi eru, sú spurning, hvort þeir hafi gert skyldu sína í því efni að sjá þessum víkingum okkar fyrir því öryggi, sem unnt er að veita við þessar aðstæð- ur og þeir eiga fyllilega heimtingu á. Að vísu eru skip þeirra flest stór og allgóð, en þó sækja margar hættur að. í fyrra var þessi öryggis- og hjálparþjónusta við síldarflotann svo að segja engin, og að vonum urðu raddir háværar um úrbætur. Stjórnarvöld munu hafa hugað eitthvað að málinu í vetur, en allur er sá við- búnaður enn laus í reipum. Ekkert raunverulegt móð- urskip er enn með flotanum, en talað um fylgd varð- skips. Flutningar síldarinnar af miðunum eru hins vegar betur skipulagðir en áður. í fyrra var enginn læknir með flotanum, og því borið viðj^að hann fengist ekki, enda varla von, þar sem hann fékk enga aðstöðu til starfa. Nú hefur verið auglýst eftir lækni en ekki fyrr en hann ætti að leggja af stað, og er slífct seinlæti furðulegt. Hvernig er radíóþjónustu og hlustvörzlu fyrir komið? Svör við þessum spurningum og mörgum fleiri á þjóðin heimtingu á að fá, ekki sízt fjölskyldur þeirra sjómanna, sem veiðarnar stunda. Þær eiga ekki sikilið að þurfa að búa við ótta um vanrækslu í þessum efnum. Því er ástæða til þess að ítreka það, að sjávarútvegs málaráðuneytið gefi um það glögga skýrslu, hvernig þessari þjónustu verði varið, hvort læknir er fenginn, hver starfsaðstaða hans er og hvernig hlustvörzlunni er dreift. Kjarval og Ásgrímur Kjarvalssýningin í Listamannaskálanum hefur enn verið framlengd nokkra daga, þótt tugþúsundir manna hafa þegar skoðað hana. Þangað streymir þjóðin þessa daga, eða flestir þeir, sem mega og eru nærstaddir, og margir koma aftur og aftur. Allir íslendingar eru boðn- ir, er kjörorð sýningarinnar, en andyirði sýningarskrár rennur til byggingar listasafns — Kjarvalshúss. Þegar hefur veruleg fjárhæð safnazt. Kjarval — landið og þjóðin, það er samstæð þrenning. En við eigum annan málara, sem engu síður hefur leitt þjóðina á vit lands síns í nýrri fegurð. Það er Ás- grímur Jónsson. Hús hans er lítið en jafnan opið, og þangað er jafn straumur fólks, ekki sízt erlendra list- unnenda, sem hingað koma. Það er lítið musteri, sem sálubót er að koma í. En sú spurning hlýtur að skjóta upp kolli, hvort efcki sé tímabært að efna til stórrar Ásgrímssýningar, þar sem valin væru svo sem fimm tugir beztu verka hans, þeirra er tiltæk eru bæði í einka eign og bjóðareign. Líklega eru efcki til húsakynni til slíkrar sýningar, þvi að Listamannaskálinn má heita óhæfur hjallur og verður senn rifinn. En þetta sýnir, að þörfin á stórum og sæmilegum sýningarsal er orðin harla brýn og vafasamt að við megum við því að bíða eftir því, að fullkomið listasafn rísi, en það mál er nú í hörmulegri ládeyðu. ....... Forustugrein úr „The Times", í London: | Meirihluti brezku þjóðarinnar vill skipta um ríkisstjórn Ganga ætti til nýrra kosninga, en úr því verður sennilega ekki, en Verkamannaflokkurinn gæti valið sér formann að nýju. Bæri Wilson hærri hlut við þær kosningar hefði hann styrkt aðstöðu sína mikið. Ilarold Wilson RÍÍK1I9STJ ÓRN Wilsons stendur mjög höllum fæti. Með brottför þeirra Browns og Gunters hefir hún verið svipt þeim tveimur ráðherrum sem nutu að heita má óskiptr- ar samúðar eða hylli verkalýðs hreyfingarinnar. Þegar sterkir menn hverfa á brott úr ríkisstjórninni eru settir í þeirra stað liðléttingar, sem eru trúir Wilson forsætis- ráðherra. Menn eins og Shore, Thomas og Mason eiga að heita má engin ítök í þjóðinni. Efnahagsástandið er ákaflega erfitt og þær vonir, sem voru í fyrstu tengdar við gengisfell- inguna hafa að mestu brugðizt Getur nokkur trúað, að jafn veik ríkisstjórn ráði við þann vanda, sem við er að glíma, þegar allt er í pottinn búið eins og raun ber vitni? ÞEGAR svipazt er um eftir hugsanlegum úrræðum virðist hvað ósennilegast að gripið vepði til þeirra, sem sýnast hvað æskilegust. Ganga ætti til al- mennra kosninga. Þær veittu þeim flokki vald, sem sigur bæri af hólmi, eins og raunin varð í Prakklandi. Eitt af því, sem gerir ríkis- .stjórnina hvað vanmáttugasta, ér að hún telur sig koma fram fyrir hönd þjóðarinnar, enda þótt að tveir þriðju hlutar hennar vilji umfram allt skipta um stjórn. Ákvörðun um nýjar kosningar hvílir í höndum Wilsons, en frá hans sjónarhóli séð. hlytu þær að leiða til ófarnaðar. Kosningar leiddu eflaust til ósigurs fyrir flokk Wilsons og bindu endi á stjórnmálaferil hans sjálfs. Samsteyipustjórn er þáð úr ræði, sem næst kemur í hug- ann. En þvi nánar, sem þáð úrræði er athugað, þess erfið- ara er að koma auga á, hvern- ig koma eigi því í kring og hvaða stefnu væri unnt að sameinast um. Wilson eða Heath gætu hvorugir orðið leiðtogar í samsteypustjórn, en Heath hlyti að gegna ráð- herraembætti. Hugsanleg væri samsteypustjórn undir forystu Stewarts, Grimonds eða Sir Alec Douglas-Home, en til þess að unnt væri að koma henni á, yrði forsætisráð herrann að segja af sér, en ó- líklegt er að hann geri það. ÞRIÐJI möguleikinn er, að verkamannaflokkurinn hafni Wilson og velji sér nýjan leið- toga. Ekki er unnt að koma auga á auðvelda leið til að koma því í kring, og auk þess er þannig ástatt, að nýr leið- togi gæti sem bezt komizt að raun um, eftii að búið væri að mynda nýja ríkisstjórn, að hún væri alveg eins veik og sundurleit og ríkisstjórn Wil- sons. Eins og málin horfa við blas ir ekki við nein greið leið til þess að gera hvort tveggja í senn, að breyta í samræmi við veruleikann í stjórnmálunum og sjá hagsmunum þjóðarinn- ar borgið. Afsögn er andstæð Wilson, hversu réttlát, sem hún kann að vera. Hvorki verð ur séð, að kostir hans né gall- ar séu líklegir til að beina honum inn á þá braut. Hann ,er of hugrakkur til þess að segja af sér af ótta og of sér- góður til þess að segja af sér af ósérplægni. Þýðir þetta þá, að ekkert sé hægt að hafast að? Er ekki einu sinni unnt að benda á neina líklega leið? Ef svo er, þá er ástandið ærið skugga- legt. Þá getum við ekki gert okkur vonir um annað en að Wilson haldi áfram sína leið, ráðvilltur og hikandi, unz skoll in er á kreppa, sem betri mað- ur og sterkari stjórn ætti er- fitt með að ráða við. ÞEGAR svo væri komið hlyti kjörorðið að verða. „Spennið öryggisbeltin, við er um í þann veginn að nauð- lenda“ En til er þó eitt ráð, sem unnt væri að grípa til. Það felur að vísu í sér áhættu fyrir i'orsætisráðherrann, en ef til vill minni áhættu en hitt, að halda áfram eins og nú horfir Það er einn annmarkinn við ríkjandi ástand að búið er að grafa undan lýðræðislegu valdi ríkisstiórnarinnar. Hún er enn óumdeilanlega lögleg stjórn samkvæmt stjórnarskrá og Wilson réttkjörinn leiðtogi flokksins samkvæmt stjórnlög- um. En fullvíst má telja. að ríkisstjórnin gæti ekki fengið meirihluta í almennum kosn- ingum og ærið vafasamt er. að Wilson hlyti stuðning meiri- hluta þingmanna Verkamanna flokksins. Wilson tekur aldrei þá á- hættu að leita til þjóðarinnar. En honum kynni að verða mik ið ágengt í þá átt að treysta aðstöðu sína ef hann væri reiðubúinn að gefa Verka- mannaflokknum tækifæri til að velja sér formann að nýju og keppa þar við aðra leið- toga, sem gefa kynnu kost á sér. ÞETTA gerðist af sjálfu sér ef Verkamannaflokkurinn væri í stjórnarandstöðu. Verka mannaflokkurinn kýs sér for- mann árlega þegar hann er í stjórnarandstöðu, og einu sinni gaf Wilson kost á sér gegn Gaitskell. sem þá var for maður Ef Wilson segir af sér sem foi-maður Verkamannaflokks- íns meðao hann enn gegnir störfum sem t'orsætisráðherra, oig gefur jafnframt kost á sér til endurkjörs, hlýtur að sjást svart á hvítu hvort þingflokk- ur Verkamannaflokksins styð- ur hann eða ekki Þeir ráðherr ar, sem gagnrýna gerðir Wil- sons, yrðu bá að gera upp við sig, hvort þeii eigi að bjóða sig fram gegn honum eða við- urkenna forustu hans sem stað festan vilja bingflokksins. Það liggur i augum uppi, að þetta hefði ' för með sér á hættu De Gaulle hershöfðingi hefur borið sigur ör býtum við svipaðar aðstæður og það gerði Nasser Egyptalandsfor seti einnig, bó með öðruro hætti væri. Framhald á 12. síðu. - B iShoa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.