Tíminn - 13.07.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.07.1968, Blaðsíða 16
ALTARIS- KROSS í HALLGRÍMS- KIRKJU FULLFERMDUR 143. tbl. — Laugardagur 13. júlí 1968 — 52. árg. Sé3 yfir útisvæði Landbúnaðarsýningar '68 í Laugardal. Þetta er stærsta sýning sem hér hefur veriS haldin, en á myndinni er verið afí vinna að götulagningu. (Tímamynd: GE). Landbúnaðarsýningin '68: Skemmur yfir bú Hallgrímskirkju í Reykjavík var í dag færður fork^unnar fag ur silfurkross (altariskross) 'til minningar um frú Guðrúnu Stef- ánsdófctur, konu Jónasar Jónsson ar frá Hriflu. Krossinn er gjöf til kirkjunnar frá Jónasi, fjölskyldu hans og vinum. Leifur Kalddal gullsmiður teikn aði og gjörði krossinn, sem er úr sterling silfri, 45 cm hár, auk plötu úr síípuðum grásteini, sem er 6 cm. þykk. Sjálfur er kross inn einfaldur, e,n hann stendui' á haglega gerðum stuðlabergs- sökkili einnig úr — silfri — sem minnir mjög á hyggingar- stíl Hallgríimskirkju. Framhald á bls. 15. féð fara að rísa IGÞ-Reykjavík, föstudag. Nú er tæpur mánuður þangað til Laudbúuaðarsýningin ‘68 opn ar í Laugardalnum. Undirbúiiingur er í fullum gangi, en stóru skemm urnar tvær, sem á að nola yfir bross, kýr og sauðfé, verða sóttar í fyrramálið, en livrjað verður að reisa þær á mánudaginn. Þá er stöðugt verið að vinna að lagfa'r ingu útisvæðisins, svo sem við lagningu gatna, tyrfingu og fleira en við það vinnur tíu manna flokk ur undir stjórn Aðalsteins Þor- geirssonar á Korpúlfsstöðum. Sölufélag garðyrkjumanna verð ur með gróðurhús á svæðinu, þrjú hundruð og fimmtíu fer- metra að stærð, og mun verða byrjað að reisa það einhverja næstu daga. Þá ætlar Vélsmiðjan Iféðinn að reisa stálgrindahús á svæðinu, sem er algjörlega inn- lend smíð. í viðbót koma svo skrúðgarður, sem skrúðgarðaverk takar sjá um, reitur með sjö metra háum lerkitrjám, sem Framhala á bis. 15 HAFORNINN Vestur-íslendingarnir sem hér eru í heimsókn hafa ferðast nokkuð um landiS og í vikunni komu þeir viS f hvalstöSinni í Hvalfirði. Var ekkl laust vlS aS þeir væru svolítiS stoltir af ætterni sínu er þeir sáu aS ekki er allt stærst í Amerjku. Svona skepnur hafa þeir aldrei séS skornar þar. (Tímamynd: GE) 150 Vestur-islendingar koma hingað í sumar EKH-Reykjavík, föstudag. Hér á landi er nú staddur 130 manna hópur Vestur-fslendinga. Hefur hópurinn dvalizt hér síðan í byrjun júlí og lýkur dvöl hans á íslandi ekki fyrr en í lok mán aðarins. Iiópurinn ferðast nú til Norðurlands, og er um þessar mundir á Akureyri. Seinna í mán uðinum eru ráðgerðar ferðir með Vestur-íslendingana á Snæfells- nes og austur að Klaustri. Alls má búast við að um 140—150 Vestur- íslendingar leggi leið sína til ís- lands í sumar. Hópferð hinna 130 Vestur-ís- lendinga er farin á vegum Þjóð ræknisfélags fslendinga í Vestur- heimi. Flesfcir eru þátttakendur í ferðinni frá Winnipeg, og fylkj unum í Vestur-Kanada. Eins og áður segir dvelur hópurinn mán aðartíma á íslandi og fer víða um. Aðalhópferðin er til Akureyr ar og stendur hún nú yfir en henni lýkur í Reykjavík að kvöldi 15. þ. m. Eftir það verða Vestur ís- lendingarnir mjög dreifðir og ferðast um upp á eigin spýtur, en þó eru ráðgerðar tvær hópferðir seinna í mánuðinum, önnur á Snæ fellsnes, en hin austur að Klaustri. Þjóðræknisfélag íslands hefur þegar haft boð inni fyrir Vestur- íslendingana að Hótel Sögu og var það fjölmcnnt og vel heppn að samkvæmi. Með í förinni er forseti Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi, Philip M. Pétursson, þingmaður í Manitoba fylki. í boði Þjóðræknisfélagsins í Reykjavík og með tilstyrk Ilún vetninga- og Snæfellingafélaganna í Reykjavík eru einnig með í þessari för hjónin Ilólmfríður og Hjálmar og Erlendur Daníelsson. Hjónin eru ættuð af Snæfellsnesi og úr Húnavatnssýslu, en Hjálm ar, sem hafði blaðamennsku að ævistarfi, stofnaði á sínum tíma blaðið Icelandic Cnnadian Hólm- fríður var aftur á móti þekkt leikkona vestanhafs. Auk hinna 130 Vestur-íslend- inga, sem hér eru á vegum Þjóð ræknisfélagsins, má gera ráð fyr ir ferðum u.þ.b. 20 annarra Vest ur-íslendinga hingað í sumar. Flest er það fólk sem ferðast hing að á eigin vegum til þess að heilsa upp á æskustöðvarnar og ættingj' ana. Ein undantekning er þó á þessu. I septembermánuði er vænt anleg hingað í boði Þjóðræknisfé- lags Reykjavíkur kunnasti konsert píanóleikari Vestur-íslendinga, fröken Snjólaug Sigurðsson frá Winnipeg. Mun hún leika hér á konsertum einnig mun hún koma fram í sjónvarpi og leika í út- varpið. OÓ-Reykjavík, föstudag. Rúmlega 30 íslenzk skip eru nú á síldveiðum við Bjarnarey. Erfiðlega hefur gengið að fá frétt ir af afla þar sem vegalengdin milli lands og síldarmiðanna er um 700 sjómílur. Þó er. vitað að 12 skip fengu afla síðasta sólarhring. Landa skipin í síldarflutningaskip, og eru þrjú slík á miðunum, auk söltunarskips Valtýs Þorsteinsson ar. Var fyrsta síldin söltuð þar um borð í gær. Voru það 400 tunn ur. Flutningaskipið Haförninn var komið með fullfermi í dag og er sennilega lagt af stað til Siglu- fjarðar, en þar verður síldinni landað á mánudag eða þriðjudag. Þegar er byrjað að lesta Síldina en þriðja síldarflutningaskipið þarna norður frá er Nordgárd og verður ekki byrjað að losa í það fyrr en Síldin er fullfermd, og þegar Nordgárd verður komið með fullfermi má búast við að Haförninn verði kominn á mið in aftur. Síldari’adíóin á Raufarhöfn og Dalatanga tóku til starfa um há- degi í dag. Árni Friðriksson er á leið til Bjarnareyjasvæðisins til að fylgjast með hreyfingum síld arinnar. Leiðangursstjóri er Jakob Jakobsson. Hlj'ómar gagn- rýndir í þættinum „Með á nótunum" í Timanum á morgun (sunnu- dag) er ítarlegt viðtal við Arn- ar Sigurbjörnsson og Jónas Jónsson, Flowers o«g Jóhann Jóhannsson Óðmönnum, þar sem þeir deila hart á Hljóma fyrir að hafa nappað að'al mátt arstoðunum úr þessum tveim hljómsveitum, Shadie Ovens og Gunnari Jökli Bákonarsyni. Þetta er mál sem er efst á baugi hjá unga fólkinu í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.