Tíminn - 13.07.1968, Síða 12
12
ÞJÓÐHÖFÐINGI
Framhaid af bls. 7.
harSlegur, hendurnar þéttar og
unglegar, handtakið fast. Þó að
ég viti, að h’ann er nœstum því
aiveg blindur, verður þess á eng-
an hátt vart. Allt yfirbragðið er
furðulega unglegt og röddin
hljómmikil. Hann vísar mér til
sætis á stól við borðsendann, en
dr. Ráfferty sezt á móti honum.
Hvort tveggja er, að mér hefur
verið sagt, að ég mætti ekki vitna
orðrétt í það, sem okkur færi á
milli og að persónuleiki forsetans
er slíkur, að erfitt er að hugsa
sér að maður fari að spyrja hann
spjörunum úr, svo að hann hlýtur
að ráða umræðuefninu. Spjallar
hann um ýmis efni, létt og ó-
þvingað, segir gamansögur og er
hinn ræðnasti. Ekki kveðst hann
fróður um ísland, en spyr nokk-
uð um stjiórns'kipulag oig at-
vinnuvegi.
Hann víkur að efni, sem mjög
var rætt í írska þinginu, launa-
jafnrétti karla og kvenna og spyr
um álit okkar á því, hvort sann-
gjarnara sé að greiða fólki laun
eftir því hvert starfið sé, eða hafa
hliðsjón af heimilisásfcæðum þess.
Þegar ég minni á, að konur / geti
ekki síður verið fyrirvinna heim-
ilis en karlar, kemur hánn að því,
hve margar ekkjur séu í írlandi.
Vegna lélegs fjarhags giftast karl
menn þar seint og sér yngri kon-
um, sem síðan sitja eftir með ung
börn á framfæri þegar fyrirvinn-
an fellur frá. Hann ræðir um sitt-
hvað er snertir fjölskylduvanda-
mál, hve hjónaskilnaðir séú mik-
ið böl þegar börn séu á heimili
og að þörf væri á, að hjón hlust-
uðu með meiri athygli á hverjar
skyldur hjónavígslusáttmálinn
leggur þeim á herðar. Hann vík-
ur að því hve gagnkvæm tillits-
semi sé nauðsynleg í allri sam-
búð manna, ekki eihasta hjóna-
bandi.
Hann vék aftur að atvinnuveg-
um landa okkar og kvaðst harma
það hve fólkið flykktist úr sveit-
inni í þéttbýlið. Væri hann sjálf-
ur uppalinn í sveit og væri enn
sveitamaður, þótt hann væri bú-
inn að eyða 70 árum ævi sinnar
í höfuðborginni. í sveitalífi fengju
menn kjölfestu, sem öllum væn
hollt veganesti.
Þegar tuttugu mínútur voru
liðnar, sagði hann ljúfmannlega,
að ég myndi hafa margt að skoða
í Dublin og hann mætti ekki tefja
mig lengur. Síðan kvaddi hann
okkur alúðlega og um leið og
hann fylgdi okkur til dyra, spurði
hann dr. Rafferty á irsku um
sameiningu tveggja háskóla, sem
verið var að framkvæma.
Þar með var heimsókninni lok-
ið.
í bók um de Valera las ég, að
menn minntust þess aðeins einu
sinni að hafa séð hann yfirbug-
ast svo af harmi, að hann gat
ekki harkað af sér. Það var við
útför sonar hians, sem lézt ungur
vegna byltu atf heáfchaki. Það var
mál manna, að þrátt fyrir enda-
lausan eril allt sitt líf væri for-
setinn tengdur fjöiskyldu sinni
sterkum tilfinningaböndum. Ein
dóttir hans er háskólakennari í
Galway, þar sem við dvöldum í
viku og nutum gestrisni fyrrver-
andi netnanda við Háskóla íslands
núverandi háskólakennara Gerold
MacEoin og Guðrúnar konu hans.
Forsetafrúin er kunnur rithöf-
unaur .Hefur hún einkum skrifað
barnabækur, safnað og endursam-
ið þjóðsögur og kvæði. Hún kem-
ur nær. aldrei opinberlega fram
og hefur stundum hlotið ámæli
fyrir það. Ekki er ótrúlegt, að
hún hafi talið það hollast fjöl-
skyldu sinni, einkum á þeim tím-
um þegar flestar blikur voru á
lofti, að hún einbeitti. sér að því
að skapa griðastað, sem . veitti
skjól þegar njóta mátti hvíldar.
Ungur drengur bar töskuna
mína á brautarstöðina næsta morg
un.
TIMINN
ÍÞRÓTTIR
LAUGARDAGUR 13. júlí 1968
— Varst það þú, sem heimsótt-
ir forsetann í gær? spurði hann.
— Ég játaði því. — Hann er af-
skaplega merkilegur maður og
aldrei myndi neinum detta í hug
að sýna honum banatilræði, —
sagði hann af mikilli einlægni.
Oft blæs kalt „hefðar upp á
jökultindi." En nú nýtur þessi
aldna hetja virðingar og ástar
þjóðar sinnar og það að verðleik-
um.
Sigríður Thorlacius.
UR „THE TIMES", LONDON
Framhald af bls. 9.
SIGUR við slíkar aðstæður
hlyti að minnsta kosti að færa
þjóðinni heim sanninn um, að
forsætisráðherrann nyti stuðn-
ings meirihluta flokks síns í
þinginu. Þetta sýndi svart á
hvítu, að forsætisráðherranum
væri meira í mun að treysta
tök sín til að stjórna en að
sjá sjálfum sér borgið sem
stjórnmálamanni.
Lítill skaði skeður þó að
Wilson mistækist. Nýr leið-
togi Verkamannaflokksins,
sem kjörinn væri í slíkum
kosningum, hefði tvímælalaust
meira vald en forsætisráðherr-
ann hefir nú. Hann væri frjáls
að því að velja, beztu menn
flokksins til forystustarfa, án
þess að þurfa að iðka þær jafn
vægislistir í línum persónulegs
fylgis, sem nú tíðkas.t.
Ýmis foringjaefni koma til
greina og meðal þeirra má
nefna Roy Jenkins, Denis Hea-
ley og frú Barböru Castle. Ó-
líklegt kann að vera, að for-
sætisráðherrann tefli á þessa
tvísýnu, en fái hann ekki sjálf
an sig til að gangast undir at-
. kvæðaúrskurð flokksbræðra
sinna og samstarfsmanna, get-
ur hann ekki með neinum
hætti endurheimt glatað vald
sitt.
REGLUSEMI
Ós'ka eftir að kynnast
reglusamri konu á aldrin-
um 20.35 ára með sambúð
í huga. Gjörið svo vel og
leggið bréf inn til blaðsins
fyrir 1. ágúst merkt
„Einn í heimili 515.
Vöru-
flutningar
Daglegar ferðir:
Hveragerði
Selfoss
Biskupsfungur
Hreppar
Skeið.
Gömlu keppinautarnir FH og Fram:
ENN í URSLITUM
Alf-Reykjavík. — Enn einu
sinni mætast gömlu keppinautarn
ir, FH og Fram í úrslitum í úti-
handknattieiksmótinu. FH vann
nokkuð öruggan sigur gegn KR í
fyrrakvöld, 19:14, en Fram átti
í hinum mestu erfiðleikum með
Haukana, en tókst þó að sigra
með eins marks mun, 20:19. Síð-
ustu mínúturnar í þeim leik voru
æsispennandi og litlu munaði, að
mistök Þorsteins Björnssonar,
markvarðar Fram, kostuðu lið
hans sigurinn. Fram hafði yfír
20:18 og rúm mínútu eftir, þeg-
ar Þorsteinn tók að „sprella“ úti
á vellinum og missti knöttinn.
Logi, markvörður Hauka, náði
knettinum og skoraði 19. mark
Hauka með því að kasta í tómt
markið. Þegar Þorsteinn var víðs-
fjarri. Hefðu Haukar jafnað,
hefðu þeir orðið sigurvegarar í
riðlinum, því að þeir höfðu að-
eins hagstæða markahlutfall en
Fram.
En sem sé, Fram og FH sigr-
uðu í riðlinum og mætast í úr-
slitaleik annað kvöld. S.l. ár hafa
FH-ingar einokað útihandknatt-
leiksmótin, en veldi þeirra hefur
mjög verið ógnað á síðustu árum.
Er skemmst að minnast þess, að
FH þurfti að leika aukaleik við
Fram í fyrra, áður en mótið
vannst í 12. sinn. Og ekki er að
efa, að keppnin annað kvöld verð
ur mjög hörð, því að bæði lið-
in virðast í góðri æfingu og hafa,
sjaldan leikið betri útihandknatt-
leik en einmitt nú,-
Annað kvöld fer einnig úrslita-
leikur í meistaraflokki kvenna, en
þar mætast Valur og KR. Vals-
stúlkurnar áttu í erfiðleikum með
Fram í fyrrakvöld og unnu 8:7,
en Fram hafði yfir í líálfleik og
Geir Hallsteinsson, FH
Ingólfur Óskarsson, Fram
Birgir Björnsson, FH
langt fram í síðari hálfleik. Vals-
liðið er e.t.v. veikara nú en oft
áður, þar sem Sigrún Guðmunds
dóttir hefur ekki leikið með lið-
inu undanfarið. í fyrra vann Val-
ur KR í úrslitaleiknum í kvenna-
Sigurður Einarsson, Fram
flokki með talsverðum yfirburð-
um, en við spáum jafnari leik að
þessu sinni. Kvennaleikurinn
hefst kl. 19.30, en leikur FH og
Fram strax á eftir. Leikið er við
Melaskólann.
Ármúla 5 - sími 8-4-600
Viðvörun til íslenzka landsliðsins:
I Færeyjum túlka þeir hand-
knattleiksreglurnar öðru vísi
Klp-Reykjavík. — Á fimmtu
dag í fyrri viku lék Hauka-
liðið í handknattleik gegn fær
eyska liðinu frá Sandavog,
sem hér hefur verið í heim-
sókn. Haukar unnu leikinn
17:13. Heldur var hún lárétt
keyrslan hjá Haukum í þess-
um leik. Færeysku leikmenn-
irnir léku fast, en ekki af mik
illi kunnáttu. Ekki voru þeir
hrifnir af dómara leiksins,
Pétri Bjarnasyni, þjálfara
Haukanna, og fannst hann
túlka lögin einkennilega. Túlk
un þeirra á lögunum er gjör-
ólík því, sem við eigum að
venjast. Sem dæmi má nefna
það, að Færeyingar dæma víti,
þegar haldið er utan' um loik
mann, sem er með knöttinn
Skiptir þá engu máli, hvar
hann er staddur á vellinum.
íslenzka landsliðið á þvi
ekki von á góðu. begar það
leikur í Færeyjum, ef dóm-
ararnir í leikjunum þar verða
færeyskir.
Á undan leik Hauka og Fær
■eyinganna léku Ármanns-stúlk
urnar gegn meistaraflokki
kvenná frá Sandvogi og sigr-
uðu Ármanns-stúlkurnar eftir
mjög spennandi leik með eins
marks mun; 13:12..
Við hittum að máíi farar-
stjóra Færeyingánna, sem eru
hjón, María og Sigurður Pet-
ersen, en hann er skólastjóri
héraðsskólans í Sandvogi, og
spurðum um ferðina hingað og
leiki þeirra hér. Sagði Sigurð-
ur, að í hópnum væru þrjú lið,
2. fl. og meistaraflokkur
kvenna og_karlalið, sem léki
jöfnum höndum knattspyrnu
og handknattleik, alls 29
manna hópur. Hópurinn kæmi
hingað á vegum Þróttar á Nes-
kaupstað og þar hefði þau leik
ið nokkra leiki Móttökur allar
hefðu verið frábærar og ferð-
in ein sæla. Allt hefði verið
fyrir þau gert fyrir austan.
Þeim boðið í ferðalög, matar-
veizlu hjá bæjarstjórninni og
dansleikir haldnir fjrrir þau.
Alls léku Færeyingarnir 10
leiki í handknattleik og knatt-
spyrnu og á Austfjörðum gekk
mjög vel, því að þeir unnu
7 leiM, gerðu 2 jafntefli og
töpuðu einungis 1 leiknum.
Hér á eftir fara úrslit í leikj-
unum:
Knattspyrna:
Þróttur, Nesk. — Sandv. 6:2
Austri. Eskif. — Sandv. 0:0
U.Í.A. — Sandvogur 1:4
Handknattleikur:
Karlar mfl.
Þróttur, Nsk — Sandv. 10:20
Þróttur, Nsk. — Sandv., 10:19
Mfl. kvenna
Þróttur, Nesk. —. Sandv. 6:7
Þróttur. Nsk. — Sandv. 7:8
U.Í.A. — Sandvogur 3:9
2. fl. kvenna:
Þróttur, Nesk. — Sandv. 3:4
Þróttur, Nsk. — Sandav. 4:4
Hér í Reykjavík dvöldu Fær-
eyingamir á vegum Vals og