Tíminn - 13.07.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.07.1968, Blaðsíða 2
TIMINN LAUGARDAGUR 13. júlí 1968 SUMARFERÐ Framsóknarfélaganna í Reykjávík sunnudaginn 21. júlí n.k. — Lagt verður upp frá Hringbraut 30 kl. 8 að morgni Árleg sumarferð Fram sóknarfélaganna í Reykja- vík verður farin sunnudag- inn 21. júlí n. k. og hefur Suðurlandið orðið fyrir valinu að þessu sinni. Lagt verður af stað frá Hringbraut 30 kl. 8 um morguninn og ekið sem leið liggur austur Hellis- heiði og er fyrsti viðkomu- staðurinn Kambabrún, en þaðan er fagurt útsýni um Suðurland og allt til Surts eyjar, ef skyggni er gott. Á Selfossi munu tveir góðir gestir bætast í hóp- inn. Eru það alþingismenn irnir Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöðum og Björn Fr. Björnsson Hvolsvelli. Þeir munu veita ferða- fólkinu leiðsögn og skort- ir án efa pkki kunnugleika í Árnes- og Rangárvalla- sýslum. Frá Selfossi verður ekið austur Flóa og upp Skeið og Gnúpver j ahrepp og rakleitt inn að Stöng í Þjórsárdal með stuttri við- dvöl við Skeiðaréttir. Á Stöng verður snædd- ur hádegisverður og stað- urinn skoðaður ásamt Gjánni. Þór Magnússon safnvörður mun lýsa bæj- arhúsunum á Stöng og gefa stutta lýsingu á daln um og eyðingu hans og greina frá helztu örnefn- um. Eftir hæfilega viðdvöl á Stöng verður haldið upp Sámstaðamúla, þaðan sem greina má framkvæmd- irnar og ekið rakleitt að inntaksmannvirkjum Búr- fellsvirkjunar við Þjórsá. Þar verður farið úr bílun- um og gengið yfir nýju Þjórsárbrúna, sem þarna er komin skammt ofan Tröllkonuhlaups. Skammt austan Þjórsár verður komið á Sprengi- sandsveg og haldið eftir honum sem leið liggur í átt til byggða. Skammt of- an við Galtalæk verður beygt til austurs og ekið yfir vað á Ytri-Rangá og stanzað í Galtalækjarskógi. Sigurjón Pálsson, bóndi á Galtalæk kemur til móts við hópinn þar og mun lýsa umhverfinu. Þessi áningarstaður er í næsta nágrenni Heklu og hraun inu frá henni á næsta leiti. Frá Galtalæk liggur veg urinn um mjög sérkenni- lega og fallega leið niður að Gunarsholti, þar sem Páll . Sveinsson sand- græðslustjóri tekur á móti hópnum og sýnir þau und ur, sem gerð hafa verið í sandgræðslumálum á Rang árvöllum. Frá Gunnarsholti verð- ur ekið niður á Þjóðveg- inn og yfir brúna á Ytri- Rangá rétt við Hellu, en beygt þar niður með ánni að vestan. Þykkvibærinn er eitt- hvert sérkennilegasta byggðarlag á íslandi. Bæ^a röðin liggur frá austri til vesturs ofan sjávarkambs- ins, næstum frá Hólsá að Þjórsá. Kartöfluakrarnir teygja sig svo langt sem augað eygir. Þar eru mörg stórbýli nú, sem áður voru kot. í Þykkvabæinn er ráðgert að koma um kl. 6 að kvöldi og aka vestur eftir byggðinni út í Hóls- hvenfi og síðan upp með Þjórsá. í nánd við Sand hólaferju er ráðgert að stoppa og snæða kvöld- verð. Frá Sandhólaferju þjóðveginn og síðan sem leið liggur í átt til Reykja víkur með stoppi í Hvera- gerði, ef tími vinnst tiL Öll ferðin kostar 460 krónur og 300 krónur fyr- ir böm 10 ára og yngri. Innifalið í fargjaldinu eru tveir matarpakkar. Kaffi og öl er fólk beðið að hafa með sér. í hverjum bíl verður kunnugur leiðsögumaður. Farmiöar eru seldir á Hringbraut 30 - Sími 24480 Sleppiö ekki úrvais tækifæri til aö skoöa landiö okkar FERÐANEFNDIN ÚTBOÐ Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir tilboði í gerð holræsis í gangstígi frá Nýbýlavegi að Selbrekku og Fögrubrekku. Útboðsgögn verða afhent milli kl. 9 og 12 á skrifstofu bæjarverkfræðings frá og með þriðju deginum 16. þ. m. gegn 1000 króna skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð kl. 11, mánudaginn júlí á skrifstofu bæjarverkfræðings. Bæjarverkfræðingurinn í Kópavogi. 22. Gddjon Styrkársson HASTARÉTTARLÖGMAOIIR AUSTUKTRJtTl 6 SlMI II3S4 AUGLÝSIÐ í TÍMANUM SOLBRA Laugaveg 83 Úrval barnafata, sendum gegn póstkröfu um land allt. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.