Tíminn - 13.07.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.07.1968, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 13. júlí 1968 TÍMINN 5 Að loknu forsetakjö.ri Gísli Magnússon í Eyhildar- holti skrifar Þjóðin hefur valið sér forseta til næstu fjögurra ára. Fjórir ráðherrar a.m.k. lýstu opinberlega yfir eindregnum stuðningi við annan frambjóðand- ann til forsetakjörs. Allmargir þingmenn stjórnarflokkanna og anr.að stójrmenni tók undir og v.'tnaði með ráðherrunum um dýrð f ambjóðandans. Morgunblaðið, stærsta og útbreiddasta blað lands ins og ágætasta að eigin dómi, var komið í blóðspreng og mátti ekki lengur vatni halda. Frambjóðandinn, ágætur mað- ur hlaut rösklega þriðjung greiddra atkvæða. Skyldi ekki dr. Gunnar Thor- oddsen mega vera þakklátur þess- um höfuðskepnum? Morgunblaðið lagði kollhúfur. Á fyrsta útkomudegi eftir kjör- dag fórnaði blaðið minna rúmi til þess að greina frá þjóðhöfð- ingjakjöri á íslandi en þingkosn- ingum suður í Frakklandi. XJrslitin komu ýmsum óvænt. M.enn veltu vöngum yfir því, sem gerzt hafði. Fleira kom til en mis heppnaður áróður pólitískra ráð- herra og annarra mektarmanna. Þjóðinni geðfellur ekki að nokk ur maður telji sig sjálfkjörinn til þéss að gegna forsetadómi og stefni að því marki árum saman, að gerast húsbóndi á Bessastöð- um. Hún vill sjálf kalla sinn höfðingja og kann því ekki, að hann sé til kvaddur af sjálfum sér. Þjóðin trúir ekki að maður, sem lifað hefur og hrærzt í pólitík frá blautu barnsbeini og áratug- um saman verið harðskeyttur for- ystumaður í pólitískum flokki, geti með góðu móti orðið sam- einingartákn alþjóðar eða reynzt með öllu óvilhallur ef á reynir,1 jafnvel þótt ágætur maður sé og j enginn beri brigður á hæfni hans j að öðru leyti og góðan vilja. Þessi j tortryggni kann að vera ástæðu- i laus. En hún er til eigi að síður: og á sér býsna djúpar rætur með þessari flokkspólitísku þjóð. Þjóðin vildi „nýtt blóð“. Þjóðin vildi fá „nýtt blóð“ að Bessastöðum. Allir eru á einu máli um að tveir hinir fyrstu for- setar hafi haldið uppi virðingu hins háa embættis, svo sem bezt mátti verða — með réttu eða röngu og ef til vill af ókunnug- leika — að embætti þjóðhöfðingj- ans hafi verið helzti „hátt uppi,“ að „virðuleiki" og „alþýðleiki“ i hafi ekki haldizt svo í hendur, | sem æskilegt megi teljast. Þarna er vandrötuð leið. íslendingar eru demókratískir að eðli. Loks er að minnast þess, að alþýða manna og bændur ekki hvað sízt töldu sér það metnað- armál og sæmdarauka, að mega leiða til sætis í forsetastóli mann, sem var hold af þeirra holdi — og það því fremur, sem kostur var á svo ágætum manni, sem dr. Kristjáni Eldjárn er. Ef til vill hefur þetta verið einna þyngst á metum. Enn í dag, viku eftir kjördag, ræða menn forsetakosningarnar af kappi og velta fyrir sér hver rök hafi legið að þessum yfir- burðasigri annars forsetaefnisins. þar sem um tvo menn var að tefla og báða mjög vel hæfa. Rök- in eru mörg og raunar auðsæ flest. En þyngst hafa þau verið, sem hér hafa verið nefnd. Allar vangaveltur hafa að vísu litla þýðingu. Hitt er mest um vert, að þjóðin sýndi, þegar alls er gætt, undraverðan einhug í vali höfðingja síns. Því ber að fagna af fyllstu einlægni." Fjölmiðlunartæki í þágu góðra málefna Náttúruunnandi skrifar: „Það hefur sýnt sig hér á landi nú síðustu ár að með því að halda uppi stöðugum áróðri fyrir góð- um málefnum með aðstoð fjöl- miðlunartækja má hafa mikil á- hrif á breytni almennings til batii aðar. í útvarpi og sjónvarpi hef- ur umferðardeild lögreglunnar staglazt á áminningum og leið- beiningum til vegfarenda í sí- vaxandi mæli s.l. 2 ár. Ekki ber á öðru en þessi áróður ásamt upplýsingastarfseminni, sem 'lög- reglan rak um og eftir H-dag hafi haft þann árangur, að umferðar menning hér á landi er nú stór- um betri en áður. Hreint land — fagurt land Nú er ein áróðursherferðin enn komin af stað og má segja að hún sé mjög tímabær. Það er her- ferð Æskulýðssambands íslands og Náttúruverndarráðs undir kjörorðinu „Hreint land — fagurt land.“ Herferðin fer aðallega fram nú sem stendur með stuttum á- minningum til ferðamanna og annarra, sem þulir rikisútvarps- ins lesa, og við höfum orðið vör við í útvarpinu öðru hverju. Slfk ar áminningar hafa sitt gildi og smám saman síast þessi aðvörun- arorð inn í þykkan skallan á al- menningi og verða ferðamönnum að leiðarljósi ferðalögum um landið. Ég vildi koma á framfæri hér í Landfara þökkum fyrir þessa tímabæru herferð og þó sér- staklega til Æskulýðssambands fs lands, því að það er mjög ánjegju- legt að æskulýður landsins skuli eiga frumkvæði að herferðinni og sýna með því að æskan lætur sér ekki á sama standa um vort fagra land. Meiri fræðslu og upplýsingar En betur má ef duga skal. Eigi herferð sem þessi að ná takmarki sínu, verður hún að vera vel skipulögð, áróðurinn markviss, en umfram allt verður að fyigja fræðsla. Mér finnst nauðsynlegt að forráðamenn herferðarinnar fyrir bættri umgengni falist eftir rúmi í blöðum, útvarpi fyrir stutta en skemmtilega fræðslu- þætti. (Hver mundi t.d. ekki hlusta á Sigurð Þórarinssgn í slík- um þætti). Þegar sjónvarpið kem ur úr sumarfríinu ætti að vera hægt að fá inni hjá þeim fyrir álíka þætti og það er mikilsvert, því sjón er sögu ríkari, eins og þegar hefur sýnt sig, þegar sjón- varpið brá upp nokkrum ófögr- um myndum af slæmri umgengni í Reykjavík og Kópavogi fyrir skömmu. Áróðurs- og áminning- arherferðum verður ávallt að fylgja nokkur fræðsla ef þær eiga að takast sem skyldi, og það ætti að vera auðvelt að gera margbátt- aða fræðsluþætti um fegrun lands ins.“ Einhliða notkun loft- áburðar orsakar lial. Jón Arnfinnsson sendir Landfara eftirfarandi bréf og er ekki í vafa um orsakir kalbletta: „Mikið er rætt og ritað um kal- skemmdir í túnum, sem ekki er að ástæðulausu. Það liggur bert fyrir af hverju kalskemmdir stafa. Þær stafa af einhliða notkun loft- áburðar. Gerlagróður jarðarinnar sveltur og deyr, ef jörðin fær ekki lífrænan ólburð. Þá kemur það fram með þessum kalskell- um. Menn spyrja: Hvað á að gera? Við eigum að auka þaramjöls- framleiðsluna. Hætta að selja úr Húseigendur Glerísetning, uppkíttun, gluggaviðgerðir o. fl. Útvega efni. Upplýsingar eftir kl. 8 í síma 23341. SMYRILL, Ármúla 7. Sími 12260. Nú er rétH tíminn til aS athuga rafgeyminn fyrir sumarferðalögin SÖNNAK RAFGEYMAR — JAFNGÓÐIR ÞEIM BEZTU — ViSurkenndir af Volkswagenverk A.G. í nýja VW bíla, sem fluttir eru til Islands. Yfir 30 mismunandi tegundir 6 og 12 v. jafnan fyrirliggjandi — 12 mán. ábyrgS. ViSgerSa- og ábyrgSarþjónusta SÖNNAK-raf- geyma er i Dugguvogi 21. Sími 33155. landi það sem framleitt er af ■ þaramjöli hér nú og nota það allt , innanlands. Þaramjöl er lífrænn a áburður og fullnægir þör4 gerla- | gróðursins. Taðan verður eínisrik 1 ari og þar af leiðandi hollara i fóður. Þá mundi minnka kvillar íj í kúnum. Síðan að aukin var notk- bj un loftáburðarins hafa kýrnar 1 veikzt meir og minna og það farið \ vaxandi með ári hverju. Notið þaramjöl í stað loftáburðar Það þarf að rannsaka næring- argildi töðunnar vaxna við þara- mjöl og vaxna við loftáburð. Kvill | ar í kúnum mundi minnl?a ef tað- 1 an fengi lífrænan áburð. Það 9 hefði ekki einungis áhrif á kýrn- | ar heldur einnig mannfólkið líka. Það væri mikil nauðsyn að skipta 9 um áburð, hætta við loftáburðinn Ú og nota þaramjöl í staðinn. Það 1 er sami vinnukraftur við að dreifa n þaramjóli og loftáburði. Dreifi- ingin getur farið fram í dreifara líka. Menn eru alltof sljóir fyrir þeirri hættu, sem því er samfara að nota loftáburð. Loftáburðurinn er gerviefni sem smeigt er inn í hringrás lífs keðjunnar og lífið nýtur þá ekki sinnar tilætluðu efna. Það er sama | og gefa okkur saltvatn fyrir feiti.“ § Aths. Landfara. Það hefur klingt í eyrum íbúa á Suðurlandi í vor og sumar og blasað við þeim á forsíðum dag- blaðanna að það sé mikið kal í túnum fyrir norðan. Hins vegar virðist fólkið almennt vera orðið sljótt fyrir þessum mikla frétta flutningi af kalinu. Það hristir hausinn yfir sífelldum „kalglymj- andanum" og segir: „Það er slæmt með kalið,“ en gerir sér almennt enga grein fyrir því, þar eð margir lesa aðeins fyrirsagnir kalgreina í dagblöðunum og hlusta með öðru eyranu á frétt- ir, hvað um er að ræða. Þar held ég að sjónvarpið eigi nokkra sök að máli. Hvers vegna fór sjón- varpið ekki í kalleiðangur norður í land áður en starfsliðið fór í sumarfri til þess að sýna lands- mönnum j öllum svart á hvítu hvernig ástandið væri. Það hefði verið sjálfsögð skylda sjónvarps- ins. RADI@NEnE Sjónvarpstækin skila afburöa hljóm og mynd FESTIVAL SEKSJOIM Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig með FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- iega næmt. — Með öryggis- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. eykur gagn og gleði § S r..i I i Politiken é sökina Björn Jóhannsson, frétta- stjóri Morgunblaðsins, sem einn ig er fréttaritari Politiken hér á landi, gefur í gær nokkrar skýringar í Mbl. á furðufréttun um, sem birtust um úrslit for- setakosninganna í Politiken og merktar honum. Björn segir m. a.: „Mig uiidrar ekki, að dálka- höfundur Tímans hafi rekið upp stór augu, þegar hann las fyrrgreind atriði í fréttinni. Ég efast þó um, að hann hafi orð ið jafnforviða og ég sjálfur, sem fréttin er þó kennd. f frétt þeirri, er ég sendi Poli- tiken um kosningaúrslitin er hvergi minnzt einu orð á fyrrgreind atriði. Er mér hulin ráðgáta, hvaðan ritstjórn Politiken hafa borizt þessar upplýsingar. Ég hef afrit af frétt • minni til Politiken í fórum mínum, og er dálka höfundi Tímans velkomið að sjá það, ef hann vill“. Þetta eru ánægjlgear upplýs ingar og gott til þess að vita, að þvættingurinn er ekki kom- inn frá íslenzkum fréttamanni. Það verður að teljast mjög vítavert, ef þekkt og stórt er- lent blað leyfir sér að brengla af yfirlögðu ráði fréft, sem því er send af fréttaritara sín- um hér, bæta inn í hana ýms um atriðum og rangfæra á annan veg, og merkja hana síðan stöfum fréttamannsins. Hitt er þó raunar enn alvar- legra, ef fréttamenn erlendra blaða hér láta blöðunum hald ast slíkt uppi mótmælalaust, því að það býður nýjum af- brotum heim. Góður fréttamað ur eins og Björn Jóhannsson getur ekki við slíkt unað eða látið sverta fréttamannsheiður, sinn þannig og vei hefði hann mátt vera búinn að hreyfa mót- mælum, þyí að með því að þegja við þessu felldi hann skugga á sig og blað sitt, þar sem hann er yfirmaður frétta- deildar. Og ef til vill væri á- stæða til þess að Björn birti fregnina eins og hann sendi Politiken hana í Morgunblaðinu eða léti Tímann fá hana til birtingar, því að fullkomin á- stæða er til þess að Politiken verði sagt til syndanna. Ann- ars liggur byrðin á Bimi. Meiri rannsóknir Morgunblaðið ræðir kal- skemmdirnar í leiðara í gær og drepur m. a. á rannsóknir, sem gerðar hafa verið á Hvanneyri og niðurstöður þeirra. Segir síðan: „Sjáifsagt er að bændur færi sér niðurstöður þessara rann- sókna í nyt. En þær minna okkur einnig á nauðsyn þess að öflug rannsóknarstarfsemi verði rekin á sem flestum sviðum. f þeim löndum sem lengst eru komin, er stærstum hluta þjóð artekna varið tii rannsóknar- starfsemi á ýmsum sviðum. Er talið, að á þann hátt verði bezt tryggður framtíðarárang- ur í atvinnulífi og bættur efna hagur. Við fslendingar þurf- um að efla rannsóknarstarfsemi okkar á öllum sviðum atvinnu lífsins. Og má þar sérstaldega minna á rannsóknir varðamK jarðiiita og vi'-kjun ónýttrar orku í landinu.“ Undir þetta er ástæða til að taka og jafnframt minna á, hve framlag til rannsókna í þágu atvinnuveganna hafa vax ið lítið síðasta áratuginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.