Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 6
/ TIMINN SUNNUDAGUR 21. júlí 1968. LAUNÞEGASPJALL Atvinnuleysi var mikill vá- gestur víða um land, og þá ekki sízt hér á Reykjavíkur- svæðinu, síðastliðið haust og þó einkum eftir áramótin síð- ustu. Samkvæmt tölum Efna- hagsstofnunarinnar, voru í febrúar s.l. 1500—1600 manns taldir atvinnulausir á landinu öllu, sem, að sögn stofnunar- innar nemur um 2% af vinnu- aflinu í heild. Þessi tala mun þó hafa verið í raun mun hærri, sennilega a.m.k. um helmingi hærri á tímabili. Um það má þó lengi deila, þar sem engin viðunandi og stöð ug könnur fór fram á atvinnu- leysinu í vetur, og allar töl- ur þvf varasamar. Þótt nú sem stendur sé at- vinnuleysið minna, og einkum bundið við skólafólk á ýmsum aldri, þá er það hald flestra, sem til þekkja, að útlit sé fyrir alvarlegt atvinnuleysi í haust: sennilega mun meira atvinnu- leysi en var s.l. vetur. Ljóst er því, að alvarlegt at- vinnuleysi er yfirvofandi. Aft ur á móti hefur enn ekki kom- ið fram, hvað ríkisstjórnin, og samtök vinnumarkaðarins hyggjast gera til þess að berj- ast gegn þessu atvinnuleysi. Ætla má, að róttækari aðgerða sé þörf, heldur en búast má við, að núverandi ríkisstjórn hafi manndóm í sér til að fram kvæma. Enda skal játað, að erfiðleikarnir, sem við er að etja, eru verulegir, og harð- indin til sveita auka enn á þá, þannig að dugpiikla for- ystu þarf til að bæta úr svo vel fari. Um ráðstafanir vegna sjáv- arútvegs og landbúnaðar skal ekki fjölyrt að þessu sinni, en algjör óvissa ríkir nú um það, hvað við tekur í haust í báð- um þeim atvinnugreinum. En ég mun fara hér nokkrum orð- um um iðnaðinn, sem komast virðist í tízku hjá sumum ann- að slagið, þó þvi miður fremur í orði en í verki. GUbJÓN JÓNSSON, for- maður Félags járniðnaðar- manna, er málefnum iðnaðar- ins vel kunnugur. Á dögunum ritaði hann grein, er hann nefnir „Megimiorsök atvinnu- leysisins.“ Gerir hann þar grein fyrir orsökum atvinnu- leysis í iðnaðintim og segir þar m.a. efirfarandi: „Orsökin fyrir samdrætti í iðnaði, lokun verksmiðja og fækkun st'arfsfólks hjá þeim iðnfyrirtsekjum, sem enn starfa, er nær eingöngu heima- tilbúin — orsökin er stefna ríkisstjórnarinnar. Megininnihald stefnu „við- reisnarríkisstjórnarinnar" er og hefur verið algert frelsi innflytjenda til innflutnings á hverri þeirri vöru, sem mark- aður er fyrir hérlendis, án til- lits til þess, hvort innlendur iðnaður hafi áður framleitt eða smíðað sambærilegar vör- ur og tæki. Þetta megininni- hald stjórnarstefnunnar er höfuðástæðan fyrir hinu alvar- legá atvininuleysi s.l. vetur og atvinnuleysi skólafiólks nú.. Minnkandii atvinnutekjur, minni fjéráð og minni neyzla almennings verka með sam- drættinum til að gera ástand- ið enn verra. Framleiðsla margs konar iðnaðarvarnings, klæðnaðar og matvæla, og smíði húsbúnaðar, tækja, véla og jafnvel verk- smiðja og skipa, hefur verið undirstaða atvinnu- og afkomu- möguleika að minnsta kosti þriðjungs landsmanna. Með hinum stjórnlausa inn- flutningi á erlendri iðnaðar- framleiðslu, sem stjórnarvöld- in hafa sem grundvöll stefnu sinnar, hefur atvinna og af- koma þessa þriðjungs þjóðar- innar breytzt í atvinnuleysi og tekjumissi . . Þegar keypt er erlend framleiðsla, er keypt um leið sú vinna sem til fram- leiðslunnar þurfti. Með inn- flutningi erlends iðnaðarvarn- ings er verið að flytja inn vinnuafl. Það er furðuleg stefna að kaupa og flytja inn erlent vinnuafl til lands, þar sem atvinnuleysi er fyrir hendi og stjórnarvöld kvarta um gjaldeyrisskort. Gífurlegt fjármagn frá bönk um og lánastofnunum, sem rík ið leggur fé til, er bundið í húsum og vélum iðnstöðva og verksmiðja. Þessi fjárfesting skilar engum arði og stendur jafnvel ekki undir greiðslu af- borgana og vaxta, þegar iðn- fyrirtækin hafa ónóg verkefni, og markaðurinn er yfirfullur af erlendum iðnvarningi." Lánsfjárkreppa sú, sem ver- ið hefur í landinu að undan- förnu, eykur auðvitað enn á erfiðleika iðnfyrirtækja, eins og dæmið um Stálvík fyrr á þessu ári sýndi greinilega. Guðjón telur, að „með því að tryggja íslenzkum iðnaði næg verkefni, og markaði fyr- ir framleiðslu sína, má bæta mikið úr ófullnægjandi at- vinnu nú og koma í veg fyr- ir það alvarlega atvinnuleysi, sem virðist yfirvofandi næsta haust og vetur.“ Því miður er ekki rík ástæða til að ætla, að stjórnvöld hafi slíkar ráðstaf- anir i huga. MIKIÐ HEFUR VERIÐ rætt og ritað um stöðugt versn andi afkomu verulegs hluta launþega, bæði á síðasta ári og á því, sem nú er að líða — m.a. í þessum þætti oftsinnis. í „Skýrslu til Hagráðs um á- stand og horfur í efnahags- málum,“ sem Efnahagsstofnun in gerði fyrr á þessu ári, og nýlega hefur verið gefin útt, er að finna m.a. yfirlit um þró- un tekna á síðasta ári og spá um bróunina á þessu ári. Þar sem telja verður Efnahags- stofnunina málpípu ríkisvalds- ins, verður að taka skýrslu þessa' með varúð, en rétt þyk- ir að benda á nokkrar niður- stöður hennar varðandi tekjur launþega. í þeim kafla skýrslunnar um „Þróun efnahagsmála 1967,“ er nefnist „Kaupgjald, tekjur og verðlag" segir svo m.a.: „Heildarmynd launa- og tekjuþróunar ársins 1967 verð- ur þá í aðalatriðum þessi: Kauptaxtar hækka um 5,2% til jafnaðar frá árinu 1966. Verðlag hækkar að meðaltali á árinu um 3,5%. þannig að kaupmáttur launa á vinnu- stund eykst um tæp 2%. Tekju þróunin verður allmiklu óhag- stæðari en þróun kauptaxta vegna minni atvinnu, lækkaðra tekna hlutasjómanna og erfiðs árferðis í landbúnaði. Ætla má, að heildartekjuaukningin hafi numið um 2,5%, eða rétt um helming hækkunar kauptaxta. Gera má ráð fyrir, að rúmur þriðjungur þessa mismunar, eða um 1%, hafi stafað af minni atvinnu, en tveir þriðju af lækkun tekna sjómanna og stöðnun tekna bænda. Saman- burður tekjuaukningar um 2,5% og hækkunar verðlags um 3,5% leiðir loks í ljós, að raunverulegar atvinnutekjur hafi á árinu 1967 rýrnað um nálægt því 1%. Þessar niður- stöður munu að einhverju litlu leyti geta breytzt við endanleg- ar athuganir, en þó sennilega ekki í þá átt að sýna enn meiri lækkun rauntekna.“ Eins og af þessu má sjá, telur Efnahagsstofnunin að raunverulegar atvinnutekjur hafd minnkað um 1% á síðasta ári, en af orðalagi má sjá að allt er þetta óljóst og má vissu- lega reikna með að lækkunin hafi verið meiri en þessi, þótt ekki séu handbærar niðurstöð- ur rannsókna er sanni slíkt. Enda er ísland, sem kunnugt er, vanþróað land hvað tölu- legar upplýsingar snertir. Tekið er fram, að þessi nið- urstaða gildi aðeins fyrir árið 1967 *. heild miðað við árið 1966. — „Um áramótin 1967— 68 hafði orðið veruleg skerð- ing bæði á kaupmætti tíma- kaups og á rauntekjum, og mun það ástand haldast á ár- inu 1968. Framfærslukostnað- ur var um áramótin 10,9% hærri en í ársbyrjun, en verð- lagsuppbót, og þar með laun, hafði hækkað um 3,4%,“ segir í skýrslunni. Segja þessar töl- ur sitt. FRAMTÍÐARÚTLITIÐ er heldur ekki bjart samkvæmt skýrslunni — og má þó ætla, að það sé í raun svartara en þar er gert ráð fyrir. Um þetta segir skýrslan, að gera megi ráð fyrir, „að það samkomu- lag, sem gert var milli laun- þega og vinnuveitenda hinn 18. marz s.l., ásamt launahækk- uninni 1. desember, muni leiða til þess, að kauplag verði að meðaltali 6—7% hærra árið 1968 en það var 1967. Þetta er þó nokkurri óvissu undir- orpið.“ Síðan er rætt um verðlags- þróunina, og segir þá: „Horf- ur eru á, að neyzluvöruverð- lag muni reynast um 13—14% hærra að meðaltali á árinu 1968 en það var á árinu 1967.“ Kjörin munu því augljóslega halda áfram að versna, einka- neyzlan mun minnka Jog — verði ráðstafanir ekki gerðar — atvinnuleysi mun verða mjög alvarlegt vandamál í þessu þó ríka þjóðfélagi okicar. Þegar , framtíðarútlitið er svona slæmt — en það hefur raunar verið vitað mál um langan tíma - er mál að hefj- aist handa. Rikisstjórnin hefur að vísu þann háttinn á, að fresta öllum ákvörðunum til haustsins, eins og að búast megi við einhverju kraftaverki þá. En aumt er, ef íslending- ar eiga þannig að fljóta sof- andi að feigðarósi. Elías Jónsson. ÞÁTTUR KIRKJUNNÁR „Dagur færðu mér fegurö" Dagur, færðu mér fegurð, fæðu minnar sálar. Þannig gætum við beðið að morgni hvers dags um leið og biðjum um daglegt brauð. Fegurðin er geislandi sam- ræmi hins góða frá guðdóms- tind fullkomnunar. Og aldrei fremur en nú í hraða og hávaða atómaldar, þegar hægt er að eyða fegurð á einu andartaki, þurfum við að vera vel á verði um allt, sem fallegt er. Vernda það, sem til er og mynda nýtt. Og sem betur fer, virðast augu þjóðarinnar opnast smátt og smátt fyrir fegurð landsins sjálfs, gróanda og línum, litum og fjölbreytni ásámt friðsælu og unaði afskekktra staða og byggða- og jafnvel ekki síður óbyggða. En margir „ganga enn á grasinu", það er að segja troða á því sem grær og gefur sál- inni hina sönnu fæðu lífs og yndis. Óteljandi hópar og einstak- lingar hafa gengið þannig um á þessu landi í ferðalögum á sumrin, að segja má, að þeim sé ekkert heilagt. Drasl og dót matarleifar og óþverri liggur eftir í hreiðrum þeirra, þegar farið er, að ekki sé minnzt á orðaskak, hávaða og svívirðing ar, sem klettar og fjöll jafn- vel helgustu staða landsins hafa bergmálað meðan dvalið var og að sumbli setið. Óskandi væri að betur yrði nú á þessu byrjaða sumri og jafnvel framvegis. Ekki er nóg að stofna fegr- unarfélög og náttúruverndar- nefndir. Þessi samtök þurfa að eiga sína fulltrúa til eftirlits og athafna í hverju ungmenna félagi og helzt í hverri sveit, syo ekki sé í óefni komið, áð- ur en af veit. Ekki ætti heldur að gleym- ast ýmiss konar spjöll vega- gerðarmanna og frágangur vega í fögru umhverfi. Þar myndast oft seingróin sár og hryllileg í ásjónu landsins. Ung skáldkona líklega í Mý- vatnssveit á að hafa sagt við vélskóflustjóra, sem rótaði burt fallegri brekku með tröll auknum kröftum tækninnar: „Þér eyðileggið fegurðina fyrir okkur“. „Maður lifir ekki af fegurð, frú“ svaraði maður- inn. „En þér sannið, að maður getur lifað án hennar“ svar- aði konan. En hann þagnaði. Svipað þessu má finna i sögu Steinbecks Þrúgur reið- innar. Þar segir frá því, hvernig traktorinn sker miskunnar- laust sundur dalakofa gömlu hjónanna, húsið, sem þau höfðu byggt sér hörðum hönd- um í ást sinni og vonum ungra hjartna. Þeim fannst vélin rústa sín- ar eigin hjartarætur, þegar kofinn tættist sundur. Hvað er fegurð? spyrja menn. Og svörin skiptast eft- ir smekk og menntun, skiln- ingi og umhverti Meira að segja hafa karlar annað feg- urðarskyn en konur í mörgum tilfellum. En samt er bað svo, að jafn vel frumstæðustu þjóðflokkar og meira að segja dýr virðast hafa ósjálfrátt í sér einhvern innri mælikvarða og vitund gagnvart því samræmi og þeim þokka, sem sýnast grundvallar atriði fegurðar. Gerðar hafa verið vísindalegar tilraunir í dýragörðum einkum með hljómlist, sem sanna að flest dýr af þroskaðri gerð hafa þennan hæfileika og líka jafn- vel sum skordýr ekki síður. Fiðla og flauta lætur þeim líða vel, sefar þau og friðar, ef rólega er leikið, en mjs- ræmi og garg æsir þau ög tryllir. Það er því einsætt að efla má og finna þennan hæfileika til að fagna því fagra hjá flestum eða öllum mönnum. Og það er því skortur á góðu uppeldi, þegar illa er gengið um og eyðilagt það, sem fag- urt er að flestra yfirsýn. Hver einasta heilbrigð manneskja lætur í ljósi þrá eft ir samræmi, sem gefur gleði og frið, unað og ró. Þetta er einu nafni nefnt stemming. Og ber blæ af út- lendum málum, ep fer prýði- lega í íslenzku og hefur unn- ið sér fullan þegnrétt í sam- bandi við helgiathafnir og guðsþjónustur. Mætti segja, að sú helgiat- hðfn, sem ekki nær að skapa stemmingu, þetta innra og ytra samræmi. kyrrð og frið, sé á einn eða annan hátt mis- heppnað í meira lagi. Sumum ræðumönnum og listflytjendum er þetta í blóð borið. Framkoma þeirra, nær- vera og persóíiuleiki geislar frá sér þessum ljóma góðleik- ans, sem gerir allt fagurt og vekur stemmingu. Svo að lík- lega er þetta náðargjöf. En sannarlega má efla og göfga þessa náðargjöf til að veita og móta fegurð. Að minnsta kosti er hægt að eyðileggja hana og gera þar ringulreið og truflun sem átti að ríkja samræmi og friður, En stundum kemur fyrir að þessi meðfæddi innri mæli- kvarði hjartans um fegurð, mótmælir kröftuglega. Ekki er það sízt gagnvart ýmsum mót- unum listamanna í myndum, tónum og máli. Við stöndum eirðarlaus og í uppnámi eins og dýrin gagn- vart garginu. sem vísinda- mgnnirnir beindu að þeim. En þá verðum við að varast hvatvíslega sleggjudóma og reyna að láta hugsun og skyn- semi meta rétt og ráða. Ann- ars gæti okkur farið líkt og þeim, sem Meistarinn mikli varaði við að rífa upp illgres- ið of snemma. Það gæti svo farið, að dulin fegurð vrði deydd um leið. Þar gildir hin forna speki mannsins í musterinu. Það sem er frá Guði, megnið þér ekki að kefja niður, en allt hitt, fölnar brátt af sjálfu sér. Listin í dag talar máli tím- ans, eftirstríðskynslóðanna óttasleginna, vonlítilla og van trúaðra á hið góða og í upp- reisn gegn bvl. sem fyrri kyn- slóðir töldu fagurt, kynslóðir, sem að ýmsu leyti verðskulda fyrirlitningu og hafa steypt heiminn út í ginningagap grimmdar og kvala. . En hin eilífa fegurð, neisti hinnar sönnu birtu góðleikans glitrar bó við veginn. sem við veginn sem við daalega göng- um, og getur ekki dáið, ekki Framhala á bls 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.