Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 21. júb' 1968. Meö morgun- kaffinu Guðmundur Björnsson land- læknir veiktist í öðru auganu nokkru fyrir and'lát sitt, og varð að taka það úr honum. Kunningi hans kom til hans skömrnu eftir uppskurðinn og fór að vorkenna bonum að tapa auganul — Það þarf ekkert að aumka miig, svaraði Guðmundur, — þvi nú er ég orðinn eins og Óðinn. Bóksali kemur til bónda í Skagafirði og býður honum Mk til kaups um kristileg efni. — Vdð þykjumst nú nógu kristnir hér í sveitinni, svaraði bóndi. — Þetta sögðu Farisearnir láka, segir þá hinn. Forstjórinn. — Af hverju kemur þú of seint. Jón. — Ég svaf yfir mig. Forstjórinn: Sefurðu eins vel heima hjá þér og á vinnustað? Stefán Stephensen, prófastur í Holti, var meiri dugnaðarmað ur og búforkur en prestur. Kristján, siðar bóndi á Kirkjubóli, stundaði sjóróðra á Kálfeyri fermingarvorið og átti því erfitt með ,að koma til spurninga til séra Stefáns. Einu sinni fór hann þó 'til spurninga til hans. Prestur spurði um aflabrögð, en Kristján kvað ágætan afla. IÞá yarð presti áð orði. — Ósköp eru að vita til þín, drengur, að hlaupa frá þessum uppgripum. — Hivernig viltu fá eggin þín núna? — Of linsoðin eða of harðsoðin? — Þáð er lokunartími núna, Jón. Ég ætla að kalla í Pétur og hann lyftir þér upp. Prestur nokkur var að spyrja börn. Að lokum segir hann við þau. — Kristur sagði: — Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki. — Og snáfið þið srvo út, krakkar. SLKMMUR OG PÖSS Eftirfarandi spil kom fyrir á Bvrópumeistaramóti fyrir nokkrum árum í leik Svíþjóð ar og Noregs. Þar sem Norð- menn sátu A/V spiluðu þeir tvö hjörtu, sem þeir unnu slétt, en hinir frægu, sænsku spilarar Wolhlin og Lilliehöök, fengu talsvert betri árangur. A D'872 V Á543 4 962 * 43 A 1063 ÁG4 V KGIO V 98762 4 ÁK103 4 D7 * D108 4> 652 * K95 , ¥ D 4 G864 * ÁKG97 Þeir sátu Wohlin í V og Lille- höök A, og þar gengu sagnir Norður Aaustur Suður Vestur pass pass 1 * 1 4 pass 1 gr. 2 4 dobl pass pass 2 4 dobl Þeir eru brögðóttir, þessir sænsku spilarar og þýðingar laust að útskýra spaða,sögn Wohlins eða eitt grand Lille hööks, en Súður féll i gildruna. Wohlin hitti á bezta útspil, tigul 3. Áustur vann á D og spilaði tígli áfram, og þegar Wohlin háfði tekið á A, K, og 10 sýndi hann enn snilli sína og spilaði hjarta kóng og spil Suðurs hrundi. Hann fékk að- eins fjóra slagi, en Sviarnir 1100 í sinn dálk. Lárétt: 1 Dauðamerktur 5 Veið arfæri 7 Félag 9 Skrafa 11 Arinn 13 Haf 14 Umgerð 16 Tónn 17 Fnyk 18 Klingi. Krossgáta j Nr. 74 ! ! I Lóðrétt: 1 flát 2 Greinir 3 í Munni ,4 Framar 6 Ávöxtur 8 Óhreinka 10 Dauð 12 Nervös 15 1501 18 Út- tekið. Ráðning á gátu nr. 73. Lárétt: 1 Angrar 5 Áin 7 ! BB 9 Firn 11 Ein 13 Sía 14 Slef 16 MN 17 Meina 18 Dallas. Lóðrétt: 1 Asbest 2 Gá 3 Rif 4 Anis 6 Ananas 8 Bil 10 Rimna 12 Nema 15 Fel 18 II. TÍMINN 11 Barbara McCorquedale 35 ferðum hans meðfram ströndinni mundi detta í hug að athuga hann nokkuð nánar. Það var þá að All- ou kom skyndilega til hugar, að Dix hefði farið með bátnum og hún fyltist kveljandi ótta. Hún gat séð höfuð mannanna í bátn- um bera við himininn og í rökkr inu gat hún ekki komið auga á hann í fjörunni. Þá sá hún, að Dix og annar maður voru eftir. Þeir komu gang andi eftir sandinum og námu staðar steinsnar frá henni. Dálitla stund átti hún erfitt með að skilja hvað þeir voru að segja, því þeir töluðu saman á frönsku og báru mjög ótt á. Samt sem áður varð henni Ijóst, að hinn maðurinn var að gefa fyrirskipanir og Dix hlust aði á. Það fór ekki á milli mála hvor réði. Hún heyrði orð eins og „ör- yggi“ og „örugga lendingu" öðru hvoru og að síðustu skildi hún, hvað þeir voru að tala um. Mann- inum virtist vera það mikið í mun, að hún yrði ekki látin laus fyrr en farmurinn. sem var í bátn um, var kominn á áfangastað og honum hefði verið komið fyrir í öruggum höndum á spönsku yfir- ráðasvæði. Dix mótmælti þessu ekki. Hann sagði, að hann skildi sjá um hana og ábyrgjast, að hún gæti ekki haft samband við lög- regluna. Þeir hækkuðu róminn dálítið. Hinn maðurinn sagði þunglega, og það fór ekki á milli mála, að hann hélt því fram í fullri alvöru, að þegar menn ynnu störf af þessu tagi þá væri það hreinasta brjálæði að blanda kvenfólki í þau. Konur segðu alltaf frá og samkvæmt skoðun hans voru þær brjálæðingar, sem bezt var að hafa sem minnst sam- an við að sælda. Dix sagði auðmjúkri röddu, sem þó mátti greina, að var ekki al- veg laus við glettni, að hann reyndi alltaf að koma sér undan vandræðum af því tagi, en það vildi bara svo einkennilega til, að þau virtust elta hann, hvert sem hann færi. Hinn maðurinn hafði augsýnilega ekkert gaman af þessu. Hann ítrekaði það. að Alloa yrði höfð i haldi í a.m.k. tvo tíma í viðbót og að séð yrði um, að hún gæti ekki haft sam- band við neinn. — Ertu viss um, að henni sé treystandi? — sagði hann að síð- ustu. V- Ég er þess fullviss, — sagði Dix hljóðlega. — Ef það er ekki rétt, þá verður það verst fyrir þig ekki síður en fyrir hana, sagði maður- inn og grimmdartónninn í rödd- inni ieyndi sér ekki. — Eg skil, — sagði Dix. Maðurinn sneri sér við og gekk í burtu nljóðlausum skrefum. Dix stóð og horfði á eftir honum út í myrkrið, þó hún væri viss um, að hann gæti ekki lengur séð neinn eða neitt. því svo var orðið dimmt. Hún ætlaði að fara að kalla á haan og segja honum að henr.l liði óþolandi illa í úlnliðunum, þegar hún heyrði hljóð, eins og bíll væri settur í gang. Hún heyrði að hann var í gangi dálitla stund, áður en hann lagði af stað nið- ur veginn. Þetta var merkið, sem Dix hafði beðið eftir því hann snerist á hæl og kom til hennar. Hann kraup niðui við hlið henn- ar lýsti með ljóskerinu á úlnlið- ina á henni og skar í sundur böndin með beittum hníf. Hún byrjaði að nudda á sér hendurnar til að reyna að fá blóð- ið á hreyfingu. Dix skar böndin af fótum hennar og án þess að segja eitt einasta orð slökkti hann á ljóskerinu og lagði handlegginn utan um hana. — Mér þykir þetta leiðinlegt, ástin mín, — sagði hann með rödd, sem hún hafði aldrei heyrt fyrr. Hún fann varir hans snerta1 sínar og hann kyssti hana. Þesi koss var ólíkur þeim fyrri. Hann kom henni algjörlega að ó- vörum, en þegar hún hafði náð að átta £ig barðist hún við að losna frá honum, reyndi að ýta honum frá sér og losa varir sínar undan kossum hans, en allt kom fyrir ekki. En um leið og hún barðist á móti honum, fann hún sælu og gleðitilfinningu hríslast um sig alla og hún fann til unaðar, sem hún hafði aldrei þekkt fyrr. Allt í einu varð hún ró- leg, hreyfingarlaus af undrun og fögnuði, sem kossar hans vöktu innra með henni. Hún fann eld loga í sér eins .og nýtendrað bál og líkami hennar varð rólegur og varir hennar mjúkar við snert- ingu hans. — Mér þykir fyrir þessu! — Ó, ástin mín. Mér þykir þetta leið- inlegt. Hún heyrði varla rödd hans. Hún vissi bara að allur líkami hennar og sál var lifandi og titr- aði af sælu og unaði, sem var meiri en hún hafði nokkurn tím- an látið sér til hugar koma að væri til. Þá vissi hún, að þetta var ást. Þetta var það, sem hún hafði leitað að og ekki skilið. Það var ástin, sem gerði kossinn að ein- hverju dásamlegu, einhverju heil- ögu, sem um leið var svo stór- kostlega töfrandi, að hún gat varla dregið andann. Að síðustu sleppti hann henni. Hún vissi, að hann horfði á hana og augu hans leituðu að andliti hennar í myrkr- inu. Það var ekki fyrr en hún var laus úr faðmi hans, að hún mundi eftir rauða litnum, sem hún hafði séð bregða fyrir á bátn um og hún mundi eftir, hvað hafði gerzt og hverjir höfðu ver- ið viðriðmr það. Þgð var eins og hann fyndi, hvað hún var að hugsa, því hann sagði: — Af hverju komstu hingað? Þú hefur ekki hugmynd um, hvað þetta hefði getað verið hættu legt fyrir þig. — Hvernig hefði ég getað vitað það? — spurði hún. — Ég treysti þér. — Ég veit það. — Rödd hans varð hörkuleg. Hún reyndi að komast á fætur og hann hjálpaði henni. — Hvernig gaztu . .! — spurði hún og varð skyndilega full angist ar. — Hvernig gaztu gert þetta? í stað bess að svara lagði hann hendutrnar utan um hana atftur. — En þú elskar mig, — sagði hann fagnandi. — Hver sem ég er og hversu slæmur sem ég kann að vera, þá elskarðu mig. Um stund barðist hún við hann og sigurvissuna 1 rödd hans og síðan, vegna þess að henni var ómögulegt að standa á móti því, sem hún óskaði heitast lét hún undan og varir beirra mættust og þau þrýstu sér að hvort öðru enn einu sinni. — Þú elskar mig, — sagði hann stundarkorm seinna. — Já, ég elska big, — sagði hún. j Hún skalf um ieið og hún, sagði þetta, en það var ekki aðeins af, kulda næturinnar heldur af kulda sem virtist koma innan frá dýpstu rótum hjartans og umlukti hana eins og dökkt ský. Hann fann, að hún skalf og lagði handlegginn utan um hana. — Þér er kalt, — sagði hann. — Ég ætti ekki að halda þér hérna lengur. Þér getur orðið of kalt. Við skulum koma inn í bíl- inn. Hann er ekki langt frá. — Ég verð að fara aftur á hótel ið, — sagði Alloa dálítið æst. — Ekki strax, — sagði hann og hún fylltist skelfingu við það, sem hún skildi ekki og þó ekki síður við sjálfa sig. Hann tók undir handlegg hennar og þau lögðu begjandi af stað. Fætur þeirra sukku í mjúkan sandinn og leiðin var ógreiðfær og sein- farin, þar til jarðvegurinn varð fastari í sér. Þau gengu að furu- ÚTVARPIÐ Sunnudagur 21. júlí 8.30 Létt morgunlög: 8.55 Fréttir. 9.10 Morgúntónleikar. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju Prestur: Séra Jakob Jónsson dr. theol. Organleikari: Páll Hall dórsson 12.15 Hádegis- útvarp 13.00 Miðdegistónleikar: Móses og Aron. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 14.30 Landsleikur í knattspymu milli fslendniga og Færeyinga. 15.20 Endurtekið efni: D’agur í Stykkishólmi. (Áð ur útvarpað 11. júlí s. 1.) 16. "'25 Sunnudagsl'ögin 16.55 Veður fregnir. 17.00 Barnatími: Einar Logi Einarsson stjórnar 18.00 IStundarkorn með Samuel Bar ber. 18.20 Tilikynningar 18.45 Veðurfregnir 19.00 Fréttir Til kynningar 19.30 Ljóð eftir Hug rúnu 19.45 Kórsöngur í útvarps sal: Karlakórinn Geysir á Akur eyri. 20.15 Frá Aþenu Vilhjálm ur Þ Gíslason fyrrv. útvarps- stjóri flytur ferðaþátt. 20.50 Ein leikur á fiðlu. 21.10 „Gengið á HeMu sumarið 1911“ Ágústa Björnsdóttir les kafla úr ferða % bók Alberts Engströms. 21.25 Hljómsveitarmúsík frá Noregi Englandi og Frakklandi. 22.00 Fréttir og veðui'fregnir. 22.15 Danslög 23.25 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 22. júlí 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. 15.00 Miðdegis- útvarp 16.15 Veður- fregnir fslenzk tónlist 17.00 Fréttir. Klassísk tónlist 17.45 Lestrarstund fyrir litlu börnin 18.00 Óperutónlist 19.00 Frétt ir 19.30 Um da*N?inn og veg inn Auðunn Br S»einsson skóla stjóri talar. 19.50 „Þi-östurinn sat hljóður" Göm.u lögin sung in og leikin. 20.20 Spunahljóð Umsjónarmenn: Davið Oddsson og Hrafn Gunlaugssno. 20.50 Tónleikar. 21.20 Búnaðarþáttur: Grasleysi og heyöflun. Gísli Kristjánsson ritstjóri flytur þáttinn 21.40 Djass á heimssýn ingunni í Montreal 22.00 Frétt ir og veðurfregnir 22.15 íþrótta báttur Jón ^sveirsson flytur þáttinn. 22.30 Hljómplötusafn ið í umsjá Gunnras Guðmunds sonar. 23.25 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.