Tíminn - 24.07.1968, Blaðsíða 6
6
ThviiNN
MIÐVIKUDAGUR 34. júlí 1968.
Ferðalag Framsóknarfélaganna
Hin árlega skemmtiferð Fram-
sóknarfélaganna í Reykjavík var
farin síðastliðinn sunnudag. Að
þessu sinni var leiðin valin um
Suðurland, eins _og lesendur Tím-
ans hafa séð. í stórum dráttum
var ferðatilhögunin þannig, að
ekið var sem leið liggur inn að
Stöng í Þjórsárdal, þaðan um
Búrfellsvirkjunarsvæðið, yfir
Þjórsá fyrir ofan Búrfell, og kom-
ið þar á Sprengisandsveg, ekið
niður í Galtalækjarskóg, síðan yfir
Ytri-Rangá á vaði skammt fiyrir
ofan Galtalæk, þar sem stanzað
var. Frá Gunnarsholti var svo far
ið niður á þjóðveginn, vestur hjá
Hellu, og ekið um Þykkvabæinn,
og upp á þjóðveginn aftur fyrir
ofan Meiritungu, og síðan eins
og leið liggur til Reykjavíkur, og
komið þangað kl. 11 um kvöldið,
eftir rösklega fimmtán tíma ferð.
Þessar sumarferðir Framsókn-
arfélaganna eru orðnar nokkuð ár
vissar. Það er fastur liður í starf-
semi félaganna að fara slíkar ferð
ir einu sinni á sumri, bæði til
þess að gefa þeim félagsmönnum
sem áhuga hafa fyrir því, kost á
að ferðast saman í hóp, og eins
til að gefa þeim og öðrum tæki-
færi til þess að skoða sérkenni-
lega og fallega staði á landinu.
Með þetta í huga hefur það jafn-
an verið kappkostað, af þeim sem
séð hafa um þessar ferðir, að
velja leiðirnar þannig, að þær
byðu upp á sem fjölbreytilegast
og fegurst landslag, og að komið
væri á merka sögustaði.
Að þessu sinni hafði verið leit-
að til þriggja manna, til þess að
veita fróðleik sérstaklega, um þá
leið sem farin var. Fyrst skal
nefna Þór Magnússon safnvörð og
fornleifafræðing, sem flutti fróð-
legt og skemmtilegt erindi, um
Þjórsárdal, lýsti dalnum og þeim
hugmyndum sem uppi eru um
eyðingu hans. Einnig lýsti hann
bæjarhúsunum á Stöng, húsaskip-
un þar, og örnefnum í dalnum.
Erindi Þórs var bæði fróðlegt og
skemmtilegt, og hlýddu menn á
það af miklum áhuga. Þá flutti
Sigurjón Pálsson, bóndi á Galta-
læk, fróðlega og skemmtilega lýs-
ingu um nágrenni síns heimabæj-
ar. Hann sagði okkur meðal ann-
ars frá því, að áður fyrr hefði
verið mikill skógur norður af
Galtalæk, allt fram um 1860 til
1880, og sagnir hermdu að þessi
skógur hefði verið svo stór um
miðja síðustu öld. að það hefði
tekið tvo klukkutíma að fara með
lest í gegnum hann hvernig sem
farið var. Þessi skógur er nú að
mestu eyddur, aðeins eftir litlar
leifar niður undir Ytri-Rangá,
sem kallaður er Galtalækjarskóg-
ur. Sigurjón taldi fullvíst, að eyð-
ing þessa mikla skóglendis, þarna
efst í Landssveitinni, sem hann
áleit að skeð hefði á árunum 1860
til 1880, hefði orðið vegna gífur-
legs uppblásturs. Uppblástur-
inn hefði komizt undir rætur
trjánna, svipt sem sagt gróður-
torfunni af á tiltölulega skömm-
um tíma. Þá lýsti Sigurjón einn-
ig síðasta Heklugosi, en hann er
allra manna kunnugastur um
Heklugos. Benti hann meðal ann-
ars á gamla bæjarstæðið frá Næf-
urholti, sem blasti við upp í hæð-
ardrögunum austan Rangár, en þar
stóð Næfurholtsbærinn fram til
1845 í Heklugosinu, er hann lagð
ist af og var fluttur neðar. Þá
rann hraun niður með túninu,
raunverulega niður farveg bæjar-
lækjarins. Þegar komið var niður
að Gunnarsholti, tók á móti hópn
um Páll Sveinsson sandgræðslu-
stjóri, og lýsti þeim stórvirkjum
sem hann og hans menn hafa ver
ið að gera á undanförnum árum,
og réttnefni er að kalla stórvirki.
Þar hefur örfokasandi verið
breytt í gróðurlendi, ýmist bit-
haga eða ræktað tún. Til þess að
gefa fólki nokkra hugmynd um
hversu stórt í sniðum þetta er,
sagði sandgræðslustjórinn okkur
að hann myndi heyja í sumar
12000 til 14000 hesta af heyi, og
það allt af landi sem grætt hef-
ur verið upp, og áður var örfoka.
Það fer um mann einhver örygg-
istilfinning, að hlýða á mann eins
og Pál Sveinsson sandgræðslu-
stjóra, sem talar af mikilli þekk-
ingu og miklu öryggL Og ör-
yggistilfinninguna fær maður
vegna þess, að maður hefur það
á tilfinningunni að tækni manns-
ins sé komin á það stig að hann
geti ráðið náttúruspjöllin, ef rétt
er að unnið. Þá er ekld aðeins
hægt að stöðva þann uppblástur,
sem nú á sér stað og ógnar mest
á hálendinu, heldur er möguleiki
á að græða landið upp í stórum
stíl.
SetiS yfir skrinukosti.
Ég held að engum sem þarna
var í garðinum í Gunnarsholti síð
astliðinn sunnudag hafi blandast
hugur um það, að stærsta verk-
efnið sem íslenzka þjóðin á fram-
undan sé að auka gróðurlendi
landsins, stækka hið gróna land.
Frá Gunnarsholti var svo hald-
ið eins og leið liggur niður á
þjóðveginn og framhjá Hellu, en
þar fór fram þennan dag mikið
hestamannamót og var fjöldi bíla
og hesta þar austan árinnar. Síð-
an var ekið um Þykkvabæinn og
marga kílómetra leið fram hjá
kartöfluökrum þeirra Þykkvabæ-
inga, vestur að Þjórsá, og síðan
upp með henni eins og leið ligg-
ur, og á þjóðveginn aftur hjá
Meiritungu og síðan til Reykjavík
ur, en þangað var komið kl. rúm-
lega 11 um kvöldið, eftir rösklega
15 klukkustunda ferð. Segja má,
að það sé tvennt, sem ráði úrslit-
um um það, hvort slíkar ferðir
sem þessar takast vel eða ekki,
það sé veðrið og leiðsögumenn-
irnir. Ég held að við höfuim verið
heppin með hvort tveggja síðast-
liðinn sunnudag. Veðrið var eins
gott og frekast verður á kosið,
hlýtt, úrkomulaust, en ekki sterk
sól. Og leiðsögumennirnir skiluðu
sínu hlutverki með miklum sóma.
Að minnsta kosti varð ekki ann-
að heyrt á örþreyttu ferðafólk-
inu, þegar það kom í bæinn um
kvöldið en að það væri ánægt eft-
ir langan, erfiðan en mjög við-
burðaríkan og fróðlegan dag.
Lagt var af stað kl. 8 um morg-
uninn, og farið í átta langferða-
bifreiðum, þátttakendur voru um
300. Á Selfossi bœttust í hópinn
alþingismennimir Björn Fr.
Björnsson, Ágúst Þorvaldsson, á-
samt Óskari Jónssyni fulltrúa, en
þessir þrír menn fylgdu okkur all
an daginn, voru leiðsögumenn
sinn í hverjum bíl, enda allir þaul
kunnugir á þeim svæðum sem um
var farið. Aðrir leiðsögumenn
sem voru í þessari ferð, voru Ein-
ar Ágústsson, aiþingismaður, Árni
Þórðarson fyrrverandi skólastjóri
Þorsteinn Eiríksson yfirkennari,
Þór Magnússon safnvörður og
Kristjián Benediktsson kennari.
Þegar haldið var frá Stöng, eft-
ir að hafa dvalið þar í blíðskap-
arveðri í nærfellt tvo klukkutíma,
og snætt hádegisverð frá Þorbirni
í Borg var ekið niður að Búrfells-
virkjuninni, en forráðamenn Foss
kraft höfðu góðfúslega gefið leyfi
til þess að fara mætti um virkj-
unarsvæðið. Ekið var fram hjá
stöðvarhúsinu og síðan sem leið
liggur upp að inntaksmannvirkj-
unum hjá Þjórsá, en á þeirri leið
er hægt að sjá efra op jarðgangn-
anna, sem liggja í gegnum Sám-
staðamúlann. Þegar komið var að
Þjórsá, fór fólkið úr bílunum,
skoðaði inntaksmannvirkin og
gekk síðan yfir brúna. Ástæða er
til að færa forráðamönnum Foss-
kraft, og þá sérstaklega Árna
Snævarr verkfræðingi þakkir fyr-
ir góða fyrirgreiðslu. Þess má
einnig geta, að þegar lagt var upp
úr Galtalækjarskógi, þar sem mið
degiskaffið var drukkið, meðan
Sigurjón Pálsson flutti sitt fróð-
lega og skemmtilega erindi, var
haldið yfir vað á Ytri-Rangá.
Þetta er óvenjuleg leið fyrir stóra
langferðabíla, enda urðu nokkrar
tafir við að komast yfir ána. Leið-
in niður með fjöllunum, fram hjá
Næfurholti og Selsundi er ekki
fjölfarin. En þessi leið er einhver
sú allra fegursta og fjölbreytileg-
asta, sem hægt er að hugsa sér.
Þarna eru Hekluhraunin gömlu
alls staðar á næsta leiti, og gróð-
urinn í hraunsprumguinum fallegur
og sérkennilegur.
Horfið var að því ráði að stoppa
ekki í Þykkvabænum, heldur
stanza þegar kom að Sandhóla-
ferju og þar var kvöldverður
snæddur. Sandhólaferja er merki-
legur staður, þar lá þjóðbraut um
í aldaraðir, meðan aðalverzlunar-
staður Rangæinga og Skaftfell-
inga var á Eyrarbakka. Það er
einkennileg tilfinning að standa á
hömrunum út við Þjórsá, þar sem
að áður voru ferjuprammar, og
Framhalo á bls 15.
Yfir vatnsföll var að fara.
í Gunnarsholti.