Tíminn - 24.07.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.07.1968, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. júlí 1968. TIMINN 9 Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- iýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími: 12323 Auglýsingaslmi: 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Askriftargjald kr 120.00 á mán Innanlands — I lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. t. „Viðreisnin“, sem senn er tíu ára, hefur verið flestum landsmönnum þungur kross og illar búsifjar með óða- verðbólgu sinni, skattpíningu, lánakreppu, okurvöxtum og öðrum fylgifiskum, en þó fáum eða engum þyngri í skauti en þeim, sem við þjóðhollan atvinnurekstur fást. Þannig má segja, að „viðreisnin“ hafi verið öðru fremur stríð við athafnamenn í landinu, meira að segja mjög skæð styrjöld, þar sem valkestir hafa hlaðizt. Afhroð iðnaðarins er þó mest, enda hefur „viðreisnar- herinn“ fastast að honum sótt. Áður en þessi sérstæða borgarastyrjöld hófst, áttum við hér töluvert fjölbreytt- an og vöxtulegan iðnað, sem efldur hafði verið af litlum efnum skref fyrir skref, og vorum á allgóðri leið að því marki að gera sjálfir þá hluti, sem okkur eru brýnastir í daglegu lífi, ýmist af innlendum eða erlend- um hráefnum. Nú eru mörg þessara iðnfyrirtækja fallin í valinn í stríði ,,viðreisnarinnar“ gegn þeim athafnamönnum, sem að þessum þjóðnytjaverkum unnu. En styrjöldin var ekki bundin við þær vígstöðvar einar. Hún breiddist sífellt út og lagði að velli eða lamaði fleiri atvinnufyrir- tæki og athafnamenn. Ungir athafnamenn, sem vildu brjótast í því að stofna atvinnufyrirtæki, fengu enga hjálp, en ráku sig von bráðar á þau vígvirki „viðreisn- arinnar", sem að framan eru nefnd og urðu að láta undan síga. Það voru aðeins ,,athafnamenn“ innan gæsa- lappa, sem voru brjóstabörn „viðreisnarinnar“. Þegar Morgunblaðið klappar athafnamönnum með gælum á vangann og hælir þeim fyrir dugnað og atorku, er það sams konar verknaður og ármanna þeirra, sem sendir voru í skjóli gestrisninnar til þess að draga lokur frá hurðum, svo að óvinir ættu greiða leið í bæinn. Slík hefur hernaðaraðferð „viðreisnarinnar" gegn athafna- mönnum þjóðarinnar verið í þessu stríði. Vatn til Eyja Um síðustu helgi gerðust þau merkilegu tíðindi í sögu stærstu verstöðvar á íslandi, að hún fékk ferskt og heil- næmt vatn af uppsprettulindum landsins leitt um saltan sjó út til eyja. Þar með var leyst þúsund ára gamalt vandamál Vestmannaeyinga, eins og bæjarstjóri þeirra komst réttilega að orði. Allir vita, hve mikill bagi það er í daglegu lífi að hafa ekki gott vatn, en þegar um er að ræða verstöð með fjölmennum bæ, þar sem stóriðnað- ur í fiskverkun fer fram, verður það enn tilfinnanlegra. í raun og veru hafa Vestmánnaeyjar verið sá staður á landinu, þar sem mest var þörf á góðu vatni. Vatnsveita þeirra Vestmannaeyinga er tæknilegt stór- virki og verður vafalaust mjög dýr, en heilnæmt vatn er í flokki nauðsynlegustu og sjálfsögðustu lífsþæginda, sem eðlilegt er að miðla meðal manna með sameiginlegu átaki eins og rafmagni, og þar sem um er að ræða byggð, sem er verulegur burðarás í þjóðarbúskapnum, verður enn eðlilegra, að þjóðin öll veiti nokkurn styrk og aðstoð við svo dýra en lífsnauðsynlega framkvæmd og lítil sann- girni í því, að Vestmannaeyingar verði að borga drykkjar vatn sitt margföldu verði annarra landshluta. Vatn er sem betur fer víðast hvar svo nærtækt, að sam- hjálparkerfi um öflun þess og miðlun er ekki knýjandi nauðsyn þjóðarinnar allrar, en Vestmannaeyingar hafa þarna algera sérstöðu um vanda, sem á að leysa að einhverju leyti á félagslegan hátt. En hvað sem um þetta er að segja er ástæða til að óska Vestmannaeyingum til hamingju með stórvirkið, sem er þeim meiri lífsbót en aðra getur grunað. Stríð við athafnamenn Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN S------- --- - —” G. L. Sulzberger: Couve de Murville forsætisráð- herra er ötull raunsæismaöur Hann hefur frá fyrstu tíð vakið á sér athygli fyrir skarpar gáfur og er vinnuvíkingur. Ró sinni heldur hann, hvað sem á gengur, og er í stjórnmálum miklu meiri tækni maður en flokksmaður. Couve de Murville forsaetlsráSherra Frakka ÞBIR munu mjög fáir, sem hafa séð Maurice Couve Mur- ville, hinn nýj'a forsætisráð- herra Frakka, komast úr jafn- vægi eða skipta skapi. Hann hefur gegnt áberandi störtfum í fjórðung aldar og átt sætl í ríkisstjórn de Gaulle í fimmta lýðveldinu síðan hún var mynd uð. Hann er það sem kallað er óhaaganlegur. Hann hrekkur aldrei út úr hlutverkinu og er jafn sjálfsöruggur, hvort held ur hann er að ganga út af ráðstefnu stjórnmálanna eða álpast ofan í sandgrytfju. Oouve, eins og hann er venjulega nefndur, er afburða góður opinber starfsmaður. Hann hefur gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum allt síðan hann úskrifaðist með mjög hárri einkunn og gekk í þann úrvals hóp fjármálasérfræðinga, sem æðstu menn ríkisstjórnarinnar eru venjulega valdir úr. Couve de Murville áitti sæti í stjónn de Gaulles í Alsír, hefur fimm sinnum verið ambassador Frakklands, gegnt utanríkisráðherrastiörfum leng- ur en Tallyrand og fjármála- ráSherra var hann orðinn áður en að hann tók við störfum sem forsætisráðherra. COUVE de Murville er 61 árs að aldri, grannvaxino og grá- hærður, er mjög kurteis í fram komu og afar viðfelldinn á sinn hljóðláta hátt. Hann er kunn- ugur mjög mörgum, en á afar fáa vini.Hann var umsjónar- maður með sonum Harolds heitins Nicolsons, þegar hann var ungur, til þess að betrum bæta enskukunnáttu sína, sem var þó góð fyrir, og framkoma hans þykir síðan minna á, að hann hafi dvalið „handan sunds“. Couve de Murville á ættir að rekja til mótmælenda, sem eru í mikluim mi-nnihluta með- al frönsku þjóð-arinnar, en hún er yfirleitt kaþólsk. En mót- mælendurnir hald-a vel saman, eru efnaðir og hafa yfirleitt mikil áhrif. Sumár blóðheitir menn vitna til hans sem „trés Protestant“, og eiga þá einkum við, að hann sé eins og ofur- Mtið afsíðis. En ættmenn Couve de Murville vor-u auðvitað kaþólskir upphaflega, en sluppu við anfleifð trúar- styrjaldan-na. Fjölskyldan fl-u-tti til Ile de Franoe, sem nú heitir Mauritius, og bjó þar unz Bret- ar hertó-ku ey-na í Napóleons- styrjöldunum. Þá fluttist fjöl- skyldan til Marseilles, síðan til Bordeaux, þar sem tveir ka- þólskir bræður gengu að eiga systur, sem voru mótmæle-nda- trúar, og sn-er-u mönnum sín- um. Maurice Couve de Mur- ville er fæddur í Rheiras, en faðir hans var dómari þar. FORSÆTISRÁÐHERRANN h-efur allt frá æskuskeiði vakið á sér athygli fyrir skarpar gáfur. Jacqu-es Rueff prófess-or frægur franskur séríræð-i-ngur í peningamálu-m, telur Couve einhvern skarpgátfaðasta náms- ma-nninn, se-m han-n ha-fi komizt í kynni við. Réne M-ayer, fyrrverandi for s-ætisráðherra, kenndi Couve ei-nu sinni, og segir, að hann sé eini nemandinn, sem hann ha-fi nokkurn tíma ge-fið ein- kunnina „á-gætt“. Hervé Alp- hand, ráðuneytisstj-óri í utan- ríkisráðuneytinu o-g gamall vi-n ur Couves segir: „Ég var ann- ar í röðinni út úr skólanum, en Maurice var númer eitt. Þann- ig hefur það alltatf verið.“ Couve er eins og hljóðlátur og h-ugulsam-ur afi, forðast sam kvæmislíf Parísar, en er ákafur goltfiðkandi og einstakur vinnu- hestur. Kona hans er frístunda málari og þau eru gagnm-enratuð. U-mfram allt er hin-n nýi for- sætisráðherra þó raunsæismað ur. Einu sinni sagði hann, er högg í golf hafði tekizt sér- lega illa hjá honum: „Gömlu-m mönnum fer aldrei fram á ný og maðurin-n er orðinn gamall fimmtu-gur. Það þýðir ekkert að vera að reyna að láta annað í veðri vaka.“ FYRIR tiu árum var fyrst farið að nef-na Oouve d-e Mur- ville sem hugsanl-egan forsætis ráðh-erra. Þá varð honum að orði: „Það yrði erfitt fyrir for- sætisráðh-erra að starfa án þess að hafa einhvern flokk að 6aki sér í þinginu". Málum er vitaskuld ekki þannig varið í dag. Couve de Murville hefur að vísu ekki sina eigi-n stjórnmála-vél að baki sér, en h-ann er kjörinn á þi-ng í mánuðinum sem leið og d-e Gaulle hefu-r útnefnt hann. Það táknar auðvitað, að m-eirihlutinn í þingi-nu er hon- um hollur. Couve de Murville hefur á- valit fetað í fótspor Rueftfs, síns gamla meistara, bæði við fjármál og stjórmmál, og boðað hefðbundna stefnu í fjármál- um. Árum sam-an barðist hann fyrir því, að gullverðið I doll- urum væri hækkað, en núna, þe-gar hann er orðinn forsætis- ráðh-erra, berst hann eins og ljón til þess að va-ðveita verð- gildi frankan-s, sem á í vök að verjast. Hann fylgir alveg ein- Framhald á 12. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.