Tíminn - 24.07.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.07.1968, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 24 j«M 1968. TÍMINN 11 Mattihías Jodhumsson orti út fararljóð, sem sungin voru við jarðarför Jóns Sigurðssonar og konu hans. f þeim skáldiskap voru tvær líjiÓðHnur, sem miönnum gekk illa að skiija, en Gríimur TThom- sen kom með þessa skýringu. — Mikíli frelsisnoðinn rauði, — það er auðvitað Jón Sigurðs son. — Reykur, bóla, vindaský, — það er Mattlhías. Eiríkur Kristófersson skip- herra á varðskipinu Þór var að flytja nokkra alþingismenn að norðan og vestan til þings. Einn morgun sat hann að kaffiborði með þingmönnum á- samt Birni lækni Sigurðssyni á Keldum, sem einnig var far þegi. Björn spurði þá skipherrann, hvort honum þætti elkki skemmtilegt að sigla svona með allþingismenn til þings. Eiríkur svaraði: — Mér þykir nú alltaf skemmtilegra að flytja þá af þingi. Jón Sigíússon frá Skriðu kxrti var skrítinn í orðatiltækj um og ýkinn. Hann var einu sinni að segja frtá þvá, að hann hefði selt brúargerðarmönnum vænan bola til slátrunar. — Var hann feitur, spurði maður einn, sem þar var við- staddur. — Feitur, svaraði Jón. — Það voru sokkin á honum eyr UB. Guðrún Gísladóttir á Hæli var einu sinni spurð að því, hvernig henni litist á manns- efni stúlku einnar, sem þótti mjög myndarleg, en pilturinn var álitinn lítt að tnanni: Guðrún svaraði: — Ef h'ann væri vettlingur og ég hefði prjónað hann, þá mundi ég rekja hann upp. fsak Ingimundarson póstur var oft kerskinn í orðurn. Einu sinni keypti hann hest af Stefáni í Starkaðarhúsum í Flóa. Seinna hitti Stefán ísak og spurði hann hvernig honum Mkaði hesturinn. Þá svaraði fsak. — Hann lætur fyrr shta af sér hausinn en hreyfa sig. FLÉITUR OG MÁT Á aiþjóðlegu skákmóti í Maribor í Júgóslavíu í fyrra kom upp eftinfarandi staða í sfeák þeirra K. Maleshieh, Júgó slavíu, og Karls Robatsch frá Austuri'íki. Leiknir höfðu verið 21 leik ur er Júgóslafinn, sem hafði hvítt, lék í 22. leik Rb4. Ro- batsdh svaraði með Dxp og sfeákin tefldist þannig áfram. 23. Rxp Bb7 24 Rib4 c5 gefið. — Hafðu engar áhyggjur, vinur. Við losum þig fljótlega — eða er það efeki, Gunnlaugur ... Gunnlaugur. Krossgáta Nr. 76 Lóðrétt: 1 Gröfturinn 2 Féll 3 Vatnagróður 4 Útrýma 6 Land 8 Keyrðu 10 Miklu 12 Kona 15 Svar 18 Keyri. Ráðning á gátu nr. 76 Lárétt: 1 Perlon 5 Sór 7 As 9 Umla 11 Töf 13 Sel 14 Jllu 16 ID 17 Ómuðu 19 Filmur. Lóðrétt: 1 Platir 2 RS 3 Lóu 4 Orms 6 Kaldur 8 Söl 10 Leiðu 12 Flói 16 Uml. 18 Um. Lárétt: 1 Dansar 5 Veru 7 Kusk. 9 Margvislega 11 Gerast 13 Svifs 14 Kjána 16 Öslaði 17 Ventu 19 Röskur. ÁSTART> Barbara McCorquedale 37 og Alloa færði sig lítið eitt frá honum. Hún sá rétt sem snöggv- ast andlit föður síns fyrir sér, þar sem hann stóð í stólnum og hvatti söfnuð sinn til að standa á móti freistingunum og að halda boðorðin. Hún vissi vel, hvað hann hefði sagt '!* hana undir þessum kringumstæðum. Hún vissi, hvað var rétt að gera. og hvað henni bar að gera. En um leið og hún færði sig frá Dix, sneri hún sér að honum aftur. _ — Ég get það ekki, ég get það ekki. Tárin komu fram í augu henn- ar og runnu niður kinnarnar. Hann hélt henni í faðmi sér dálitla stund blíðlega og án nokkurrar ástríðu. Þá lyfti hann höfði hennar á móti sér og horfði niður á vanga hennar, sem voru baðaðir tárum og kyssti þau blíð lega í burtu. — Ég gleymi þessum tárum aldrei, — sagði hann. Þau eru það dýrmætasta, sem mér hefur verið gefið. Hann sagði þetta mjög alvar- legur og bætti svo við með mjúkri röddu. — Hættu að gráta ástin mín og sagðu mér, hvenær þú ætlar að giftast mér. Alloa opnaði augun og starði á hann. — Gi . . Giftast þér? — stamaði hún. — Auðvitað, — sagði hann. — Er það ekki hinn óumflýjanlegi endir á því, þegar fólk er ástfangið? — Ég skal sverja við biblíuna. að þó ég hafi drýgt svívirðilega glæpi, þá hef ég aldrei verið kvæntur. Ég get bætt því við, að ég hef heldur aldrei beðið neina að giftast mér. — Þú ætlar að giftast mér elsku litla Alloa, er það ekki? Alloa leit undan, því hún var hrædd við að horfast í augu við hann. — Það er of . . . snemmt, — svaraði hún. — Ég hef . .ekki hugsað um það. Ég get ekki gef- ið þér svar. Ég verð að hugsa mig um. Hún fann að hann hrökk við og síðan sagði hann með gerbreyttri röddu. — Auðvitað, ég var búin að gleyma því, að þú verður að ákveða, hvort þú getur horfst í augu við þá smán að vera gift þjóf. — Nei, nei, það er ekki það, — hrópaði Alloa. Það eru foreldrar mínir. Ég verð að útskýra þetta fyrir þeim. Ég verð að segja þeim þetta, því ég gæti ekki sagt þeim ósatt. Þau verða að fá að vita sannleikann. — Ég skil. Hann talaði hægt eins og hann væri að velta einhverju vandamáli fyrir sér og sagði síðan. — Setj- um svo, að þau neiti að gefa sam- þykki sitt? — Hvað gerirðu þá? — Þau gætu ekki neitað. Þau gerðu það aldrei, — sagði Alloa. — Þau verða særð og eiga erfitt með að skilja þetta. en þau neita mér aldrei um leyfi til að giftast þeim, sem ég vil giftast. — En setjum svo, að þau geri það? sagði hann ákveðinn. — Gerum ráð fyrir, að þau legðu nú blátt bann við því? Alloa spennti greipar. Hún sá fyrir sér andlit föður síns fölt og afmyndað ekk: af reiði held- ur af þjáningu og vonbrigðin í svip móður sinnar. Þau höfðu bundið miklar vonir við hana. Þau hafði langað til að gefa henni svo margt, sem þau höfðu ekki ráð á og þau höfðu fært miklar fórnir, til þess að veita henni þá hluti, sem hún þarfnaðist. Hún var einkadóttir þeirra. Við hana voru bundnar allar beirra óskir vonir og áform. — Jæja, að hvaða niðurstöðu hefurðu komizt? Dix beið eftir svari. Hann vissi, að hún varð að svara honum. Hún reyndi að finna ekki um of til návistar hans, reyndi að gleyma, að hann sat við hlið henn ar og að varir hennar voru enn héitar eftir kossa hans. En samt virtist ekkert líf, eng ir menn eða neitt annað en þau tvö. Þau voru ein, ein í ríki sínu og allt annað var horfið út í dökkvann fyrir utan. Henni fannst eins og fortíðin hefði þurrk ast út. Jafnvel fræðsla föður henn ar sem hafði verið henni mikils virði, og sem henni hafði fundizt að hlyti að vera það mikilvægasta. Þá kom upp í huga hennar til- vitnun, sem var lausnin á þessu öllu og svarið, sem hún var að leita að. Hægt og hægt kom hún fram á varir hennar um leið og hún mundi hana og hún heyrði sjálfa sig segja: — Amor vincit umnia. — Allt sigrar elskan Þetta var svar hennar. Þetta var svarið, sem Dix beið eftir. Ástin var meiri og voldugri en hleypidómar, reglur, takmarkanir og trúarskoðanir eða jafnvel lífs- mælikvarðinn._ Það var ástin, sem máli skipti. Ást, sem gæti fyrir- gefið allt og jafnvel skilið allt. Hún sneri sér snöggt við í örm- um hans Hún leit á hann og augu hennar glömpuðu í ljósinu frá mælaborðinu. Varir hennar titruðu örlítið um leið og hún talaði, en rödd hennar var styrk. — Ég ætla að giftast þér, — sagði hún. — Því — því ég elska þig svo heitt. Klukkustundum seinna, má vera að það hafi ekki verið svo löngu seinna. því tíminn virtist hættur að vera til kyssti Dix hana á augun og sagði. — Ég ætla að fara með þig á einhvern stað, þar sem við get- um fengið okkur eitthvað að borða og drekka. Ég mundi allt í einu eftir því, að ég hef ekkert borðað síðan á hádegi og svo ætla ég að sjá um, að það slái ekki að þér. — Mér er ekki kalt, — svaraði Alloa. Það voru orð að sönnu. Líkami hennar var heitur og sælustraum ar ástarinnar fóru um hana alla. Hún var rjóð í kinnum og varir hennar virtust brenna undan ástríðufullu kossaregninu. — Ef þú horfir svona á mig, get ég ekki sett bílinn í gang, — sagði hann. Hún hló og færði sig dálítið frá honum, en þá dró hann hana (að sér aftur. — Ég get ekki I sleppt af þér hendinni. — sagði | hann. — Ekki nokkra stund. Ég held, að þú hafir sett mig í álög. Ég hef aldrei á ævinni borið lík- ar tilfinningar til nokkurar konu. Aldrei datt mér í hug, að ég ætti eftir að liggja andvaka nótt eftir nótt vegna konu. — Hefur þú gert það? — spurði hún. — Næstum hverja einustu nótt síðan ég aá þig fyrst. 1 — En samt skrifaðirðu mér ekki og reyndir -kki að hitta mig aftur í London, — sagði Alloa. — Mig langaði til þess, — sagði hann. — En af sérstökum ástæð- um gat ég ekki komið aftur á Claridge hótelið. Augnaráð Allou varð flöktandi I og hún þorði ekki að líta á hann. Hún gat getið sér þess til, hvaða ástæður það hefðu verið, en hún sagði ekkert, heldur hugsaði til þess með angist, að þetta væri aðeins ein af mörgum stundum í lífi hennar, þegar hún yrði að sætta sig við hið óumflýjanlega og spyrja einskis. — Kysstu mig, — hvíslaði Dix í eyra hennar. — Þú ert svo yndisleg svo óskaplega falleg, að því verður ekki með orðum lýst. Einhvern tíman ætla ég að kaupa ' þér falleg föt, svo fólk geri sér grein fyrir. hvað þú ert falleg. Og hver skyldi nú borga þau? jAllou langaði til að spyrja þess- ÚTVARPIÐ Miðvikudagur 24. júlí 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Við vinn-una: Tónleikar. 14.40 Við, sem helma sitjum. Inga Blandon les. 15,00 Mið.degisútvarp 16.15 Veður fregnir. íslenzk tónlist. 17.00 Fréttir Tónlist eftir Alexander Scriabin 17.45 Lestrarstund fyr ir litlu börnin 1800 Danshljóm sveitir leika Tilkynningar. 18. 45 Veðurfregnir Dagskrá kvölds ins 19.00 Fréttir Tilk 19.30 Dag- legt mál Tryggvi Gíslason mag ister flytur þáttinn. 19.35 Tækni og vísindi. Rafeindastríð stór- veldanna: Páll Theódórsson eðiis fræðingur flytur síðara erindi sitt. 19.55 Einsöngur i útvarpssal: Guðmundur Guðjónsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson, sem ieikur undir á píanó 20,15 Ólaf ur Briem, timburmaður á Grund Séra Benamín Kristjánsson flytur erindi íID 20 45 Fiðlusónata í G-dúr eftir Ravel. 21.05 Þáttur Horneygla 21.40 Sinfóníuhljóm. sveit Lundúna teikur 22.00 Frétt ir og veðurfregnir 22.16 Kvöld sagan: „Viðsjár á vesturslóðum* eftir Erskine Caldweli í þýðingu Bjarna V Guðjónssonar Kristinn Reyr les (2). 22.35 Djassþáttur. Ólafur Stephensen kynnir 23.05 Fréttir í stuttu mál. Dagskrár lok. Fimmtudagur 25. júli 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hiá- degisútvarp. 13.00 Á frívaktinni. Ása Beck stjórnar óskalaga- þætti sjómanna. 14.40 Við, sem heima sitjum Inffa Blandon les. 15.00 MiðdegisútvvP. 16.15 Veö urfregnir Ballettónlist. 17.00 Fréttir. Tónlist eftir Robert Scbumann. 17.45 Lestrarstund fyrir litlu börnin. 18.00 Lög á nikkuna. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. 19.30 „Nærgætn ir draugar“ smásaga eftir Thorp McClauski Guðjón Guð júnsson þýðir oa les. 20.00 Selló sónata i D-dúr op 58 eftir Mendelssohn 20.25 Dagur á Egilsstöðum. Stefán Jónsson á ferð með hljóðnemann. 21.30 Útvarpssagan: „Vornótt“ eftir T. Vesaas. Þýðandi Páll H. Jónsson. Heimir Pálsson stud. mag. les. sögulok. 22.00 Frétt ir os veðurfrevnir 22.15 Kvöld sagan' ,V!ðs’ár á vesturslóð- um“ eftir Erskine Caldwell. Kristinn Reyr les (3). 22.35 Frá tónlistarhátsíð i Schwetzingen í mai s. 1. 23.10 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlck.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.