Tíminn - 24.07.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.07.1968, Blaðsíða 8
TIMINN — MIÐVIKUDAGUR 24. júlí 1968. Yfirleitt þarf mikinn kraft og viljastyrk til að' leita til drykkjumannahaeta. 8 Við könnumst við ýmsa drykkju rúta úr bókmenntum oikkar, t. a. m. Magnús í Bræðratungu, og Siigurð Breiðifjörð, sem fórnuðu flestu á altari Baikkusar. En hvað um konurnar þeirra. Hvergi sér þess stáð, að þær hafi fengið sér neðan í því, enda þótt l'íf þeirra hafi ekki verið neitt sældarbrauð. Ef til vill hefðu þær drekkt sorg- um sínum í guðaveigum, hefði það veritf tizka meðal kynsystra þeirra á þeim tífnum. Hwer veit? En tízkan er breytileg, og íslandssól- ir nútímans vi'lja yfirleitt ekki vera eftirlbátar rnanna sinna á neinum sviðum, jafnvel ekki í Bakkusardýrlkuin, þar sem þeir hafa haft forystuna um aldarað- ir. Þáð er uggvænleg staðreynd að drykkjiuskapur meðal kvenna fær ist nú mjög í vöxt, og er orðinn að vandamiáli nú hin síðustu ár. EÆtirfarandi grein er endursögð úr dönsku blaði, en Danir eiga við þetta sama vandamál að etja, og hafa gert ýmislegt til að sporna gegn þessari þróun, sem er óheilla vænleg, hvað sem líður jafn- rétti karla og kvenna í heiminum. Við höfum ekki nákvæma vitn eskiju um alkóhó'lneyzlu þjóðarinn ar. Aö vísu eru til tölur um það, hver heildarneyzlan er, og hvað hver íbúi drekkur að meðaltali. En við vitum ebki, hver drekkur hvað, og hversu mikið. Og við færum heldur ekki nærri um það, þótt við spyrðum hvern ein asta íslending, hvað hann drykki mikið áfengi, því að fólk lýgur til um víndrykkju sína, ekki áð- eins að öðrum, heldur einnig og ékki síður að sjáifu sér. Þeir, sem á annað borð neyta áfengis í ein- hverjum mæli, gera annað hvort of lítið úr því, eða miklást af þvi, og stór hluti drykkjumanna, hefur enga bugmynd um hversu milkið þeir drekka. Danir álíta, að alköhólistar í Danmörku séu 50—60 þúsund tals ins, en sú tala er alls óábyggileg, og líkur benda til þess að hún sé allmiklu hærri. Al'lsendis ógerlegt er, að henda reiður á all^ alkó- hólista í landinu. Þeir einu, sem einhver vitneskja er til um, eru þeir, sem sijúkrahús heilsuhæli og aðrar slíkar stofnanir hafa sam- band við. Það eru til tölujr yfir þá, og af þeim má draga ýmsar ályktanir, m. a. þær, að áfengis neyzla meðal kvenna færist stöð- ugt í vöxt. Stúlkur á tvítugsaldri, eiginkonur og mæður á miðjum aldri, konur frá góðum heimilum haifa ofurselt sig áfengisnautninni. Danska tímaritið Ude og Hjemme hafði fyrir skömmu við tal við forstöðumann hejlsuhælis og endunbæfingarstöðvar fyrir drykkjumenn í Kaupmannahöfn, og sagði hann, að konur væru nú allt að 30% af sjúkilingunum, en fyrir nokkrum ánim hefðu þær aðeins verið 5%. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að 56% þessara kvenna hófu drykkju fyrir örfáum árum, en aðeins 10% karlmanna á hæl inu höfðu drukkið svo skamman timia. 81% þessara drykkjukvenna hófu drykkju fyrir tíu árum eða Skemur, en aðeins 41% af karl- mönnunu'm. Hvaðan koma allar þessar konur? Ætla mætti að þær væru úr skuggahverfum Kaup- mannahafnar, að minnsta kosti flestar þeirra, en svo er ekki. Þær eru frá gjörvallri borginni, ekki sízt frá hinum betri hverfum. Yf- irleitt eru þetta millistéttakon- ur, og flestar á aldrinum 35—40, en einnig eru þarna kornungar stúlkur, stundum rúmlega 10 stúlkur innan við tvítugt. Hvers vegna drekka þessar kon ur, og hvað drekka þær? Karl- menn koma yfirleitt margir sam- an og drekka, en sumir drekka þó einir sér, og einmitt þeim er hættast við að ofurseljast nautn- inni. Konur drekka hins vegar yfirleitt einar, og oft byrja þær mijög fljótt að neyta sterkra drykkja. Flestar byrja þær með bjórdrykkju, en fljótlega snúa þær blaðinu við og drekka helzt viskí og koníak, eða ámóta sterka drykki, og kona, sem drekikur ómengaðan spíritus er ekki svo sjaklgæft fyrinbrigði. Það furðulegasta er, að þær kon ur, sem dýpzt eru sokknar í drykkjuna eru yfirleitt húsmæður af góðum þjóðfélagsstigum. Þær verða að notast við heimilispening ana til vínkaupa, en mega hins vegar ekki vera það stórtækar, að eiginmanninn gruni eitthvað og þá taka þær sprittflöskuna og súpa á. Þær hafa heyrt, að það sé hægt aö drekka spritt, og þá gera þær það, án þess að vita, hvernig á að drekka spritt. í fyrra voru á heilsuhælinu 6 stúlkur innan við tvítugt, og allar drukku þær óblandaðan spíritus. Þar voru einnig aðnar 5 á svipuð um aldri, sem drukku mjög sterka drýkki, en aðeins ein, sem hélt sig við bjórinn. Svona hóf- lausar geta ungar konur verið í drykkjunni, og konur eru yfir- leitt miklu ákafari í þessum efn- um, heldur en karlmenn. Orsakirnar fyrir drykkjuskap kvenna eru margvíslegar, en þær, sem teljast þyngstar á metunum eru einmanakennd og minni- máttarkennd. Þær orsakir eru miklu algengari meðal kvenna en karla. í annan stað, er talið að tómleikatilfinning kvenna orsaki vaxandi drykkjuihneigð þeirna. Kona, sem hefur auðvelt heim- ili, fá börn, fullar hendur fjár, en á hinn bóginn fá áhugamál, leitar gjarnan til flöskunnar. Auk in fjárráð kvenna eru talin eiga hér mi’kinn hlut að máli. En orsakirnar eru margþættar, eins og að framan greinir, og starf lækna, félagsfræðinga, og annarra, sem við drykkjumanna- og heilsu hælin starfa beinist öðru fremur að því, að grafast fyrir um þær í hverju einstöku tilviki. — Þegar þær eru fundnar er reynt að koma sjúklingumum á réttan kjöl á ný. Fyrrnefndur forstöðu- maður segir, að 20% þeirra sjúklinga, sem leiti tii hælisins séu orðnir fullkomlega heitbrigðir eftir tveggja áxa hamdleiðslu, 55% þurfa hins vegar u. þ. b. fjögur ár til að komast fyllilega á réttan kjöl. Það fer hins vegar mest eftir viljastyrk sjúklingsins, hvort hann læknast, og hvað lang an tíma það tekur. AlkóhóHsta verður að meðhöndla eins og sinnisveikt fólk. Drykkjumannahæl in hafa yfirleitt samiband við fjöl- skyldur sjúklinganna og ráögast við þær, og reyna síðan að gera þeim lífið auðveldara á ýms’a lund. Alkóhólismi er tákn þess, að eitthvað sé að og fólk reynir að breiða yfir þetta „eitt- hvað“ með víni eða lyfjum. Hér er ekki um sjúkdóm að ræða bein línis heldur einhverja meinsemd, sem orsakast af ýmsu utanaðkom- andi, þunglyndi eða líkamlegum sjúkdómum. Ef hægt er að graf ast fyrir um meinsemdina og nema hana á brott, er málið leyst. Það er auðveldara að fá fólk til að ganga í algjiört bindindi heldur en gera það að hófdrykkjufólki. Flestir, sem leita til drykkju- mannahælanna, ætla sér alls ekki í algjört bindindi, heldur vi'lja þeir einungis fá styrk til að draga úr vfnneyzlu sinni. En þegar á höLminn er komið hafa fæstir skap styrk til að neyta víns í hófi, held ur vill allt renna út í sandinn, og þá er eðlilega betna að ha'lda sig a'lgjörlega frá flöskunni. Þótt konur séu yfirleitt taum- lausari í drykkju en karlar, veit- ist þeim oft auðveldara að komast á réttan kj'öl og halda bindindið. Ef til vill stafar þetta aif þvi að konan hefur að jafnaði meiri áð- lögunarhæfileika en karlmaður- inn, og er ákaflyndari jafnt i gleði sem þnaut. En sú átakan- lega staðreynd blasir við, að stöð- ugt fleiri konur verða áfengis- nautninni að bráð, ungar konur láta framtíðarhorfur lönd og leið, og halla sér að flöskunni, og eig- inkonur og mæður vanrækja heim ili sín, skyldustörf og sjáLfa sig og súpa á sprittflöskunni til að kæfa tómleikatilfinninguna, sem gerir stöðugt meira vart við sig meðal þeirra. Vínneyzla er ekki lengur forréttindi hins ste.rka kyns. en hvers vegna leitast ekki ve''i kynið við að vera sterkara á þessu sviði? SetiS aS drykkju á veltingahúsi. — Annars er algengast að konur sitji einar yfir flöskunni. (Þýtt og endursagt).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.