Tíminn - 24.07.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.07.1968, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. júlí 1968. 12 GÓÐIR ÍSLENDINGAR! Á árinu 1968 er væntanleg ný ijóSabók á markað- inn, „Brekkmannsljóð“, eftir Bjarna Brekkmann. — Bjarni hefur áður gefið út tvær ljóðabækur. — Hin nýja bók Bjarna verður um 300 bls. að stærð með mynd af höfundi. Gefin verða út 250 tölu- sett eintök, árituð nafni kaupanda. Bjarni leitar nú áskrifenda að bók sinni, og munu ljóðavinir og velunnarar hans vafalaust hafa hug á að eignast bókina. Verð bókarinnar er ákveðið 750 krónur í skinnbandi, og 500 kr. í shirtingsbandi, sem óskast greitt við áskrift. Ég undirritaður óska að gerast áskrifandi að bókinni í □ skinnbandi í □ shirtingsbandi nafn heimili. og sendi hér með andvirðið í ábyrgðarpósti. Utanáskrift: Guðlaugur Einarsson, hæstaréttarlögm. Box 182, Reykjavík. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja þrjú dreifi'stöðvarhús hér í borg, fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 2.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 7. ágúst n.k. kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 ÞÓRSMÖREC Ferðir í Húsadal 1 Þórsmörk, frá B.S.Í., föstudaga kl. 18. Til baka sunnudaga kl. 15. Aukaferðir um verzlunármannahelgina. Afgreiðsla hjá Bif- reiðastöð íslands. Sími 22300. AUSTURLEIÐ COUVE DE MURVILLE Framhald al bls. 9. dregið gamálkurinum aðferð- um í efnahagsmálum. COUVE de Murville telur mikilvægt og dýrmiætt sam- hengi felast í fornri franskri hefð um miðstjórn, sem á ræt- ur að rekja allt til keisara- tímans, þegar fámennur fram- kvæmdahópur og ráðuneyti RÚSSAJEPPI ÓSKAST Vil kaupa Rússa-jeppa, má vera húslaus með lélega skúffu og véi. Tilboð send ist afgr. Tímans fyrir 1. ágúst, merkt: „Gaz-69“. (illDJÍIN STYRKÍRSSON HÆSTARÍTTARLÖGHAOUR AUSTURSTR/ETI i SÍMI 18354 hjálpuðu ríkisleiðtoganum og gáfu sérfróðum og þrautþjálf- uðum opinberum starfsmönn- um fyrirskipanir. Hann lítur svo á, að frönsk ríkisstjórn eigi fyrst og fremst að gæta hags- muna Prakklands, Þegar allt kemur til alls mætti segj.a að Couve de Mur- ville sé fyrst og fremst tækni- maður í stjórnmálum, en alls ekki sérlega flokksmaður. Hann er fjarrænn, nákvæmur og rólegur þegar hann er að út- skýra aðferðir síoar eða óskir, og ólíklegur til að vekja til- finningahita þeim miklu félags legu breytingum til framdrátt- ar, sem hershöfðinginn hefur í hyggju að koma á. En for- sætisráðherrann er líka manna ólíklegastur til þess að vekja á þeim andúð. Oouve die Murville er sjálf- ur þjálfaður menntamaður og að eðlisfari frjálslyndur, en tekur íhaldssamar aðferðir fram yfir aðrar. Sennilega hefði de Gaulle bershöfðingi tæplega getað valið minna rót tækan byltingarmann til þess að koma á þeim breytinga- áflormum sínum, sem hann kennir við hluttöku, TIMINN Garrincha, einn dáðasti knattspyrnu maður veraldar hefur hrapað af stjörnuhimninum ... Garrincha — fall hans varð hátt. Nú flýgur hann ekki leng- ur framhjá bakvörðunum Fáir knattspyrnumenn í heiminum, sem leikið hafa í stöðu útherja, hafa lilotið eins mikla frægð og Mamoel Francisco dos Santos, eða Garrincha, en undir því nafni er hann betur þekktur í knatt- spyrnuheiminum. Annars er Garrincha nafn á litlum fugli, sem á heima í Brazilíu, en það er eiunig heimaland þessa fræga knattspyrnumanns. Enginn, sem notið hefur þeirr ar ánægju að sjá þennan hjól- beinótta og eldfljóta leikmann í leik, getur gleymt honum. Með ógnarhraða, smábolvindum og frábærri knattmeðferð, kom liann öllum bakvörðum, sem hann lék á móti, í klípu. Alltaf, þegar Garrincha lék, fengu áhorfendur eitthvað fyrir aur- ana sína, við að sjá hann ein- leika í gegnum sterkustu varnir heims og skora. Fyrirsendingar hans þóttu einnig frábærar og enginn lagði knöttinn oftar fyrir hinn fræga Pele í landsleikjum Brazilíu. Viðurnefnið Garrincha fékk hann sem unglingur í heimabæ sínum Petropolis, sem er nærri hinum miklu frumskógum Brazilíu. Þar lifa skrautlegir smáfuglar, sem heita Garrincha. Sem unglingur lék hann sér að því að skjóta þessa fugla með teygjubyssu og grjóti. Og þá festist nafnið við hann. í dag þekkir enginn hann undir öðru nafni en Garrineha. Manoel fæddist krypplingur. Eftir mikla skurðaðgerð tókst læknum að bjarga fótum hans, en þó ekki betur en það, að hægri fóturinn vísar inn á við. en sá vinstri út á við og er hann jafnframt styttri en sá hægri. Þegar hann var 17 ára gamall. fór hann með kunningja sínum til Ríó. Þessi kunningi hans ætlaði að sýna stóru félögunum í Brazilíu þetta undrabarn, sem Garrincha var í knattspyrnu. þrátt fyrir bæklunina. Hann fór með hann beint til voldugasta knattspyrnufélags Brazilíu, Botafogo. Þetta var 19. júní 1953. Og maðurinn, sem átti eftir að reyna hæfileika hans, var enginn annar en hinn frægi Nilton Santos, markvörður brazilíska landsliðsins og Bota- fogo í mörg ár. Garrincha var þá hvorki læs né skrifandi. Löng lega í sjúkrahúsi hafði taf ið hann frá námi. Hann gat því hvorki lesið dagblöð né neitt annað og hafði aldrei heyrt tal- að um Nilton Santos né séð hann leika. Að sjálfsögðu hafði Nilton heldur aldrei heyrt get- ið um Garrincha. En það átti eftir að breytast. Hið með- aumkunarfulla bros hvarf á svipstundu, þegar hann sá hvern ig Garrincha lék með knöttinn. Á næstu 5 mínútum lék Garr- ineha sér að einhverjum bezta bakverði heims, Djalma Santos, eins og hann væri ekki til. Eft- ir þetta var Garrincha boðið inn til forráðamanna Botafogo og þar skrifaði hann undir sinn fyrsta samning. Nokkrum árum síðar var hann orðinn heims- frægur. í heimsmeistarakeppninni 1958, sem fram fór í Svíþjóð, lék Garrincha með brazilíska landsliðinu í fyrsta sinn í HM- keppni. Og í úrslitaleiknum, gegn Svíum, sem Brazilía vann 5:2, skoraði Garrincha eitt mark anna og lagði önnur þrjú upp. Fjórum árum síðar í HM í Chile, var Garrincha stjarna heimsmeistarakeppninnar og átti mjög stóran þátt í sigri Brazilíu, en þá var Pele slasað- ur. í síðustu heimsmeistarakeppni í Englandi 1966 var Garrincha enn með brazilíska landsliðinu. En nú var hann farinn að gefa sig. Uppskurður og sjúkrahús- lega höfðu minnkað getu hans sem knattspyrnumanns. En þó mátti sjá í fyrsta leiknum, gegn Búlgaríu, að hann var ekki dauð ur úr öllum æðum. Hann skor- aði annað mark Brazilíu af löngu færi úr aukaspyrnu. Knötturinn þaut eins og raketta fram hjá undrandi markverði Búlgaranna efst í bláhornið. En allir sáu, að Garrincha var að gefa sig og brátt myndi hann syngja sinn síðasta svana- söng sem knattspyrnumaður. Sömu sögu var reyndar að segja um aðra leikmenn liðsins. Stuttu eftir heimkomuna var hann sett ur út úr sínu gamla liði, Bota- fogo, og seldur fyrir lítið verð til 1. deildar liðsins Corinthins, en þar var hann enginn styrkur. Og nú er svo komið, að mað- urinn, sem heillaði milljónir um allan heim með leikni sinni á knattspyrnuvellinum, er orð- inn gjaldþrota. Hann lifir á smá peningaupphæðum frá rík- um Brazilíumönnutn. Ástarævin týri með söngkonunni Elsu Suarez vai’ð þess valdandi, að hann skildi við konu sína. Nú er svo komið, að ekkert knatt- spyrnulið, hversu lélegt sem það er, vill fá hann til sín. Ný- lega var hann dæmdur í 90 daga fangelsi fyrir að borga ekki meðlag með 8 dætrum sín um, sem hann átti í hjónaband- inu. Skuldin nam upphæð, sem svarar til 25 þús. ísl. króna. Einn af hinum ríku vinum hans borgaði þessa skuld fyrir hann, þegar hann hafði setið 15 daga í fangelsi. Garrincha er niðurbrotinn maður. Hinn heimsfrægi út- herji er hættur að fljúga fram hjá bakvörðum mótherjanna. Hann hefur hrapað til jarðar eins og litlu fuglarnir, sem hann lék sér að skjóta niður í frum skóginum við Pau Grande og bera sama nafn og hann, Garr- incha. (Þýtt og endursagt —klp.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.