Tíminn - 24.07.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.07.1968, Blaðsíða 5
MEDVIKUDAGUR 24. júlí 1968. TIMINN 1SPEGU TÍMANS Þessi mynd er tekin í New York skömmu eftir Miss Uni- verse fegurðarsamkeppnina. Þetta er sigurvegarinn Martha Vaseoncellos, frá Brasilíu og myndin er tekin á svölum Hiltonhótelsins þar í borg. * Norðmenn fagna nú þeirri miklu breytingu, sem orðið hef ur á krónprinsi þeirra, síðan hann trúlofaðist Sonja Harald- sen. Henni hefur tekizt á stutt- um tíma, það sem föður hans hafði mistekizt og var hættur að reyna — að fá Harald til þess að sinna opinberum skyld um konungsfjölskyldunnar. Sem dæmi má nefna það, að það er sagt, að áður en Harald ur trúlofaðist hafi hann ekki komið í norska þjóðleikhúsið nema tvisvar sinnum, í annað sinn til þess að setja Ólympíu- leikana. En síðan hann trú- lofaðist Sonju. kom hann allt í einu í leikhúsið þrisvar í einnu viku. Listaverkasalar í Osló eru einnig farnir að verða þeirrar náðar aðnjótandi að sjá og tala við krónsprinsinn, því að upp á síðkastið hefur hann lagt leið sína til þeirra og segja Norð- menn að hann sé farinn að festa peninga sína í annað en það sem flýtur á vatni og hefur hann keypt nokkur málverk til þess að prýða með væntanlegt heimili sitt. En það, sem einna mest hef ur komið á óvart, er sjón- varpsviðtal við prinsinn. Þar sagði hann, að áður fyrr hafi hann látið sér nægja að lesa dagblöðin og tímarit. En nú væri hann farinn að lesa Ibsen. Allar þessar breytingar þakka Norðmenn Sonju, og vona nú, að hún, sem er mjög vel klædd, taki það næst fyrir hendur, að breyta klæðaburði prinsins, sem er að sögn fyrir neðan allar hellur. Nelson Rockefeller er sem kunnugt er að berjast fyrir því að verða útnefndur, sem for- setaefni repúblikana í Banda- Þegar Carlo Ponti giftist Sophiu Loren, hét hann því, að kaupa handa henni falleg- asta hús í heimi. Þetta hús fann hann svo í um það bil þrjátíu kílómetra fjarlægð frá Róm. í upphafi var það höll frá því um fimmtíu fyrir Krist en á fimmtándu öld byggði rómverskur fursti við hana. í húsinu eru fimmtíu herbergi og mörg gólfanna eru lögð mósaik, sem þrátt fyrir aldur- inn er vel varðveitt. Baðkers- kranarnir eru úr gullu og und- ir húsinu er gamlar katakomb- ur. í síðasta stríði bjuggu Þjóðverjar í þessari höll og var hún svo illa farin eftir búsetu þeirra, að það tók þrjú ár að gera við hana. Innanstokks- munir þeirra Sophiu og Carlos eru flest allt fornir munir, elztu húsgögnin frá því um sextán hundruð og yeggina prýða listaverk frá öllum tíma- bilum eftir alla þekktustu mál- ara heims. ★ Bítlarnir hatnast við að stofna hvert fyrirtækið á fæt- ur öðru. Pyrir nokkru síðan opnuðu þeir hárgreiðslustofu á King's Road í London. Þar eiga síðhærðir sveinstaular að geta hætt sér inn til þess að láta klippa hár sitt án þess að eiga á hættu að hárskerinn klippi of mikið. * ríkjunum. Hér sjáum við hann á kosningafundi þar sem hann er að ræða við kjósendur. 5 Á VÍÐAVANGl 50% umferð á 4% vegakerfisins Það er talið, að um 30% af allri umferð um vegi á íslandi hvíli á aöeins um 1%% vega- kerfisins og um helmingur um- ferðarinnar hvíli á aðeins um 4% veganna. Vegirnir, sem bera um helming umferðarinn- ar, eru: Reykjanesbraut, vegur- inn frá Reykjavík að Þjórsá, vegurinn frá Reykjavík að Dals- mynni, vegarkaflar við Akjir- eyri, vegurinn milli Egilsstaða og Lagarfljótsbrúar, vegurinn að Akranesi, vegurinn að Borg- arnesi og vegurinn miUi Reykja- víkur og Þingvalla. Þessir vegir eru um 400 kíiómetrar samtals og aðeins Reykjanesbrautin ein er með varanlegu slitlagi. Opin- berar heimildir sýna, að við- haldskostnaður á hvern ekinn kílómetra hefur farið lækkandi með hverju árinu, þrátt fyrir hina stöðugu og sívaxandi um- ferð um vegina. Það er því ekki að furða að einmitt þessir vegir sem hér hafa verið taldir, séu einhverjir þeir verstu yfirferð- ar. Umferðin um suma þessara vega er orðin svo þung, að óger- legt er með öllu að halda þeim í sæmilegu horfi með malar- ofaníburði. Þær tilrauuir, sem gerðar hafa verið með olíumöl, hafa gefið svo góða raun, að fullkomlega eðlilegt virðist að leggja olíumöl á þá vegi, þar sem umferð fer ekki yfir þúsund bíla á dag. Olíumölin er langódýrasta varanlega slit- lagið, sem góða raun hefur gef- ið. Kostnaðurinn við að leggja olíumöl á þessa vegi, án þess að undirbyggja þá sérstaklega nema í undantekningartilfellum, er tiltölulega mjög lágur, og sparnaður í viðhaldi þessara vega réttlætir fullkomlega víð- tæka notkuu olíumalar. Molbúabúskapur Ríkissjóður hefur haft liundr- uð milljóna króna í tekjur af bifreiðum og rekstrarvörum þeirra, umfram það, sem lagt hefur verið til vegamála. Hin éðlilega stefna og sjálfsagða er sú, að öllum tekjum af umferð inni verði varið til vegakerfis- ins, a. m. k. um nokkurt ára- bil meðan verið er að leggja hraðbrautirnar varanlegu slit- lagi. Ef við hefðum gert þetta á síðustu fimm árum, gætum við nú ekið á breiðum og góð- um vegi með varanlegu slitlagi norður til Akureyrar og austur að Þjórsá og unnið væri nú að varanlegu slitlagi á þá vegar- kufla, sem hér voru taldir að ofan. Og við höfum vissulega efni á því að búa við sæmilega vegi og umferðin sjálf getur staðið undir kostnaðinum. Síð- ustu árin höfum við aðeins fjár- fest um 1% tekna okkar árlega í bjóðvegamannvirkjum. Á sama tíma hefur viðhald veg- anna verið undir %% af þjóð- artekjunum. Til þjóðveganna höfum við því samtals varið undanfarin viðreisnarár innan við IV2 % af þjóðartekjum. — og menningar- þ jóðfélög Vestur-Þjóðverjar og Banda- ríkjamenn verja nú árlega um 2,5% þjóðartekna sinna til þjóð vega og skal þá haft í huga, að þeir hafa búið við fullkomið þjóðvegakerfi mn langt skeið. Japanir gera ser einnig grein fyrir því, að vegirnir eru undir- staða iðnþróunanr og eyða nú Framhald-a bls. 15. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.