Tíminn - 24.07.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.07.1968, Blaðsíða 14
14 TIMINN 'i 'mrr»rpn-^~i 1—11 MIÐVIKUDAGUR 24. júlí 1968. LÖGTAK Eftir kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi úr- skurðast hér með lögtak. Verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjald- enda en ábyrgð ríkissjóðs að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöld- um gjöldum: Hækkunum á þungaskatti af díselbifreiðum skv. lögum nr. 7 frá 1968 (vegalögum), sem féllu í gjalddaga 1. júlí s.l., söluskatti 1. og 2. ársfjórð- ungs og nýálögðum viðbótum við söluskatt eldri tímabila, áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, gjöldum af innlendum tollvöruteg- undum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbygg- ingum, almennum og sérstökum útflutningsgjöld- um, aflatryggingasjóðsgjöldum, svo og trygginga- iðgjöldum af skipshöfnum 1. og 2. ársfjórðungs 1968, ásamt skráningargjöldum. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 19. júlí 1968. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar. för móður okkar, Sigríðar Grímsdóttur, Krossavík, Vopnafirði. Jörgen Sigmarsson, Ingibjörg Sigmarsdóttir, Bergþóra Sigmarsdóttir, Björn Sigmarsson, Gunnar Sigmarsson. Þökkum hjartanlega öllum þeim er auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Sigríðar Á. Björnsdóttur, Grettisgötu 45a Systkini og vandamenn. Útför eiginmanns míns, Þorbjörns Ingimundarsonar, Andrésf jósum, Skeiðum, fer fram frá Ólafsvallarkirkju, laugardaginn 27. júlí og hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 13.30. Ingigerður Bjarnadóttir. Útför föður okkar, tengdaföður og afa, Jónasar Jónssonar frá Hriflu, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 26. júlí kl. 15. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vllja minnast hins látna er bent á Hallgrímskirkju. Fjölskyldan. Útför Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi fer fram í Fossvogskapellu, föstudaginn 26. júlí kl. 10.30. Adda Bára Sigfúsdóttir, Sigfús Bjarnason, Kolbeinn Bjarnason, Benedikt Gíslason, Geirþrúður Bjarnadóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Sonur okkar og bróðir, Gísli G. Axelsson, Álfhólsvegi 43, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 25. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveit- ina. Guðrún Gísladóttir, Axel Jónsson, Jóhanna Axelsdóttir, Þórhannes Axelsson. „SUNDSKÁK" Framhald af bls. 3. Kr. Jónsson með 4. í sjötta sæti var Norðmaður og verður þetta að teljast ágætur árangur hjá íslenzku taflmönnuinum, sérstak- lega þegar til þess er tekið, að í hópi gestanna voru margir sterk ir skákmenn. „Sundsfcák" var algjlörlega ó- þokkt fyrirbrigði hér á iandi þang að til sænsku gestirnir á mótinu skoruðu á fslendingan’a 1 eina slíka. Eitthvað mun „sundskák“ tíðkiast á Norðurlöndum, en hún fer þannig fram, að þeir sem tefla verða að troða marvaðann út í miðri sund’laug með skákborð á milli sín og tefla síðan eftir mætti. Hver keppandi hefur tiu mínútur til umráða og á meðan má hann aldrei snerta botn sundlaugarinn ar með fótunum né sleppa fingrun um af sloákborðinu. Aðstoðarmaður er út í lauginni meðan viðureign in stendur og safnar hann leik- mönnum sem felldir eru í þar til gerða kassa. Engin vandkvæði eru á því að hemja leikmennina á skákborðinu þar eð þeir eru allir úr segulstáli að neðan. Hins vegar er öllu enfiðara fyrir keppendurna að hemja sig í vatninu og balda sér á floti. „Sundskákirnar" voru tefldar í sundlaug Loftleiðahótelsins og vöktu þær mikinn fögnuð áhorf- enda og hlógu menn dátt af til- burðum keppendanna, þegar þeir mörúðu í hálfu kafi og drógu niður með sér taflborðið þannig að flæddi yfir. Sigurvegari í „sund skákinni" varð Anton Sigurðsson. ÁSTANDIÐ VERSNAR Framhald af bls. 1. í byrjun fundarins flutti Björn Halldórsson, framkv.stj. skýrslu um sölu- og framleiðslu mál. Sagði hann m.a. að nú væri að skapast mjög alvariegt ástand í frystiiðnaði lands- manna. Orsakir þessa vœru ei-nkum eftirfarandi: 1. Mikil vandræði, sem skap azt hafa vegna söluerfiðleika á skreið og saltfiski. 2. Stóraukin bolfiskafli í vor eftir að vertíð lauk, sem leitt hefur til aukinnar framleiðslu, einkum á fiskblokkum. 3. Óvissa um viðbótarsölur á fiski til Sovétríkjanna. 4. Verðlækkun á freðfisk-: mörkuðunum. 5. Stórauknar fiskveiðar j allra helztu fiskveiðiþjóða. i 6. Auknir ríkisstyrkir til fisk! veiða og fiskverkunar hjá aðal; keppinautum íslendinga. Þessar breyitingar til hins verra, að und'anteknum vanda- málum skreiðarframleiðslunn- ar, hafa gerzt síðan fjallað var um starfsgrundvöll frystihús- anna snemma þessa árs. Hjá því verður ekki komizt, að endurskoðia starfsgrundvöHinn strax vegna hinna nýju og breyttu viðhorfa. Nú hefur verið framleitt upp í svo til alla samminga. Hefur því m.a. orðið að stöðva fram- leiðslu heilfrysts smáfisks, en miarkaðir eru takmarkaðir fyrir þessa afurðategund. Afli togaranna hefur verið góður og hafa frystihúsin orðið að taka á móti karfa til vinnslu, þrátt fyrir mikið tap á frystingu karfaflaka. Miklu meiri fiskafli befur borizt á land frá vertíðarlokum, en á sama tíma í fyrra. Stafar það m.a. af því, að fleiri fiskibátar stunda nú þorskveiðar í stað síldveiða. Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru 60 skip við síldveiðar, samanborið við hátt á annað hundrað á s.l. ári. Vegna erfiðleika á skreiðar- og saltfiskframleiðslu hefur einnig stærri hluti aflans farið í frystingu, og hefur því fram leiðslan orðið mun meiri en búast mátti við. Mikið framboð frysts fisks í Bandaríkjunum, m.a. vegna góðrar vertíðar hjá Kan-ad'a- mönnum, hefur léitt til sölu- tregðu. Þá hefur tregða Rússa til að semja um það magn, sem gert var ráð fyrir að selt yrðl á þessu ári, samkvæmt ramma samningi við þá, aukið á erfið leikana. Gunnar Guðjónsson, stjórnar formaður SH, skýrði frá við- brö'gðum stjórnar samtakanna vegna aðsteð'jandd vandamála. Rikisstjórninni hefur verið skýrt frá hinum nýju og breyttu viðhorfum, og standa nú yfir viðræðu.r um þessi mál. Samiþykkt var að fresta auka fundinum meðan viðræðurnar eiga sér stað.“ BIAFRA Framhald af bls. 1. skyndiárás. Um þessar mundir eru um 300 tonn matvæla á leið frá Lagos til Calabar í námunda við Biafra. Eru matvælin flutt á birgðaflutn- ingabílum Nígeríuhers en undir eftirliti Rauða Krcssins. Talsmað- ur Rauða-Ki-ossins hefur sagt, að flutningabíll með matvæli og lyf komi til Ikmthekpene á morgun, en í því er hungursneyðin einna alvarlegust. Samþykkt hefur verið dagskrá friðarviðræðnanna milli Nígeríu og Biafra, sem fram eiga að fara í Addis Abeba innan skamms, en þó hefur ekki verið gengið frá henni í smáatriðum. Leiðtogi sendisveitar Sambandsstjórnar- innar, Allison Ayida, fór á sunnu dag til Lagos til þess að gefa Gowon hershöfðingja skýrslu um viðræðurnar. Sagt var í Lagos í dag, að Sambandsstjórnin hafi lýst því yfir að Alþjóða Rauði Krossinn væri bezt til þess fall- inn að annast neyðarhjálpina til Biafra. Einnig er sagt að Nígeríu stjórnin sé þess albúin að opna birgðaflutningaleið um sitt land- svæði til Biafra. Ojukwu hershöfðingi, leiðtogi Biafra, sagði á sunnudag, að hægt yrði að koma á vopnahléi áður en hinar formlegu friðarviðræður bæifust í Addis Abeba. ÞOTUKAUP Framhald af bls. 16 Ég minnti á það í hádegisverðar erindi, sem ég hélt á fundi Verzlun armannafélags Reykjavíkur hinn 30. sept. s. 1., að svarsins við spurningunni urn framtíð íslend- inga í Norður-Atlantshafsflu'ginu væri e. t. v. fyrst og fremst að leita i okfcar eigin skilningi og viðuiikenningu annarra á þeirri staðreynd, að rökstuðningur Loft leiða fyrir lágu fargjöldunum hlyti að verða má'lstaður íslands, þar sem íslenzkar flugvélar í flugi yfir Norður-Atlantshafið yrðu að vera lengur á leiðinni milli brott farar- og áfangastaða en flug- vé'lar annarra vegna viðkomunnar á íslandi. Ég hef nýlega fengið tö’lur, seffi eru mjög fróðlegar fyrir þá, sem eru svo bláeygir að trúa því, að allur vandi íslendinga leysist með þotukaupum til samkeppni á flug leiðunum milli Evrópu og Amer íku. Þota af gerðinni DC-8 flýgur á sjö klst. og 24 mín. frá London til New York, en þaðan til Lond on á sex klst. og sjö mín. Meö viðkomu og klukkutíma viðdvöl á íslandi fer þessi sama þota vest- ur á níu klst. og fjórum mín., en austur á átta klst. og sjö mín. Hér munar 22% á vesturleið, en 32% á austurleið, eða að meðal tali 27%. Krafan um lægri fargjöld með íslenzkum fluigrvélum á þessuim flugleiðum á, af þessum sökum þann náttúrlega rökstuðning, sem fólginn er í því, að vekja athygli á þeirri einföldu staðreynd, að vegna viðkomunnar á íslandi hljióta þær að vera Ienvgur á leið- inni en hinar, sem fljúga beint til áfangastaða sinna austan hafs eða vestan. Krafa um lá'g fargjöld er þess vegna ekki eingöngu hið gamla réttlætismál Loftleiða. Hún hlýt- ur að vera hin síunga krafa íslend inga um tryggingu fyrír því, að lega landsins fyrirmuri okkur ekki að taka á jafnræðisgrundveli þátt í baráttunni fyrir því að fá að hald'a þeim libla en lífsnauðsyn- lega hundraðshluta, sem við njót um í dag af farþegaflutningunum yfir Norður-Atlantshafið. TÉKKAR Framihald af bls. t við landamæri Tékkóslóvakíu. Heræfingum þessum stjórnar Ivan K. Bagramjan marskálk- ur, en að sögn Isvetsjia eiga þær að standa yfir til 10. ágúst n. k. í Moskvu er fullyrt, að aldrei hafi birzt sambærileg tilkynning í rússneskum blöð- um og tilkynning Isvetsjia um heræfingarnar. í Prag er litið á þetta sem einn liðinn í ,tauga stríði" Sovétmanna gegn Tékk um. Sérstaklega er bent á þá staðreynd, að varaliðið flytur til landamæranna gífurlegar birgðir af bensíni fyrir her- vagna, flugvéla og flutninga- bíla, einnig skotpalla fyrir eld flaugar, tæki til flugvallagerð- ar og ýmislegt fleira sem bend ir til þess að Sovétstjórnin muni hugsanlega geta gripið til umfangsmikilla hernaðarað gerða fari viðræður út um þúf ur. Um leið og tilkynning Isvet sjia var birt var skýrt frá því í Prag, að enn væri margar rússneskar herdeildir í Tékkó slóvakíu. Langur aðdragandi getur orðið að viðræðum. Tékkóslóvakía og Sovétríkin hafa enn ekki komið sér sam- an um hvenær viðræður milli ríkjanna skuli hefjast. Ekki hefur heldur verið tekin ákvörðun um stærð sendinefnd anna, sem ræðast eiga við eða fundarstaðinn. Haft er eftir á- reiðanlegum heimildum, að undirbúningur viðræðna geti tekið marga daga, því að enn eru þjóðirnar aðeins sammála um eitt atriði — að fundinn eigi að halda. Æðsta stjórn kommúnistaflokk- anna tveggja er tékkneska for sætisnefndin og rússneska framkvæmdaráðið, en í hvoru um sig eiga sæti 11 ráðamenn. Rússneska stjórnin er sögð krefjast þess að þessar tvær nefndir ræðist við fullskipað- ar. Það hefur hinsvegar ekki fallið í kramið hjá Dubcek, þar sem að hann á aðeins vís- an fullan stuðning 5 fulltrúa forsætisnefndarinnar. Hinir fimm eru sagðir vilja einskon- ar samkomulag og undanslátt við sjónarmið Rússa, en sagt cr að vilji og hrifning á breyt- ingum í lýðræðisátt meðal al- mennings í Tékkóslóvakíu geti haft áhrif á afstöðu þeirra. Sá sem nelzt hefur orð fyrir fimm menningum þessum heitir Dra homir Kolden. en hann hefur ekki verið valinn á næsta flokksþing, sem halda skal í september. Sagt er að Dubcek vilji helzt t'ara til fundarins við Sovétmenn með hina fimm tryggu stuðningsmenn sína innan forsætisnefndarinn ar og er þetta atriði líklegt til þess að gera undirþúning við- ræðnanna erfiðan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.