Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 1
I T rúar- bragða- stríð? Þatx tíðindi að voldug ríkis- stjóm hóti að bera vopn á vin- veitta þjóð annars ríkis vegna þess að hún leyfir ritfrelsi í landi sínu, vekja furðu heims- ins. Hugmynd tiltekinnar rík- isstjómar að gera almennt rit- frelsi og hugsunarfrelsi í öðru landi að CASUS BELLI við þetta land, er afturhaldsstefna sem ekki samræmist hugmynd- um normals fólks nú á dögum hvar sem er í heiminum, og allra síst rithöfunda. Ég sam- hryggist vinum mínum rússum, þessu góðlynda fólki, sem laungum lifði undir harðstjórn meiri en flestar þjóðir, að verða enn einu sinni að sjá hrollvekj- andi afturhald endurvakið í hótun um einskonar nýtt trúar- bragðastn'ð. Halldór Laxness. Daginn sem leiðtogar tékknesku þjóðarinnar héldu til fundar við Rússa í Cierna, flyktist fólkið inn í kirkjurnar til að biðja fyrir leiðtogum sínum og þjóðinni. Myndin var tekin þennan dag í kirkju heilags Jakobs í Prag. Engir úrslitakostir enn settir á fundinum í Cierna, sem lýkur í nótt Mestu heræfingar Rússa á landamærum Tékkóslóvakíu i NTB-Prag og Moskvu, þriðjudag. ★ Sovczk stjórnarvöld létu að því liggja í dag, að varaliðsæfing amar, sem staðið hafa yfir í grennd við landamæri Póllands og Tékkóslóvakíu s. I. viku, væru í rauninni gríðarlega umfangsmikl ar heræfingar. Tækju þátt í þcim orrustuflugvélar búnar kjarnorku vopnum og meðal æfingaratriða væri hugsanleg árás með kjarn orkuvopnum. Næstæðsti stjórn- andi heræfinganna, N. S. Novikov, hershöfðingi, sagði í blaðaviðtali sem birtist í dag í rússneska blað inu Trud, að æfingarnar væru þær umfangsmestu í sögu rúss- neska hersins. ★ Fundi sovézkra og tékkn- eskra ráðamanna í Cierna-nad-Tis ou var haldið áfram í dag. Við ræðunum í gær lauk kl. 11 um kvöldið og var þá gefin út stutt- orð tilkynning þess efnis, að skipzt hefði verið á skoðunum og rædd mismunandi sjónarmið. í dag hófst fundurinn kl. 10 og var almennt álitið að honum myndi ljúka seint í kvöld eða með morgninum. Ekki er talið að Sovét menn hafi sett Tékkum úrsiita- kosti enn, heldur hafi viðræðurn ar gengið vel, eftir því sem við var hægt að búast fyrirfram. Sov- ézka sendisveitin cyddi nóttinni á rússnesku landsvæði, en Cierna er rétt við rússnesku landamærin og fóru sovézku ráðamennirnir á milli í einkalest sinni. ★ Málgagn rússneska kommún istaflokksins, Moskvublaðið Pravda, birti í dag bréf, sem mið stjórn flokksins átti að hafa bor izt undirritað af stórum hópi verka manna í Tékkóslóvakíu. í bréfinu var kröfu tékkneskra valdhafa um að allt sovézkt herlið hverfi á braut frá Tékkóslóvakíu mót- mælt harðlega. Verkamannaráð bílaverksm. Auto-Prag, en í Prav- da eru starfsm. þessa fyrirtækis sagðir liafa skrifað undir bréfið, Iýstu því yfir í Prag í dag að bréf þetta væri falsað. Heræfingarnar á landamær- unum ógnvekjandi. Víðtækustu heræfingar í sögu rússneska hersins hófust fyrir viku siðan og eru þær taldar einn sterkasti leikur Rússa í hinu mikla taugastríði þeirra gagnvart Tékkum. Hvarvetna á vegum í námunda við landamæri Tékkó slóvkíu, hvort sem það er á rússnesku, pólsku eða austur- þýzku umráðasvæði má nú sjá ýmiskonar stríðsVélar á ferli. Það leynir sér ekki að í Austur-Þýzka landi, Póllandi og Sovétríkjunum er nú verið að flytja herlið og hergögn að landamærum Tékkó slávakíu. Að mestu leyti mun það vera rússneskt herlið sem stendur í þessum umfangsmiklu liðsflutn- mgum og það vekur athygli og um leið ugg, hversu mikið af þunga vopnum er nú safnað að tékkn- esku iandamiærunum, t. d. má þar nefna fiugvélar búnar kjarnorku sprengjum og skriðdreka. Einnig eitg.a sér stað miklir birgðaflutn- ingar til landamæranna. Þrátt fyrir allt gætir bjartsýnL Fundi Tékka og Rússa í Cierna- nad-Tisou var haldið áfram í dag kl. tíu. Fundinum lauk í gær kl. 23, en hann er haldinn í byggingu rétt við járnbrautarstöð Framhald á bls. 14. Unilever stendur fyrir gjörbyltingu í fiskirækt IGÞ-Reykjavík, þriðjudag. Vik-bræðurnir í Noregi, sem fyrstir manna gerðu jákvæðar tilraunir með að ala ferskvatns fiska í sjó, seldu Uniiever- hringnum hugmyndina á sín- um tíma með þeim árangri, að í haust kemur sex punda regn- bogasilungur á markaðinn, sem er á bragðið eins og lax. Er talið að þessi regnbogasilung- ur vcrði hættulegur keppinaut- ur Iaxins á markaði í framtíð- inni. Tilraunir með þetta sér- kennilega fiskeldi hafa staðið yfir á vegum Unilever síðastlið in þrjú ár í Norður-Skotlandi. Var sumt af regnbogasilungn- um, sem notaður hefur verið við tilraunirnar, fenginn frá Danmörku, en þar verður hann u-m hálft pund í eldistjörnum. Að vísu getur hann orðið stærri, en hann er framleiddur i þessari stærð vegna þess að hver fiskur á að vera hæfUeg- ur skammtur á diskinn (portion fiskur). Unilever hefur þessi þrjú ár látið gera tilraunir með regn- bogasilunginn samkvæmt kenn ingum Vik-bnæðra. Eldisstöðin er staðsett við sjó. Seiðin e u látin í tjarmir með fersku vatm, smátn saman er dælt sjó í þess ar tjarnir, unz fiskurinn hefur aðlagazt. Þá er honum komið fyrir í búrum á firðinum við eldisstöðina, og á tveimur og hálfu ári nær hann 5—6 pd. þyngd. Við venjulegar aðstæð ur verður regnbogasilungurinn hálft pund að þyngd á sextán til átján mánuðum. Þetta er talin slík bylting, að menn eru uggandi út af sam keppninni, sem laxinn fær á markaði. Stafar þessi uggur lfka af því, að við að vaxa í sjó, verður regnbogasilungur- inn raúður í sárið eins og lax inn, og segjia þeir, sem smakk að hafa, að alls enginn munur sé á bragði af silungi og laxi. Hefur jafnvel heyrzt að silung urinn þyki betri á bragðið, bæði reyktur og soðinn, enda er það trúlegt, þar sem um Framhald á nls 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.