Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 31. júlí 1968. ■9 9 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur t Eddu- búsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Áskriftargjaid kr 120.00 á mán Innanlands — t iausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmlðjna EDDA h. f. Norræna eldfjalla- rannsóknarstöðin í þeim mánuði, sem nú er að kveðja, hafa að líkind- um verið fleiri erlendir ferðamenn á ferli hér á landi en nokkru sinni áður, þegar ekkert sérstakt hefur staðið til eða kallað á erlenda gesti hingað. Mjög margir þessara erlendu manna eiga fyrst og fremst erindi við óbyggðir landsins, hraun, eldfjöll, jökla og sanda. Það eru náttúru- skoðendur og náttúrufræðingar. Fjöldi slíkra gesta fer vaxandi með ári hverju. Tunglfarar og hermenn koma hingað og telja sig finna á auðnum íslands tilvalin þjáMunarsvæði. Mest þykir okkur þó um vert náttúru- dýrkendurna og náttúrufræðingana, sem kunna að meta rannsóknarefni og fegurð hinnar sérstæðu náttúru. í þessum sívaxandi áhuga á íslenzkri náttúru birtist okkur forspá þess, sem koma skal. Fóik fjölbýlislanda leitar hér andstæðunnar heima fyrir, og vísindamenn munu fá hér tækifæri og aðstöðu, sem varla á hliðstæðu í öðrum löndum. Hér verða miklar vísindastöðvar í líf- fræði og jarðmyndunarfræði. Þetta minnir okkur á fyrsta skrefið, sem nú er verið að stíga, stofnun norrænnar eld- fjallarannsóknarstöðvar hér á landi. Það mál er merki- legri og vísir að meiru, en menn gera sér almennt grein. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, átti hugmynd- ina að henni, og hann kom henni áleiðis til fulltrúa íslands í Norðurlandaráði. Ólafur Jóhannesson, formað- ur Framsóknarflokksins, sem sæti á í ráðinu, flutti málið þar á s.l. vori og hann var formaður nefndar þeirrar, sem um það fjallaði í ráðinu. Málinu var alveg einstak- lega vel tekið þar, og það fékk alveg sérstaka hraðferð í afgreiðslu á þinginu, því að mönnum var mjög í mun að koma því áleiðis. Málinu var vísað til ríkisstjórnanna, eða nánar til tekið til menntamálaráðherra landanna til framhaldandi meðferðar og tillögugerðar um framkvæmd. Hins vegar hafa engar fregnir borizt af því enn, að þeir hafi að því unnið, eða á hvaða rekspöl það kynni að hafa komizt síðan. Ætla mætti, að það væri óskráð skylda íslenzkra aðila, og þá fyrst og fremst menntamála ráðuneytisins, að ýta á eftir málinu eða jafnvel beita sér fyrir því, að ríkisstjórnirnar létu það til sín taka. í hinni óvenjulegu hröðu afgreiðslu málsins í Norður- landaráði felst beinlínis vilji ráðsins um það, að fram- kvæmd þess dragist ekki úr hömlu. Á íslandi er alveg einstök aðstaða til starfs slíkrar vísindastöðvar, sem ekki hefði aðeins norræna þýðingu, heldur alþjóðlega. Jarðmyndunarfræðin og jarðfræðin eru sívaxandi vísindagreinar. ísland er eitt mesta eld- fjallaland heims og einnig eitt hið yngsta. Það liggur yfir Atlantshafssprungunni svonefndu, sem æ meiri vísindaathygli beinist að, og beinlínis er orðin eitthvert mesta og mikilvægasta rannsöknarefni í heiminum í jarðfræði. Á síðustu árum hefur gefizt hér færi á að fylgjast með landnámi lífsins á nýrri eyju. Allt af má búast við eldgosum. Þar að auki er ísland mjög í þjóð- leið nú orðið. Hinar Norðurlandaþjóðirnar virðast skilja vel þessa sérstöðu landsins, og það framlag sem það getur veitt til sameiginlegra vísindastarfa, en á þeim vettvangi er einmitt líklegt, að norræn samvinna verði mjög náin í framtíðinni og vænleg til afreka. tslend- ingar eiga að knýja á um það, að þessi eldfjallarann- sóknarstöð komist á fót sem fyrst. Hún mun síðar verða meðal höfuðsetra jarðfræðivísindanna í heiminum. TIMINN f Veröur Richard Nixon kjörinn forseti Bandaríkjanna í haust? Bardagaaðferðir hans eru nú allt aðrar en þær voru fyrrum, en mál færslan ber einkenni lögfræðingsins. Hitt er svo annað mál, hvort eiginleikar rannsóknardómara séu sérstök prýði á forseta. „ÓSKAÐ er eftir fram- bjóðanda í kosningunum til fulltrúadeildar þingsins og engin reynsla í þeim efnum áskilin. . . Hvaða ungur mað- ur sem er, búsettur í hérað- inu, getur gefið sig fram. Æski legt er að hann hafi verið í hernum, hafi sæmilega mennt- un og búi yfir ýmsum hug- myndum um umbætur í land- inu yfirleitt“ Þessi yfirlætislausa auglýs- ing birtist í héraðsblaði einu í Kaliforníu og þar er að finna upptökin að stjórnar- ferli Nixons. en ekki í draum- um vellauðugs föður um eins konar konungdæmi. Nixon gaf kost á sér samkvæmt auglýs- ingunm og bauð sig fram í 12. héraði Kaliforníu við kosning- ar til fulltrúadeildar þingsins árið 1946. Han var búinn að spara saman 10 þús. dollara, lagði helminginn af því fram í kosningasjóðinn og lofaði að heyja „hlífðarlausa og harða baráttu“. Og hann stóð fylli- lega við orð sin. Hann bar sigur úr býtum í þessari fyrstu baráttu og gerði að kjörorði sínu að „hvert einasta atkvæði. sem Nixon fær, er greitt gegn þjóðnýtingu allra stofnana í hinni frjálsu Ameríku". Fjórum árum síðar bauð hann sig fram við kosn- ingar' til öldungadeildarinnar gegn Helen Gahagan Douglas. Þá sannaði hann ágæti sitt með því að gefa út áróðurs- skjal, þar sem ferill frú Doug las var rakinn og hún talin eini sósíaiistinn í fulltrúa- deild þingsins Það var engu síður í þessari kosningabar- áttu en í þeim þætti. sem Nix- on átti í að koma upp um meinsæri Algers Hiss, að hann ávann sér ævarandi hatur frjálslyndra og viðurnefnið „svika-Dick“ sem loðað hefur við hann síðan. MÖRG ár eru nú liðin síðan Nixon lagði þessar og þvílíkar bardagaaðferðir á hilluna og ó. sanngjarnt getur virzt, að ó- heiðarleika orð skuli loða við mann, sem er jafn strangheið- arlegur í öllu sínu dagfari. Hann hefur hvað eftir annað harðneitað að verja sig gegn mannskemmandi ásökunum meðal annars af hollustu við Eisenhower, sem var honum ekki ævinlega hollur húsbóndi Þó má segja, að þessi óheið- arleikaorðrómur eigi raunveru legan rétt á sér að einu leyti. Verulegs og áberandi óheiðar- leika verður að vísu ekki vart í málsmeðferð Nixons í kosn- ingaræðum sínum að þessu sinni, en ljóst er, að hann er eins og góðum lögfræðingi ber fljótur til að nota allar tiltæk- ar röksemdir. sem styrkja mál stað hans. Hann hélt til dæmis ræðu i Micihigan um daginn og tal aði sig þá í þá undarlegu af stöðu að halda blákalt fram. að vegna þess. að i landinu ríkti „tveggja flokka kerfi“ geti bæði þeir, „sem óska eft- ir breytingum“ og eins hinir, „sem vilja halda öllu ó- breyttu", greitt honum at- kvæði. ÚTVARPSRÆÐA, sem Nix- on flutti seint í júní, er ann- að gott dæmi um þessa máls- meðferð. Ræðan var flutt á einföldu og skýru máli og fim lega með rökin farið. Fjallað var um þá, sem „framandi“ eru í afstöðu sinni í banda- rísku pjóðlffi og þær „milljón- ir annarra Bandaríkjamanna" sem snúast á sveif með þeim í því, sem siður skyldi. Nixon gruggaði upp, afar fimlega og með þeim hætti að Þriðja grein mjög lítið bar á, óánægjuna bæði til hægri og vinstri unz hann var farinn að sveipa um sig skikkju Roberts Kenne- dys, orðinn postuli „nýrrar stefnu" og orðinn leiðtogi „byltingar allra hugmynda um það, hvernig skipuleggja eigi allt þjóðlrfið að nýju“. Og hvað voru svo þessar hug myndir? Þær voru í raun og veru lítið annað en hinar gömlu og margslitnu kenning- ar Republikanaflokksins í ofur lítið nýrri úrfærslu. „Valdið hefir verið að safnast saman í Washington undangengin þriðjung aldar og nú er hinn rétti tími til að snúa þeim straumi við“ í SÖGU hins fræga Svína- flóaævintýris er að finna gott dæmi um, hvernig Nixon hugs- ar í raun og veru. Svo bar við eitt sinn í kosningabarátt- unni árið 1960, að Kennedy virtist vera að krefjast þess, að öflum þeim, sem voru and- stæð Castro og vildu gera inn- rás á Kúbu, yrðu veitt meiri og virkari aðstoð en áður Nixon varð skelfingu lost- inn, en ekki þó, að því er hann sjálfur segir, fyrir þá sök að Kennedy tók frumkvæðið um andstöðu gegn kommúnist um, sem Nixon bar að eðlileg- um hætti. Ástæðan var miklu fremur sú staðreynd, að Nix- on var sem varaforseta kunn- ugt um, að CIA var í laumi að vinna að því. sem Kenne- dy kraíðist að gert yrði. Nixon heldur fram, að Kennedy hafi með leynd verið látinn vita, hvað til stóð. en tekið oann kost að gerast „ó- ábyrgur" Hvað gat Nixon tek ið til bragðs': Hann gat ekki brugðist við með þeim hætti að gera uppskátt um fyrirætl- unina. í þess stað ákvað hann að „grípa til allt annarra ráða Ég yði að ráðast gegn uppá stungu Kennedys á þeim forsendum. að framkvæmd hennar væri brot á skuldbind- ingum okkar samkvæmt samn ingum“. NIXON hélt því fram í mál flutningi sínum, að ef Banda- ríkin styddu uppreisnarinnrás Kúbu „myndu allir vinir okk- ar í Mið- og Suður-Ameríku snúa við okkur bakinu, við yrðum sennilega sakfelldir hjá Sameinuðu þjóðunum og næðum þar á ofan ekki tak- marki okkar. Þetta væri sama og að bjóða Krustjoff. . . að koma til Mið- og Suður-Ame- ríku og flækja okkur í borg- arastyrjöld, ef ekki öðru verra". í bók sinni „Sex kreppur“ skýrir Nixon frá því, hve sárt honum hafi fallið að berjast gegn áætlun, sem hann var fylgjandi í hjarta sínu. En hann lætur þess hvergi getið, að myudin, sem hann dró upp í vörn sinni, sem hann flutti nauðugur, var að heita mátti hárrétt lýsing á þeim hörm- ungum, sem dundu yfir Banda ríkin þegar Kennedy réðist 1 Kúbu-ævintýrið í veruleikan- um. EMMET Hughes, sem starf- aði hjá ríkisstjórn Eisenhow- ers, lét svo ummælt um stjórn arstörf Nixons að hann væri „skarpur, verkséður og rökfast ur, ætti aldrei frumkvæði að mikilvægum verkefnum, en væri séður og duglegur lög- fræðingur við rannsóknar- rétt. . “ Það er svo ef til vill efamái, að góðir eiginleik- ar rannsóknardómara séu ein mitt peir eiginleikar, sem bezt prýði forseta, jafnvel meðal þjóðar. sem ber jafn djúpa virðingu fyrir góðum lögfræð- ingum og Bandarikjamenn gera. Stefnuboðunin, sem Nixon og menn hans flytja banda- riskum kjósendum. snýst fyrst og fremst um ákæru á hend- ur ríkisstjórnum Kennedys og Johnsons. Þar er fjáreyðslunni dyggilega lýst, sviknum loforð um og hinm vandvirknislegu sjálfsréttlætingu. Málfærslan sjálf verður skörulegrr og glæstari vegna tilkomu ungra, óþolinmóðra manna, sem gengið hafa til liðs við Republikanaflokkinn af þeim sökum, að þeir hafa gefizt upp á höltu og vanmátt ugu frjálslyndi „hinnar nýju stokkunar spilanna og endur- gjöf“, sem verið nefur trúar- játning í bandarískum stjórn- málum í heilan mannsaldur. EN þetta á sér andhverfu. Þar ber mest á trúariátningu samkeppninnar sjálfsbjarg- arviðleitni, iækkuii opinberra fjárveitinga og eflingu varn- anna gegn kommúnismanum. Vera má, að þetta sé ekki „stjórnmáiastefna fagnaðar ins“, sem Hubert Humphrey boðar enda er hipum undir okaða þriðjungi bandarískra Framhalrt á bls 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.