Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 5
MroVTKUDAGUR 31. júlí 1968. TIMINN I SPEGU TÍMANS Italski rithöfundurinn Gio- vanni Guareschi lézt fyrir skömmu, sextugur að aldri. Hann varð heimsfrægur fyrir skáldverk sín um Don Camillo, sem útvarpshlustendur muna án efa vel eftir. Sögur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungu- mál og verið kvikmyndaðar með hinum fræga franska leik- ara Fernandel í aðalhlutverki. Þess mynd er sögð fjTsta myndin, sem tekin er af Brig itte Bardot ásamt nýj-um vini hennar. Hann er fná Genúa og ;r auðugur skipaeigandi og heit Það getur borgað sig að kaupa ganialt hús til þess að standsetja í Frakklandi. Alfred Pesquier, sem er verzlunarmað ur í Parísarborg keypti nokk- urra alda gamlan sveitarbæ í Suður-Frakklandi og fékk menn til þess að standsetja faann. Þeg ar farið var að vinna við hús ið, fundu mennirnir tvo stóra potta, sem voru múraðir inn í ir, Gigi Rizzi. Myndin er tekin í Monaco þar sem þau konru á lystisneik'kju Rizzis. Það er sagt, að Rizzi hafí keypt sveitasetur Brigitte í St. Tropez. einn vegginn. í þeim voru tvö •hundruð sj’otíu og fimm gull- peningar, frá því á árunum 1491 til 1590 og báru þeir all ir skjaldarmeiiki Henriks H3 og IV. Samkvæmt frönskum lögum fær Alfred einn fjórða þess ara verðmæta, sem enn er ekki búið að verðleggja, viðgerðar- mennirnir einn fjórða og helm ingurinn rennur til franska rík isins. ítalska leikkonan Anna Magnani mun nú innan sfcamms hefja samistarf við fyrr \ verandi eiginmann sinn, kvik myndastjúrann Roíberto Rosse lino, sem geröi hana fræga á sínum tíma. Þau hafa ekki starfað saman í tuttugu ár. Hún mun leika Katrínu af | Medici í sjónvarpskvikmynd, sem verður sýnd í Frakklandi og á Ítalíu. Fjórtánda septemíber verður háð heimsmeistarakeppni í þungavigt í Svíþjóð. Þeir sem vilja verða áhorfendur að þess um leik geta nú þegar pantað miða en þeir verða dýrustu að göngumiöar að hnefaleika- keppni. Fyrir venjulegt sæti verða menn að borga það sem svarar þrem þúsund krónum íslenzkum. Elizabet Taylor gekkst undir uppskurð í London í síðustu viku. Var gerð á henni þriggja tíma aðgerð og tekið æxli úr móðurlífi. Að því er starfs- m-enn sjúkrahússins segja, ber hún sig eins og hetja og neitar að tala um þj'áningar. Eiginmaður hennar er með henni allan tímann á sjúkra húsinu og er sagt, að þau hjón in drepi tímann með því að lesa og horfa á sjónvarp. Strax og Elizabeth hefur heilsu til hyggst hún fara til Parisar og leika þar í kvikmynd með Frank Sinatra. Bandaríski negrasöngvarinn Sammy Davis jr. hefur gefið brezku samtökunum Black Power, um átta hundr.uð þús. krónur, en Samimy hefur að undamíörnu verið í London og skemmt á Palladium. Hann tók það skýrt fram, að ekki mætti nota peningana til þess að kaupa neins konar vopn. Hef- ur s-tjórn Black Power sagt, að haft sé í hyggju að byggja menningarmiðstöð fyrir þel- dökka innflyitjtendur. Danska leikkonan Anna Karina mun innan skamms fara að leika í kvikmynd, sem gerð verður eftir Alexandríu- kvartettinum fræga eftir Lawr ence Durrell. Hún mun fara með hlutverk Justine en á- samt henni leika í kvikmynd inni Dirk Bogart, Kirk D’ougl as og Anouk Aimée. Myndin verður tekin í Túnis. Franska þimgið hefur nýlega samþykkt lög þess efnis, að allir launþegar þar í landi fái fjögurra vikna sumarfrí á fullu kaupi ár hvert. Þingið felldi þó eina grein, sem fjallaði urn það, að starfsmenn undir tutt ugu og eins árs aldri fengju fimm vikna sumarfrí á fullu kaupi. ★ Sú gata 1 Parísarborg, þar sem flest bílslys hafa orðið er fegursta gata borgarinmar, Av- enue des Ohamps Elysee. Á síðastliðnu ári áttu sér þar stað fjörutíu og þrjú meiri háttar umferðarslys. Nœstflest slys, eða þrjótíu og niu meiri háttar slys urðu á Avenue de THospital eða Spítalastræti. A VfÐAVANGI Loksins, loksins Alþýðublaðið viðurkennir loksins í ritstjórnargrein sinni í gær, liverjar afleiðingar stefna ríkisstjórnarinnar í efna hagsmálum hefur haft fyrrr iðnaðinn í landinu. Var sann- arlega tímabært að viðurkenna þær staðreyndir sem við öllum hafa blasað, en ríkisstjórnin og hennar lið virðist hafa lokað augum fyrir og kallað barlóm og afturhaldsáróður, þegar á hefur verið bent. Alþýðublaðið segir: „fslenzkur iðnaður á við nokkum vanda að stríða um þessar mimdir. Það hefur ver- ið talsverður samdráttur í mörg um greinum iðnaðarins en höfuðástæðurnar eru verð- bólga, innflutningur erlendra iðnaðarvara og rekstrarfjár- skortur. Á sama tíma og inn- flutningur erlendra iðnaðar- vara hefur verið gefinn frjáls, hefur verið mikil verðbólgu- þróun hér á landi. Iðnfyrir- tækin hafa ekki getað hækkað verð framleiðsluvara sinna til samræmis við hinar miklu kostnaðarhækkanir innanlands vegna harðnandi samkeppni af völdum aukins innflutnings og afleiðingarnar hafa verið rekstrarerfiðleikar. Iðnaðurinn hefur aldrei setið við sama borð og hinir aðalatvinnuveg- irair hvað lánsfjáraðstöðu varðar. Stærsti hluti lánsfjár- magnsins rennur til sjávarút- vegsins og landbúnaðarins. En iðnaðurinn hefur verið afskipt- ur. Ber brýna nauðsyn til þess að leiðrétta þetta og bæta að- stöðu iðnaðarins til lánsfjár- öflunar.“ Járniðnaðurinn Ennfremur segir Alþýðu- blaðið: „Mikill samdráttur hefur verið í járaiðnaðinum undan- farið. Ein af ástæðunum er sú, að erlendur greiðslufrestur býðst við innflutning á ýmsum stærri hlutum, sem unnt er að framleiða í vélsmiðjum innan- lands. En smiðjurnar innan- lands geta ekki boðið greiðslu- frest vegna fjárskorts. Ásókn er því mikil í að flytja vörur þessar inn. Skipaeigendur sækja og á, að fá að láta gera við skip sín erlendis. Og ef x undan er látið, standa innlend- ir aðilar eftir verkefnalausir. Er nauðsynlegt, að stjómar- völd beini verkefnum í aukn- um mæli að innlendum iðn- fyrirtækjum og geri nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að svo geti orðið.“ Sama ráðleysisfálmið Hér er vel mælt. En það er ekki nóg að sjá illar afleiðing- ar verka sinna. Þeim, sem. ábyrgð bera, ber að bæta þar úr. Og það er ekki nóg að tala um það í leiðurum stjórnar- málgagnanna að gera þurfi ráð stafanir til að vernda og efla íslenzkan iðnað, þegar látið er sitja við orðin tóm og ekkert er aðhafzt til raunhæfra að- gerða. Leiðin til að komast út úr þessum erfiðleikum, sem nú er við að etja, er meðal ann- ars sú, að efla íslenzkan iðnað með ráðum og dáð. Það er hins vegar ekkert gert til að létta á þeim hömlum, sem efnahags- Framhald á bls 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.