Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 7
MTOVIKUDAGUR 31. jólí 1968. TIMINN 7 mannlegri gleði ar. Mikið þótti mér, manninum sem varla þekkir hest frá kú, mik ið til þessarar sýningar koma. Margir gæðingarnir báru sig glæsi lega og þegar saman fór glæsi- legur og reistur kvenknapi og rennilegur hestur, var ekki frítt við að hjartað tæki dulítinn kipp í brjóstinu. Þá voru sýndir 27 unghestar. (Tekið skal fram að allar tölur um þátttöku eru eftir mótsskrá og því ekki alveg nákvæmar, því að örfáir hestar féllu úr keppni). Nú fóru menn að kappskeiða og kappbrokka á hestunum. Þetta hvorutveggja þótti mér lítið spennandi móti stökkinu. Enda mátti sjá að brokk og skeiðhest- ar voru af allt öðru sauðarhúsi en hlaupagikkirnir skapfastir og rólyndir og hlýddu húsbændum sínum í einu og öl’lu. Stóðu kyrr- ir eins og klettar, þegar farið var á bak og þöndu sig síðan eftir megni á brautinni, en sýndust næstum kyrrstæðir í samanburði við stökkhestana. í 250 metra skeiði kepptu 9 hestar í 3 riðlum. f 800 metra brokki kepptu sex hestar í tveim- ur riðlum. Þá fór fram 250 metra stökk, eða folahlaup 13 hesta í fjórum riðlum og 350 metra stökk 9 hesta í tveimur riðlum. Eins og ég tók fram áðan, þótti mér stórum meira til stökksins koma, en skeiðsins og brokksins og eftir þeim undirtektum áhorf- enda, sem ég heyrði útundan mér, munu þeir flestir hafa verið sama sinnis. Eftirtektarvert við stökk- hestana þótti mér hve skapmiklir þeir voru og ókyrrir fyrir hlaup. Eogu var líkara en þeir vissu hvað tS stóð og væru næsta hvimpnir af eftirvæntingu og spennu, eða hreinlega sviðsbeyg. Knapinn ekm fékk engu tauti komið við aaicunn eins og KeniaaraKKi. hestinn og stundum þurfti allt að því mannsöfnuð til að halda í hrossið meðan knapinn klöngrað- ist á bak. Allt þetta stímabrak jók á spennu og gleði áhorfenda. í tilfellum er ekki nóg að geta komizt á bak við dómpall, til að ríða hestinum norður á brautar- endann. Þar verður nefnilega að fara aftur af baki og byrja upp á nýtt og nú eru hestarnir hálfu verri viðfangs en áður. Þeir prjóna og ausa og nota yfirleitt öll þau brögð, sem þeir kunna og geta beitt, til þess að sleppa við hlaupið, skilzt manni. Stundum eru þeir á allt öðru máli en knapinn um hvernig hlaupið skuli fara fram og kasta honum þá ein- faldlega af sér í startinu og hlaupa á eigin spýtur. Þetta kom einmitt fyrir í úr- slitaspretti í 350 metra stökki. Hesturinn hljóp vegalengdina einn og óháður barsmíðum og hvatningarhrópum ungu stúlkunn ar sem átti að sitja hann, en kom því miður síðastur í markið' Þó ekki langsíðastur. Síðast á dagskránni var úrslita- sprettur í 800 metra hlaupi. Þar hlupu fjórir eða fimm hestar og var Kolbrún Kristjánsdóttir hin landskunna hestakona og reið- kennari á Bala í Garðahreppi, knapi á Reyk. Þetta hlaup átti óskipta athygli áhorfenda, bæði fyrir þá sök, að Kolbrún var kynnt á sérstæðan hátt, sem nán ar segir frá hér undir lokin og að Lýsingur sat eftir í startinu, Framhald ö ols 15 Tvísýnn úrslitasprettur HaTnáitrvpgui Sumarhátíðin í Húsafellsskógi nm Verzlunarmannahelgina HLJÓMAR — ORION og. Slgrún Harðardóttir. — Skafti og Jóhannes. — Dans á 3 stöðum. — 6 hljómsveitir. — Táningahl jómsveitin 1968 — hljómsveitarsamkeppni SKEMMTIATRIÐI: Leikþæftir úr „Pilti og stúlku" og úr „Hraðar hendur". — Ómar Ragnarsson — Alli Rúts — Gunnar og Bessi — Ríó tríó — Bítlahljómleikar — Þjóðdansa- og þjóðbúninga- sýning — Glímusýning — Kvikmyndasýningar — Fimleikar. Keppt verður í: Knattspyrnu — Frjálsíþróttum — Glímu — Körfuknattleik — Handknattleik. ★ Unglingatjaldbúðir — ★ Fjölskyldutjaldbúðir. Bílastæði við hvert tjald. Kynnir: Jón Múli Árnason Verð aðgöngumiða kr. 300,00 fyrir fullorðna; kr. 200.00 fyrir 14—16 ára, og 13 ára og yngri ókeypis i fylgd með foreldrum sínum. — Gildir að öllum skemmtiatriðum. Sumarhátíðin er skemmtun fyrir alla U.M.S.B. - ÆM.B. ÓDÝR ÚRVALS FILT-TEPPI Skrifið eða hringið' og við sendum upplýsinga- bækling og litaprufur yður að kostnaðarlausu. Grensásvegi 3, sími 83430. fm._ií.*3aEB gjTRELLEBORG ** Tíre$fo«e <? . Hjólbarðaverkstœðið HRAUNHOLT v/Miklatorg OPIÐ FRÁ 8-22 — SÍMI 10300 VELJUM (SLENZKT <H> rSLENZKAN IÐN4Ð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.