Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 31. júlí 1968. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR nt ';.i Sovézkir knatt spyrnumenn á hálum ís Mútur í sovézkri knattspyrnu Ólafur Guðmundsson, KR, í keppnl. Búast má við Harðri baráttu á milli KR og ÍR í kvöld. VíSa er pottur brotinn, varð mörgum að orði, þegar sovézka stórblaðið Pravda svipti hulunni af stórkostlegu svikamáli í 2. deildar keppninni í knattspyrnu þar í landL Markvörður og jafnframt fyrir- liði ZSKA, sem er lið hersins í Kiev, varð uppvís að því að þiggja mútur að upphæð 600 rúblur (u. þ. b. 30 þús. ísl. krónur) frá fyrir- liða 2. deildar liðsins Schachtjor, er liðin mættust í leik, sem fram fór í borginni Karaganda, heima- borg Schachtjor. UL-liðið mætir a-liðinu Alf-Reykjavík. — Að tilhlutan Unglinganefndar Knattspymusam- bands fslands hefur verið ákveðið, að fram fari leikur á miHi ung- lingalandsliðs (18 ára og yngri), sama liðsins og stóð sig svo vel í nýafstöðnu Norðurlandamóti og a-landsliðs, sem Iandsliðsnefnd KSÍ mun væntanlega velja. Fer þessi léikiir fram einhvern tíma í ágúst eða septemberbyrjun. Unglinganefnd hefur farið fram. á það, að ágóði af leiknum renn í sjóð niefndarinnar, sem hefur verið heldur rýr á undan- fömum ánum. Nefndin hefur eng an fastan tekjustofn, en þarf nauð synlegu á fjármagni að halda til að efia unglingastarfsemina. Þess skal getið, að stjórn KSÍ hefur aðstoðað nefndina fjárhagslega, en engu að síður þarf hún að hafa öflugan sjóð. Markvörðurinn fékk 600 rúblur fyrir að láta lið sitt tapa og átti markvörðurinn auðvelt með að koma því í kring. Eftir leikinn sagði þjálfari liðsins, að mark- varzla hans hefði verið sú léleg- asta, sem hann hefði séð, þó að hann hefði aðeins misst knöttinn þrisvar sinnum í netið, en Schacht- jor vann leikinn 3:1. Með þessum úrslitum hafði Schachtjor tæki- færi til að vinna sæti í 1. deild, en liðið tapaði úrslitaleiknum gegn Dynomó Kirowabad. Og einmitt þá komst upp um svindlið. Fyrirliði Schachtjor bauð einum leikmanna Dynamó 1000 rúblu „lán“, eins og hann orðaði það, fyrir vissan „greiða". En þessi leikmaður Dyna mó þáði ekki boðið og kærði fyrir- liða Schachtjor. Hófst nú ítarleg rannsókn og varð uppvíst, að fyrir leikinn í Karaganda, sem fyrr er. sagt frá, hafði mörgum leikmönnum ZSKA verið boðið „lán“ fyrir að tapa fyrir Schachtjor. Þegar hafa þrír menn verið dæmdir í þessu máli, þ. e. mark- vörður ZSKA ásamt framkvæmda stjóra og fyrirliða Schachtjor, en þeir eru taldir hafa borið ábyrgð á þessu. Þeir voru útilokaðir frá íþróttum ævilangt og sviptir titl- inum „meistari í íþróttum“, en þann titil fá allir þeir, sem þátt taka í opinberri iþróttakeppni í Sovétríkjunum. Markverði ZSKA hefur einnig verið vikið úr hern- um með skömm og eiga fleiri knattspyrnumenn, sem eru. í hern- um og blandazt hafa í þetta mál, svipaða dóma yfir höfði sér. Svipað mál og þetta komst upp í Englandi fyrir nokkrum árum og fengu allir þeir. sem við það voru riðnir, þungar fésektir, auk þess sem þeir voru dæmdir frá íþrótta- keppni. Undanrásir fyrir frjálsíþróttafé- lög í Reykjavík, Ármann, KR og ÍR hefjast í kvöld á Laugardals- vellinum og enda á morgun, og byrjar kcppnin bæði kvöldin kl. 20.00. Aðeins tvö lið geta komist á- fram í úrslitakeppnma, sem á að fara fram 17. og 18. ágúst, svo að þessi þrjú lið yerða að berjast um það sín á milli. f fyrra varð lið ÍR stigahæst i undanrás, KR í öðru sæti og Ármann í þriðja sætinu. Að þessu sinni má gera ráð fyrir hörkuspennandi keppni milli ÍR og KR fyrst og fremst um fyrsta sætið, en Ármann er samt spum- I ingamerki og gæti jiafnvel komizt upp á milli þeirra, en lið Ár- manns hefur verið mjög vaxandi í sumar og eiga Ármenningar marga efnilega íþróttamenn. Keppni verður því áreiðanlega mjög skemmtileg og spennandi og mun verða barizt hart um hvert' einasta stig. Mikla atlhygli hafa vakið hin vaxandi afrek unglinga frá öllum félögunum og má þar nefna^ Elías Sveinsson, ÍR, Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, Ólaf Þorsteins son, KR Bjarna Stefánsson KR, Stefán Jóhannsson, Á, og Hróðmar Helgason, Á. Eru þeir einmitt í barúttusætum í þessari keppni. All ir beztu frjálsíþróttamenn félag anna eru í þessari keppni nema Jón Þ. Ólafsson, ÍR og Þorsteinn Þorsteinsson KR, en þeir eru á förum í dag tíl Norðurlandanna og munu taka þátt í nokkrum mótum þar, en fjarvera þeirra ger ir mótið meira spennandi og ættu stuðningsmenn hvers félags ! að fjölmenna á keppnina og hvetja 1 sína menn. í kvöld verður keppt í þessum greinum. 200 m. M. 800 m. M. 3000 m. hl. langstökk, hástöbk, kúlu varp, spj'ótkast og 4x100 m. boð- hlaup og fyrir konur 100 m. hl. spjótkast, kél'uvarp, hástökk og 4x100 m. boðhl. Stig verða reiknuð út jiafnóðum eftir hverja grein og eins og fyrr segir verður keppnin örugglega mjög spenn- andi. El Cordobes sem knaftsp.maður Frægasti nautabani Spánar þykir liðtækur í knattspyrnu. Spánverjar eru frægir fyrir hina snjöllu knatt- spyrnumenn sína ekki síð- ur en hina hugrökku nauta bana. Frægastur þeirra nautabana, sem nú eru á lífi, er hinn ólæsi og óskrif andi El Cordobes, sem er átrúnaðargoð þúsunda Spánverja. Hafa margir ís- lendingar séð El Cordobes leika listir sínar í hringn- um, aðallega í Palma á Mallorca, þar sem hann er tíður gestur. En líklega hafa fáir íslend- ingar séð E1 Cordobes leika knattspyrnu. Hann þykir leik- inn knattspymumaður og hefur oft leikið með álhugamannalið- inu Palma del Rio. Hann er mjög marksækinn og mark- heppinn. T.d. gerði hann þrjú mörk með liði sinu nýlega, hvert öðru fallegra. Spánska 1. deildar liðið Cor- doba, sem er atvinnumannalið. og hefur mörgum frægum leik- mönnum á að skipa. en var í fallhættu á síðasta keppnis- tímabili, gerði samning við E1 Cordobes um að hann léki með liðinu 3 síðustu leikina. E1 Cordobes mætti til leiks í öll skiptin og stóð sig með prýði. En mótherjar hans í nautaat- inu, en þar er keppnin afar hörð, og er þá ekki átt við naut- in, heldur aðra nautabana, voru ekki eins hrifnir af knatt- spyrnugetu hans og létu svo um mælt, að hefðu einhver af nautunum, sem E1 Cordobes á eftir að mæta í hrignum, séð til hans í knattspyrnu, hefðu þau dáið úr hlátri! Það er ekki ný bóla, að nautabanar ófrægi hvern ann- an utan hringsins og reyni að gera sem minnst úr keppinaut um sínum. Ekki alls fyrir löngu hljóp t.d. helzti keppi- nautur E1 Cordobes í spari- fötunum inn á leikvang, Framhaid á nis 15 El Cordobes — þekktari sem nautabani en knattspyrnumaður. J m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.