Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 31. júlí 1968. TiMINN 15 HÖTEL GAfíDVR 1 m. herb. kr. 300.- 2 m. herb. kr. 400.- Veitingasalurinn op- inn alla daga frá 7.00 — 23.30 HÓTEL GARÐUR* HRINGBRAUT* SÍM115918 FISKIRÆKT Framhald af bls. 1 smágerðari fisk er að ræða. Þó að Unilever taki nú til við framleiðslu á þessum sjó ræktaða regnlbogasilungi í stór um stíl, hefur það efl’aust lítil áhrif fyrst um sinn tiér uppi á íslandi. Við flytjum þó alltaf töluvert út af laxi, og munum við. eflaiust fljótlega verða var ir við breytinguna, hvað þann útflutning snertir. Hins vegar er þvi ekki ?ð neita, að þessar tilraunir og jákvæð niðurstaða þeirra mun hafa mikil áhrif hér á landi, þar sem fiskeldi er ofarlega á baugi. Mjög virðingarverður til raunir hafa þegar verið gerðar hér á landi með sjórækt, og stendur ein slík yfir í Lárósi á Snæfellsnesi, en áður höfðu framikvæmdir verið hafnar í Búðaósi. Nú þegar Unilever hefur tek izt þetta, hlýtur athyglin að beinast meira en áður að möguleikum ræktunar á silungi og laxfiski við líkar aðstæður. Hér hagar þannig til í fjarðar botnum, að saman fer nægt ferskt vatn og aðstaða til bygg ingar á fyriirstöðum í firðinum sjálfum, þannig að hægt er að loka fiskinn imni, eftir að hann hefur samið sig að sjóblönd- unni. Tilraunir Unilever sýna, að fiskurinn dafnar sérstaklega vel í sjónum, og nær skjótum og miklum þroska. Við hlrjót- um líka að geta tileinkað okk ur notkun lagarbúra i líkingu við þau, sem Unilever hefur látið gera, þannig að stunda mó þessa nýstárlegu en þýð- ingarmiklu fiskirækt í öllum fjörðum á íslandi, þar sem ferskt vatn fellur til sjávar, og hvar mundi sá fjörður vera, sem ekki leggur sér til lækjar sitru? FORSTJÓRI Framhald af bls. 16 fossverksmiðjan út í miklar framkvæmdir og var þá meðal annars byggt nýtt verksmiðju- hús og keyptar nýjar, stórvirk- ar og hraðvirkar vélar Var þetta gert me'ó það fyrir augum að verksmiðjan hafði gert hag- kvæman samning við danskt teppafyrirtæki um að hún legði danska fyrirtækinu til ullar- garn í teppi og var þar um tölu vert magn að ræða Alaíossverk smiðjan komst við þessar fram kvæmdir í töluverða skuld við Framkvæmdasjóð íslands. Nú hefur framboð aukizt mjög af teppagarni á heimsmarkaðnum og verð þess lækkað að miklum mun, svo að viðskipti Álafoss við danska fyrirtækið urðu ekki arðbær. Þess vegna hefur Ála- fossverksmiðjan ekki getað staðið í skilum við Fram- kvæmdasjóð nú upp á síðkastið. Framkvæmdasjóður fór því fram á við forráðamenn Álafoss, að ráðinn yrði forstjóri til verk- smiðjunnar samkvæmt tilmælum sjóðsins um stundarsakir. Vill sjóðurinn með þessu fylgjast nán- ar með starfrækslu fyrirtækisins, þar sem hann hefur mikilla hags- muna að gæta vegna skulda fyrir- tækisins við sjóðinn. Talsmaður Framkvæmdasjóðs- ins sagði blaðinu í dag, að erfið- leikar Álafossverksmiðjunnar væru á margan hátt eðlilegir, iðn- aðurinn ætti erfitt uppdráttar um þessar mundir. Hins vegar hefðu forráðamenn Framkvæmdasjóðs mikla trú á hespulopa útflutningi Álafoss til Bandaríkjanna (um hann er rætt á öðrum stað í blað- inu) og von þeirra væri sú, að með þessum arðbæra útflutningi batni rekstrargrundvöllur verk- smiðjunnar á næstunni. Pétur Pétursson er viðskipta- fræðingur, menntaður frá Banda- ríkjunum, og hann hefur getið sér gott orð við uppbyggingu Kísil- verksmiðjunnar við Mývatn. JÓN LEIFS Framhald af bls. 16 Jónsson, bóndi og alþingismaður og síðar póstmeistari í Reykjavík og Ragnheiður Bjarnadóttir frá Reykhólum. Jón stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og á árunum 1916 til 1922 stundaði hann tónlistarnám í Leipzig. Hann var búsettur í Þýzkalandi.að meira eða minna leyti í 30 ár, en annars í Reykjavík. Jón var stofnandi Bandalags íslenzkra listamanna, Tónskáldafélags íslands og Stefs. Hefur hann verið formaður allra þessara samtaka og forstjóri Stefs. Jón var kjörinn forseti Norræna tónskáldaráðsins 1951 til tveggja ára og aftur 1964. Jón hefur stjórn að hljómsveitum víða um Evrópu og safnað íslenzkum þjóðlögum og ritað mikið um tónlist. Eftirlif- andi kona Jóns er Þorbjörg Leifs. HESTAMÓT Framhald af bls. 7. en kom samt annar í mark eftir mjög harða keppni, aðeins um hestlengd á eftir Reyk, sem vann hlaupið. Þegar þulur kynnti knapa Reyks, hélt hann fyrst fram þeirri skoðun að hann héti Sigurbjörn. Þá var hlegið. Svo leiðrétti hann sig og hvað augljóst að ekki myndi knapinn heita Sigurbjörn. Þá var hlegið. Svo sagði hann: Knapinn er dama, — nú eða frú, nema hvoru tveggja sé og þá hló Kolbrún og allir aðrir. Eftir drykklanga stund, kom sú yfirlýsing um hátalarakerfið, sem vel á minnst var stórum betra en maður hefur átt að venj- ast á útiskemmtunum, að knap- inn héti Kolbrún Kristjánsdóttir. Og enn hló Kolbrún og áhoi’fend- ur. Enn leið drykklöng stund og þulurinn tilkynnti loks, að knap- inn héti Kolbrún Kristjánsdóttir úr Reykjavík, ,en hún er víst þekkt hestakona". Fleira gott sagði maðurinn. T.d. kalla’ði hann eitt sinn upp, að þeir sem ætluðu að taka þátt í unghestasýningunni, ættu að hafa „hestana klara tafarlaust“ Er ieið að mótsslitum, var klukkan tarin að halla í 10 um kvöldið. Það var tæpast myndljóst lengur. Eitt vakti sérstaka athygli mína og samferðafólks míns, það var prúðmennska áhorfenda og merki- lega lítið fyllirí. Eiginlega má segja með tiltólulega góðri samvizku að ekki hafi sézt vín á nokkrum manni, fyrr en undir lokin, að einn strákur tók upp fleyg og rétti sínum samferðamanni. Þáttur þulsins í skemmtunum dagsins er ógleymanlegur þó kannski hafi ekki verið ætlazt til þess beinlínis. Hafi hann þökk fyr ir sitt krydd í tilveru vora á Rang árbökkum sl. sunnudag og vona ég lengzt allra orða að hann taki ekki illa upp, þó að kynningum hans hafi verið gerð hæfileg skii. Ég bið lesendur afsökunar á því hve lítið er um tölulegar stað- reyndir í þessu skrifi. Hvoru- tveggja kemur til, að tölulegar staðreyndir fara ægilega í taug- arnar á mér og eins hitt, að mað- ur með þrjár myndavélar í tveim- ur höndum, á alls ekki gott með að skrifa slíkt niður hjá sér. En ályktunarorð mín um þessa ferð á hestamannamót á Rangár- bökkum verða tvimælalaust svo- hljóðandi: Mót og kappreiðar Hestamanna félagsins Geysis á Rangárbökkum hjá Hellu, fór fram með glæsi- og fyrirmyndarbrag. Það má nú segja. Á VlÐAVANGI Framhald af þls. 5 kerfið leggur á þaun rekstur, heldur er sama farganið allt látið standa óbreytt og sama ráðleysisfálmið og handahófið ræður ríkjum í opinberum pen inga- og stjórnsýslustofnunum. I Þ R Ó T T I R Framhald af bls 13. þar sem E1 Cordebes hafði verið að fást við naut. Lét þessi keppinautur hans öllum illum látum fyrir framan naut ið, sem hreyfði hvorki legg né lið — oig virtist dauðhrætt. Með þessu þóttist hann sanna, að E1 Cardobes mætti aðeins tömdum nautum. NIXON Eramhalri af bls 9. þegna ekki boðið upp á neitt sérstakt annað en fyrir heitið um getu einkaframtaks- ins til þess að leysa vanda þeirra í tæka tíð, auk þess göfuglyndis, að gefa ekki ó- raunhæf loforð. Hér er ef til vill við hæfi að láta Robert Ellsworth, hinn fáláta, gáfaða fyrrverandi þingmann frá Kansas, sem stjórnar aðalskrifstofu Nixons í Washington. hafa síðasta orð ið: „Bandaríska þjóðin er íhalds söm þjóð“ segir hann. „Hún girnist að vísu breytingar. en hún vill ekki leggja í neina ■ áhættu". i I Mikio 'Jrval Hljömsveita 20 Ara REYIMSLA I Ponic og Einár, Ernir, Astro og Helga. Bendix, Solo, Sextett Jóns Sig., Tríó. Kátir félagar — Stuðlar. Tönar og A.sa Mono Stereo Hljóm- sveit Hauks Ilortens. — Geislar frá Akureyri Pétur GuSjónsson. Umboð Hljómsveiia í Simi-16786. Skartgripaþjófarnir (Marco 7) Sérstök m'ynd, tekin í East manlitum og Panavisioion. Kvikmynda'handrit eftir Dav- id Osborn. Aðal-hlutverk: Gene Barry Elsa Martinelli íslenzkur texti. Sýnd kl. 5. 7 og 9. Bönnuð inna 14 ára. Sími 50249. Elsku Jón sænsk m.ynd með ísl. texta Jarl Kulle Sýnd kl. 9. Slmi 11544 Uppvakningar (The Plauge Of The Zombies) Æsispennan'di ensk litmynd um galdra og hrollvekjandi afturgöngur. Diane Clerke Andre Morell Bönnuð yngri en 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. I Tónabíó Slm 3118* Hættuleg sendiför (Ambuch Bay) HörtoispennancU ný amerísk mynd i Utum Islenzkui textl Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum ínnan 16 ára IUBMB89 Leyniför til Hong Kong Spennandi og viðburðarfk ný Cinemascope Utmynd með Stewart Granger og Rossana Schiaffino. ísl. texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kL 5, 7 og 9. Gudjón Stybkársson hæstaríttaklöcmaðuk AUSTUKSTKÆTI 6 SÍMl 18354 Mannrán á Nóbelshtíð (The Prize) með Paul Newman Elke Sommer Endursýnd kl. 5 og 9 fslenakur fexti Bönnúð innan 12 ára - Síðasta sinn. laugaras Slmar 32075 09 38150 Ævintýramaðurinn Eddy Chapman (The Triple Cross) íslenzkur textl. Endursýnd fcL 5 og 9. Bönnuð börnum tnnan 12 ára. ^ÆJARBÍ Slm) 50184 Beyzkur ávöxtur Frábær amerísk verðlaunakvii mynd með Cannes verðlaunahaf anum Ann Bancroft 1 aðalhlutverki, ísl. texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. 1 m i Firebali 500 íslenzkur texti. Hörkuspennandi, ný amerlsk kappakstursmynd í Utum og Panavlsion. Sýnd kl- 5,15 og 9 Bönnuð börnum innan 12 ára. 18936 Dæmdur saklaus (The Chase). íslenzkur texti. ■ . Hörkuspennandi og viðburða- rík ný amerisk stórmynd • Panavision og lltum með úrvals leikurunum Marlon Brando, Jane Fonda o. fl. Sýnd kl. 5 óg 9. Bönnuð innan 14 ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.