Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 3
MIÐVTKUDACxUR 31. JÓH i968. Hestaþing á Stapasandi Laugard’aginn 20. júlí 1968 var hið árlega hesta'þing Hesta mannafél'agsins Hornfirðingur á Stapasandi í Nesjum. Veður var gott og margt manna sótti mótið. Keppt var í 250 og 300 m. stökki og eininig var góðhesta keppni. í 300 m. stökki varð fjTstur Börkur Ragnars Þrúð marssonar, Miðfelli á 24,5 sek. en í milliriðli hljóp hann á 23,4 sek. Annar varð Léttir Sigurðar Sigfinnssonar, Stóru- lág á 24,5 sek, en hann bljóp vegalengdina í miliiriðli á 23.3 sek. Úrslit í 250 m. stökki urðu þau að fyrstur var Bangsi Sig rúnar Eiríksdóttur, Höfn á 20.8 sek. Annar Skúmur Sigfinns Pálssonar, Stórulág á 21,0 sek. Góðhestur dagsins var Reyn ir Helga Sæmundssonar, Bóli. Annar Sörli Guðbrandar Sig- fússonar, Skálafelli, Þriðji Bangsi Sigrúnar Eiríksdóttuir Höfn. Um kvöldið vair mjög fjöl- mennt á hestamamnadansleik í Mánagarði. Aðalsteinn Verðlaun úr Hólasjóði Afhending verðlauna úr Hólasjóði, sem frú Irma Weile Jónsson, ekkj a Ásmundar Jóns- sonar, skálds frá Skúfsstöðum, stofnaði til minningar um mann sinn fór fram í sumar. Verðiaunin, sem eru kr. 10.000. 00, hlaut Jón Viðar Jónmunds- son frá Hrafnsstöðum í Svarf aðardal, og mun hann fara til Noregs í haust til að stunda n'ám við landíbúnaðarháskólann í Ási. Fyrir ' tveimur árum fór fram fyrsta úthlutun úr sjóðn- um, kr. 10.000.00, sem nemandi £rá Hólaskóla hlaut. Endurskoðun land- fræðibóka. Evrópuráðið hefur gefið út rit um kennslu í landafræði og endurskoðun bóka og upp- drátta, sem notaðir eru við þessa kennslu. Er ritið árangur af starfi á fjórum ráðstefnum, sem Evrópuráðið gekkst fyrir um þessi efni. Var ein þeirra haldin_ í Reykjavík sumarið 1964. f ritinu eru sjö aðalkafl ar, og er þar sagt frá ráð- stefnunum, en síðan fjaliað um svæðaskiptingu Evrópu, kort og landabréfabækur, ýmsar al- gengar vUlur í kennslubókum, þar á meðal villur í frásögnum um ísland, um sanistarf kenn- ara og kennslúbókalhöfunda, hjálpargögn við landafræðinám og gildi þess. Þá eru í ritinu ýmsar skrár og samþykktir, sem gerðar voru á ráðstefnum Evr ópuráðsins um þessi efni. Ritið er fáanlegt bæði á ensku og frönsku, og er hinn enski titill þess: Geograpihy Teaohing and thé Revision of Geography Text books and Atlases. Snæbjörn Jónsson & Co h. f. er umboðs maður bókaútgáfu Evrópuráðs- ins hér á landi. Gjafir og áheit til Innri- NjarSvíkurkirkju. Gjafir og áheit til Innri-Njarð víkurkirkju frá 1. apríl 1966 til 1. júlí 1968. 1966: 12. apríl gjöf frá NN kr. 1.000.—. 18. apríl gjöf frá Öllu Rvk kr. 300.—.' Á 80 ára afmæli kirkjunnar 18. júlí 1966 voru kirkjunni færðar gjafir af eftirtöldum gefendum: Jórunn Jónsdóttir, Innri-Njarð vík, 10.000 kr. (Skal gjöfinni varið til kaupa á altaristöflu í kirkjuna). Þorkelína Jónsdóttir og Finn- bogi Guðmundsson, Tjarnarkoti, 2.000 kr. Vilhelmína Baldvinsdóttir og Kristinn Pálsson, Njarðvíkurbr. 32, 1.000 kr. Systkinin í Þórukoti, Guðrún Þorleifsdóttir og Björn Þorleifs son, 5.000 kr. María Þorsteinsdóttir og Há- kon Kristinsson, Njarðvíkurbr. 21, 1.000 kr. Gömul fermingarstúlka, sem var fermd í kirkjunni af séra Árna Þorsteinssyni á Kálfa- tjörn, gaf blómavasa úr silfri ásamt fallegum blómvendi. Kvenfélag Njarðvíkur gaf tvo blómavasa úr silfri. í júlí 1966 gaf Harpa h.f. málningu á þak og turn kirkj- unnar. 30. ágúst 1966 gáfu hjónin Helga Jónsdóttir og Ari Þorgils son, Skaftahlið 26, Rvík, 5.000 kr. til minningar um foreldra Helgu, Þorbjörgu Ásbjörnsdótt ur og Jón Jónsson frá Innri- Njarðvík, einnig til minningar um bræður hennar, Skarphéðin og Arinbjörn í tilefni af 55 ára afmælisdegi Arinbjarnar, 2. sept. 1966. 8. okt. 1966: Áheit: Kristinn Pálsson (yngri), Njarðvikurbr. 32, 1.000 kr. 20. des. gaf Jórunn Jónsdótt- ir kirkjunni í jólagjöf kr. 1.000 kr.. 1967: Áheit: 18. jan. E. N. Keflavík, 1.000 kr. 22. jan. á- heit: S.H. 1,200 kr. 6. marz gjöf frá ónefndum hjónum í Keflavík, er létu jarða ástvin sinn frá kirkjunni, kr. 3.000. 20. apríl gjöf frá Eggert Guð mundssyni listmálara, Rvík, hluti ágóða af málverkasýningu kr. 520. 30. apríl gjöf frá Arnheiði Magnúsdóttur og Árna Sigurðs- syni, Kirkjubr. 17, ker og reka. 29. maí Gunnar Guðmunds- son, Ytri-Njarðvík, gjöf kr. 200, 17. júní Jórunn Jónsdóttir gjöf kr. 200. 28. júní Ásgeir Magnússon, Kii-kjubr. 22, kr. 140. 10. ágúst Elín Pálsdóttir og Sigrún Óladóttir, Njarðvíkurbr. 32, kr. 1.000. 5. nóv. Jórunn Jónsdóttir, tveir gulllitaðir kertastjakar á altari kirkjunnar. f des. gáfu Þorkelína Jónsd. og Finnbogi Guðmundsson, Tjarnarkoti, kr. 500. 1968: 24. júní var kirkjunni færður að gjöf skírnarkjóll frá hjónunum Báru Helgadóttur og Einari Árnasyni. Ytri-Njarðvík. Innilegustu þakkir fyrir allar þessar góðu gjafir frá velunnur- um kirkjunnar, með ósk um Guðs blessun á ókomnum tím- um. 3. júlí 1968. Sóknarnefnd Innri-Njarð- víkurkirkju. Hinn nýji og glæsilegi bátur, Gissur hvíti, á siglingu. NÝR BÁTUR TIL HORNAFJARDAR AA-Höfn, Hornafirði. Hinn 27. júlí s.l. kom til Horna fjarðar nýr bátur, Gissur hvítl SF 1, eign Óskars Valdimarsson- ar og Ársæls Guðjónsisonar, en þetta er fjórði báturinn með sama nafni, sem þeir félagar hafa átt. Gissur hvíti SF 1 er smíðaður í Sönderborg í Danmörku 270 tonn og er með 825 MWM vél og tveim ljósavélum, sem framleiða rúm 100 kw. og eru þær eimnig frá MWM. Báturinn er búinn öllum full- komnustu siglinga og fiskileitar- tækjuim, svo sem tveim síldar- leitarfækjum, og dýptarmæli, allt af ELAC gerð. 100 vatta stutt- bylgjusendir er í bátnum, tvö DECCA ratsjártæki, annað 24 mílna og hitt 64 mílna. Umboð fyrir þessi tæki hefur Radióverk stæði Ólafs Jónssonar, Rvík, f bátnum er sjiálfstýring, sjálf- virk miðunarstöð og lóran. Þá eru í bátnum tvær síðu- skrúfur, 20 tonna snurpuspil, ásamt 3 tonna losuspili, línuspili og kapstan. íslest er í bátnum, og er þar hægt að frysta með 20° frosti. Ennfremur er bjóðageymsla, þar sem hægt er að hafa 20° frost. Kraftblökk og fænslurúlla eru af TRIPLEX-gerð. Gangihraði bátsins á heimleið var 11,2 sjóm. Skipstjóri á bátnum verður Guð mundur Illugason. Umboðsmaður fyrir bótinn var Axel Halldórsson en teikningu gerði Hjálmar Bárðarson. Báturiinn mun fara til síldveiða innan skamms. Vilja auknar rannsóknir á áburðarnotkun og kali Búnaðarsamband Austurlands hélt nýlega aðalfund og voru sam þykktar þar fjölmargar ályktanir og áskoranir og fara þær hér á eftir: A. Aðalfundur B.S.A. 1968 bein ir því til Búnaðarfélags fslands, að það beiti sér fyrir að árlega fari fram skipulegar efnagreining ar á heyi og niðurstöður liggi það snemma fyrir að hægt sé að hafa þær ti'l hliðsjónar við fóðrun búpenings á næsta vetri. B. Aðalfundur B.S.A. 1968 skor ar á stjórnir búnaðarfélaganna og ráðunautana að hvetja bændur ti'J að nýta betur búifj'árá'burð en verið hefur og hlutast til um hagkvæm ari vinmubrögð við dreifingu hans. C. Fundurinm hvetur til aukinna áburðartilrauina á sambandssvæð- inu sem síðan yrðu notaðar til áburðarleiðbeininga fyrir bændur. D. Aðalfundur B.S.A. 1968 bein ir því til ráðunauta sinna að þeir vinni að því við bændur á sam- bandssvæðimu að gerðar verði á- ætlanir um val ræktunarlands, eitt til tvö ár fram í tímann að minnsta kosti. E. Þar sem kalskemmdir hafa enn á ný vaildið bændum stór- tjóni ví'ða um land og er nú mesti skaðvaldur í íslenzkum landibúnaði vill aðalfunur B.S.A. 1968 ítreka samþykktir síðasta SLASAÐIST I RYSKINGUM OÓ-R'eykajvík, þriðjudag. Rannsóknarlögreglan óskar eftir vitnum vegna ryskinga, sem urðu á unglingadainsleik í Tjarmarbúð 13. júlí s.l. Meidd ist ungur piltur svo að hann hefur verið handlama síðan, en ékki er vitað hver valdur varð að meiðslum piltsins. Pilturinn var að skemmta sér þarna ásamt fjölda ungs fóliks. Milli kl. 12 og 1 brá hann sér inn á salerni og voru þar tveir piltar fyrir, og voru að spjalla samam. Er sá ný- komni lagði orð í belg, stjak- aði annar þeirra sem fyrir var við honum og ýtti með annarri hendi í brjóst piltsins svo hann datt aftur fyrir sig. Svo illa tókst tii að glerbrot voru á gólfinu og skar hann sig mjög illa á annari hendi. Sá sem ýtti við piltinum er lítill og ljóshærður, og er ekki annað vitað um hamn. Sá sem slasaðist kom sér hið skjótasta til læknis og hugsaði ekki um að kæra og vissi reyndar ekk.i að meiðsli hans væru svo alvar leg sem raun ber vitni. Eru vitni að þessurn atburði eða aðrir sem einhverjar upplýs- ingar geta gefið, beðnir að hafa samband við rannsóknar- lögregluna. aðalfundar um stórauknar kal- rannsóknir. Jafnframt skorar fund urinn á Rannsóknarstofnun land- búnaðarins að hún láti þetta verk efni ganga fyrir öðrum ranmsókn arverkefnum. Aðalfundur B.S.A. 1968 sam- þykkir að sambandið gerist aðili að djúpfrystingarstöð fyrir nauta sæði sem fyrirhugað er að koma upp í landinu á þessu ári, og greiði þar tilskilin stofngjöld fyrir allt sambandssvæðið. Fundurinn felur stjórn sambandsins að stuðla að því að komið verði upp dreifimgiarstöðvum þar sem henta þykir á sambandssvæðinu. Aðalfundur B.S.A. 1968 sam- þykkir að beina því til mennta- málaráðuneytisins að það láti þeg ar á þessu sumri fækka hrein- dýrum niður i 800—1000. Þessu til stuðninigs bendir fund- urinn á eftirfarandi: a. Þegar er sýnt að gróðurfar beitilandsins þolir ekki þann dýra fjölda sem þegar er, og ástandið Framhald á bls. 14. FUF, Reykjavlk Almennur fundur í Félagi ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, verður haldinn í Glaumbæ n.k. þriðjudag kl. 20,30. Fumdarefni er kosning fuiltrúa á þing Sam- band-s ungra FrJknarmanna. Eiinnig verða rædd önnur miáL j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.