Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 14
t 14 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 31. júlí 1968. SUMARHÁTÍÐ Framhald al t)ls. 16 staklega þegar litið er á verð- launin, en þau eru 15 þúsund krónur. Auk þess fá sigurvegar- arnir að taka þátt í sameigin- leguim „bítlatónleiikum“ ásamt Hljómum og Oríon kl. 17 á sunnu dag. Alla mótsdagana þrjlá muinu Hljómar leika fyrir dansi, en á laugardag og sunnudag leika einn ig Oríon og Sigrún Harðardóittir og Skafti og Jóhannes. Verður dansað á þrem danspöllum, í Há- tíðarlundi, Paradís og við Lamb- húslind. Margt fleira er góðra skemmtikrafta á sumarhátíðinni, má þar nefna Ómar Ragnarsson, Alla Rúts, Ríó trió, Gunnar og Bessa, og skemmta allir þessir aðiilar bæði á laugardag og sunnu dag. Kynnir hátíðarinnar verður Jón Múli Árnason. Þess skal sér- staklega getið að allir skemmti- kraftarnir eru „keyptir uipp“ þannig að þeir koma ekki fram á öðrum stöðum um verzlunar- mannahelgiina. Á sunnudag fer f,ram þjóðleg hátíðardagskrá, auk þess verður keppt í ýmsum grein um ílþrótta. Það er auk þess ætlast til þess að mótsgestir taki þátt í gleðskapnum sjálfir með al- mennum söng við varðelda. í lok háitíðarinnar verður efnt til flug- eldasýningar af Hútsafellsfjalli. Þess skal að lokum getið að sú nýjung verður tekin upp á þess ari útiibátíð að reynt verður að sýna kvikmyndir undir berum himini. Það mun vera ætlun forráða- manna sumarhátíðarinnar að með tímanum verði hægt að gera Húsafellsskóg að fullfcomnu úti- lífsisvæði. Ungmennasamtök í Borgarfirði hafa undanfarin tvö ár unnið markvisst að þessu áhuga máli þeirra og orðið mikið ágemgt. Smíðshöggin dundu í Ifúsafells skógi um helgina er frðttamaður Timans átti þar leið um. Þeir Vilhijálmur Einarsson og Iföskuld ur Goði Karlsson voru þar önnum kafnir, ásamt liði sinu, að undir- búa Sumarhátíðina sem þar á að vera um verzlunarmannahelgina. Það var táknrænt fyrir staðimn að alls staðar í kring var þoka og rigning, en yfir Húsafellsskógi og næsta nágrenni' sá í bláan himininn og var þarna liið bezta veður á sunnudaginn. Búið var að koroa upp og full- gera þrjá damspalla í undurfögru umhiverfi. Stigar hafa verið lagð- ir um svæðið, og verið var að reisa skála fyr.ir mötuneyti stanfs fólks, yfirstjórn mótsins o.fl. Sér- stök háspennulína hefur verið lögð út í skóginn. Á tjaldstœðun- um var verið að búa í haginn fyrir hátíðargesti, en tjaldstæðun um er skipt niður, og er hægt að panta sér tjaldstæði fyrirfram. — í Reykjavík er aðgöngumiðasala í Bankastræti 10, og þar er hœgt að tryggja sér tjaldstæði, þar sem leggja má bílum við tjaldið. ~ Fjölskyldur fá sérstök kjör á mót inu þ.e.a.s. hjón með bönn undir fermingaraldri. Þurfa þá aðeins lijónin að greiða aðgangseyri, en börnin fá frítt. Um margar leiðir er að velja þegar haldið er í Húsafellsskóg. Úr Reykjavík er hægt að fara hvort sem vill fyrir Hvalfjörð eða þá Kaldadal, en vegurinn þar er ágætur fyrir alla bíla þegar þurrt er. Þeir sem koma að norð- an, t.d. Húnavatns- og Skagafjarð arsýslum og eru á jeppum geta farið Auðkúluheiði og Arnarvatns heiði, ein vegurinn þar er sæmileg ur i þurrkatíð. Gert hefur verið ráð fyrir mikl um mannfjölda í Húsafellsskóg, og hefur undirbúningur verið við það miðaður, bæði fyrir unga og gamla. HESPULOPI Framhaih hí b!s 16 verzlar aðeins með garn, sem ætl- að er til þess að flíkur séu hand- prjónaðar úr. Fréttamönnum gafst tækifæri til þess að ræða við Reynolds for-, stjóra að Iíótel Loftleiðum í dag. Sagði Reynolds, að hann hefði ekki haft aðra hugmynd um ís- land en þar byggju ísbirnir og Eskimóar. þar til honum var sagt frá landi og þjóð á skrifstofu Loft- leiða í New York. Upp úr því kviknaði áhugi hans á íslandi, ekki sízt eftir að hann komst í kynni við íslenzku ullina Reynolds kvað íslenzku ullina vera frábrugðna allri annarri ull í heiminum. hún væri lengri, fjaðurmagnaðri og þyldi betur vosbúð en aðrar ullar- tegundir. íslenzku sauðarlitirnir væru einnig mjög fallegir og væru slíkir náttúrulitir nýjung í Ame- ríku, þai sem mikið gervigarn er á markaðnuin. Fyrirtækið Reynolds dreifir vör um sínum í hvorki meira né minna en 2500 verzlanir víðs vegar um Bandaríkin og hefur mjög náið samband við jiær. Fyrirtækið gef ur einnig út nokkur prjónaupp- Aöalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, verður hald- inn í Sigtúni, fimnitudaginn 8. ágúst 1968, kl. 10 f.h. DAGSKRÁ: 1. Formaður stjórnar setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfa- nefndar. 3. Skýrsla stjórnarinnar fyrir árið 1967. 4. Reikningar Sölusambandsins fyrir áriðl967. 5. Önnur mál. 6. Kosning stjórnar og endurskoðenda. Öllum þeim, sem auðsýnt hafa Jónasi Jónssyni frá Hriflu samúð og virðingu við útför hans, þökkum við hjartanlega. Sam- bandi fsl. samvinnufélaga, sem heiðraði hinn látna með því að kosta útförina, færum við sérstakar þakkir. Nemendum hans og vinum öllum sendum við kveðju okkar ög þakklæti. Fjölskyldan. Guðmundur Kr. Jónatansson (frá ísafirði) andaðist að Elliheimilinu Grund, mánudaginn 29. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. • Fyrir hönd fjarstaddra vandamanna. Hafþór Guðmundsson. Hjartanlegar þakkir fyrlr auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Ingigerðar Þorsteinsdóttur, Langholtsvegi 158. Sérstakar þakkir tll lækna og starfsfólks Borgarsjúkrahússins, deild 6A, fyrir góða hjúkrun. Sigríður Eiríksdóttir, Þórður Vigfússon, Friðgeir Eiriksson, Isabella Theódórsdóttir, Þorsteinn Eiriksson og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Ásdísar SigurSardóttur, Jaðarsbraut 19, Akranesi. Haukur Ólafsson, Kristín Bass, Elísabet Jónsdóttir, Jóhanna Hauksdóttir, Sigríður Hauksdóttir, Einar Jónsson, Bragi Þór Sigurdórsson, Dagný Hauksdóttir, Ólafur Hauksson, Eiríkur Óskarsson, Sesselja Jónsdóttir. Elginmaður minn og faðir, Jón Leifs, tónskáld, létzt í Landspítalanum, þriðjudaginn 30. júií. Þorbjörg Leifs, Leifr Leifs. öis-iiiiduiuu ug pcii neiur ibiunz,Ki lopinn þegar verið auglýstur. Nú er á döfinni mikil auglýsingaher- ferð hjá fyrirtækinu fyrir Álafoss lopann og vonast forráðamenn fyr irtækisins eftir því að herferðin muni auglýsa upp Loftleiðir h.f. og Álafossframleiðsluna auk þess að verða íslandi til góðs. This Weeks Magazine er gefið út í 12 til 15 milljónum eintaka og fylgir án aukagjalds með sunnu dagsblöðum ýmissa dagblaða víðs vegar um Bandarikin. Eitt septem ber hefta þessa rits verður helgað Islandi, Álafosslopanum og Loft- leiðum, og má nærri geta hvað mikilsverð auglýsing felst í því. Einn af ritstjórum blaðsins, miss C. Ileilmann, hefur í hyggju að rita grcin í blaðið um íslenzku lopapeysuna, en henni munu fylgja íslenzkar prjónauppskriftir. Einnig munu birtast í blaðinu myndir af Maríu Guðmundsdóttur íklæddri lopapeysum í sauðalitunum. María starfar um þessar mundir í New York og var hún ráðin til þess að auglýsa islenzka lopann að milli- göngu íslenzkra aðila. Fréttamenn spurðu Gunnar Frið riksson, form. Félags ísl. iðnrek- enda, í dag, hvernig honum litist á þennan nýja útflutning. Gunnar sagði, að af félagsins hálfu væri fylgzt náið með þessu, því að hér væri merkilegt mál á ferðinni. Ull- arvörur væru almennt í mjög lágu verði á heimsmarkaðnum vegna aukins framboðs á gerviefnum. Væru víða um heim til miklar birgðir af ull. Þess vegna væri jiað mjög lofsvert, að forráðamenn Álafoss hefðu fitjað upp á þessari nýjung, sem gerði það að verkum, að hægt væri að selja hespulop- ann á um 50% hærra verði en teppagarn það, sem flutt hefur verið út að undanförnu. Sagði Gunnar, að þarna væri um að ræða mjög arðbæran útflutning. Hann sagði einnig, að þegar svona nýj- ungar kæmu á stóra markaði væri salan oftast gífurleg í fyrstu en minnkaði síðan. Síðan þegar allir hefðu tileinkað sér nýjungina félli salan mjög en hann vonaðist til, að hespulopamarkaðurinn í Banda ríkjunum gæti orðið til frambúð- ar, þar eð hráefni í lopann væri hvergi að finna nema hér. Forráðamenn Álafoss verksmiðj unnar, Pétur Pétursson og Ás- björn Sigurjónsson, sögðu blaðinu í dag, að þeir litu björtum augum á þessi viðskipti og vonuðu að brátt lægju fyrir svo mikið af pöntunum, að þeir gætu ekki ann- að eftirspurninni eftir hespulopa. Auk ritstjóra This Weeks Maga- zine, forstjóra Reynolds Co. og Maríu Guðmundsdóttur eru hér á landi ýmsir starfsmenn þessara tveggja aðila. Hafa þeir ferðazt töluvert um og láta vel af kynnurn sínum við land og þjóð. RANNSÓKNIR Framhald af bls. 3. fer ört versnandi með kólnandi veðráttu. b. Ágangur á ræktmn og heima haga færist mjög í vöxt og bænd ur eru ekki skyldir að þola af því tjón bótalaust. c. Mikið af því landi sem dýrin eru nú sem óðast að nema er þeim óæskilegt og hættulegt. d. Vanzalaust er ekki að láta dýrin drepast úr hor og harðréttl fyrir augum fólks, á sama tíma sem áróður er hafður í frammi fyrir dýravernd og bættri fóðrun. Aðalfundur B.S.A. 1968 skorar á „Hafísnefnd11 að kanna aillar hugsanlegar leiðir til að koma í veg fy-rir að óbætanlegt tjón hljót ist af því að samgöngur teppist við Austurland vegna hafíss. Skor ar fumdurinn á ,,Hafísnefnd“ að sjá til þess að framkvæmdir í þessu efni fari fram þegar á þessu sumri m.a. með því að tryggja að nægar birgðir af oliu og fóðurvörum séu fyrirliggj'andi á höfnum áður en hær.ta er á að ís leggist að landinu. Aðalfundur B.S.A. 1968 sam- þykkir að mæla með því að stjórn Stéttarsambands bænda og Fram- leiðsluráð fái umbeðna heimild til skattlagningar á innflutt kjarn fóður. TEKKOSLOVAKÍA Framhald af bls. 1 ina í Cierna, sem aðeins telur 2500 íbúa. Strax eftir fundinn steig sovézka sendisveitin upp í einkalest sína og héldu með henni yfir á rússneskt landsvæði og dvöldu þeir „heima hjá sér um nóttina.“ Rétt fyrir kl. tíu í morgun kom rússneska einkalestin aftur inn á brautarstöðina í Ci- erma. Viðræðurnar hafa staðið í allan dag og búizt var við að þeim lyki í kvöld eða með morgninum. í dag var tilkynnt í Prag, að svo gæti farið að engin sameiginleg yfirlýsing yrði gefin út í lok fundarins, eins og búizt hafði verið við. Mikil leynd hvílir yfir því sem fram fer á fundinum, og víðtæk ar öryggisriáðstafanir eru gerðar í kringum fundarsta'ðinn. Nokkur einstök atriði fundarins hafa þó síast út. Vitað er að Leonid Bresn ev og Alexei Kosygin hafa flutt ræður af hálfu Rússa en Cernik forsætisráðherra og Dubcek af hálfu Tékka. Einnig er talið að forseti tékkneska þjóðþingsins, Jozef Smrkovsky, hafi lagt orð í belg. Ráðamennirnir eru sagðir hafa látið sér nægja að gefa námari skýringar á sjónarmiðum þeim sem haldið var fram í bréfaskipt- um þeim sem áttu sér stað milli Sovétmanna og Tékka á dögunum. Sovézka fréttastofan Tass skýrði frá því í dag, að viðræðurnar í Cierna færu fram „með vinsemd og í einlægni" en það gr hin vanalega tilkynning um ráðstefm- ur af þessu tagi austan tjalds, og þykir það benda til þess að við ræðurnar gangi að vonum. Hinir frjálslyndu og breytinga- gjörnu leiðtogar Tékkóslóvakíu hvöttu á fundinum í dag féiaga sína frá Kreml til þess að taka ekki aftur upp aðferðir Stalín- tímabilsins til þess að leysa deil ur innan liins kommúnistiska heims. Samkvæmt óstaðfestum fregnum mun tékkneska sendi nefndin hafa óskað eftir því að fundinum lyki seinni partinn í dag, en rússneska samninganefnd in hefði þá óskað eftir frekari um ræðum. Talið er að fyrri dag við ræðnanna hafi ríkt mikil spenna á fundinum, en nú í dag hafi andrúmsloftið verið breytt til hins betra. Fréttamenn hafa ekki fengið að koma nálægt fundastaðnum í dag frekar en fyrri fumdardaginn, en þó tókst þeiín að komast að þvl, að þegar Josef Smrkovsky, þingforseti, yfirgaf fund'arstaðinn í dag f matarhléi, hafi hann verið brosleitur og látið í ljós bjart- sýni sína. | Pravda birtir falsað bréf Pravda birti í dag bréf, undir- ritað af stórum hópi tékkneskra verkamanna, aðallega frá verk- smiðjunni Auto-Prag í Prag. Var í bréfinu harðlega mótmælt kröfu tékkneskra ráðamanna um að allt sovézkt herlið verði á burt úr Tékkóslóvakíu hið bráðasta. Hins vegar er í brófinu lýst fullum stuðningi við frjálsræðisstefnu Dubceks. Forráðamenn samtaka verkamanna innan verksmiðjunn- ar sögðu á fundi með blaðamönn- um í Prag í dag, að bréf þetta væri falsað og enginn starfsmað- ur Auto-Prag hefði undirritað þetta bréf. * Forráðamennirnir vöktu einnig athygli fréttamanna á því, að flestir starfsmenn fyrir- tækisins væru í sumarfríi um þessar mundir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.