Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 11
MIÐVJKUDAGUR 31. júlí 1968.
TIMINN
11
TVeir kenndir náungar hitt-
ust. Annar sagSi: — Nú veit
ég hvað ég geri til að verða for
ríkur á mettima. Ég set bara
u-pp minfcabú. Þú aettir að vita,
hvað þessum litlu fcvikindum
fjölgar ört!
— En ekkert kannt þú til
minkaræktar?
— Veit ég vel, en þeir sjá
u<m fjölgunina sjálíir.
í jarðskjálftunum 1®96 féllu
hiús meira og minna á flestum
bæjum austan fjallis, og sums
staðar hrundu öli hús til
grunna.
Sumir bæir sluppu þó að
mestu eða öllu leyti við
skemmdir, samanber söguma
um bóndann á Langsstöðum
í Flóa.
Hann var að skýra frá tjóni
hjá sér og sagði:
— Það varð slyis á Lands-
stöðum. Það hrapaði bollapar.
Bollinn brotnaði, en undirskál
inni var bjargað.
Jónína hét kona ein í sjávar
pfliássi. Hún vann þar einhvem
tíma að uppskipun, en datt á
bryggjuna, lenti á flöiskubrot-
um með munninn og skarst
' ailmikið.
Þegar maður hennar fór að
segja- frá þessu slysi, bomst
hann svo að orði:
— Já, munnurinn á henni
Nínu, sá fékk á kjaftinn.
í sundkeppni suður á Ítalíu
var stúlka, sem enginn í dóm
nefndinni vissi nokkur deili 'á,
langfyrst að synda 100 metrana
með frjálsri aðferð.
— Stórkostlegt! hrópaði for
maður dómnefndarinnar. — En
hafið þér nokkurn tíma keppt
áður?
— Aldrei, anzaði stúlkan, —
en ég er nú samt enginn við-
vaningur, því ég er fædd í
Feneyjum og hef synt þar um
„göturnar", síðan ég m'an
eftir mér.
SLtfMMlJR
OG PÖSS
Sagnir mótherjanna gefa oft
tii kynna hvemi’g bezt er að
haga úrspiilinu. Lítum á eftirfar
andi dæmi, þar sem Vestur
doblaði opnunarsögn Suðurs, en
lokasögnin var 4 hjörtu i Suð-
ur.
A1063
VKD72
♦ D74
*DG10
AÁD95 A 8742
V63 V95
♦ ÁG96 ♦ 10852
*K84 *753
4kKG
VÁG1084
♦ K3
4.Á962
Sagnhafi sér samt'als 26
punkta, og nær öruggt er, að
Vestur á hina 14 eftir doblinu
að dæma. Það þýðir því ekki
að svína bæði lau-fi og spaða,
því þá á Vestur fjóra slagi. En
samt er hægt að vinna spilið.
Vestur spilaði út hjarta, og Suð
ur vann á Á og K, og reynir
síðan svínun í laufi. Vestur á
slaginn á kóng, og spilar bezt
áfram laufi.
Suður tekur tvo slagi á lauf,
hið síðara með ás, en geymir 9.
Nú er litnum tígli spilað, Vest-
ur má ekki taka á ás, því þá
getur Suður kastáð spaða á
tígul drottniogu. Hann verður
því, að gef'a, og blindur á slag-
inn á drottningu. Trompi er
spilað og Suður kastar tígli á
laufa níu. Nú er tígii spilað og
Vestur verður að tafca K me'ð
Ás, og nú er sama hvað hann
gerir, hann verður annað hvort
að spila spaða í tígli í tvöfalda
eyðu. Þið sjáið hvað þýðingar-
mikið var að geyma laufa ní-
una, ef hún er tekin o>f snemma
og tígli kastað úr blindum tap
ast spilið.
Ég hef séð galdramann
þess að nokkúð skeði.
gera þetta með heilt matarstell án
Krossgáta
Nr. 82
Láðrétt: 1 Tröllkona 2 Naf-
ar 3 Afsvar 4 Orkaðir 6
Dýr 8 Fönn 10 Braka 12
Dýra 15 Sarg 18 Fæði.
Ráðning á gátu no. 81:
Lárétt: 1 Aflæsa 5 Ask 7
þá 9 Tæli 11 111 13 Ris 14
Naurn 16 TT 17 Gamla 19
, Hundur.
Lárétt: 1 Naðra 5 Kona 7 Tónn Lóðrétt: 1 Alþing 2 La 3
9 Stefnu 11 Vend 18 Efni 14 Æst 4 Skær 6 Listar 8 Álá
Unað 16 Tveir eins 17 Klaka 10 Litlu 12 Lugu 15 Man
19 Sitafir. 18 MD.
Barbara McCorquedale
43
nú gert rétt eða rangt í því að
hringja til Steve. Jæja, það var
a.m.k. of seint að sjá eftir því
núna. Hún var alveg viss um, að
Steve Weston mundi standa við
orð sín og Lou mundi e.t.v. gera
sér grein fyrir, að hann elskaði
hana, þegar hún sæi hann aftur
og skilja, að ástin var margfalt
meira virði en peningar og tign-
arstöður.
Alloa andvarpaði. Vandamálið,
sem Lou átti við að stríða, var
á margan hátt miklu auðveldara
viðfangs en hennar. Hún varð að
skrifa foreldrum sínum bréf og
samt spurði hún sjálfa sig, hvern-
ig í ósköpunum hún ætti að skrifa
og segja þeim, hvað hafði gerzt,
þegar hún vissi ekki einu sinni,
hvað maðurinn hét, sem hún ætl-
aði að giftast? Þetta var allt svo
hræðilegt og fáránlegt, en samt
hafði það ekki virzt skipta neinu
máli í gærkvöldi, þegar hún lof-
aði að giftast nonum, að henni
var ákummuigt um, hvaða nafn
hún kæmi til með að bera.
Öllum, sem ekki þekktu til,
fyndist þetta hreinasta brjálæði.
En núna, þegar sólin skein inn
um gluggana, velti hún því fyrir
sér, hvort hún hefði ekki verið
helzt til meirlynd kvöldið áður.
Hafði hún í raun réttri lofað
að giftast' bláókunnugum manni?
Manni, sem hún vissi, að var þjóf-
ur, glæpamaður og smyglari, en
sem hún elskaði og sem elskaði
hana.
Hvers vegna fór straumur um
líkama hennar, þegar hann snerti
hana? Því kveiktu varir hans bál
innra með henni, svo hún gat
ekki hugsað af skynsemi, en fann
sig gagntekna sælukennd, sem
hún hafði aldrei þekkt fyrr?
— Ég elska hann, sagði hún
frá sér numin af fögnuði, en það
slij'ákkaði í henni vi'ð tilbugsun-
ina um að þurfa að segja for-
eldrum sínum frá því.
Hún dró til sín skrifblokk og
tók upp pennann.
— Elsku mamma og pabbi. Eg
er ástfangin af Frakka............
Hún gafst upp og sat og las
þetta hvað eftir annað. Hún sá
andlit föður síns fyrir sér. Hún
sá sjálfa sig fyrir sér. þegar hún
stóð frammi fyrir honum sem
barn, og hún heyrði sjálfa srg
segja: — En mig langar til þess,
pabbi, mig langar til þess.
— En það er ekki rétt, ástin
mín.
Rödd hans var alvarleg, en þó
full skilnings og meðaumkunar.
Af hverju var það rangt? Hann
setti hana á hné sér og reyndi að
útskýra það fyrir henni.
— Það eru vissar reglur, sem
við verðum öll að hlýða. Éf við
hlýðum þeim, þá er það gott og
rétt. En ef við óhlýðnumst, þá
er það slæmt og rangt.
Alloa huldi andlitið í höndum
sér. Slæmt og rangt. Það áliti
faðir hennar samband hennar og
Dix. Og samt fann hún með ó-
hrekjandi vissu, að það var ekk-
ert slæmt í honum sjálfum. Gerð-
ir hans gátu verið rangar, en
hann var sjálfur góður maður.
Hún treysti honum eins og for-
eldrum sínum og öllum öðrum.
sem hún elskaði og bar traust
til. Þetta var meiri flækjan. hugs-
aði Alloa með sér, vonleysislega
og lagði öréfið til hliðar Það var
erfitt að skrifa js koma orðum að
þessu, begar hún var ekki einu
sinni viss um tilíinningár sínar.
Hún tók blaðið upp og setti
það í skúffuna. — Ég skrifa það
í kvöld, hugsaði hún með sér og
vissi þó, að hún hagaði sér eins
og hugleysingi. Hún reyndi að
koma sér undan því, sem að lok-
um yrði óumflýjanlegt.
Frú Derange kallaði á hana og
bað hana að koma til sín klukk-
an fjögur og ljúka við þau bréf,
sem hún hafði lagt til hliðar um
morguninn. Hún minntist ekki á
rifrildið, sem hafði átt sér stað
vegna myndarinnar af hertogan-
um, en virtist þreytt og las ekki
eins örugglega fyrir og venju-
lega og Alloa vissi, að áhyggjur
hennar af Lou komu niður á því,
að hún gæti einbeitt sér til fulls.
Að lokum sagði frú Derange
Allou að fara, og hún fór aftur
inn í herbergið sitt Hún var
varla komin inn, þegar síminn
hringdi. Henni tannst, að það
hlyti að vera Steve Weston og
flýtti sér að svara og vonaði, að
Lou hefði ekki verið látin vita
um þetta símtal.
— Halló. sagði hún kvíðafull.
— Halló, ástin mín. Það var
Dix og hjartað tók kipp í brjósti
hennar við að heyra rödd hans.
— Mér datt ekki í hug, að þetta
værir þú.
— Hver hélztu að það væri?
Annar maður? Ég er afbrýðisam-
ar.
— Nei, ég hélt, að það væri
verið að hringja frá Ameríku.
— Er oft hringt í þig þaðan?
— Nei, nei. Ég get ekki út-
skýrt þetta fyrir þér núna, en
ég geri það seinna.
— Þú getur sagt mér það í
kvöldv
— í kvöld?
— Já, ég hringdi til að bjóða
þér í samkvæmi.
— f samkvæmi? Hvernig á ég
að fara að því?
— Þetta er mjög merkilegt sam
kvæmi. Ég bauð þér ekki f gær-
kvöldi, því ég var ekki viss um,
að ég fengi leyfi til að taka þig
með, en þegar ég sagði, að við
ætluðum að gifta okkur, þá vildu
þau það fyrir alla muni.
— Hvaða fólk er þetta?
— Vinir mínir Fólk, sem mér
er mikið í mun, að þú hittir, því
það er mér mikils virði.
— Þá vil ég endilega koma,
sagði Alloa. — Ætti ég að biðja
frú Derange um leyfi til að fara?
— Þarf hún yfirleitt á þér að
halda eftir kvöldmat?
— Nei, ég hef alltaf frí á kvöld
in.
— Hvenær eruð þið búnar að
borða?
— Þær fara út að borða með
einhverjum vinum sínum klukk-
an níu, svo þær fara af hótelinu
rétt fyrir hálf átta
— Gott. Ég bíð þá eftir þér
fyrir utan hliðið klukkan hálf níu.
yertu eins falleg og þú getur.
Ég vil, að vinir mínir sjái, hvað
ég er lánsamur.
— Ég kem, sagði Alloa.
— Ég elska þig, gleymdu því
ekki. Hann sagði þetta blíðlega
og síðan heyrðist smellur. Hann
hafði ekki beðið eftir svari. Hún
setti tólið aftur á og fann, hvern-
ig hjartslátturinn varð aftur eðli-
legur og roðinn minnkaði í vöng-
um hennar.
Hún mundi hitta hann 1 kvöld.
Það var það eina, sem hún gat
hugsað um og svo mundi hún,
hvað hann hafði sagt: — Vertu
eins falleg og þú getur.
Hún varð örvæntingarfull og
fannst, að bað væri það erfiðasta,
sem hann gæti krafizt af henni.
Hún hafði ekkert sérstakt til að
fara í nema svarta kjólinn, sem
hún hafði verið í í London, og
hún hafði margbreytt honum til
þess að gera hann eins og nýjan.
!Hún óskaði þess nú, að hún hefði
keypt annan kjól í London, en þá
i hefði hún heldur ekki getað sent
I eins mikla peninga heim. — Hann
! verður að taka við mér eins og
! ég er, sagði hún upphátt. En um
j leið vissi hún, að allar konur lang
ar til að vera eins glæsilegar og
þær geta í augum þess manns,
sem þær elska.
Hún tók kjólinn út úr klæða-
skápnum. Ef hún væri í honum
kraga- og uppslagalausum og setti
fallegt blóm í hálsmálið, þá yrði
hann nógu fallegur til að hægt
væri að fara í honum í samkvæmi.
Hún gæti a.m.k. pressað hann og
reynt að laga hann eins og hægt
væri.
Hún tók haiin og fór inn í
herbergi Jeanne, sem var við end
ann á ganginum Jeanne sat við
ÚTVARPIÐ
Miðvikudagur 31. júlí.
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg
isútvarp. 13.00 Við vinnuna: Tón-
letkar.
14.40 Við,
sem heima
sitjum. Inga Blandon les söguna:
„Einn dag rís sólin hæst“ eftiir
Rumer Godden (23). 15.00 Mið
degisútvarp 16.15 Veðurfregnir.
fslenzk tónlist. 17.00 Fréttir. Tón
list eftir Chophin 17.45 Lestrar
stund fyrir litlu börnin. 18.00
Danshljómsveitir leika Tilk. 18.
45 Veðurfregnir Dagskrá kvölds
Ins 19.00 Fréttir 19.30 Daglegt
mál. Tryggvl Gíslason magister
fiytur þáttinm 19.35 Ólafur Briem
timburmeistari á Grund. Séra
Benjamln Kristjánsson flytur er-
todi (HI) 20.05 Sónata nr 1 í G-
dúr fyrir tvær fiðlur eftir Eug
en Vsaye 20.30 Þjóðhátíðarvaka
Ámi Johnsen tók saman. 21.45
Bolero eftir Maurice Ravel. 22.00
Fréttir og veðurfregnir 22.15
Kvöldsagan: „Viðsjár á vesturslóð
um Kristinn Reyr les (5). 22.35
Djassþáttur Ólafur Stephensen
kynnir. 23.05 Fréttir i stuttu
máll. Dagskrárlok.
I DAG
morgun
Fimmtudagur 1, ágúst
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg
isútvarp.
13.00 Á
frívafct-
inni. Ása Jóhannesdóttir stjórnar
óskalagaþætti sjómanna. 14.40
Við, sem heima sitjum. Inga
Blandon les söguna: ,Jíinn dag
rís sólln hæst" eftir Rumer Godd
en (24). 15.00 Miðdegisútvarp. 15.
30 Embættistaka Forseta íslands.
Útvarpað verður frá athöfn í
Dómkirkjunni og síðan í Alþingis
hústou. 16.45 Veðurfregnir. Sin-
fónduhljómsveitin leikur íslenzk
verk. 17.00 Fréttir. 17.45 Lestrar
stund fyrir litlu börnin 18.00 Lög
á nifckuna. 18.45 Veðurfregnir.
Dagskrá kvöldsins. 19.30 „Prest
urton á Bunuvöllum1, smásaga
eftir A. Dandet í þýðingu Björns
Jónssonar Margrét Jónsdóttir
les. 19.50 Stefán íslandi syngur.
20.10 Dagur i Vík. Stexán Jónsson
á ferð með hljóðnemann. 21.15
Orgelsónata í f-moll eftir Mendels
sohn. 2130 Útvarpssagan: „Húsið
f hvamminum" eftir Óskar Aðal
steto. Hjörtur Pálsson les (1).
22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.
15 Kvöldsagan- ..Viðsjár á vest
urslóðum" Kristinn Reyr l,es.
22.35 KvöldhljómlBÍkar. 2315
Fréttir í stuttu máli Dagskrár-
lok.