Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.07.1968, Blaðsíða 8
8___________________TIMINN MIÐVIKUDAGUR 31. júlí 1968. Reykjavík minnir mig á öfluga virkisborg Nýlega var staddur hér á landi Vestur-íslendingur að nafni Skúli Walter Líndal. Foreldrar hans voru bæði alíslenzk og fædd hér á landi. Móðir hans var Ingibjörg Árnadóttir ættuð frá Fáskrúðs- firði) og faðir hans var Ágúst Jakobsson frá Þóreyjarnúpi í Lín akradal í Húnavatnssýslu. Faðir Skúla fór héðan fjögurra ára garaall, árið 1886, en sjálfur er hann fæddur í Kanada. Skúli er ná skyldur hinum kunna Vestur-ís- lendingi Valdimar Líndal dóm- ara. Þetta er í fyrsta skipti, sem Skúli heimsækir ættland foreldra sinna, og hefur hann ferðast nokk uð um og kynnzt landi og þjóð. Nokkru af þéiim tíma, sem hann dvaldi hér, varði hann til þess að skoða byggingar og bygginga framkvæmdir í Reykjavík og víð- ar, en hann hefur starfað í bygg- ingaiðnaði í Kanada og Banda- ríkjunum um meira en tuttugu ára skeið. Skúli stofnaði fyrirtæki í Kanada, sem framleiðir hús úr sedrusviði. Síðan hefur það stækk að ört, og eru nú verksmiðjur þess einnig í Bandaríkjunum, Eng landi og írlandi, og selja þær hús um heim allan. Skúli^ og umboðs- maður hans á íslandi Jó- han'n Ólafsson hafa áhuga á að kynna íslendingum hús þessi. sem þeir telja að henti vel aðstæðum hér. Steinsteypt hús of dýr Máltækið segir „Glöggt er gests auga,“ og þegar við fréttum, að þessi iðjuhöldur í byggingaiðnaði hefði verið að skoða íslenzkar byggingar lék okkur forvitni á að heyra álit hans á þeim málum, og einnig kynnast lítillega þeirri tegund húsa, sem fyrirtæki hans Til Laugarvatns alla daga Afsláttargjöld báðar leiðir. | Skálholtsferðir — Gullfoss ! ferðir — Geysisferðir. B. S. í. sími 22300. Ólafur Ketilsson. LOIJ URA- OG SKARTGRIPAVERZL KORNELlUS JÓNSSON SKÖLAVÖRD'JSTÍG 8 - SÍMI: 18588 Rætt við Skúla Watter Líndal, vesturíslenzkan iðiuhöld, sem selur sedrusviðarhús um heim allan framleiðir. Skúli gaf sér smástund til að líta inn á ritstjórn Tímans, og fara hér á eftir helztu atriði úr því, sem hann hafði að segja. — Byggingar á íslandi eru að mínu áliti alltof dýrar og miklu dýrari en. þær þyrftu að vera. Það er ekki hagstæitt að byggja svona mikið og eingöngu úr Úrelt fyrr en varir — En án gamans, það er engin þörf á að venjuleg hús séu svona geysilega öflug. Þau verða orðin úrelt löngu áður en ending þeirra er á þrotum. Og hvílíkur ógna tilkostnaður það verður að rífa niður hverfi í steinborg eins og Reykjavík. Skúli Líndal stendur hér föstum fótum á íslenzkri jörð en þetta er fyrsta heimsókn hans til íslands. í baksýn er sumarbústaður Jóhanns Ólafssonar við Þingvallavatn, en hann er úr sedrusviði, sem er tilsniðinn í fyrirtæki Skúla Líndal, Cedarworth Homes. steinsteypu. Stórhýsi og bygg- ingar fyrir þungaiðnað úr stein- steypu eru alltaf í sínu fulla gildi, en minni hús álít ég að heppi- legra sé að byggja úr öðrum efn- um. — í Bandaríkjunum og Kanada var steinsteypa vinsælt byggingar- efni um skeið fyrir u.þ.b. 50 ár- um, en nú teljum við of dýrt fyr- ir almenning að byggja hús á sama hátt og þið gerið hér. Fyrir- tæki mitt hefur kostað kapps um að framleiða ódýr hús, svo ódýr að venjuleg fjölskylda hafi efni á að eiga bæði einbýlishús og sum arbústað. — Það er ofeyðsla bæði á mannafla og efni að byggja ein- göngu úr steinsteypu. En það er einn kostur við húsin ykkar. Reykjavík verður afbragðs virkis borg ef útlendimgar gera innrás í landið. Þið getið varizt vel og lengi úr húsum ykkar! , — Vestra byggjum við enn sem fyrr stórbyggingar úr steinsteypu en flest lítil heimili eru úr timbri eða múrsteini, og hús úr timbri held ég mundu einnig henta ykk- ur vel. Þau hús, sem verksmiðjur okkar framleiða, mundu t.d. laus- lega áætlað kosta fullbyggð aðeins 60% af því, sem samsvarandi steinhús kosta hér miðað við sömu stærð og notagildi. Hús okkar eru einnig miklu fljótreist- ari en gerist um byggingar hér á landi, tiltölulega og auðvelt er að taka þau sundur og flytja milli staða. — Hvað segið þér okkur frek- ar um fyrirtæki yðar og hús þau, sem þar eru framleidd? — Árið 1945 hóf ég framleiðslu sérstakrar gerðar húsa úr viðar- plönkum í Toronto. Hús þessi eru grindarlaus, í þeim eru engir þverbitar, skástoðir eða sperrur. Allir veggir eru burðarveggir. Heppilogasti viðurinn í húsin reyndist vera sedrusviðartegund, sem vex f Brezku-Kólumbíu í Kanada. Enn þann dag í dag eru all- flestir hlutar húsanna tilsniðnir þar og síðan fluttir til ýmissa staða og landa. Á þennan hátt sparast bæði flutningskostnaður og tollar af öllum afgangsviði. Fyrirtækið stækkaði ört. Nú bý ég í Tacoma í Washingtonfylki í Bandaríkjunum, en þar á ég og rek Lindal Cedar Homes. í fyrirtækinu starfa nú um 112 manns og veltan nemur um 3.7 milljónum bandaríkjadala árlega. Þá á ég einnig 50% í verksmiðj- unúm í Kanada og ítök í fyrir- tækjunum í Englandi og írlandi. Öll þessi fyrirtæki selja bæði sum arhús og hús til notkunar allt ár- ið. Þess má geta að tveir íslend- ingar hafa reist sér hús af þessari gerð. Eru það hvort tveggja sum- arbústaðir, annar á Þingvöllum en hinn á Rangárvöllum. Fljótbyggð og óeldfim Þau hús, sem seld eru á ís- landi, eru flutt frá fyrirtækinu Cedarworth Limited á Englandi. En umboð fyrir það hér a landi hefur fyrirtækið Jóhann Ólafsson & Co. Þessi hús væru að mínu áliti m.a. mjög góð fyrir bændur á ís- landi. Þau eru mjög fljótbyggð. Tveir menn geta t.d. auðveldlega lokið við lítið hús á tveimur helg um. Aðalkostir sedrusviðarins eru, að hann er mjög óeldfimur og fúi vinnur mjög illa eða ekki á honum. inn Skúli Walter Lfndal. Til þess að verð húsanna g«! orðið sem lægst fylgir ekkert með þeim, sem ódýrara er að kaupa eða láta vinna hér á landi. Allir veggir eru úr tveggja þumlunga þykkum sedrusplönk- um, og er einangrunargildi þeirra mjög mikið. Innan við þá kemur þumlungs þykk sedrusklæðning. Millibilið, sem er lVz þumlungur, má fylla með einangrunarefni. Húsin koma án glers, en með öllum gluggum, án hurða en með dyraumbúnaði, án þakjárns og einangrunarefnis. En sé (jþeas psk- að, að eitthvað af þessu fylgi, þá er það vissulega hægt.'--“. Þetta m.a. gerir það að verk- um, að hús frá fyrirtækjum okkar yrðu alltaf mun ódýrari en til- búin hús, sem hingað eru flutt frá Norðurlöndunum. Það er ó- hagkvæmt að flytja allt til hús- anna inn frá útlöndum og flutn- ingskostnaður verður óþarflega mikill. Gamall draumur Þetta held ég séu helztu atrið- in, sem frásagnarverð eru um fyrirtæki mitt og framleiðslu þess. Að lokum vil ég láta í ljós ánægju mína yfir dvölinni á ís- landi. Mig hefur alla tíð langað að koma til míns gamla föðurlands enda ólst ég upp við íslenzka siði, vandist íslenzkum mat, og talaði íslenzku þegar ég var barn. Heimsóknin til íslands hefur verið sannkölluð uppfylling gamals draums. S.J. r r VELSKOLIISLANDS Umsóknarfrestur um skólavist rennur út 20. ágúst. 1. stig verður í Reykjavík, á Akureyri og í Vest- mannaeyjum (ef næg þátttaka fæst). 2. stig verður í Reykjavík og á Akureyri (ef næg þátttaka fæst). Innritun fer fram 10. september. Kennsla hefst 16. september. SKÓLASTJÓRI. Allur viSurinn í þennan sumarbústaS, tvöfaldir útveggir, þiljur, þak, gólf o. fl., kostar 120.000.. kr., 09 er hann mjög fljótbyggður. Slíkir sumarbústaðir njóta mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og Kanada.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.