Tíminn - 27.08.1968, Síða 6

Tíminn - 27.08.1968, Síða 6
6 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 27. ágúst 1968. Þjóðverjar lítið uggandi vegna uppgangs nýnazista Rætt við tvo íslenzka námsmenn í Stuttgart Eiríkur Bjarnason og Sigurður Dagbjartsson. (Tímamynd Gunnar) Við hdttum nýlega á förnum vegi tvo íslenzka námsimenn, sem stundað hafa nám í háskólabæn- um Stuttgart í Suður-Þýzkalandi, örskamimt frá landamærum Tékkó slóvakíu, þar sem hinir örlaga- ríkustu atburðir hafa verið að gerast að undanförnu. Með þvi að það hefur verið við- burðarríkt meðal stúdenta í Vest- ur-Þýzkalandi í vetur, ag margra augu hafa beinzt að landinu vegna uppgangs nýnazista, Springer-veld isins, o.fl., mæltumst við til þess við mennina, að þeir svöruðu nokkrum spurningum okkar um þessi efni, og skýrðu okkur j'afn framt frá stúdentalífinu í Stutt- gart. Allmargir fslendingar hafa stundað nám í þessari mi'klu menningarborg, svo sem í flesfum öðrum þýzkum háskólaborgum, nokkrir íslendingar hafa verið þar starfandi, m.a. Sigurður Bjömsson, óperusöngvari og Sveinbjörg Alexanders, balletdans mær. Annar viðmælándi okkar, Sigurður Dagbjartsson, er raunar starfandi við hásfcólann í Stutt- gart auk þess sem hann er að vinna að doktorsritgerð í eðlis- fræði. Hinn er Eiríkur Bjarnason, verkfræðietúdent á 2. árl Við spyrjum þá til að byrja með nokkurra sþurninga um há- skólann í Stuttgart, stúdentafjölda og fleira. — Þetta hefur verið tækni- skóli einvörðungu til mjög skamms tíma, en nú er verið að taka upp kennslu í húmanístísk- um greinum, málvisindum, þjóð- félagsvísindum o.fl., segir Sigu'rð ur. Hins vegar er skólinn þekkt- astur fyrir arkitektúr, og þarna hafa um tíu ísl. arkítektar numið. í raunvisindagreinum stendur skól inn framarlega, þó ekki miklu meira en gengur og gerist í öðr- lun háskólum í Þýzkalandi. — Stúdentar eru um 6 þús. tals ins, segir Eiríkur, — þar af sennd lega 10% útlendingar. Flestir þeirra eru frá þróunarlöndunum, Indlandi og Afríkurikjunum, — og svo auðvitað frá íslandi og Noregi, — bætir hann við kíminn. Danir og Sviar fyrirfinnast hins vegar ekki. — Hvað eru margir íslenzkir stúdentar innritaðir í háskólann núna? — Þeir eru nú ekki margir, 4—5, en ýmsir fleiri íslendingar eru þarna í borginnd, ýmist við nám eða störf. Þarna er m.a. lista háskóli, sem nokkrir fslendingar hafa numið við, og eins búnaðar- háskóli. — Hvernig er námsaðstaðan við skólann? . — Hún er mjög góð, og er. stöðugt að batna. Háskólinn var svo til algjbrlega lagður í rúst í heimstyrjöldinni, og var endur- reistur að fullu með aðstoð stúd- enta fyrstu árin eftir stríð. Hann er mjöig nýtízkulegur í alla staði, byggdngarnar stórar og rúmgóðar og námsfyrirkomulagið að mörgu leyti frjálslegt og gott. — Leggja ekki Vestur-Þjóðverj ar mikla áherzlu á að hafa mennta mál í sem beztu lagi? — Jú, þeir leggja talsverða rækt við s'kólana og aðrar menntastofn- anir, en kjör menntamanna eru ekki betri en svo, að mikill hluti þeirra fer utan til starfa og þá einkum til Bandaríkjanna. Þetta er náttúrlega geysileg blóðtaka fyrir þjóð, sem ver miklu fé til að mennta ungt fólk, og er óheil'la vænleg þróun, en erfitt virðist að sporna gegn henni, hvar sem er í heiminum. — Drógust þið ekki inn í þess- ar stúdentaóeirðir í Þýzkalandi í vetur? — Það mun hafa borið fremur lítið á þeim í Stuttgart miðað við það sem var annars staðar. Jú, það logaði nú stunduim glatt, en svo fjöruðu lætin út, eftir því sem á veturinn leið, og í sumar má heita, að allt hafi verið með kyrr- um kjörum meðal stúdenta. — Og slagurinn stóð um aukin áhrdf stúdenta á stjórn háskól- anna? — Já, það var aðalbaráttumál- ið. Til skamms tíma hefur það verið svo, að prófessorarnir hafa einir ráðið lögum og iofum í há- skólunum, en aðrir starfsmenn, kennarar og stúdentar hafa lítil sem engin áhrif haft. Þetta hefur þó verið að þróast á betri veg smám saman, — en sem starfs- maður við háskólann, get ég mæta vel skilið óánægju stúdentanna og mér finnst kröfur þeirra á margan hátt réttmætar. — En höfðu óeirðirnar eitthvað að segja? — Það hefur verið sáralítið. Reyndar gekk í gildi í vor ný reglugerð fyrir háskólana, og hún gerir ráð fyrir auknum áhrifum stúdenta, en þó ekki í þeirri veru, sem þeir hafa barizt fyrir, enda mun hafa verið byrjað að vinna að þessari reglugerð talsverðu áð- ur en til óeirðanna kom. Stúdent- ar gera sig heldur alls ekki á- nægða með þessa málamiðlun ,en það er óvíst, hvort þeir láta sverfa til stáls á ný í vetur. Persónulega held ég að þeir beri mjög lítið úr býtum með því, einkum vegna þess að fólkið stendur á móti bessu, en ekki með eins og í Frakklandi. — Og hverju sætir það? — Ja, meðal hinna vinftandi stétta í Þýzkalandi er það mikil velsæld að fólkið hefur ekki á- stæðu til að kvarta, og lætur sig því litlu skipta óánægjuraddir stúdenta. Allt öðru máli gegndi í Frakklandi, þar sem verkalýð- urinn var mjög óánægður með kjör sín og tók því höndum sam- an við stúdenta í því skyni að knýja fram kjarabætur sér til handa. Svo eru Þjóðverjar allt öðruvísi en Frakkar, vilja hafa allt i röð og reglu og gott skipu- lag og aga, og þeim eru óeirðir og uppþot yfirleitt mjög á móti skapi. — Ér ekki þýzkum stúdentum yfdrieitt mjög úppsigað við blaða- kóngimn, Springer? — Ja, þeim er illa við veldi hans, og finnst hættulegt að einn einstaklingur skuld geta haft svona áhrif á landslýð. — Ég las nú einhvens staðar, að 50% Þjóðverja hefðu alls ekki heyrt nafnið Springer, — segir Eiríkur. — Já, það er sjálfsagt erfitt að átta sdg á þvi, hversu mikil völd hann í rauninni hefur, en miHjón- ir manna lesa daglega dagblöð hans og vikurit, og skoðanir hans mótast sjálfsagt af þeim að miklu leyti. Að hvað mdklu leyti, veit maður þó aldrei. Sennilega er þó eitthvað orðum aukið, að hánn geti skipað þing- inu fyrir verkum. Hins vegar er það óyggjandi, að kristilegi demo krataflokkurinn nýtur stuðndngs Springers á margan hátt. — Nú hafa nýnazistar stöðugt verið að færa sig upp á skaptið í Vestur-Þýzkalandi. Hafið þið ekki orðið talsvert varir við þá þróun. — Ekki svo mjög. Við höfum auðvitað fýlgzt með kosningum og orðið varir við framgang nazista víða um landið, en af þeim stóra hópi Þjóðverja, sem ég þekki og umgengst, er ekki einn einasti maður, sem aðhyllist skoðanir þeirra, segir Sigurður. — Mennta menn eru yfirleitt mjög andvígir þessari þróun, sem einkum hefur gert vart við sig meða} bænda og verkamanna. -Hins vegar held ég að þeir séu alls ekki uggandi um. að nazistar komist til valda, og ég held ,að ekki sé nokkur ástæða til að ætla að svo verði. Hugsandi fólk er aðallega hrætt um að Vestur-Þýzkaland bíði álitshnekki í hinum frjálsa heimi vegna upp- gangs nazista. — En þið hafið ekki á taktein um neina skýringu á þessu fyrir- brigði? — Óánægja með núverandi stjórnarvöld á sjálfsagt mdkinn þátt i þessu. Nú eru Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar • í stjórn, það eru stærstu flokk- arnir í landinu, en stjórnarand- •' staðan er veik og þróttlítil. Svo virðist vera sem þeir, er hafa orðið fyrir vonbrigðum með stjórn ina, hafi lýst þeim með því að. greiða nýnazistúm atkvæði í kosn '- ingum, en ekki stjórnarandst.fl., > því þeir mega sín svo lítils. Ann. ars er mjög erfitt að henda reiður / á þetta fyrirbrigði, og vonandi verður það kveðið niður sem ■ fyrst. — Og fyrst við erum komin út' í þessa sálrna, þykir mér ekki úr vegi að spyrja ykkur, hvort þið hafið fylgzt vel með þróun mála í Tékkóslóvakíu að undanförnu? — Ekki svo mjög. Stuttgart er, i raunar ekki mjög langt frá landa-' mærum Tékkóslóvakíu, en við höfðum engin bein kynni af þjóð inni, og fýlgdumst því ekki með ástandinu þar nema í gegnum dagblöðin og önnur fjölmiðlunar- tækl — Ég fór frá Stuttgart. örfáum dögum áður en innrásin var gerð. Þá var mikið talað um að Tékkar væru uggandi, en ég held ekki að neinum hafi dottið í hug, að Rússar myndu hemema landið, segir Sigurður. — Þið hafið ekki haft nein telj andi kynni af austantjaldslöndun-' um? — Það er þá helzt Austur-Beriín segir Eiríkur. Skólinn efnir til viku kynningarferða þangað, —' það eru í raun réttri áróðursferð- ir, — og ég fór eina sldka í vetur.. Vika er náttúrlega of skammur tími til að maður geti kveðið upp . nokkurn dóm, en ekki fannst mér ástandið beinlínis glæsilegt. — Er ekki rekinji gengdarlaus , áróður gegn Austur-Þýzkalandi vestan megin yfirleitt? — Jú, hann er býsna mikill. En. þrátt fyrir það eru til raddir sem, krefjast viðurkenningar Austur-/ Þýzkalands stöðugt háværari bæði , meðal menntamanna og almenn- ings. Sennilega er fólk búdð að gefa upp á bátinn vonina um sameiningu Þýzkalands, það gerir'' sér grein fyrir því, að Austur- Þýzkaland er ríki og verður ríki og viðurkenningin borgar sig. — Ég held, að orsökin fyrir , því, hvað viðurkenningin hefur ( dregizt, sé sú, að fjöldi m'anns- austan megin trúi því statt og’ stöðugt, að Vestur-Þýzkaiand / frelsi það, — segir Sigurður. — En sennilega verður fólkið að bíða árangurslaust eftir því. — En að lokum. Er mikið ’ félagsiíf meðal íslendinga í Stutt ', gart? — Já, við höfum haldið vel hóp- inn, eins og íslendingar erlendis gera yfirleitt. Við höldum blaða- kvöld hálfsmán.lega og komum stundum saman þar fyrir utan, og að undanförnu höfum við leitað samstarfs við fslendinga í ná- ■ grannaborgum. íslenzkir stúdent- ar í Norður-Þýzkalandi hafa stofn að með sér stúdentasamband, og hefur verið talað um að við í Suður-Þýzkalandi gerum slíkt hið sama, til að efla með okkur fé- lagslíf og auka og styrkja altt samband okkar á meðal. Það er öllum - mikilvægt. ekki sízt þeim. sem eru að hefja nám erlendis, . að geta leitað til landa sinna þeg- ar þeir þurfa á einhverri aífeioð eða félagsskap að halda. — gþe. ÚTSALA HJÁ TOFT ÖLL KJÓLAEFNI Á HÁLFVIRÐI Næstu daga og meðan birgðir endast, seljum við öll kjólaefnin, einlit og rósótt, út á hálfvirði. VERZLUNIN H. TOFT, ' Skólavörðustíg 8.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.