Vísir - 28.07.1977, Page 3

Vísir - 28.07.1977, Page 3
VISIR Fimmtudagur 28. júlf 1977. 3 Tvö hundruð þúsund teningsmetrar til þétt- ingar Sigöldustíflu Fjalla- grasaferð á vegum NLFR Náttúrulækningafélag Reykja- vikur efnir til Fjallagrasaferöar, föstudaginn 5. ágúst. Farið verður frá heilsuhælinu I Hveragerði kl. 14.00 á föstudegin- um og komiö aftur sunnudags- kvöldið 7. ágúst og þurfa þvi þátt- takendur að hafa með sér tjöld, mat og hlýjan fatnað. Væntanlegir þátttakendur verða að láta skrá sig á skrifstofu félagsins aö Laugavegi 20B i slð- asta lagi miðvikudaginn 3. ágúst, en slmi NLFR er 16371. — H.L. Aka þarf tvö hundruð þúsund teningsmetrum af efni i veggi stiflunnar við lónið við Sigöldu til að stöðva leka úr lóninu. Efnið er tekið skammt frá/ en vegna hins mikla magns er þarna um mjög miklar framkvæmdir að ræða, og er mikill tækja- kostur nauðsynlegur. Um það bil tólf teningsmetrar leka nú úr ióninu á sekúndu, i vatnshæöinni 490 metra yfir sjávarmáli. Lekinn er við austurenda varnargarösins, allt austur að Hnuppafossum. Verð- ur unnið aö þéttingunni i áföng- um, en mörg lög veröa sett hvert ofan á annað. Fyrst er settur sandur, þá möl, siðan hálfur metri af leir, aftur möl, og loks gróft grjót. Þegar fullri vatnshæö verður náð i lóninu, verður hæö þess 498 metrar yfir sjávarmáli, og þá verða i þvi um 140 milljónir ten- ingsmetra af vatni. Veröur vatniö þá orðið 14.5 ferkilómetrar á stærð, eöa álika stórt og Skorradalsvatn i Borgarfiröi. Aætlað er, aö þéttingu fjöru- borðs lónsins verði lokið um 15. ágúst, og að þá verði farið að safna vatni i það. Verður fyrst farið upp i 490 metra hæð, en um hálfan mánuö tekur að fylla lón- ið. — AH Likan af stöðvarhúsinu við Hrauneyjarfoss. Tæknilegar og fjárhagslegar athuganir Landsvirkjunar sýna aö sú virkjun er hag- kvæmasta framhaldið eftir Sigölduvirkjun hvort heldur verður um frekari stóriðju að ræða eða ekki, sesgir i fréttatilkynningu frá Landsvirkjun. ' ................... Rafvirkjar hjó ríkinu í verkfalli: Áhrifanna lítið farið að gœta „Ahrifa verkfallsins er nú lit- sem hófst s.l. þriðjudag. ið farið að gæta ennþá, hér „Þetta er þó að sjálfsögðu gengur allt sinn vanagang”, mjög bagalegt, sérstaklega ef sagði Oddgeir Þorleifsson hjá þetta kemur til með að standa Rafmagnsveitum rlkisins þegar lengi þó engin sérstök vandræði Visir spurðist fyrir um áhrif hafi komið til ennþá”, sagöi verkfalls rafvirkja hjá rikinu Oddgeir ennfremur. —H.L. Anna íslending- ar sjólfir skipa- þðrf sinni? Hrauneyjar- fossvirkjun boðin út Stjórn Landsvirkjunar hefur ákveðið aö útboðsgögn fyrir tvær vélasamstæður við Hrauneyjar- fossvirkjun, skuli látnar væntan- legum bjóðendum I té frá og með 2. ágúst næstkomandi. Útboðið gerir ráð fyrir að setja megi samstæðurnar niður hvort 'heldur er með nokkru millibili eða báðar samtimis. Þá er einnig gert ráð fyrir þvi i útboðinu að til greina komi að kaupa eina 70 megawatta vélasamstæðu til við- bótar við hinar tvær, ef ákveðið verður að stækka virkjunina. Ráðgert er að útboð á bygg- ingarvinnu fari fram á næsta vetri og er áformað að haga framkvæmdum þannig að skipta byggingarvinnunni i nokkra þætti, svo að innlendir verktakar eigi auðveldara með að taka hana að sér. Með þvi að hefja fram- kvæmdir við Hrauneyjarfoss i svo til beinu framhaldi af Sigöldu- virkjun, standa vonir til að hægt verði að nýta að verulegu leyti kjarna þess vinnuafls sem starfað hefur við Sigöldu. Þvi fylgir að sjálfsögðu veruleg hagkvæmni. Samkvæmt orkuspá Lands- virkjunar verður fyrri vél Hraun- eyjarfossvirkjunar að taka til starfa i síðasta lagi árið 1882, vegna samnings við járnblendi- verksmiðjuna á Grundartanga og fyrirhugaðrar stækkunar álvers- ins. —GA Hver vill fara ú skíði? Skiðaferð verður farin i Kerlingarfjöll um verslunar- mannahelgina. Farið verður á föstudagskvöld frá Uinferöamið- stöðinni og dvaliö i skiöaskól- anuin frant á mánudagskvöld. Þátttakendum i ferðinni stendur til boða skiöanámskeiö, sent hefst á föstudagsmorgun og stendur til þriðjudags. Nánt- skeiðið verður miðað viö alla aldursflokka og alla getuflokka. Tvær skiðalyftur verða i gangi og i kringum þær er ágætur snjór. Það er þvi ekkert sem hindrar skiöaiðkun i fjöllunum um helg- ina, en ekki er talið æskilegt að menn fari á Snækoll á skiöum, þvi jökullinn er mjög sprunginn. Betra er að menn taki þátt í skipulögðunt gönguferðunt þangað undir leiðsögn kennara frá skólanunt. A laugardagskvöld verður kvöldvaka og þarf vist ekki aö efast um fjörið þar. Þeir sem hafa hug á að bregða sér á skiði unt helgina geta haft samband við feröaskrifstofuna Úrval, sem sér um að koma fólki á staöinn. Iönaðarráöuneytið skipaði 15. júni sl. nefnd, sem á að taka til at- hugunar vandamál skfpaiðnaðar- ins hér á landi og gera tillögur um það, hvernig opinberir aðilar geti best stuðlað hagkvæmri upp- byggingu hans. Nefnd þessi var skipuö i fram- haldi athugana, sem Iðnþróunar- stofnun tslands, Rannsóknarráð iðnaðarins, Félag dráttarbrauta og skipasmiðja og fleiri gerðu á skipaiðnaðinum hér á landi. Ein meginniðurstaða þeirra athugana var sú, að skipaiðnaöur, sem væri ein stærsta iðngrein hér á landi, hefði þróast án nokkurs heildar- skipulags og dregist aftur úr i þjónustugetu við flotann. Einnig væri verkaskipting á milli ein- stakra stöðva og landshluta óljós. Umrædd nefnd skal einkum taka eftirfarandi atriði til athug- unar: 1. Væntanlega eftirspurn og þörf innanlands fyrur skipavið- gerðir og nýsmiöar næstu árin. 2. Getu innlenda skipaiðnaðar- ins til að anna þeirri eftirspurn. 3. Nauðsynlega heildarfjárfest- ingu er miðist við hagkvæma uppbyggingu greinarinnar. 4. Leiðir til fjármögnunar. 5. Aörar aðgerðir er stuðli aö eflingu samkeppnishæfni skipa- iðnaðarins. Auk nefndarinnar hefur Sig- urður Ingvason verið fenginn til ráðuneytis vuð þetta starf. —HHH Stórkostlegt úrval af dömuskóm Póstsendum m» Bergstaöastræti 4a Sími 14350

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.