Vísir - 30.07.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 30.07.1977, Blaðsíða 2
Guðjón Dagbjartsson, sjómaöur: — Það gæti verið gaman að vissu leyti. Ég get ekki imyndað mér að það sé neitt hættulegt. Þó væri kannski nær aö segja að maöur sé svo vitlaus að maður láti sér" ekki detta það i hug. Arnór Hannesson, skrifstofu-B maður: — Agætlega. Ég værij mjög spenntur fyrir þai. Ég varj að skoða kafbátinn rétti þessu ogg leist vel á. Ég var ekkert smeyk-* ur við að fara með honum — alla-i vega ekki á meðan ég stend hér á® bryggjunni. B Atli Leifsson: Ágætlega. Ég hugsa að það yrði bara spenn- andi. Ætli ég yrði nokkuð smeykur við það. island er fullt af þýðingar- miklum Jónum og hefur svo lengi verið. En erfiðara veröur að greina á milli þeirra, þegar margir eru Sigurössy nir. Nú eru þrír Jónar Sigurðssynir helstir I umferö, þeir Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráöu- neytisins og verðandi aðalfram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar i Hvalfiröi, Jón Sigurösson þjóð- hagsstjóri og Jón Sigurðsson ritstjórnarfulltrúi á Timanum. Þá er t.d. ógetið Jóns Sigurðs- sonar (dreka), fyrrverandi for- ustumanns sjómannasamtak- anna. Það fer auðvitað vel á þvi að lýðveidiskynslóðin islenska sinni nafni Jóns Sigurðssonar, forseta, svo mjög sem sá maöur lagði grunninn að sjálfstæði Is- lendinga. Þegar simaskránni er flett kemur i ljós að þar er aö finna hátt i hundrað alnafna á Stór-Reykjavfkursvæðinu. Mun óhætt að telja að nafnið Jón Sig- urðsson er nú algengasta heiti á tslandi, en Jónar eru auðvitað mikiö fleiri. Forvitnilegt er að gera sér grein fyrir þvi hver þessara al- nafna muni vera valdamestur nú um stundir. Mun varla fara á milli mála, aö þjóöhagsstjórinn hefur þar vinninginn, enda telja kunnugir aö hann sé aðalhöf- undur núverandi efnahags- stefnu rikisstjórnarinnar, ráðs- lagari bæði vinnuveitenda og launþega I kjaramálum, yfir- verðlagsstjóri og raunverulegur efnahagsmálaráðherra. Til við- bótar þessu mun hann svo vera i Alþýðuflokknum eða fylgja þeim f lokki a ð m álum, og er þvi engin furða þótt Sjálfstæðis- flokknum gangi erfiðlega að vikjabákninu frá sér. t rauninni er sama hvaða ríkisstjórn situr að völdum. Efnahagsmálaráð- herrann breytist ekki þótt leynt fari. Og litið gerir hann til að vekja á sér athygli. Þvi hefur löngum verið haldið fram að völd Jóhannesar Norð- dal, seölabankastjóra, séu mik- U. Það má vel vera, en varla skiptir hann sér af fleiru en þvi sem honum er ætlað samkvæmt lögum og reglugerðum. Og þeg- ar stjórnarflokkablöðin sitja siðan uppi með vaxtahækkanir, má sjá I forustugreinum þeirra, a.m.k. i Timanum, ab þar hafi Guðmundur Hjartarson, seöla- bankastjóri, komið við sögu. Aftur á móti hefur aldrei heyrst að Jón Sigurðsson, þjóðhags- stjóri, réöi og miklu. Samt er það staðreynd að gömul hetja eins og Torfi Hjartarson, svo og öll samninganefndin, átti i erf- iðleikum með þjóðhagsstjórann i siðustu samningum. Hann rót- aðisti viðsemjendum, tróð inn á þá þá pappirum og úrtökum og skýrði tillögur að geðþótta, og varð samninganefndin a.m.k. einu sinni að rifa tillögu, sem hann hafði boðist til að láta þjóðhagsstofnunina véirita, vegna þess að á henni var heiti sem þjóðhagsstjóri vildi hafa, en samninganefndin hafði fellt. t samningunum við sjómenn gekk þjóðhagsstjóri fram i þvi að samið var um óbreytt hluta- skipti og hafði um það bæði samráð við ráðherra og banka, vegna ákvæða um örara uppgjör við sjómenn. Þar sem þjóðhags- stjóri situr i nefnd sem úrskurð- ar verö á fiski og er þar odda- maöur, óttubust sjómenn að hann mundi nota valdið til að á- kvarða fiskveröið fiskkaupend- um ivil, gengju þeir á móti vilja hans i samningunum um sjó- mannahlutinn. Þannig gerist raunar ekkert I samningum nema Jón Sigurðsr son hafi fjallað um það áður. Þá telja kunnugir, að Jón Sigurðs- son sé á bak við ákvörðun verð- lagsstjóra um verðlagsbinding- una.sem vakið hefur athygli að undanförnu. Nú er þetta allt gottog blessað og miðar að þvi að halda efna- hagsstefnu rikisstjórnarinnar I horfinu. Gallinn er bara sá að ekki er um stefnu stjórnarinnar að ræða heldur einkabarn Jóns Sigurðssonar, þjóðhagsstjóra, sem ræður yfir ráðherrum og vinnumarkaði með dugnaði sin- um og sannfæringarkrafti — og vitsmunum — en hverjum til góðs? Svarthöfði Ragna Lindberg, ökukennari: — Mér litist ekkert á það. Ég fengi bara innilokunarkennd. Satt að segja held ég að ég myndi kafna um leið og ég kæmi undir yfir- borðið af eintómri taugaveiklun. Mér óar við að sjá þennan skips- skrokk, þetta er eins og hvalur.. Ólöf Helga Þorsteinsdottir, sex ára: — Ég yrði ekkert hrædd við það. Ég myndi vilja kafa með honum ef ég fengi það. Samt er hann voðalega stór og ljótur. HANN TALAR TUNGUM RÁÐHERRA Laugardagur 30. júli 1977. VISIR ■HBBHBBi ■BBBB NIÐURSTÖÐUR KANADAMANNSINS: Nýrnaveiki er að finna að Laxalóni Nýrnaveiki fannst I laxi I stöð- inni að Laxalóni við rannsóknir kanadiska fisksjúkdómafræð- ingsins Trevors Ewellin þar. Hann rannsakaði einnig stöðina við Elliðaárnar, en fann ekkert athugavert þar. Þá skoðaði hann einnig laxeldisstöð rikisins i Kollafirði, en gerði engar rannsóknir þar. Blaðamaður VIsis náði tali af Ewellin áður en hann hélt utan i gær, og sagði hann þá að endan- legar niðurstöður rannsókna sinna lægju ekki fyrir fyrr en að mánuði liðnum. Vildi hann þvi ekki ræða i smáatriðum um rannsókninir sinar hér að svo stöddu. Ewellin sagði, að þrátt fyrir aðhann hafi orðið veikinnar var aö Laxalóni væri fjarstæða að farga fiskinum I stöðinni þar. Ennfremur sagði hann, að þrátt fyrir að hann hefði ekki orðið nýrnaveikinnar var i Elliöaár- stöðinni, þá væri alls ekki úti- lokað að hún væri fyrir hendi þar. Sjúkdómurinn getur verið nokkuð útbreiddur, sagði Ewell- in, hann kann að vera I einum fiski af þúsund, eða jafnvel i einum af tíu þúsund. Þetta væri þekktur sjúkdómur bæði i Evrópu og Ameriku, og þar væri hann ekki talinn ýkja hættuleg- ur. Sagði Ewellin, að fslenski laxastofninn hefði samgang við erlenda laxastofna úti I Atlants- hafi, og ekki væri því um það að ræða að einangra hann algjör- lega. Ef sjúkdómurinn væri fyr- ir hendi annarsstaðar, þá væri erfitt að koma i veg fyrir að hann bærist hingað. Astæða þess að ekki hefði orð- ið vart við sjúkdóminn fyrr hér á landi, væri einfaldlega sú að ekki hefði verið leitað að honum fyrr. ttrekaði Ewellin að hann kynni að finnast viðar en að Laxalóni, og sagði meðal ann- ars að laxaseyðin i Elliðastöð- inni i vor „hefðu ekki drepist að gamni sinu”. Það var veiði-og fiskimálaráð Reykjavikurborgar sem stóð að komu Ewellins hingað til lands. Kvaðst hann hafa skoðað þau svæði sem hann hefði verið beð- inn um, og önnur ekki. ,,Ég skoðaði ekki Kollafjarðarstöð- ina vegna þess að þeir báðu mig ekki um það” sagði Ewellin. Trevor Ewellin hefur dvalið hér á landi við rannsóknir sinar undanfarna daga, en hélt aftur til Kanada i gær. —AH Vildu ekki að Kollafjorðar- laxinn yrði rannsakaður „Við höfum enga ástæðu til að vantreysta þeim rannsóknum sem geröar hafa veriö á Keldum um heilbrigði laxastofnsins i Kollafirði og töldum þvi ekki ástæðu til að láta Kan- adamanninn skoöa laxinn þar eða heilbrigði hans”, sagði Einar Hannesson hjá Veiöimálastofnuninni i samtali við VIsi í gær. Hins vegar sagöi Einar, að Trevor Ewellin hefði fariðþangað á fimmtudag i kurteisisheimsókn i fylgd veiðimálastjóra, Þórs Guð- jónssonar. Einar sagði, að hjá Veiðimálastofnuninni ynnu nú þrlr lærðir fiski- fræðingar, og fylgdust þeir með heilbrigði laxins i Kollafirði auk annara starfa, og þegar þess væri gætt að ekki hefði orðið vart neinna sjúkdóma þar, þá væri vandfundin ástæða til rannsókna af hálfu Ew- ellins þar. Þá haföi Vísir einnig samband við Hauk Jörunds son hjá Landbúnaðarráðu- neytinu. Haukur sagði að það hefði verið fimm manna nefnd sem hefur með Kollafjarðarstöðina að gera, sem hefði tekið þá á- kvörðun, að Ewellin rann- sakaði ekki laxinn þar. Það hefði þvi ekki verið fyrir frumkvæði þeirra hjá Veiðimálastofnun, eða veiðimálastjóra sem sllks. Jakob Hafstein hjá Reykjavikurborg, sagði að þeir hefðu boðist til að finna Ewellin tima til að rannsaka Kollafjarðarlax- inn, en það hefði ekki verið þegið. — AH Visir spyr i kafbátn um REQUIN V Hvernig litist þér á kafa með bátnum? að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.