Vísir - 30.07.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 30.07.1977, Blaðsíða 3
VISIR Laugardagur 30. júli 1977. 3 Hrafnista í Hafnarfirði: Þjónusta og mat- ur inmfalinn „Aðeins 1. ófanginn œtlaður rólfœru fólki eingöngu" — segir Guðmundur H. Oddsson „Sá hluti vistheimilisins sem tekinn veröur i notkun i haust er aöeins fyrsti áfangi byggingar- innar og er þá tveim ólokið. Meö- an sjúkraskýli heimilisins er ó- komiö verður aðeins hægt aö taka inn rólfært fólk, sem að vissu marki getur hjálpað sér sjálft,” sagöi Guömundur H. Oddsson formaöur stjórnar Hrafnistu i samtaii viö Vfsi. I blaðinu i gær var sagt frá óá- nægju sem vart hefur orðið i Hafnarfirði vegna vistana á nýja DAS-heimilið og þjónustu þá sem þar er fyrirhuguð. Ranghermt var i þeirri frétt að á heimilinu yrði aðeins heitur kvöldverður, en að öðru leyti yrði fólk að láta sér nægja brauðpakka og að matinn skuli greiða sérstaklega. Hið rétta er, eins og fram kem- ur i bréfi sem gamla fólkinu i Hafnarfirði var sent, að öllum verður færður heitur hádegismat- ur, vel útilátinn i ibúð sina. Þá er ætlað að vistfólk geti fengið kvöld verðar brauð, mjólk, te og þess háttar. íbúðirnar verða ræstar tvisvar til þrisvar i viku, en hið sameigin- lega nær daglega. Komið verður á herbergi á hverjum morgni til eftirlits. Þessi þjónusta, auk þvotta og lyfja, er innifalið i vist- gjaldi, sem reynt verður að hafa hið sama og á Hrafnistu í Reykja- vík, en það mun vera 2.400 krónur á dag. Að sögn Guðmundar H. Odds- sonar verður i siðari áföngum byggingarinnar tekið til vistunar bæði rólfært fólk og sjúklingar, enda sé ætlunin að rekstur Hrafn- istu i Hafnarfirði verði sem lik- astur þvi sem er hjá Hrafnistu i Reykjavik, að öðru leyti en þvi að i Hafnarfiröi verður einnig tekið á móti fólki til dagvistunar, sem er nýmæli i allri þjónustu við aldr- aða hér á landi. — SJ „Þeir nota hœkkun- ina aðeins til að yfirborga aðra" „Skyldann vera vinur eða óvinur?” má lesa út úr svip þessa snáða sem Loftur ónáðaði í hermannaleik um daginn. Og vist er aiiur var- inn góöur. — sagði einn fulltrúinn i verðlags- nefnd og vildi fella hœkkunarbeiðni Kassagerðar Reykjevíkur Mikill ágreiningur reis upp á fundi i verölagsnefnd á miðviku- dag vegna afgreiðslu á hækkunarerindi Kassageröar Reykjavikur. Kassagerðin sótti um að fá leyfi fyrir 18,48% hækkun á bylgju- pappakössum og hafði verölags- stjóri fyrir sitt leyti samþykkt 14% hækkun á bylgjupappanum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Visir aflaði sér baö Stefán Jónsson, fulltrúi Sambands Islenskra samvinnufélaga og for- stjóri prentsmiðjunnar Eddu um orðið þegar hækkunarbeiðni Kassagerðarinnar var tekin fyrir i nefndinni. Hann sagði eitthvað á þá leiö aö til sin hefðu komið tveir prentar- ar og beðið um verulega hækkun á þeirri 20-30% yfirborgun sem Edda borgaði þeim. Ónafngreint fyrirtæki i borginni hefði boðið þeim verulegra hærri laun, en þar sem þeir vildu starfa áfram i Eddu, en gætu vart hafnaðsvo góðu tilboði, vildu þeir að Edda greiddi þeim þessa hækkun og yrðu þeir þá áfram starfsmenn hennar. Stefán sagðist siðar hafa kom- ist að þvi að fyrirtæki þetta væri Kassagerð Reykjavikur og hann gæti ekki fyrir sitt leyti samþykkt hækkun til fyrirtækis, sem notaöi hækkunina einungis til að yfir- borga önnur fyrirtæki. Kassa- gerðin yrði að bera þann kostnað sjálf. Nokkrar umræður urðu I nefnd- inni vegna þessa, aðallega milli Stefáns og þeirra Einars Arna- sonar frá Vinnuveitendasam- bandinu og Þorvarðs Eliassonar frá Verslunarráðinu. Þeir töldu sögu Stefáns óstað- festa og ef hún væri sönn þá væri það samt óforsvaranlegt að nota verðlagsnefnd til að klekkja á fyrirtækjum sem fulltrúinn ætti i striði við úti i atvinnulifinu. Björn Jónsson, fulltrúi Alþýðu- sambandsins, mun þá hafa lagt til að málinu yrði frestað og kannað hvað hæft væri i málinu. Þetta var borið undir atkvæði og samþykkt með fjórum atkvæð- um gegn þrem. Af þvi tilefni óskuöu þrir full- trúar i verðlagsnefnd eftir þvi að eftirfarandi bókun yröi gerð: „Undirritaðir fulltrúar i verð- lagsnefnd lýsa vanþóknun sinni á málflutningi Stefáns Jónssonar, fulltrúa Sambands islenskra Samvinnufélaga i verðlagsnefnd, þar sem hann dregur reksturs- vandræði prentsmiðjunnar Eddu inn i umræður i nefndinni og not- færir sér aöstöðu sina þar i þeim tilgangi að klekkja á hugsanleg- um keppinaut þess fyrirtækis á vinnumarkaðinum s.s. fram kemur i kröfu hans um frestun á erindi Kassagerðar Reykjavikur. Einar Arnason (VSÍ) Július S. Óiafsson (Féiag tsl. Iön- rekenda) Þorvaröur Eliasson (Vt) —H.L. Geimfaramynd í Laugarásbíó Vísisbió veröur samkvæmt venju I dag kl. 3 i Laugarásbió. (Að þessu sinni er sýnd banda- risk gamanmynd sem heitir Geimfarinn. Aöalleikarinn heit- ir Don Knots. Hann lendir i þvi aö vera skotiö út i geiminn og þar veröur margt sniðugt og ó- venjulegt á vegi hans. Myndin er full lengd, um einn og hálfur timi. I I l I i I VOLKSWAGEN VESTgæoaframl EIÐSLA VOLKSWAGEN 1200L — FYRIRLIGGJANDI — Hann er framleiddur af frábærum fagmönnum og undir nákvæmu eftirliti, sem tryggir að Volkswagenbíllinn þinn mun reynast þér vel og lengi. Það er líka þess vegna sem endursöluverð hans er hátt þegar þú þarft eða vilt selja. Viðurkennd Volkswagengæði — Volkswagen varahlutir — Volkswagen þjónusta — HEKLA HF. Laugavegi 170—172 — Sími 21240

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.