Vísir - 30.07.1977, Blaðsíða 18

Vísir - 30.07.1977, Blaðsíða 18
O * ★★ *** ★★★★ afleit slöpp la-la ágæt framúrskarandi Ef mynd er talin heldur betri en stjörnur segja til um fær hún + aö auki,- Tónabió: Veiðiferðin ★ ★ Austurbæjarbió: Valsinn ★ ★ ★ + Háskólabíó: Maöurinn, sem féll til jarðar ★ ★ ★ ★ Bæjarbió: Sautján ★ ★ 4. Stjörnubíó: Robin and Marian ★ ★ ★ Laugarásbíó: The Bingo Long ★ ★ TÓNABÍÓ Sími31182 OUVEH REED CANDICE BERGEN VEIÐIFERÐIN & 1-15-44 Lokað LAUQARÁS B I O Simi 32075 They put the hall in basehall. Bráðskemmtileg ný banda- risk kvikmynd frá Uni- versal. Aöalhlutverk: Billy Dee Wiliiams, James Earl Jones og Kichard Pryor. Leikstjóri: John Badham. ISLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 5, 7,05 9 og 11,10 Veiðiferðin The Hunting Party Spennandi og áhrifarik mynd. Aðalhlutverk: Oliver Reed, Candice Bergen. Bönnuð börnum innan 16 ára.Endursýnd kl. 5, 7 og 9. Tannlæknirinn á rúm- stokknum Tandlæge paa senge- kanten Sprenghlægileg og djörf dönsk gamanmynd i iitum úr hinum vinsæla Rúmstokks- myndaflokki. Aðalhlutverk: Ole Söitoft, Birte Tove. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. Myndin, sem beðið hefur verið eftir: Maðurinn, sem féll til jarðar The man who fell to earth Heimsfræg mynd, frábær- lega leikin. Leikstjóri: Nicholas Roeg Aðalhlutverk: David Bowie Þessi mynd hefur hvarvetna hiotið gifurlegar vinsældir. Sýnd kl. 5 og 9. Umsjón: Arni Þórarinsson og Guðjón Arngrímsson Gamall og góður Hrói ★ ★ ★ Stjörnubió: Hrói Höttur og Marian (Robin and Marian) Bandarisk árgerð 1976. Handrit eftir James Golfman, framleiðandi Denis O’Dell, leikstjóri Richard Lester. Aðal- leikarar Sean Connery, Audrey Heburn, Robert Shaw, Richard Harris og Nicol Williamsson. Það svifur þægilegur andi yfir vötnunum i þessari mynd. Hrói er kominn yfir miðjan aldur, farinn að grána og velta fyrir sér hverju hann hafiáorkaö I lif- inu. Allir kanr.ast við sögurnar um Hróa hött og hans ævintýri, og vita þess vegna hvaö hann hefur gengið i gegnum. En hann er jafn slippur og snauöur af veraldlegum gæðum eftir allt streðið. Þegar „Robin and Marian” hefst eru Hrói og Litli Jón aö koma úr styrjöld, eru búnir að fara í allar krossferðirnar og rata varla um Skirisskóg eftir 20 ára fjarveru. Þegar þangað er komið hitta þeir þó fyrir gamla kunningja, Vilhjálm Skarlat, Tóka munk, fógetann í Notting- ham og Marian. Þessi heimkoma félaganna er sérlega skemmtileg og vel unnin hjá leikstjóra myndar- innar og handritahöfundi. Fógetinn og Hrói þekkjast frá gamalli tiö og heilsast eins og gamlir vinir og kunningjar, vit- andi það að innan fárra daga o/flarían veröa þeir komnir f hár saman. Allar bardagasenur i myndinni eru lika sannfærandi, þó þær séu ekki nema mátulega alvar- legar. A tólftu öld klæddust menn fáranlega þungum brynj- um, ef þeir hugðu á slagsmál, og gengu með þung og stór högg- sverð. Enda fór það svo að ef annar aðilinn i einvigi var ekki fallinn eftir nokkrar minútur þá láku báðir niður úr þreytu. En þessi mynd segir fyrst og fremst frá ástarævintýri Hróa og Marian. Hrói hafði yfirgefið hana þegar hann fór i Kross- ferðirnar og hún hafði gengið í klaustur. En þegar Hrói kemur aftur takast með þeim ástir á nýjan leik og allt verður eins og tuttugu árum áður. Breska kvikmyndatimaritið Films and Filming kaus þessa mynd mest vanmetnu mynd siö- asta árs og einnig töldu þeir Audrey Heburn sýna bestan leik allra kvenna i kvikmyndum á siðasta ári. Hér veröur ekki lagður dómur á þaö, en vist er að þessi mynd er mjög þokka- leg, og Audrey Heburn, sem eúci hafði leikið i kvikmynd i 'mörg herrans ár á undan þessari, er framúrskarandi i hlutverki sinu. Sama má reyndar segja um aðra leikara i myndinni, þeir standa allir fyrir sinu, enda valinn maður I hverju rúmi. Richard Lester er nokkuð mis- tækur leikstjóri, en þessi mynd er ein af hans bestu. Tónabió sýndi i vor þá mynd sem hann 'geröi næst á undan þessari, Juggernaut, þokkalegan þriller. Aftur á móti hefur sú sem hann geröi næst á eftir Robin and Marian fengið hræöiiega dóma. Hún heitir The Ritz og þar leikur Rita Moreno aðalhlut- verkið. En Robin og Marian er ágæt mynd. —GA sBÆJARBíG^ Sími 50184 Sautján sytteii FARVEFILM efter SOYA'5 dnsfige dansue roman _ GHITA H0RBV OLE S0LTOFT , HASS CHRISTENSEN \s! OLE MONTY BODIL STEEN \\ LILY BROBERQ L' instruWfion: AmiEllSE MEINECKE Sýnum i fyrsta sinn meö is lenskum texta þessa vinsælu dönsku gamanmynd, um fyrstu ástarævintýri ungs manns. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Siðasta sinn „Valdabyssurnar". Geysispennandi bandariskur vestri meö Richaard Wid- mark og John Saxon i aðal- hlutverkum. Sýnd kl. 5 Bönnuð börnum. Félagsprentsmiðjunnar hí. Spítalastíg 10 - Sími 11640 .JÖ* n Ilobin og Marian íslenskur texti Ný amerisk stórmynd i litum byggð á sögunum um Hróa hött. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bönnuð innan 12 hnfnarbíó 16-444 Eiginkonur slá sér út! Bráðskemmtileg og fjörug ný norsk litmynd, um eiginkonur á ralli. Leikstjóri: Anja Breigen Islenskur texti. Sýnd kl. 7 og 9 ,,Gullna styttan” Spennandi bandarisk Pana- vision litmynd er gerist i Hong-Kong. Isl. texti. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 3-5 og 11. TOmSTUnDflHUSIÐ HF Laugauegi lSVRentiauit $31901

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.