Vísir - 30.07.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 30.07.1977, Blaðsíða 10
10 VÍSIR C'lf'rfandi: Hoykjaprent hf Frainkvæmdastjóri: Davíft (iuftinundsson Hilstjórar: l»orst«‘inn l’álsson áhin. olafui Haf'narsson. Hitstjórnarfulltrúi: Bragi (íuftmundsson. Króttastjóri «‘rl<*ndra frrtta: Guftmundur G. Pdlursson. •* I msjón meft llelgarhlafti: Arni Pórarinsson. Blaftamenn: Anders Hansen, Anna Heiftur Oddsdóttir, Kdda Andrésdottir, Kinar K Guftfinnsson, Elías Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjóri Arngrimsson. Hallgrimur H. Holgason. Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn (íuftjónsson. Sæmundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjdnsson. ttlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olaísson. I.jósmyndir: Piinar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson, I.ol tur Asgeirsson. Sölustjóri: Páll Stefánsson Auglýsingastjóri: Porsteinn Fr Sigurftsson Dreifingarstjóri: Sigurftur U Petursson Xuglýsingar: Siftumúla K. Símar K22(lo. Hlitill. Askriftargjald ki. lilOO á mánufti innanlands. Afgreiftsla : Stakkholti 2-1 sími Hlilill \ erft i Liusasölu kr. 70 eintakift. Hilstjóni : Siftumula II. Simi Hlilill, 7 Ifmir. Preiituu: Blaftaprent lif. Vísitöludansinn Stjórnvöld eru nú tekin að stíga dansinn í kringum vísitöluna einu sinni enn. I samningunum fyrr í sumar knúði verkalýðsforystan fram virkara visitölukerfi en við höfum áður þekkt. Gegnir það nokkurri furðu, hversu forystumenn verkalýðsfélaganna eru áhuga- samir um að viðhalda sjálfvirku vixlhækkunarkerfi kaupgjalds og verðlags. Visitölukerfið er ekki í sjálfu sér frumorsök verð- bólgunnar. En þetta kerfi viðheldur meinsemdinni og magnar hana á margan hátt. Verðbólgan bitnar með mestum þunga á þeim, sem við kröppust kjör búa í þjóðfélaginu. Áhugi verkalýðsforystunnar á að við- halda verðbólgunni er því torskilinn. Sú var tíð, að þeir sem ábyrgð báru í stjórnmálum hverju sinni, reyndu að brjóta þetta kerfi niður eða takmarka það eftir föngum. Stjórnarandstaða á hverjum tima hefur á hinn bóginn aldrei haft neitt á móti sjálfvirkum vixlhækkunum kaupgjalds og verð- lags, því að þær koma ríkisstjórninni illa. I tíð vinstri stjórnarinnar kom fram mjög hörð and- staða af hálfu stjórnarflokkanna gegn vísitölukerf- inu. Ráðherrar Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins gáfu m.a. út bráðabirgðalög og bönnuðu með öllu vísitöluuppbætur á laun. Þetta var gert til þess að hamla gegn verðbólgu. Þjóðviljinn rökstuddi vísitölubannið í forystugrein og sagöi réttilega:„Það þekkist hvergi nema á islandi að launafólk fái allar almennar verðhækkanir bættar á þriggja mánaða fresti með visitölugreiðslum á kaup, og t.d. í Svíþjóð hefur verkafólkið enga slíka tryggingu gegn verðhækkunum. En auðvitað liggur það svo í augum uppi að þessi réttur, sem verkafólk og bændur njóta á tslandi en ekki annars staðar, á sinn þátt í því, að verðbólga hefur löngum verið meiri á islandi síðustu áratugi en í flestum nálægum lönd- um." Lúðvík Jósepsson var enn þessarar skoðunar fyrstu dagana eftir að hann komst á ný í stjórnarandstöðu. Þá sagði hann á Alþingi: „Það þarf að koma í veg fyrir það, að kaupið, eftir einhverjum visitölureglum eins og þeim, sem við höf- um búið við, æði upp á eftir verðlagi, því að það kippir vitanlega fótunum undan eðlilegum rekstri eins og nú er ástatt." Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið í forystu- hlutverki í núverandi ríkisstjórn í eitt ár samþykkti landsfundur flokksins ábyrga ályktun um visitölu- málið i fyrri anda Lúðvíks. Þar sagði: „Enginn raun- hæfur árangur næst ,nema fram fari víðtæk endur- skoðun á vísitölubindingu launa, sem í núverandi mynd sinni torveldar beinlinis að unnt sé að halda fullri atvinnu og réttlátri tekjuskiptingu." Þannig hafa stjórnarf lokkar bæði i vinstri stjórnum og borgaralegum stjórnum tekiðábyrga afstöðu gegn þessu sjálfvirka víxlhækkunarkerfi. Nú bregður hins vegar svo við, að enginn setur sig upp á móti verð- bólgukerfinu. Annar stjórnarflokkurinn hreykir sér meira aðsegja af því, að formaður hans hafi átt allan heiður af þvi að verðbólgusamningar þessir voru gerðir. Stjórnvöld verða að dansa í kringum þetta sjálf- virka kerf i. Allar aðgerðir miðast við að sem minnst- ar hækkanir komi inn í næsta vísitöluútreikning. Til þess eru notaðar niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum með yfirvofandi halla á ríkissjóði, hallarekstur á opinberum fyrirtækjum og lántökur. Allt eru þetta gerviaðgerðir, sem leiða til aukinnar verðbólgu, þegar til lengdar lætur. Þjóðviljinn hefur réttilega bent á, að þetta visitölu- kerf i á sinn þátt í þvi, að verðbólgan er meiri hér en í nokkru öðru Evrópulandi. Og sannleikurinn er sá, að engir skaðast jafn mikið á þessu kerfi eins og lág- launamenn og lífeyrisþegar. Nýlega var frá þvi skýrt, (þaö mun raunar hafa veriö lengi kunnugt) aö þaö, sem kalla mætti námsleiöi væri rikjandi og vax- andi fyrirbæri meöal skólafólks. Þettaerekki sérstættfyrir okk- ar skólaæsku. Evrópskur menntamaöur, nýkominn frá Bandarikjunum, var fyrir nokkr- um árum aö þvi spuröur, hvaö honum fyndist ööru fremur einkenna háskólaborgara þar vestra: Og hann gaf hiklaust þetta svar „Þaö er tómiö, tilgangsleysiö, sem skfn út úr öllum þeirra verk- um og viöhorfum” — Þaö er m.ö.o. ameriskur „námsleiöi”. 1 þessu voldugasta og auöug- asta riki veraldar, sem gerir bet- ur viö sina ungu og upprennandi menntamenn og veitir þeim full- komnari skilyröi til aö búa sig undir lifiö, heldur en dæmi eru til — þar er ekki aö finna neina fyll- ing lifsgleöinnar. — Þvert ámóti: tóm og tilgangsleysi — skort á marksækni, skort á þeirri sann- færingu, aö þau væru aö búa sig undir göfugt hlutverk i þágu þjóö- arog fööurlands. I fáum oröum sagt skortir þetta fólk heilbrigöa lifsksoöun, sem gefur þvi innihald dagsins og takmark lifsins. Þess- vegna er þaö kærulaust i vel- feröarþjóöfélaginu, lifsleitt i nægtum þess, óánægtmeö visind- anna „vonarsnauöu visku”. Lát- um svo útrætt um þetta i bili, en tökum til samanburöar annaö dæmi frá öörum tima úr öörum staö. Ég var, ekki alls fyrir löngu, aö lesa viötal viö aldraöan em- bættismann. Ungur missti hann báöa foreldra sina. Umkomulitill braust hann samt áfram til mennta, lauk embættis- prófiog var langa ævi vel metinn og traustur starfsmaöur sins hér- aös. — Þegar hann i elli litur yfir ævi sina, segist hann vera fullur þakklætis — þrátt fyrir skort for- eldra-umsjár, og erfiöleika og fátækt, segir hann, aö lifiö hafi veitt sér mikla hamingju. — Þar erekki talaö um neitt tóm, ekkert tilgangsleysi, engan lifsleiöa. Ekkert slikt hefur fengiö aö kom- ast aö. Þaö hefur allt oröiö aö vikja fyrir vanda baráttunnar, áhuga á viöfangsefnum, gleöi yfir unnum sigrum, sókn á brattann undir gunnfána lifsins. Þegar viö viröum fyrir okkur þessar tvær geróliku myndir — annarsvegar skólaæskuna i auöi og allsnægtum i nútima þjóö- félagi — hinsvegar munaöarlaus- an sveitadreng, sem brýst áfram meö tvær hendur tómar, engan á að treysta nema sjálfan sig — þá finnum viö þar fátt sameiginlegt. Lít úr ógöng- unum |Umsjón™SéraGísli| ^ Brynjólfsson. J v y ^ — Þessar tvær myndir eru eins óh'kar og hugsast getur. — Er hér um aö ræöa nokkurn skyldleika eöa sættanleg sjónarmiö? — Eng- inn vill fylla tóm hugans meö áhyggjum fyrir brýnustu lífs- nauösynjum eöa metta tilgangs- hungriö meö tvisýnni baráttu fyrir daglegu brauöi. Nútiminn meö allri sinni tækni og öllum sinum tækifærum, hann beinir hugum okkar allra i gagn- stæöa átt. Hann á þaö takmark aö létta sifellt lifsbaráttuna, gera lif- ið auöveldara — öruggara, lífs- brautina beinni og umhverfið rik- ara af hverskyns þægindum. Allir, sem vilja ná eyrum fólks- ins, lofa þvi meiru af þessa heims gæöunv, með minna erfiði og engri areynzlu, enda þótt niður- staðan verði ávallt sú að móti koma hærri kröfur um fleiri tóm- stundir, enn aukin lífsþægindi, enn minni fyrirhöfn fyrir daglegu brauöi. Ef aö þessu heldur þannig áfram viröist viöhorf okkar og kröfur til lifsins og lffsgæöanna hér á jöröu vera að komast i nokkurskonar sjálfheldu. Og viö eygjum enga lausn aö heimsins hyggju. En enda þótt svona óvæn- lega virðist horfa — þá þarf þetta ekki að koma okkur neitt á óvart. — Þetta hafa kristnir menn alltaf átt aö vita. — Höfundur og full- komnari trúar vorrar, hann hefur sagt þetta fyrir, lagt þetta glöggt fram f fagnaðarerindi sínu. A gleggstan og skýrastan hátt kem- ur þetta sjónarmið hans og mat hans á jaröneskum gæðum fram i þessari kunnu setningu: Ekkiveröur lif mannsins tryggt meö eigum hans — þvi aö lffiö er meira en fæöan og Ukaminn meiri en klæönaöurinn Og þegar nánar er skoðað sjá- um við þaö lika vel, aö gegnum alla kenningu Jesú Krists gengur þaö eins og rauöur þráður, að andleg heill, farsæld og sannur sálarfriður þaö fæst þvi aðeins aö maður meti andleg verömæti meira heldur en auðsöflun og eftirsókn eftir ytri þægfndum. En hvernig má slikt veröa? Er þetta ástand, þessi ærslafulli hrunadans heimshyggjunnar og lifsþægindakapphlaupsins — er þetta ekki eins og óstöðvandi skriöa sem berst óöfluga niöur brattann og þrifur oss meö sér. Nýlega las ég ræöu eftirþýskan guöfræðing — einn merkasta kennimann, sem nú er uppi þar i landi. Hann komst þar m.a. svo að orði: Siglir ekki Evrópa — já allur hinn kristni heimur — burt frá uppruna sinum — burt frá upp- sprettu ailrar blessunar. Þetta eru næsta alvörurik orö. Og vissulega vitum viö ekki hvort og aö hve miklu leyti þau munu rætast og hvaöa afleiöingar þaö muni hafa á okkar timum. En eitt er vist! Ot úr öllum ógöngum og villu- stigum heimshyggjunnar er a.m.k. ein leið fær. Það er leiö Kristindómsins. Leiö hófsemi, sjálfsafneitunar og kærleika. Hana hljótum viö aö veröa aö ganga i trúnni á algóöan fööur mannanna, sem sendi þeim sinn eingetna son, til þess aö vera mönnum eilifur frelsari frá voða og villu, frá synd og dauða, Þessi trú setur alla sina von til þess hjálpræöis, sem birtist i drottni vorum og frelsara fyrir hvern öllu mannkyni er ætlað hólpnu aö veröa. Megi sú trú lyfta vonum okkar til þeirrar hæöar aö geta litiö á þessa tilveru, þrátt fyrir allt og allt, ekki sem villuleiö myrkurs og mannvonzku heldur sigur- braut manneskjunnar, þjóöleiö- ina til hamingju og heilla. Um hásumartimann leggur margur leiö slna burt úr borginni — Sumir i fjarlæg lönd og áifur aörir i hringferö um landiö — enn aörir láta sér nægja næsta nágrenniö, upp I Heiömörk eöa út I Viöey. Þessi mynd er af Viöeyjarkirkju og minnir okkur á aö fleiri mannvirki eru á þessari sögufrægu eyju heidur en Viöeyjarstofa. Mynd: Jóhanna Björnsdóttitr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.