Vísir - 30.07.1977, Blaðsíða 11
I?
VÍSIR
Laugardagur 30. júli 1977.
O < -
4 > f * V 4
Varnarliðið ó Keflavíkurflugvelli, - Lokagrein
Sikorský HH-3E Jolly Green Giant yfir Keflavikurflugvelli 27. október
1976. (BSv)
Grumman SA-16A Albatros flugbátur. Nokkrir siikir voru staö-
settir á Keflavikurflugvelii á árunum 1952-61. (Ólafur Guðjóns-
son)
Björgunarsveitin
Sikorsky H-19 kemur meö sjúkling til Reykjavikur
Lockheed HC-130 Hercules á Keflavikurflugvelli I júlf 1976. (Ragnar Ragnarsson)
Boeing HC-97 Stratocruiser björgunar og leitarflugvél á Kefla-
vikurflugvelli. Þessi tegund var staösett hér af og til um 1970.
(Þórir Magnússon)
Boeing SB-29 Superfortress. Myndin er tekin 1948 eöa 9. Takiö eftir björgunarbátnum undir búk vélar-
innar. (Jón tsaksson).
A Keflavikurflugvelli hafa
ætið verið staðsettar úrvals
björgunarsveitir. Þarf ekki hér
að tiunda það starf sem þær
hafa unnið að björgunarmálum
hér á landi. Til þess þekkja ts-
lendingar það og afrek sveit-
anna of vel.
Varðandi flugvélategundir
þær sem hér hafa verið staðsett-
ar má segja að þær hafi alla tið
verið i samræmi við það sem
annarstaðar hefur gerst. Þróun-
in hefur veriö i þá átt að nota
langfleygar þyrlur sem mest.
islenskir flugmenn
A árunum i kringum 1950 voru
hér tvær Boeing B-17 fljúg-
andi virki eða Flying Fortess
vélar. Flugu þeim oftlega is-
lenskir flugmenn m.a. Guðjón
Jónsson sem er nú flugstjóri hjá
Landhelgisgæslunni og Ólafur
Guðjónsson flugumferðastjóri.
Þessar vélar voru útbúnar úr B-
17 sprengjuflugvélum með þvi
að setja undir búk þeirra tré-
björgunarbát sem varpa mátti
niður til nauðstaddra á hafi úti.
Einnig höfðu hér oft viðkomu
Boeing SB-29 risaflugvirki
(Superfortress) björgunarvélar
sem höfðu svipaðan útbúnað.
Oftlega voru staðsettar hér
björgunargerðir af Douglas C-47
(DC-3) Dakota og Douglas C-54
(DC-4) Skymaster. Einnig voru
hér oft Grumman Albatros flug-
bátar eins og þeir sem Land-
helgisgæslan fékk siðar til
reynslu.
Þyrlur björgunarsveitar-
innar
Þyrlukostur björgunar-
sveitarinnar hefur ætið verið af
Sikorsky gerð. Fram undir 1965
voru það Sikorsky H-19 (eða S-
55). Voru þær upphaflega
gerðar út af flughernum eða þar
til flotinn yfirtók rekstur flug-
vallarins. Siðar, eða til 1971
notaði björgunarsveitin
Sikorsky H-34 (S-58) þyrlur.
Gekk rekstur þeirra ekki alltof
vel og fórust a.m.k. þrjár slikar
hér. Um tima voru þær málaðar
á sérstakan máta eða sjálflýs-
andi rauðar. Sást litur þessi
mjög vel úr fjarlægð en viðhald
hans var svo erfitt og
kostnaðarsamt að þessu var
hætt.
Flugherinn tók við 1971
Arið 1971 tók flugherinn við
björgunarsveitarútgerðinni hér
aftur. Tók hann þá i notkun
Sikorsky HH-3E Jolly Green
Giant þyrlur sem hafa verið i
stöðugri notkun hér siðan. Við
þetta jókst geta björgunarliðs-
ins til mikilla muna. Þessar
þyrlur eru langfleygar og hrað-
fleygar og hafa reynst mjög
öruggar. Þess má geta að til er
nýrri og stærri gerð björgunar-
þyrla, Sikorsky HH-53, en hún
mun ekki henta hér vegna þess
hve viðkvæm hún er fyrir kulda.
Þyrlunum til aðstoðar og vita-
skuld til nota i leitarflugi eru
Lockheed HC-130H Hercules
vélar. Ein slik er ávallt reiöubú-
in á Keflavikurflugvelli og önn-
ur tilbúin til flugtaks á Wood-
bridge flugvelli i Englandi ef
með þarf. Til viðbótar þessu eru
¥ ■ . r.
f.........v
Baldur Sveinsson
skrifar um tœkjakost
björgunarsveitarinnar
á I Keflavíkurflugvelli
Orion vélar varnarliðsins ávallt
til reiðu ef þörf er á flugvélum
til leitarflugs.
Hercules vélarnar geta gefið
þyrlunum eldsneyti á flugi og
aukið þannig geysilega flugþol
þeirra. Hafa sést i blöðum frá-
sagnir af frækilegum
björgunarafrekum þyrlanna i
ýmsum landshlutum og á hafi
úti. Margar slikar aðgerðir
hefðu ekki verið mögulegar ef
ekki hefði verið hægt að taka
eldsneyti á flugi.
Eftirmáli
Greinarkorn þessi hafa von-
andi gefið þeim sem þau hafa
lesið einhverja innsýn i það
starf sem fram fer hjá flug-
sveitum varnarliðsins. Að visu.
kunna sumir að segja að of mik-
ið hafi verið f jallaö um flugvéla-
tegundir og hvenær þær komu
og fóru en ekki kannski rætt
nægilega um getu þeirra og
ýmislegt fleira sem tina mætti
til. Er þvi tilaðsvara að það var |
ekki ætlun höfundar að gera
allsherjar úttekt á varnarmætti
ög getu varnarliðsins sem hér
er, heldur gefa þeim sem hug
hefðu á betri yfirsýn yfir tæki
þau sem hér hafa verið til
varnar.
Engin mynda þeirra sem hér
hafa birst hefur áður sést á
prenti og ættu þær einar að hafa
verið nokkuð forvitnilegar. Ég
vil þó geta þess að langt er frá
að myndasafn mitt frá Kefla-
vikurflugvelli sé nógu yfirgrips-
mikið. Vil ég þvi skora á alla
sem hafa undir höndum myndir
þaðan, hvort sem þær eru
gamlar eða nýjar, góðar eða
slæmar, að hafa samband við
mig.